Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓFÁIR fræðimenn hafa á undanförnum ára- tugum spáð því að fjórflokkakerfið sem hefur verið við lýði frá fyrrihluta síðustu aldar væri að líða undir lok. Það er skemmst frá því að segja að ekkert bendir til þess. Það hafa hins vegar orðið breytingar í þá veru að gamla Al- þýðubandalagið hefur skipt sér á milli tveggja flokka, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Ef skoðaðir eru þingmenn Samfylking- arinnar kemur í ljós að nær helmingur þing- manna er úr gamla Alþýðubandalaginu sem kemur nokkuð á óvart þar sem almennt er tal- að um að Samfylkinguna sem arftaka Alþýðu- flokksins. Þaðan koma hins vegar einungis sex af tuttugu þingmönnum Samfylkingarinnar. Allir hinir koma úr flokkum sem voru vinstra megin við Alþýðuflokkinn ef undan er skilinn Ágúst Ólafur Ágústsson en tæplega er sann- gjarnt að spyrða hann við annað en Samfylk- inguna enda mjög ungur að árum. Kosningaúrslitin eru í raun mjög ánægjuleg fyrir gamla Alþýðubandalagið. Í síðustu kosn- ingum er það bauð fram, árið 1995, fékk það níu þingmenn kjörna. Nú eru átta þingmenn Samfylkingarinnar ættaðir úr Alþýðubandalag- inu og einn úr Framsókn. Ef við gefum okkur að fimm manna þingflokkur Vinstri grænna eigi líka heima með Alþýðubandalaginu og óháðum eins og framboðið hét undir það síð- asta þá eru fjórtán þingmenn úr Alþýðu- bandalaginu búnir að ná kjöri en einungis einu sinni náði flokkurinn slíkum árangri á síðustu öld. Það var árið 1978 er flokkurinn vann sinn stærsta sigur. Ég velti því fyrir mér hvort að í framtíðinni munum við sjá meiri reglu á ríkisstjórnarsam- starfi en verið hefur fram til þessa. Hingað til f t s i s k g v s S t a h n s h a d l i Á v a n h s a f v h f hafa flestir flokkar gengið óbundnir til kosn- inga og engar hömlur hafa verið á því hvaða flokkar hafa starfað saman. Einungis einn for- maður gaf það afdráttarlaust til kynna að hann vildi starfa með einhverjum ákveðnum flokkum en það var Steingrímur J. Sigfússon sem vildi vinstristjórn og samstarf með Samfylkingunni og stjórnarandstöðunni. Samfylkingin tók ekki undir þessar óskir og virðist hafa það að markmiði að einangra Vinstri græna og láta líta svo út að flokkurinn sé ósamstarfshæfur. Margt bendir til að Sam- fylkingunni muni takast þetta ætlunarverk sitt þar sem Vinstri grænir hafa gert mörg taktísk mistök á undanförnum misserum. Í fyrsta lagi buðu þeir einungis fram eigin lista í mjög fáum sveitarfélögum fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Yfirleitt áttu þeir að- ild að svokölluðum sameiginlegum framboðum. Það blasir við að sameiginlegu framboðin nýt- ast Samfylkingunni mun betur en Vinstri grænum og er R-listinn í Reykjavík skýrasta dæmið þar um. Í annan stað földu þeir helsta trompið sitt í síðustu kosningum, Steingrím J. Sigfússon, en hann nýtur virðingar langt út Góð úrslit fyrir Alþýðub Eftir Guðlaug Þór Þórðarson ’ Þá eru fjórtán þingmennúr Alþýðubandalaginu búnir að ná kjöri en einungis einu sinni náði flokkurinn slíkum árangri á síðustu öld. Það var árið 1978 er flokkurinn vann sinn stærsta sigur. ‘ HÚN er þrautseig goðsögnin um reglugerð- arbáknið í Brussel, enda hafa andstæðingar Evrópusamrunans oft vaðið gagnrýnislaust uppi í fjölmiðlum og borið þar á borð nánast hvaða vitleysu sem er. Nýjasta dæmið um þetta er grein breska íhaldsþingmannsins Daniel Hannan í Morgublaðinu 23. ágúst síð- astliðinn. Ekki veit ég hvernig þessi endem- isvitleysis grein rataði í Morgunblaðið en þarna komu fram fullyrðingar sem vert er svara. Það er ekki nýtt að reglugerðir Evrópusam- bandsins sem – nota bene – miða flestar að því að afnema viðskiptahindranir og koma á sam- eiginlegum markaði Evrópu, verði skotmark einangrunarsinna. Frægustu dæmin eru regl- ur, sem þingmaðurinn minnist á, um viðskipti með agúrkur og banana. Sú fyrri var sett árið 1988 og sú seinni árið 1994. Þessar reglugerðir voru settar að beiðni neytenda og framleið- enda, en ekki embættismanna í Brussel, til s þ þ i t þ a a e k a E ó v v s þess að auðvelda viðskipti á milli landa og komu í stað 15 mismunandi reglna í aðild- arlöndum ESB. Í þessum reglum er kveðið á um ákveðna gæðaflokkun afurðanna þannig að kaupendur, bæði innanlands og utan, geti gengið að því að verið sé að kaupa fyrsta flokks vöru. Ekkert í reglugerðunum bannar fram- leiðendum hins vegar að framleiða eins bogna banana eða agúrkur og þeir vilja en sú vara kemst ekki í hæsta gæðaflokk. Það er því engin furða að framleiðendur reyni að framleiða vöru í samræmi við þessa reglugerð enda fæst betra verð fyrir þá vöru. Þessari banana- og agúrkufrétt hefur marg- oft verið svarað en hún blossar upp aftur við og við þegar menn í pólitískum tilgangi reyna að koma höggi á Evrópusamrunann. Einkum hafa þetta verið óvandaðir blaðamenn og er e.t.v. hægt að skilja það enda þeirra tilgangur að selja æsifréttablöð en ekki að hafa áhyggjur af Af bognum banönum og Eftir Andrés Pétursson VARÐVEIZLA FORNMINJA Gamli hitaveitustokkurinn fráMosfellssveit til Reykjavíkur,merkilegt mannvirki sem reist var á stríðsárunum, hefur nú verið brotinn niður að mestu leyti, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær. Fornleifavernd ríkisins harmar að svona skuli hafa verið að verki staðið, enda taldi hún stokkinn hafa ótvírætt varðveizlugildi, þótt hann væri hvorki friðaður né friðlýstur. Eins og svo oft áður, þegar merkileg mannvirki eiga í hlut, töldu menn ekki svara kostnaði að varðveita stokkinn; hvorki Mosfellsbær né Orkuveita Reykjavíkur töldu sig hafa fé aflögu til að tryggja viðhald hans. Kristín Huld Sigurðardóttir, for- stöðumaður Fornleifaverndar ríkis- ins, segir í blaðinu að eins hátti til um 700 fornleifar og minjar víða um land; engir peningar séu til að halda þeim við og varðveita. Nefnir hún þar m.a. stórmerkar fornminjar á borð við bæjarrústirnar að Stöng í Þjórs- árdal og Snorralaug í Borgarfirði. Undanfarin ár hefur verið mikil grózka í fornleifarannsóknum, m.a. vegna tilkomu Kristnihátíðarsjóðs og fleiri sjóða, sem styrkt hafa þær rannsóknir. Hins vegar skortir oft fé til að ganga frá þeim minjum, sem grafnar eru upp, þannig að þær séu aðgengilegar almenningi. Þá eru ótalmargir merkir minjastaðir órannsakaðir og liggja minjar jafnvel víða undir skemmdum. Þetta ástand mála er umhugsunar- efni fyrir þjóð, sem er jafnupptekin af sögu sinni og fortíð og Íslending- ar. Rannsóknir á fortíðinni eru að mörgu leyti lykillinn að skilningi okkar á því hver við erum í nútíman- um. Uppgötvanir í sagnfræði og forn- leifafræði geta breytt því hvernig við lítum á söguna og okkur sjálf. Þær eru þess vegna mikilvægar og sjálf- sagt að minjum fortíðar sé sýnd til- hlýðileg virðing. Alltof mikil menn- ingarverðmæti hafa glatazt vegna þess að fólk hefur í skammsýni talið að það væri dýrt að varðveita þau. Það eru ákvarðanir, sem margir harma síðar. BETRI ER KRÓKUR EN KELDA Gatnaframkvæmdir fylgja sumrinu,rétt eins og farfuglarnir og ferða- mennirnir. Það vekur því nokkra furðu að í höfuðborginni skuli ekki meira vera gert til að draga úr þeim óþæg- indum, sem þetta árvissa nauðsynja- verk veldur borgarbúum. Í Morgunblaðinu í gær var frétt um að malbikunarframkvæmdir á gatna- mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar á háannatímanum síðdegis á miðvikudag hefðu valdið miklum umferðartöfum og hefðu lögreglu borizt kvartanir frá vegfarendum af þeim sökum. Einar Jónasson, upplýsingafulltrúi umferðaröryggissviðs hjá Umferðar- stofu, segir að ábendingar frá vegfar- endum lúti fyrst og fremst að því að fólki finnist að framkvæmdir séu ekki merktar með nógu góðum fyrirvara, þannig að það geti valið aðrar leiðir. „Yfirleitt eru merkingar ágætar við framkvæmdasvæðin sjálf, hraðatak- markanir og þess háttar en oft er fólk svolítið pirrað, sérstaklega hérna í borginni, að merkingar séu ekki hafð- ar fyrr,“ segir Einar. Það væri ekki stórkostleg fyrirhöfn fyrir þá, sem standa í gatnafram- kvæmdum, hvort heldur er borgar- starfsmenn eða verktaka, að setja upp skilti með góðum fyrirvara til að vara ökumenn við töfum og lokunum og benda á hjáleiðir. Sjálfsagt myndi þetta kosta einhverjar krónur og ein- hverjar mínútur en sá kostnaður er hverfandi miðað við þann tíma sem borgarbúar eyða ella til einskis í um- ferðarhnútum og það hugarangur sem það veldur óneitanlega að sitja fastur í umferðarteppu þegar á t.d. að vera bú- ið að sækja börnin í skólann. Allir vita að betri er krókur en kelda og yfirvöld umferðarmála í borginni mættu gjarnan tryggja að fólki væri bent á krókinn í tíma. LÆKNAR OG TÖLVUSAMSKIPTI Læknafélag Íslands ákvað á aðal-fundi sínum fyrir skömmu að fela stjórn félagsins að mynda starfs- hóp til að móta tillögur um hvernig nýta megi tölvusamband og símtöl á sem hagkvæmastan og öruggastan máta í samskiptum lækna og sjúk- linga. Í greinargerð, sem lögð var fram á aðalfundinum, kom fram að rann- sóknir erlendis hafi sýnt fram á að tölvusamband milli læknis og sjúk- linga með langvinna sjúkdóma hafi dregið úr innlögnum á sjúkrahús. Önnur rannsókn sýndi fram á að kostnaður við heilbrigðisþjónustu á hvern sjúkling lækkaði með því að nýta tölvusamskipti í auknum mæli. Þá væru jafnt sjúklingar sem læknar ánægðir með þetta samskiptaform. Þá segir m.a. í greinargerðinni: „Þörf fyrir formleg netsamskipti við sjúklinga er þeim mun brýnni á Íslandi í ljósi þess biðtíma eftir við- tali við lækni sem víða er í heilsu- gæslunni og hjá öðrum sérfræði- læknum á stofum eða göngudeildum.“ Það er að mörgu leyti sérkennilegt að ekki skuli nú þegar hafa verið tek- in stærri skref í þessum efnum. Óvíða er notkun Netsins og netpósts meiri en á Íslandi og þetta samskiptaform er fyrir löngu búið að ryðja sér til rúms á flestum sviðum. Stór hluti samskipta sjúklinga og lækna er þess eðlis að auðveldlega mætti afgreiða hann í gegnum tölvu- póst. Slík samskipti myndu draga úr álagi jafnt sjúklinga sem lækna. Það er löngu úrelt fyrirkomulag að þeir er leita þurfa þjónustu lækna verði að bíða eftir sérstökum símatímum þar sem síðan getur reynst erfitt að kom- ast að. Með því að nýta sér kosti tölvu- pósts er hægt að tryggja að sjúkling- ur komist í samband við lækni jafnvel þó að hann eigi þess ekki kost að sitja klukkutímunum saman við símann. Þar með yrði væntanlega einnig auð- veldara fyrir þá er verða að tala við lækni í gegnum síma að ná sambandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.