Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 45 NÍNA Björk Geirsdóttir er í 45.–48. sæti eftir þrjá keppnisdaga af fjórum á Evrópu- móti áhugakvenna í golfi sem nú stendur yfir á Írlandi. Nína lék á 78 höggum í gær en hafði áður leikið á 77 og 79 höggum. Hún er í hópi 71 þátttakanda sem halda áfram keppni á lokadeginum í dag. Nína Björk er samtals á 234 höggum, 15 yfir pari. Sophie Walker frá Englandi er með forystu, er á 218 höggum, einu undir pari, en Sophie Giquel frá Frakklandi er næst, á pari. Aðrir keppendur, 38 talsins, eru úr leik en í þeirra hópi er Helena Árnadóttir sem lék á 79 höggum í gær og áður á 82 og 83 höggum. Hún lauk þar með keppni í 85. sæti af 109 þátttakendum. Nína Björk komst áfram SLAKUR árangur íslenskra félagsliða í Evr-ópumótunum í knattspyrnu undanfarið hefur þau áhrfi að stuðull Íslands lækkar verulega. Þannig má benda á að fyrir tímabilið 1998– 99 var Ísland með stuðulinn rúmlega 6,6 hjá UEFA en í ár er hann tæplega 3,5. Stuðullinn er fundinn þannig að lið fá stig fyrir sigur og helmingi færri fyrir jafntefli þannig að það skiptir máli að fá stig. Stigin eru svo lögð saman og deilt í með fjölda liða frá viðkomandi landi og landsstuðullinn fundinn út fyrir viðkomandi land. Í fyrra gerðu íslensk lið eitt jafntefli í mótum í Evr- ópu en í ár urðu þau þrjú. Stuðlum síðustu fimm ára er haldið til haga og næst þegar reiknað verður dettur tímabil ið 1998–99 út en yfirstandandi tímabil kemur inn í staðinn. Rétt er að taka fram að stuðull þessi hefur engin áhrif á stöðu landsliða Evrópuland- anna. Þegar dregið er í Evrópumótin er litið til stuðlanna. Þar fær hvert lið helminginn af landsstuðli síns lands auk þeirra stiga sem það lið hefur áunnið sér sjálft (engin stig eru gefin til liða fyrir Intertoto leiki og leiki í forkeppni). Má sem dæmi nefna að KR var raðað niður fyrir síðasta drátt í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og var því talið sterkara en mótherjarnir sem voru í hinum pottinum. Haldi hins vegar svo fram sem horfir, að íslenski stuðullinn lækki áfram kemur að því að íslensk lið verða í pottinum með þeim slökustu í álfunni. Stuðlar þessir skipta máli bæði fyrir landið sem slíkt og einnig fyrir hvert félag. Félögin fá helming af stuðli viðkomandi lands og sinn stuðul að auki. Nefnum dæmi: Norska liðið Rosenborg hefur háan stuðul enda hef- ur liðinu gengið vel í mótum Evrópu. Önnur norsk lið hafa hins vegar ekki riðið feitum hesti frá þeim og því er landsstuðullinn lágur og lækkar stuðul Rosenborgar. Stuðull Íslands hjá UEFA hefur lækkað Úr leik Fylkis og AIK í fyrrakvöld. FYLKIS-banarnir í AIK frá Stokk- hólmi mæta Valencia frá Spáni í 1. umferð í UEFA kepninni í knatt- spyrnu. Austuríska liðið Kärnten, sem sigraði Grindavík naumlega, með Helga Kolviðsson innanborðs mætir Feyenoord. Nokkur önnur „Íslendingalið“ voru í pottinum. Lokeren, lið þeirra Arnars Grétars- sonar, Arnars Þórs Viðarssonar, Rúnars Kristinssonar og Marels Baldvinssonar, dróst gegn Man- chester City og leika síðari leikinn á heimavelli í Belgíu. Norska liðið Molde, sem Ólafur Stígsson, Bjarni Þorsteinsson og Andri Sigþórsson eru á mála hjá, spilar gegn Leiria frá Portúgal. Lyn, lið þeirra Helga Sig- urðssonar og Jóhanns Birnis Guð- mundssonar, keppir við PAOK frá Grikklandi og norsku meistararnir Rosenborg, þar sem Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður er, fer til Lettlands og leikur við leika við Ventspils. Liverpool mætir Olimpija frá Slóv- eníu og annað enskt lið, Newcastle mætir Nac Breda frá Hollandi. Fyrri leikir 1. umferðar fara fram 24. sept- ember og þeir síðari 15. október. JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður Íslands í knatt- spyrnu er genginn til liðs við Úlfana í ensku úrvalsdeildinni. Jóhannes Karl gekk frá árs lánssamningi við félagið og þá hafa Úlfarnir um leið tryggt sér forgangskauprétt á leik- manninum frá Real Betis. Jóhannes Karl eða „Joey“ fer beint í leik- mannahópinn er liðið mætir Portsmouth á heimavelli sínum Molineux í dag. „Ég er mjög ánægð- ur með að mín mál séu loks komin á hreint. Nú er ég kominn í mína uppáhaldsliti, gulan búning og svartar stuttbuxur. Ég æfði með lið- inu í morgun [gær] og líst ágætlega á mannskapinn. Ég tel möguleika mína á að komast í liðið góða því Dave Jones, knattspyrnustjóri væri ekki að fá mig til liðsins nema hann ætlaði að nota mig,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gær, er allt var um garð gengið. Jóhannes mun leika í treyju með númerið 24. Honum var greinilega létt að vera kominn með fast land undir fætur út keppnistíðina þannig að hann gæti farið að einbeita sér að knattspyrnunnni. Úlfarnir reyndu einnig að fá brasilíska miðvallarleikmanninn Emerson til liðs við sig. Á síðustu stundu ákvað leikmaðurinn að hætta við að ganga til liðs við Úlf- ana er Glasgow Rangers gerðu hon- um tilboð. Emerson sagðist ekki hafa getað neitað tilboði frá liði sem leikur í Meistaradeild Evrópu eins Rangers gerir. Jóhannes Karl fer beint í leikmannahóp Wolves Einn leikur er í dag, en þá fá Eyja-menn lið Þróttar í heimsókn og gætu skotist upp í fimmta sætið með sigri, en eru nú í því sjöunda. Þróttur færi hins vegar í þriðja sætið með sigri. Á morgun eru tveir leikir, Valur tekur á móti KA og Fram fær FH í heimsókn. Valsmenn eru í neðsta sætinu með 16 stig og Fram og KA þar fyrir ofan með stigi meira. Þetta er því sannkall- aður botnslagur að Hlíðarenda þar sem stigin skipta gríðarlega miklu máli. Með sigri færi Valur upp fyrir KA og Fram og að hlið Eyjamanna ef þeir tapa í dag. KA færi upp fyrir ÍBV tapi liðið í dag en yrði annars áfram í áttunda sæti – en heldur fjær botn- sætinu en fyrir leikinn. Haustið nálgast og Framarar eru komnir í gang. Þeir taka annað kvöld á móti Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH, sem hefur verið á fínu róli í sum- ar. Með sigri komast Framarar í tutt- ugu stig, upp fyrir ÍBV tapi Eyja- menn í dag en gætu eins orðið áfram í næstneðsta sæti vinni ÍBV og KA. FH-ingar ætla sér örugglega öll þrjú stigin og skjótast þar með í ann- að sæti deildarinnar því annars gætu þeir orðið í sjötta sæti, vinni ÍA, Grindavík og Þróttur. Á mánudagskvöldið lýkur umferð- inni með tveimur leikjum, Fylkir tekru á móti Skagamönnum og Grindvíkingar fá KR-inga í heimsókn. Taki ÍA öll þrjú stigin fer liðið upp fyrir Árbæinga í töflunni, verður með jafnmörg stig en betra markahlutfall. Fylkismenn vilja stigin því annars gætu þeir orðið í 4. sæti eftir þessa umferð, ef FH og ÍA vinna sína leiki. Vinni KR á mánudaginn og Fylkir tapar eru KR-ingar svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar, hafa þá 33 stig en Fylkir 26 og getur ekki náð þeim. FH-ingar gætu náð þeim að stigum með því að sigra í öllum þrem- ur leikjunum, fá þá 33 stig eins og KR, vinni liðið á mánudaginn, en marka- hlutfall KR er talsvert betra, átta mörk í plús en FH-ingar eru með þrjú. Það má því vænta einhverra breyt- inga á töflunni um helgina, en auðvit- að geta allir leikir umferðarinnar end- að með jafntefli og þá breytist staðan ekkert. Skýrast línur um helgina? SEXTÁNDA umferð Lands- bankadeildarinnar í knatt- spyrnu karla verður leikinn um helgina og er þetta jafnframt þriðja síðasta umferðin. Lín- urnar gætu orðið eitthvað gleggri á mánudagskvöldið þeg- ar umferðinni lýkur, en mótið hefur verið sérlega spennandi í ár og í raun er ekkert alveg ljóst nú þegar þrjár umferðir eru eft- ir. Að þessari umferð lokinni tekur við tveggja vikna frí í deildinni vegna landsleiks Ís- lands og Þýskalands í und- ankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli eftir viku. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Valur tekur á móti KA á Hlíðarenda síðdegis á morgun og verður væntanlega um hörkubaráttu að ræða þar sem bæði liðin eru í neðri hluta deildarinnar og þurfa sannarlega á stigunum að halda. Þá eiga KA-menn harma að hefna frá fyrri leik liðanna í sumar sem myndin að ofan er frá, en þá unnu Valsmenn, 2:1. Hér er þó Elmar Dan Sigþórsson nýbúinn að skora mark KA í leiknum og koma liðinu yfir. Fylkir missti af Valencia ■ Allur drátturinn/46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.