Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALASTAIR Campbell, sem ákveð- ið hefur að segja af sér sem blaða- fulltrúi Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, hefur oft verið kallaður „hinn raunverulegi að- stoðarforsætisráðherra“ eða „ann- ar valdamesti maður í Bretlandi“. Allt frá árinu 1994 hafa þeir Blair verið svo nánir, að margir hafa ekki gert greinarmun á orðum hans og sjálfs forsætisráðherrans. Campbell lagði stund á tungu- málanám við Cambridge en áður en hann sneri sér að blaðamennsku skrifaði hann klámsögur fyrir karl- menn í tímaritið Forum. Í blaða- mennskunni átti hann skjótum frama að fagna og aðeins 29 ára gamall var hann orðinn ritstjóri Sunday Today. Útgáfa þess gekk þó ekki upp og það olli því, að Campbell fékk taugaáfall. Þessi reynsla varð hins vegar til að herða hann og aga og auka honum metn- að. Um svipað leyti ákvað hann að hætta að bragða áfengi og telja margir, að það hafi hjálpað honum á vaktinni og í viðskiptunum við fjölmiðlana jafnt á nóttu sem degi. Campbell varð pólitískur rit- stjóri Daily Mirror og á sama tíma einn af nánustu ráðgjöfum Neils Kinnocks, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann varð síðan talsmaður Blairs 1994 og blaðafulltrúi hans eftir kosninga- sigurinn 1997. Fyrir þremur árum hætti hann daglegum blaðamanna- fundum og sneri sér að stefnumót- un. Ástæðan fyrir því var raunar sú, að hann þótti vera farinn að skyggja á forsætisráðherrann. Sá frægasti og umdeildasti Í óopinberri ævisögu Campbells eftir blaðamanninn Peter Oborne er dregin upp mynd af manni, sem er svo náinn valdakjarnanum, að orð hans vega jafnþungt og for- sætisráðherrans. Campbell er án efa frægasti blaðafulltrúi bresks forsætisráðherra frá upphafi og hann hefur alltaf verið mjög um- deildur. Til dæmis var rætt um það innan stjórnsýslunefndar þingsins hvort ekki væri rétt, að völd blaða- fulltrúa og annarra „spunameist- ara“ yrðu takmörkuð með lögum. Þótti stundum skyggja á Blair Reuters Alastair Campbell á skrifstofu sinni við Downing-stræti í gær. TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar sagði í gær að Norður-Kóreustjórn hefði gefið „afdráttarlausa staðfest- ingu“ á því að hún réði yfir kjarn- orkuvopnum. Og yfirmaður Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) sagði í sjónvarpsviðtali að Norður-Kóreumenn reyndu grímu- laust að beita kjarnorkuáætlun sinni til ógnana og kúgunar. Í fyrstu opinberu viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í sexhliða viðræðulotunni um málið, sem hófst í Peking á miðvikudag og lauk í gær, sagði Jo-Anne Prokopowicz, einn talsmanna bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, í gær að fulltrúar Norður-Kóreustjórnar hefðu í við- ræðunum hótað því að sprengja til- raunakjarnorkusprengju í því skyni að sanna fyrir heiminum að þeir réðu yfir beitanlegri kjarnorku- vopnatækni. Auk þess hefðu þeir hótað nýju tilraunaskoti meðal- drægrar eldflaugar sem borið getur kjarnorkuvopn og að lýsa því form- lega yfir að N-Kórea sé kjarnorku- veldi. Sagði Propkowicz að með þessum hótunum væri stjórnin í Pyongyang að einangra sig frá umheiminum enn frekar en orðið er. „Yfirlýsingin frá Norður-Kóreu- stjórn er afdráttarlaus viðurkenning á því að hún ráði yfir kjarnorku- vopnum, en Bandaríkin munu ekki bregðast við hótunum eða beygja sig fyrir kúgun,“ sagði Prokopowicz. Yfirvöld í Norður-Kóreu vilja tryggingar fyrir því að Bandaríkin ráðist ekki á landið falli norðanmenn frá kjarnorkuáætlun sinni auk þess sem þau hafa farið fram á fjárhags- aðstoð frá Bandaríkjunum. Banda- rísk stjórnvöld segjast ekki veita neinar slíkar tryggingar fyrr en Norður-Kóreumenn hafi fallið frá kjarnorkuáætluninni. Viðræðunum í Peking, sem þóttu mikill áfangi í átt að því að taka á ábyrgan hátt á deilunni um kjarn- orkuáætlun N-Kóreu, lauk með samkomulagi um að þeim yrði haldið áfram síðar, en ekki hvenær sendi- nefndirnar sex yrðu kallaðar saman aftur. Auk fulltrúa frá Norður-Kór- eu, Bandaríkjunum og Kína tóku er- indrekar frá Suður-Kóreu, Japan og Rússlandi einnig þátt í þeim. Fordæmisgildi Mohamed El Baradei, fram- kvæmdastjóri IAEA, sagði í þætt- inum HARDtalk í BBC-sjónvarpinu að það hvernig leiðtogar heims taka á deilunni um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna myndi hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki sem hafa metnað til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Sagði hann Kim Jong Il og hina stalínísku stjórn N-Kóreu sem hann er leiðtogi fyrir beita kjarnorkuáætlun sinni til þess að kúga alþjóðasamfélagið. Sagðir hóta tilrauna- kjarnasprengingu N-Kóreumenn komast ekki upp með „kjarnorku- kúgun“, segir Bandaríkjastjórn Washington, Vín. AP, AFP. AÐILDARRÍKJUM heimsvið- skiptastofnunarinnar WTO tókst ekki að komast að samkomulagi um hvernig eigi að veita fátækum ríkj- um aðgang að ódýrum lyfjum, en ráðstefnu stofnunarinnar um þetta deilumál lauk í Genf í gær. Líf milljóna manna liggur við því daglega deyr fjöldi fólks að óþörfu úr sjúkdómum eins og alnæmi, malaríu og berklum vegna þess að það hefur ekki aðgang að lyfjum. Verið var að reyna að finna lausn á því hvernig fá- tæk ríki sem eru án lyfjaiðnaðar gætu fengið að flytja inn ódýr sam- heitalyf þar sem þau hafa ekki efni á að greiða fullt verð fyrir lyf sem einkaleyfi er fyrir. Í fyrradag var talið að samkomu- lagið væri í höfn en túlkunaratriði stóðu í vegi fyrir að það yrði sam- þykkt, að sögn ónafngreinds heim- ildarmanns AFP-fréttastofunnar. Búist er við að gerð verði önnur tilraun á fundi stofnunarinnar í Cancun í Mexíkó 10. september. WTO um ódýr lyf fyrir fátæk ríki Tókst ekki að semja SUÐUR-kóreskir lögreglumenn, óeinkennisklæddir, reyna að koma höndum yfir norður-kóreskan fána sem þátttakendur í mótmælafundi í Seoul, höfuðborg Suð- ur-Kóreu, hugðust kveikja í. Mikil spenna er í sam- skiptum Kóreuríkjanna um þessar mundir, er deilan um kjarnorkuáætlun norðanmanna stendur sem hæst. Reuters Fánaslagur í Seoul ÖRVÆNTINGARFULLAR hjálp- arbeiðnir og frásagnir af fólki sem hendir sér út um glugga er á meðal þess sem lýst er í 2.000 blaðsíðna riti með upptökum þeirra sem hringdu í neyðarnúmer eftir árásirnar á World Trade Center 11. september 2001. Borgaryfirvöld í New York birtu skýrsluna í gær en sú ákvörðun er afar umdeild. Meðal annars eru þar skráð símtöl frá fólki sem vann í turnunum, kvíðn- um ættingjum að grennslast fyrir um afdrif skyldmenna sinna og sam- töl björgunarfólks í talstöðvum. „World Trade Center … það bara sprakk,“ heyrist karlmaður segja í talstöð. Upptökurnar lýsa hinu ör- væntingarfulla andrúmslofti, óör- ygginu og getgátum um hvað hafi gerst. „Það er sprenging á einni af efstu hæðunum. Við vitum ekki hvort það er flugvél, Við vitum ekki hvort það er sprengja. Það eru fjöl- margir særðir,“ segir öryggisvörður hjá hafnarstjórn New York, sem var eigandi turnanna. „Ég er á 78. hæð. ég er fastur í lyftunni. Vatn og brak fellur niður. … Verið svo væn að senda einhvern að opna dyrnar,“ heyrist byggingaeftirlitsmaður segja. Lík af himnum ofan Í öðru tilviki heyrist rödd karl- manns, sem var fyrir framan annan turninn, segja frá því þegar fólk stekkur frá efstu hæðum bygging- arinnar. „Hei, hér eru tugir líka, fólk bara hoppar niður af byggingunni. Fólk. Lík falla af himnum ofan.“ „Lík?“ svarar þá kvenrödd á skipti- borði. Í skýrslunni má einnig lesa um ör- væntingarfull símtöl frá veitingastað sem var á 107. hæð byggingarinnar. „Staðan versnar mjög hratt. Við … við höfum … ferskt loft er að klárast hratt. Ég er ekki að ýkja,“ segir veitingastjórinn við öryggis- vörð. „Hvað eigum við að gera til að fá loft? Megum við brjóta glugga?“ BBC segir að ritið sé sársaukafullt aflestrar, þar sem það greini frá síð- ustu andartökum í lífi fórnarlamba og þeirra sem gerðu tilraun til þess að bjarga þeim. Sú ákvörðun að birta skýrsluna hefur enda verið afar um- deild. Hafnarstofnunin gerði tilraun til að banna útgáfu ritsins á þeim for- sendum að útgáfan væri tillitsleysi við ættingja fórnarlambanna, en rík- isdómari í New York komst að þeirri niðurstöðu að almenningur ætti rétt á að sjá skýrsluna. Sumar fjölskyldur fórnarlamb- anna eru á sama máli og segja hana vekja sárar minningar en aðrar von- ast aftur á móti til að hún geti gefið betri mynd af atburðunum. „Ég veit í rauninni ekki enn hvað gerðist þennan dag,“ sagði Sally Regenhard sem missti son sinn, slökkviliðsmann í árásinni en hún beið í röð eftir að fá eintak af skýrslunni. „Ég vona að hún geti hjálpað mér að átta mig á hvað kom fyrir hann og marga aðra,“ sagði hún. En Nikki Stern, sem missti eig- inmann sinn í árásinni, er ekki á sama máli. „Hún mun augljóslega kalla fram slæmar minningar hjá mörgum og ég er ekki viss um að hún veiti okkur mikið af nýjum upplýs- ingum.“ 2.792 manns fórust í árás al-Qaeda á turnana tvo í New York hinn 11. september 2001. Neyðarköll og hinstu símtöl fórnarlamba 11. sept. birt New York. AFP. BANDARÍSK stjórnvöld greindu frá því í gær að átján ára gamalt ung- menni frá Minnesota hefði verið ákært í tengslum við dreifingu hins skæða tölvuorms „Blaster“, sem sýkti hundruð þúsunda tölva út um allan heim á síðustu vikum. Tólf síðna ákæruskjal var lagt fram í málinu fyrir alríkisdómstól í St. Paul í Minnesotaríki gegn Jeffery Parson frá bænum Hopkins. Er hann sakað- ur um að hafa „af ásettu ráði valdið og reynt að valda skaða á vörðum tölv- um“, eftir því sem talsmaður dóm- stólsins, Joan Lindquist, skýrði frá. Samkvæmt heimildum Seattle Times kvað hinn ákærði ekki vera sjálfur höfundur ormsins, en hafa gert breytingar á hinum upprunalega Blaster-ormi og gert skaðlegri útgáfu af honum, sem kölluð hefur verið „B-afbrigðið“. Ákært vegna „Blaster“ Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.