Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRÁ því snemma á þessu ári – 2003 – hefur Ríkisútvarpið flutt þjóðinni fögur tilboð frá Lands- virkjun um listrænar sýningar á vegum stofnunarinnar, í húsa- kynnum hennar og að sjálfsögðu fyrir opinbert fé hennar. Þessi tilboð láta eflaust vel í eyrum margra enda er sú tilætl- unin og markmiðið. En í eyrum þeirra er haft hafa reynslu af við- skiptum við raforkuframleiðend- urna Laxárvirkjunarstjórn og Landsvirkjun hljóma þessi listsýn- ingatilboð sem váboðar um nýjar atlögur að náttúru Íslands. Og vá- in lét ekki á sér standa. Með vor- inu gaf Landsvirkjun út skýrslu um þá fyrirætlan sína að hækka stífluna í Laxá í S-Þingeyjarsýslu með tilheyrandi áhrifum á vatns- stöðu og lífríki Laxárdals – hins fegursta dals á Íslandi að sögn. Sýningartilboðin góðu virðast þannig vera eins konar aflátsgjafir vegna ógnvænlegra áætlana og dúsur gegn andmælum við þær. Hin nýja fyrirætlun Landsvirkj- unar um 10–12 m háa stíflu úr Laxá er e.t.v. ekki stórvaxin að- gerð að mati stofnunarinnar. En hún er stórvaxin aðför að umhverfi sínu og hún er – og ég undirstrika það – hún er rof á þrítugum heimssögulegum samningi um ævarandi virkjunarfriðhelgi Laxár og Laxárdals. Jafnframt er hún brot gegn alþjóðlegum samningi, Ramsarsamningi, þótt Jakob Björnsson raforkumálastjóri af- neiti tengslum við hann. Óhjákvæmileg spurning verður til: Hvað knýr Landsvirkjun til jafn afleitrar ákvörðunar og samn- ingsrofs? Í fyrrnefndri áætlunarskýrslu Landsvirkjunar, um nýjar fram- kvæmdir við Laxárvirkjun, segir að þær þurfi að gera vegna sand- burðar í Laxá og vélaslits af hans völdum og ennfremur vegna ís- og krapamyndunar í uppistöðulóni núverandi stíflu. Hið sama kom fram í fréttaþætti í Ríkisútvarp- inu. Í skýrslunni er og nefnd sú ástæða að rekstur stöðvarinnar sé óhagstæður vegna framangreindra ástæðna. Ég hef ekki í huga að rengja þær. En ég hlýt að spyrja: Er ekki hugsanlegt að tilgreind virkjunarvandkvæði megi sigra með öðrum hætti en 12 m hárri stíflu sem drekkir umhverfi sínu? Í títtnefndri áætlun Landsvirkj- unar er nefnd og rædd sú aðgerð að tæma fyrirhugað stíflulón á nokkurra ára fresti og aka burt sandinum. Ég spyr því aftur: Er ekki hægt að gera slíkt hið sama við núverandi aðstæður þó að það verði kostnaðarsamara vegna skemmri tíma milli sandhreinsana? Og enn fremur: Er það ofætlun jafn fjársterkri stofnun og Lands- virkjun er að annast slíkar aðgerð- ir þar til verktæknisnillingar nú- tíðar og framtíðar finna nýja lausn? Þess verður varla langt að bíða. Enn fremur vil ég minna á að sandburður Krákár í Laxá hefur stórlega minnkað vegna upp- græðslu á suðuröræfum og hún er á framtíðarvegi. Að lokum: Má ekki vænta þess að stofnun, sem hampar svo mjög manngerðri listsköpun og Lands- virkjun gerir með fyrrnefndum sýningartilboðum sínum, kunni einnig vel að meta listsköpun nátt- úrunnar – almættisins – og kjósi fremur að eira henni en eyða? Ég vil mega trúa því og sannreyna það. Eða er hér á ferðinni leiksýn- ingin Tvískinnungur, sem er svo vinsæl í opinberri stjórnsýslu á Ís- landi um þessar mundir? Er hugs- anlegt að til standi að lífga við af- lagðan virkjunardraum um æsilega vatnsflutninga og jarðrask á fag- urgrónum heiðum Þingeyjarsýslu? Ég vona sannarlega að svo sé ekki. Við Þingeyinga vil ég segja þetta: Fyrir þrjátíu árum sýnduð þið frumkvæði, sem fagnað var víða um heim, um viðnám gegn til- litslausri yfirgangsstefnu í virkj- unarmálum. Þótt stefna þeirra mála virðist nú talsvert sveigjan- legri en fyrrum í orðum og athöfn- um þá er enn full þörf á því að vera á verði gagnvart henni. Ég læt hér staðar numið og vænti þess að reynt verði að svara þeim spurningum sem hér er kastað fram. ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 47, Reykjavík. LAXÁ – LAXÁRDALUR Eftir Ásgerði Jónsdóttur RÁÐSMAÐURINN fékk þá snjöllu hugmynd að blanda sam- an undanrennu og rjóma, til framleiðslu á mjólk. Þegnunum var sagt að slík hagræðing kæmi öllum til góða. Hann var því val- inn í embættið sitt í hvert skipti sem hann fékk þessa hugmynd. PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARSSON, gull- og silfursmiður Brautarholti, 400 Ísafirði. Um ráðs- manninn Frá Pétri Tryggva Hjálmarssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.