Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ INNHERJAR í Íslandsbanka og Ís- landsbanki eiga mjög svipaðan hlut í Fjárfestingarfélaginu Straumi og Landsbanki Íslands og eignarhalds- félagið Samson sem er innherji í Landsbankanum.Ef litið er á töflu yfir 15 stærstu hluthafana í Straumi sést að fimm af þeim eru meðal stórra hluthafa í Íslandsbanka. Þess- ir aðilar eiga samkvæmt hluthafa- lista frá 27. ágúst 16,32% í Straumi. Sjóvá-Almennar eru meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka og situr framkvæmdastjóri félagsins, Einar Sveinsson, í bankaráði bank- ans. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka og situr Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður sjóðsins, í banka- ráðinu ásamt Guðmundi B. Ólafs- syni, lögfræðingi VR. Lífeyrissjóð- urinn Framsýn er einnig stór hluthafi í Íslandsbanka og situr Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri Hörpu-Sjafnar og stjórnar- maður í Framsýn í bankaráði Ís- landsbanka. Auk þess er Lífeyrissjóður sjómanna stór hlut- hafi í Íslandsbanka líkt og í Straumi. Ef eign þessara fimm aðila, 16,32%, er lögð saman við eign Ís- landsbanka í Fjárfestingarfélaginu Straumi kemur í ljós að um 33,7% hlut í Straumi er að ræða. Saman- lagður hlutur Landsbankans og Samsonar í Straumi er 33,82%. Hlutabréf í Straumi lækkuðu um 2,2% í Kauphöll Íslands í gær en 127 milljón króna viðskipti voru með bréf félagsins. Valdahlut- föll svipuð í Straumi                       !           "# $   %&  $          '      (  %&)  *    +#,&        +                    -.*/0 -1*20 1*0/ 3*-4 3*-/ 3*/5 0*.0 0*25 0*!. 0*41 5*.0 5*4/ -*44 -*11 -*0/   PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vísar gagn- rýni Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra FÍB, alfarið á bug. En Runólfur sagði í Morgun- blaðinu í gær að Fjármálaeftirlitið hefði ekki sinnt eftirliti með bóta- sjóðum tryggingafélaganna sem skyldi. Páll segir að hlutverk Fjármála- eftirlitsins í eftirliti með iðgjöldum sé tvíþætt. Annars vegar fylgist Fjármálaeftirlitið með því að ið- gjöld séu í samræmi við áhættu í vátryggingum, þ.e. að iðgjöld séu nægilega há til að vátrygginga- félag geti staðið undir skuldbind- ingum sínum. Hins vegar fylgist Fjármálaeftirlitið með því að ið- gjöldin séu sanngjörn í garð vá- tryggingataka. Líta megi á þetta sem tvö rauð strik sem vátrygg- ingafélög verði að virða, en á milli þessara rauðu strika sé töluvert svigrúm til iðgjaldaákvarðana, enda sé Fjármálaeftirlitinu ekki ætlað að stjórna verðlagi í iðgjöld- um. Hingað til hafi Fjármálaeftirlitið ekki haft forsendur til þess að grípa til aðgerða vegna þess að ið- gjöld væru ósanngjörn í garð vá- tryggingataka, þó að Fjármálaeft- irlitið hafi í sumum tilvikum verið þeirrar skoðun- ar að iðgjöld í lögboðnum öku- tækjatrygging- um væru nær efri mörkum en neðri mörkum í því svigrúmi sem félög hafa. Dæmi sé líka um hið gagn- stæða, að félag hafi verið nær neðri mörkum. Til viðbótar við þetta aðhald eigi Samkeppnisstofn- un að fylgjast með því að farið sé að samkeppnislögum þegar iðgjöld eru ákveðin innan þessara rauðu strika. Reglulegt eftirlit Páll segir að Fjármálaeftirlitið sinni eftirliti sínu með reglulegu eftirliti og upplýsingaöflun, auk þess sem sérstakar athuganir hafi verið gerðar á forsendum iðgjalda og mati á vátryggingaskuld í tilefni af verulegum hækkunum í tiltekn- um greinaflokki. Fjármálaeftirlitið hafi í einstökum tilvikum birt sam- andregnar upplýsingar um niður- stöður sínar í þessum efnum. Það var m.a. gert í kjölfar athugana á iðgjaldahækkunum í lögboðnum ökutækjatryggingum á árinu 1999 og 2000. Ennfremur hafi Fjármálaeftirlit- ið gert grein fyrir þróun vátrygg- ingaskuldar og afstöðu sinni til þessa í ársskýrslum sínum og öðr- um útgáfum. Þá hafi Fjármála- eftirlitið reglulega til skoðunar mat á vátryggingaskuld í veigamiklum vátryggingagreinum. Þannig standi nú yfir athuganir á vátrygg- ingaskuld og iðgjaldagrundvelli í lögboðnum ökutækjatryggingum. Á ábyrgð tryggingafélaganna Páll segir rétt að taka skýrt fram að iðgjaldaákvarðanir í vá- tryggingum séu á ábyrgð viðkom- andi vátryggingafélaga. Á þeim hvíli skylda til að taka forsendur iðgjaldaákvarðana sinna reglulega til endurskoðunar, til lækkunar eða hækkunar, í ljósi fenginnar reynslu. Jafnframt geri Fjármála- eftirlitið kröfu til þess að hvert vá- tryggingafélag rökstyðji verulegar iðgjaldahækkanir fyrir viðskipta- mönnum eða almenningi, með vís- an til fyrri reynslu af iðgjöldum og tjónakostnaði, auk almennrar fjár- hagsstöðu félaganna. Þetta eigi sérstaklega við um lögboðnar tryggingar. Gagnrýni FÍB vísað á bug Páll Gunnar Pálsson BETUR hefði mátt standa að upp- lýsingagjöf um viðskipti með hluta- bréf Skeljungs hf. hinn 30. júní síð- astliðinn. Þetta er niðurstaða Kauphallar Íslands, sem hefur haft þau atriði er snúa að upplýsingagjöf og verðmyndun með hlutabréf í Skeljungi þennan dag til athugunar. Í Kauphallartíðindum Kauphallar- innar í gær segir að einkum hefði verið æskilegt að birta upplýsingar um fyrirhuguð viðskipti og samn- inga á verðinu 12 áður en utanhall- arviðskipti á því verði voru tilkynnt í viðskiptakerfi Kauphallarinnr, á sama tíma og markaðsverðið var á bilinu 15,0–15,7. Í yfirlýsingu Kauphallar Íslands segir einnig að kauphallaraðilar, sem voru aðilar að viðskiptum á verðinu 12, hefðu átt að halda að sér höndum í viðskiptum með bréf Skeljungs þar til að fullu var upplýst um breytt eignarhald félagsins. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að opin- berum afskiptum Kauphallarinnar af þessu máli sé lokið. Sá þáttur þessa máls er snýr að athugun á inn- herjaviðskiptum sé hins vegar á könnu Fjármálaeftirlitsins. Kaup- höllin taki enga afstöðu til þess þátt- ar en öll gögn hafi verið afhent Fjár- málaeftirlitinu. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er stofnunin að skoða málið. Hann get- ur ekki tímasett hvenær niðurstöðu er að vænta en segir að meðferð málsins verði hraðað eins og kostur er. Mikill munur á verði bréfa Mánudaginn 30. júní síðastliðinn urðu mikil viðskipti með hlutabréf Skeljungs. Eignarhlutur fjárfesting- arfélagsins Haukþings, sem var í eigu Eimskips, Sjóvár-Almennra trygginga og Skeljungs, í Skeljungi var á þessum degi seldur á genginu 12 til Íslandsbanka, Landsbankans, Sjóvár-Almennra og Burðaráss, sem er fjárfestingarfélag Eimskips. Síðar þennan sama dag, laust fyr- ir klukkan 16, var tilkynnt um sölu Shell Petrolium Company Ltd. á 20,69% hlut félagsins í Skeljungi til Sjóvár-Almennra og Burðaráss á genginu 12. Stuttu síðar var tilkynnt að Kaupþing Búnaðarbanki hafi keypt 7,68% hlut í Skeljungi þennan sama dag. Söluverð bréfanna í þeim viðskiptum var á bilinu 15,0–15,7. Rík upplýsingaskylda Í yfirlýsingu Kauphallarinnar í gær segir að samkvæmt lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða beri útgefenda verð- bréfa, sem skráð hafa verið í kaup- höll, að gera þegar í stað opinberar allar upplýsingar um öll atriði sem máli skipta og telja verður að geti haft áhrif á verð bréfanna. Það tryggi að fjárfestar njóti jafnræðis að því er varðar verðmótandi upp- lýsingar. Segir Kauphöllin að skylda forsvarsmanna útgefenda skráðra verðbréfa í þessum efnum sé rík. Í reglum um upplýsingaskyldu hvað varðar tímamark upplýsingagjafar, kemur fram að upplýsingaskylda á hendur útgefenda geti stofnast áður en formlegar ákvarðandi eru teknar, enda sé atburðarásin komin á það stig að líklegt teljist að hún endi með formlegri eða bindandi ákvörð- un. Orðrétt segir í yfirlýsingu Kaup- hallar Íslands: „Kauphöllin telur heppilegra ef staðið hefði verið með öðrum hætti að upplýsingagjöf um viðskipti með hlutabréf Skeljungs hf. hinn 30. júní síðastliðinn. Þannig verður að telja að betur hefði farið á því að Skeljungur hf. hefði birt upp- lýsingar um alla samninga sem voru um kaup og sölur á hlutabréfum fé- lagsins á verðinu 12 áður en utan- kauphallarviðskipti á því verði voru tilkynnt í viðskiptakerfið. Samnings- aðilar hefðu einnig getað sammælst um slíka tilkynningu en í henni hefði mátt greina frá fyrirvörum í samn- ingum ef einhverjir voru. Þá hefði verið mögulegt að gera grein fyrir innherjatengslum milli félag og hvaða aðilar færu yfir flöggunar- mörk með slíkri tilkynningu í upp- hafi dagsins.“ Um þátt kauphallaraðila segir í yfirlýsingunni: „Kauphöllin telur einnig að kauphallaraðilar sem voru aðilar að viðskiptum með bréf Skelj- ungs á genginu 12 hefðu átt að halda að sér höndum, hvort sem er í við- skiptum fyrir eigin reikning eða fyr- ir viðskiptavini, þar til breytingar á eignarhaldi félagsins voru að fullu upplýstar í fréttaveitu Kauphallar- innar. Jafn aðgangur fjárfesta að verðmyndandi upplýsingum er lyk- ilatriði fyrir vel starfandi markað. Ef draga má jafnræði í efa dregur það úr trúverðugleika markaðarins og skaðar orðspor viðkomandi markaðsaðila.“ Meginatriði að koma skilaboðum á framfæri Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að Kaup- höllin muni ekki koma fram með nokkrar viðbætur við yfirlýsinguna frá því í gær, nema eitthvað sérstakt tilefni gefist til. Meginatriðið í þessu máli, eins og það snúi að Kauphöll- inni, sé að koma skilaboðum á fram- færi til markaðarins um hvernig hefði átt að standa að upplýsinga- gjöf í tengslum við umrædd viðskipti með hlutabréf Skeljungs, til að tryggja að sambærileg atburðarás eigi sér ekki stað aftur. Það tryggi best hagsmuni markaðarins að Kauphöllin hafi lokið athugun sinni fljótt. Hann segir að ætla megi að um- fjöllun á opinberum vettvangi um umrædd viðskipti með hlutabréf Skeljungs hefði verið með allt öðr- um hætti en varð, ef upplýsingar um viðskiptin hefðu legið fyrir í upphafi viðskiptadagsins 30. júní. Það hefði fremur orðið til að styrkja ímynd markaðarins. Í samræmi við það sem sagt hefur verið Benedikt Jóhannesson, stjórnar- formaður Skeljungs, segir að sá hluti af yfirlýsingu Kauphallar Ís- lands er snýr að Skeljungi, sé í sam- ræmi við það sem hann hafi sagt strax í júlí síðastliðnum. Hann segir að haft hafi verið samband við Kaup- höllina áður en viðskiptin fórur fram. „Eftir á að hyggja hefði verið skynsamlegra að ég hefði talað við Þórð Friðjónsson til þess að leita ráðgjafar um málið,“ segir Bene- dikt. Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings Búnaðarbanka, sagðist í gær ekkert vilja tjá sig um yfirlýsingu Kauphallar Íslands. Viðskipti með hlutabréf Skeljungs mánudaginn 30. júní síðastliðinn Betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf um viðskiptin Kauphöll Íslands telur að kauphallar- aðilar hefðu átt að halda að sér höndum Morgunblaðið/Árni Torfason Opinberum afskiptum Kauphallar Íslands af viðskiptum með hlutabréf Skeljungs 30. júní síðastliðinn lauk með yfirlýsingu. HAGNAÐUR samstæðu Landssíma Íslands hf. fyrstu sex mánuði ársins 2003 nam 977 milljónum króna. Á sama tímabili á síðasta ári var hagn- aðurinn 1.001 milljón. Í tilkynningu frá Símanum segir að helsti munurinn á afkomu félagsins á milli ára sé sá að fjármagnsliðir fé- lagsins séu neikvæðir um 36 milljónir á þessu ári en hafi verið jákvæðir um 178 milljónir í fyrra. Gengismunur á tímabilinu er jákvæður um 76 millj- ónir en var jákvæður um 654 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Rekstrartekjur Símans jukust um 123 milljónir króna milli ára en gjöld drógust saman um 138 milljónir. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) hefur auk- ist um 261 milljón. Arðsemi eigin fjár dróst saman milli ára úr 13,6% í 12,8%. Eignir samstæðu Símans námu 28,8 milljörðum króna í lok júní á þessu ári en 31,5 milljörðum á sama tíma í fyrra. Eigið fé er óbreytt milli ára, eða um 14,9 milljarðar króna. Skuldir hafa hins vegar lækkað úr 16,5 milljörðum í 13,9 milljarða. Í tilkynningu Símans segir að rekstur félagsins sé í jafnvægi. Mark- aðsstaða félagsins sé góð þrátt fyrir að samkeppni á fjarskiptamarkaði hafi aukist til muna og reikna megi með að hún haldi áfram að aukast. Síminn hagnast um 977 milljónir                                              !" ""#$  %%% !&   %!" #       ' (      )!)! )$ !  *)% "#)!   %)!" )#* $$   %%* !)   )&"# )$))  +  (  '        !!%" ,"% )%,*- ! ! ,$# )!,&-  !"   #$%&%'"  !  &    (  ) *+    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.