Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Saturn kemur í dag. Silver Whisper og Bauska fara í dag. Mannamót Félag aldraðra Mos- fellsbæ. Skrifstofa fé- lagsins verður lokuð í sumar til 2. september. Félag eldri borgara í Garðabæ. Skrifstofa félagsins sem er í Garðabergi á Garða- torgi, opnar eftir sum- arlokun þriðjudaginn 2. september og verð- ur eftir það opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10.30–12. Félagsstaf aldraðra Garðabæ. Ferð í Grundarfjörð 3. sept- ember lagt af stað frá Krikjuhvoli kl. 10, skráning í hjá Guð- björgu í s. 565 6028 eða Ólöfu s. 565 7368. Leikfimi kvenna byrj- ar á mánudag 1. sept- ember kl. 9.30 og kl. 10.30, leikfimi karla byrjar þriðjudaginn 2. sept. kl. 12.50. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga er frá Hraun- seli kl. 10. Rúta frá Firðinum kl.19.50. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kl. 13 boccia. Miðvikudaginn 3. sept kl. 13.30 fundur hjá Gerðubergs- kórnum. Nýir félagar velkomnir. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-Samtök spilafíkla, fundir spilafíkla, Höf- uðborgarsvæðið: Þriðjudagur kl 18.15 – Seltjarnarneskirkja, Valhúsahæð, Seltjarn- arnes. Miðvikudagur kl. 18 – Digranesvegur 12, Kópavogur. Fimmtudagur kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, Göngudeild SÁÁ, Reykjavík. Föstudag- ur kl.20 – Víðistaða- kirkja, Hafnarfjörður. Laugardagur kl. 10.30 – Kirkja Óháða safn- aðarins, v/ Háteigsveg, Reykjavík. Austur- land: Fimmtudagur kl.17 – Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Neyðarsími GA er opinn allan sól- arhringinn. Hjálp fyrir spilafíkla. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn –þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikum fyrir krabbameinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvald- sensbazar, Austur- stræti 4, s. 551-3509. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minn- ingaspjöld seld hjá kirkjuverði. Í dag er laugardagur 30. ágúst, 242. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt.“ (Mk. 10, 27.)     Anna Sigrún Bald-ursdóttir skrifar pistil á Kreml.is um ný- hafnar vísindaveiðar á hrefnu. „Það var öllum ljóst sem það vildu vita að áhrif hvalveiða yrðu ekki jákvæð. Um slíkar veiðar verður ekki fjallað í jákvæðu ljósi í okkar helstu við- skiptalöndum eða meðal nágrannaþjóða,“ skrifar Anna Sigrún. „Hval- veiðar eru einfaldlega lagðar að jöfnu við það að éta hundakjöt og slíkt líðst einfaldlega ekki í hinum vestræna heimi. Það er engin sér- stök rökhyggja á bak við afstöðuna til hunda- kjötsáts, heldur er hún hluti af vestrænu gild- ismati og sama virðist orðið eiga við um hval- kjöt, hversu ósáttir sem menn kunna að vera við það. Hafró og aðrir geta hrópað sig hása í nafni sinna vísinda en þetta stríð er tapað. Það tap- aðist á síðustu öld.“     Anna Sigrún segir aðEinar K. Guðfinns- son, formaður ferða- málaráðs, sé ekki heldur sannfærandi á heimasíðu sinni þegar hann varpar öndinni léttar 11. ágúst yfir því að mótmæli séu ekki eins hávær og ein- hverjir ætluðu. „Þetta var áður en veiðarnar hófust og óhætt að segja að þar hafi þingmaðurinn fagn- að of snemma. Við hverju bjóst maðurinn – að heimsbyggðin hefði setið með öndina í háls- inum í 16 ár og beðið frétta af því hvort veið- ar hæfust eða ekki? Auðvitað tók það nokkra daga áður en áhrifin fóru að koma í ljós og ekki hefur verið séð fyr- ir endann á þeim. Það er ekki á hverjum degi sem fréttastofur koma hing- að til lands til að fylgj- ast með því sem við tök- um okkur fyrir hendur og það hefur nú reyndar þótt fréttnæmt í sjálfu sér ef eitthvað íslenskt kemst yfirleitt í erlendar fréttir, hvað þá heims- fréttir,“ skrifar Anna.     Hún segir að lokum:„Það þýðir lítið að reyna að gera lítið úr áhrifum veiðanna með því að draga úr mik- ilvægi þeirra ein- staklinga og samtaka sem mótmæla nú og munu mótmæla. Það er ljóst að ferðaþjónustan mun verða fyrir áföllum vegna þessa og þau áhrif munu ekki koma í ljós fyrr en á næsta ári, enda aðalferðamanna- tímabilinu rétt að ljúka núna. Yfirvöldum og stjórnarliðum væri nær að benda á mótvæg- isaðgerðir eða a.m.k. hvaða hagkvæmnisjón- armið liggja að baki veiðunum. Skringilegar tilraunir til að hnýta þjóðrembing og „sjálfsákvörðunarrétt sjálfstæðrar þjóðar í eig- in landi“ eru beinlínis kjánalegar. Við verðum ekkert betri Íslendingar ef við veiðum hvali.“ STAKSTEINAR Áhrif hvalveiða Víkverji skrifar... VÍKVERJI gerði sér ferð á Sól-heima í Grímsnesi um daginn og líkaði vel að dvelja þar part úr degi. Gróðursældin í þessum reit er slík að Víkverja datt helst í hug að hann væri staddur í útlöndum, kannski einhverju Norðurlandanna þar sem gróður er jafnan meiri en hér á landi. Stemmningin á Sólheimum þótti Víkverja líka einstök. Hann fékk það á tilfinninguna að þetta samfélag væri algerlega óháð um- heiminum, þyrfti ekki á honum að halda. Víkverja þótti dásamlegt að geta upplifað það vinsamlega and- rúmsloft sem á Sólheimum ríkir og vonar að það góða starf sem þar er unnið fái vaxið um aldur og ævi. x x x HAUSTIN eru góður tími að matiVíkverja. Skólarnir að byrja með tilheyrandi tilhlökkun og engu er líkara en þjóðfélaginu öllu sé snú- ið í gang að nýju eftir sumardval- ann. Bindur Víkverji vonir við að fjölmiðlar geti borið á borð kræsi- legri fréttir fyrir landann. Sumarið er nefnilega hálfgerð gúrkutíð fyrir fjölmiðla enda starfsemi fjölda fyr- irtækja og stofnana í lágmarki. Í framhjáhlaupi veltir Víkverji því fyrir sér hvers vegna fréttaládeyða er kölluð gúrkutíð? Hvað koma gúrkur málinu eiginlega við? x x x BURTSÉÐ frá gúrkum hefur Vík-verji gaman af því þegar skól- arnir hefjast. Áður gat Víkverji líka hlakkað til haustsins því þá var tekið slátur. Víkverji var í eina tíð liðtæk- ur í sláturgerð og naut til þess full- tingis mömmu, ömmu, afa og fleiri ættmenna. Grunar Víkverja að minna fari fyrir sláturgerð á heim- ilum nú en fyrir til dæmis einum eða tveimur áratugum. Fjölskylda Vík- verja hefur í það minnsta gefist upp á að sauma vambir, saxa mör og … reyndar er Víkverji ekki alveg með það á hreinu hvaða nöfnum slát- urverkin kallast, enda var hann ung- ur að árum þegar síðast var tekið slátur á heimilinu. Þótt Víkverji sé löngu orðinn vanur því að borða keypt slátur en ekki heimagert, þá saknar hann þess síðarnefnda. Það var einhvern veginn meira alvöru að borða slátur sem kom í handsaum- aðri vömb heldur en í vélsaumuðum teygjanlegum poka úr gúmmí- kenndu efni eins og það sem nú fæst í búðum. Víkverji þykir kannski gamaldags að líta sláturgerð fyrri ára svo róm- antískum augum. Kannski var þetta ekkert svo skemmtilegt, þótt heima- gerða slátrið sé þó sannarlega betra í minningunni en „nútímaslátur“. Minningin getur verið blekking ein. Það sem áður var verður stærra og betra en það sem á sér stað í núinu. Minningin fegrar og bætir, sem er einmitt ástæðan fyrir því að hún getur verið svo mikið betri en kald- ur og hversdagslegur raunveruleik- inn. Haustið er þó fjarri því að vera kalt og hversdagslegt, þótt það beri með sér verksmiðjusaumaða slát- urkeppi. Morgunblaðið/Golli Frá Sólheimum í Grímsnesi. ÉG VAR að keyra frá Húsavík til Akureyrar þegar mér datt í hug að kveikja á útvarpinu. Fréttir voru byrjaðar og það fyrsta sem ég heyrði var að Orkuveita Reykja- víkur ætlaði að hækka gjaldskrá sína um 6% til notenda rafmagns og hita. Ekki að það sé óalgengt hjá þessari stofnun, en það sem manni svíður mest er að þessi hækkun skuli stafa af því að hiti í Reykjavík er búinn að vera yfir meðaltali undan- farið og fjárstreymið hjá fyrirtækinu hefur minnk- að um u.þ.b. 400 milljónir af þeim sökum. Hafið þið heyrt annað eins? Ég, sem Reykvíkingur í tæpa hálfa öld, er gersam- lega gáttaður á svona yf- irlýsingum frá slíkri bruðl- stofnun sem Orkuveitan er. Þetta er fyrirtækinu til skammar. Ekki megum við Reykvíkingar gleyma bruðli þessarar stofnunar í gegnum árin. Hún hefur tapað hundruðum milljóna króna á röngum fjárfest- ingum o.s.frv. Orkuveitan er eitt ríkasta fyrirtæki landsins, en ekki höfum við fengið að njóta þess að mér finnst, og legg ég til að stjórnarformaður og forstjóri verði látnir taka pokann sinn. Mér skilst að þetta sé hálfgert fjöl- skyldufyrirtæki þessara manna og er kominn tími til að endurnýja í brúnni. Við Reykvíkingar erum búnir að borga þetta fyr- irtæki upp fyrir löngu, en vegna lélegrar stjórnunar verða þessir menn alltaf að leita til almennings eft- ir peningum ef eitthvað bjátar á og vegna einok- unar geta þeir leyft sér allt. Hugsið ykkur ef önn- ur fyrirtæki í landinu gætu hagað sér svona. Ef maður skrúfar niður í ofn- unum heima hjá sér sök- um hita þá vilja þeir fá borgað fyrir það líka. Ég legg til að allir Reykvíkingar hafi skrúfað frá öllum ofnum yfir sum- arið svo að þeim hjá Orku- veitunni líði ekki illa og þeir þurfi ekki að halda marga okurfundi þannig að launakostnaður fari ekki úr böndunum og þurfi ekki að koma með svona leiðinlega yfirlýsingu. Jón Sigurðsson. Skrautleg uppákoma ÞAÐ er orðin með endem- um skrautleg uppákoma í kringum kosningu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísla- dóttur til formanns Sam- fylkingarinnar og er engu líkara en að heilaþvottur hafi átt sér stað innan stuðningsmannahóps hennar. Spurningin er: Er þessi hópur stuðningsmanna hennar að koma sér upp einskonar messíasínu sem rétttrúaðir Samfylkingar- menn ætla sér að dýrka? 110828-7569. Tapað/fundið Peysa í poka týndist RÖNDÓTT, svört og hvít peysa úr versluninni Red/ Green týndist sl. miðviku- dag, líklega í leið 140 eða 162. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 6737 eða 661 9209. Dýrahald Anna loðna er týnd ANNA er sjö ára brönd- óttur, loðinn, norskur skógarköttur, lítil og nett. Hún týndist frá heimili sínu í Hlíðarási í Mos- fellsbæ 28. júlí sl. Ól henn- ar fannst við göngustíg við Vesturlandsveg en síðast sást til hennar að leik við annan kött. Hennar er sárt saknað. Þeir sem vita um afdrif hennar eru beðnir um að hafa sam- band í síma 823 2893 eða 585 7209. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Til Reykvíkinga Morgunblaðið/Arnaldur LÁRÉTT 1 mótgengur, 8 hörfar, 9 þyngdareiningar, 10 tala, 11 jarði, 13 sefaði, 15 þráðar, 18 dreng, 21 af- kvæmi, 22 detta, 23 smá- aldan, 24 miskunnar- leysið. LÓÐRÉTT 2 hráslagi, 3 dimmviðri, 4 yfirhafnir, 5 systir, 6 tor- veld, 7 fífl, 12 smáger, 14 títt, 15 Freyjuheiti, 16 kvabba um, 17 vik, 18 lítil saurkúla, 19 þvættingi, 20 þekkt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 blíða, 4 sígur, 7 asann, 8 náðug, 9 agn, 11 alda, 13 uggs, 14 umber, 15 sálm, 17 traf, 20 kal, 22 eyrun, 23 jaðar, 24 lúrir, 25 narra. Lóðrétt: 1 blaka, 2 íhald, 3 Anna, 4 senn, 5 geðug, 6 regns, 10 gubba, 12 aum, 13 urt, 15 spell, 16 lærir, 18 riðar, 19 forna, 20 knár, 21 ljón. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.