Morgunblaðið - 01.09.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.09.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgar- innar eilífu, í beinu flugi þann 1. október frá Íslandi til Rómar. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem á engan sinn líka í fylgd fararstjóra Heimsferða og upplifað árþúsundamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku þrepin, katakomburnar, Kóloseum, Circus Maximus, eða ferð til Tívolí, þar sem frægustu rómversku höll- ina er að finna, Villa Adriana. Eða ein- faldlega að rölta um þessa stórkostlegu borg, drekka í sig mannlífið, njóta frægra veitinga- og skemmtistaða og upplifa hversvegna allar leiðir liggja til Rómar. Aðalfararstjóri: Ólafur Gíslason Munið Mastercard ferðaávísunina Beint morgunflug Verð kr. 59.950 Verð m.v. 2 í herbergi, flug, gisting, skattar, íslensk fararstjórn. Ekki inni- falið: Forfallagj., kr. 1.800, valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða · Borgarferð – hálfur dagur · Keisaraborgin – hálfur dagur · Tívolí – hálfur dagur Glæsilegt úrval hótela í hjarta Rómar Róm 1. október frá kr. 59.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is KJARTAN J. Hauksson, sem rær árabát í kringum landið, kom til Bolungarvíkur á laugardag og gisti í bátnum í höfninni um nóttina. Steig hann aldrei fæti í land enda er báturinn eini viðverustaðurinn. Þorsteinn J. Tómasson var einn fjölmargra sem tók á móti honum, en öll bæjarstjórn Bolungarvíkur mætti niður á höfn. Þorsteinn segir að hann rói nær allan sólarhringinn og skríði svo blautur inn í svefn- poka, sem einnig var orðinn blaut- ur, þrátt fyrir að hafa einn til skipt- anna. Soffía Hauksdóttir er systir Kjartans og býr í Bolungarvík. Hún tók á móti honum á laugardaginn og var í gærkvöldi að klára að þvö fötin hans. Sagði hún hann dvelja enn í bátnum í höfninni og var ekki viss hvort hann legði af stað seint í gærkvöld eða biði til morguns. Það færi eftir veðurspánni, sem væri ekkert sérstaklega hagstæð. Næsti áfangastaður Kjartans er Húsavík. Ferðin er tileinkuð hreyfi- hömluðum og ferðalögum þeirra. Báturinn heitir Rödd hjartans og er merktur Sjálfsbjörg og Evrópuári fatlaðra. Morgunblaðið/Þorsteinn J. Tómasson Kjartan J. Hauksson spjallaði lengi við áhugasama áhorfendur eftir að hann kom að bryggju í Bolungarvík á laugardaginn. Kjartan J. Hauksson ræðari áði í Bolungarvík Fékk föt sín þvegin ÍSLENDINGURINN Ib Árnason Riis, sem býr í Kaliforníu á níræð- isaldri, hefur fengið í hendur bréf frá bresku leyniþjónustunni, MI6. Þar er hann hreinsaður af ásökunum um svik þegar hann átti að hafa gefið Þjóðverjum upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni sem leiddu til skipskaða undan norðurströnd Rússlands sumarið 1942 og 153 sjó- menn á 24 flutningaskipum biðu bana. Harmar breska leyniþjónust- an umfjöllun The Sunday Times í maí síðastliðnum. Ib segist ekki sætta sig við svar MI6 fyrr en leið- réttingu verður komið á framfæri í breska blaðinu. Í augum lesenda blaðsins sé hann enn svikari. The Sunday Times greindi frá málinu eftir að hafa komist í gögn úr Þjóðskjalasafninu í London. Var því haldið fram í frásögn blaðsins af skjölunum að Bretar hefðu haft Ib grunaðan um að hafa varað Þjóð- verja við. Var Ib fenginn til þess að koma upplýsingum til Þjóðverja um ferðir skipalestar Bandamanna á leið yfir hafið frá Bandaríkjunum. Ætlaði breska leyniþjónustan að leggja gildru fyrir orrustuskip Þjóð- verja, Tirpitz, undan ströndum Ís- lands og átti að líta svo út að skipa- lestin nyti lítillar sem engrar herverndar. Þjóðverjar fengu svo veður af því að skipalestin væri vel varin, að því er fram kom í The Sunday Times. Var Tirpitz haldið til hafnar en skipunum í lestinni sagt að dreifa sér er komið var að ströndum Norður-Noregs. Undan norður- strönd Rússlands urðu 24 af 35 skip- um í lestinni kafbátum og flugvélum Þjóðverja að bráð. Í bréfi leyniþjónustunnar til Ibs, sem hann kom á framfæri við Morg- unblaðið, er hörmuð umfjöllun The Sunday Times. Segir talsmaður MI6, D.W. Clayton, það alrangt að í skjölunum komi fram einhvers kon- ar ásakanir á hendur Ib. Leyniþjón- ustan hafi engar ástæður til að halda slíku fram, ekki síst þar sem Ib hafi verið Bretum trúr og tryggur til margra ára eftir þennan atburð. Enn óleyst á Bretlandi Segir Clayton að margar mögu- legar ástæður fyrir skipskaðanum hafi komið til greina. Öllum vafa hafi hins vegar verið eytt um mögulegan þátt Ibs að málinu. Talsmaður MI6 bendir ennfremur á að í skjölunum komi fullt nafn Ibs hvergi fram, heldur aðeins dulnefnið Cobweb. Ib Árnason Riis sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi ekki vera alls kostar sáttur við svar bresku leyniþjónustunnar. Ætlar hann að skrifa annað bréf til Clay- tons og fara fram á það að breska leyniþjónustan komi leiðréttingu á framfæri við The Sunday Times. „Þetta mál er enn óleyst á Bret- landi og þó að svar leyniþjónustunn- ar sefi mig þá verð ég ekki í rónni fyrr en að leiðréttingunni verður komið á framfæri opinberlega. Í augum þeirra sem lásu blaðið er ég enn svikari. Ég er 88 ára gamall og verð að ljúka þessu máli af,“ sagði Ib, sem telur sig vera eina núlifandi gagnnjósnarann úr seinni heims- styrjöldinni. Hann sagðist vera mjög ósáttur við að breska blaðið hefði birt sitt fulla nafn. Það hefði verið birt upp- haflega í gögnum leyniþjónustunnar en nú væri aðeins dulnefnið að finna. Í bréfinu til MI6 sagðist Ib einnig ætla að koma á framfæri sinni kenn- ingu um hver hefði upplýst Þjóð- verja um áætlanir Breta. Það væri að hans mati sá maður sem hefði sakað sig um svikin upphaflega. Íslenskur gagnnjósnari, Ib Árnason Riis, hreinsaður af ásökunum um svik Breska leyniþjónustan harmar umfjöllun The Sunday Times MENNTASKÓLINN á Akureyri varð í dag Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák 2003 eftir æsi- spennandi úrslitaviðureign við Wenströmska Gymnasiet frá Sví- þjóð. Akureyringar urðu að vinna Svíana í síðustu umferð. Á 1. borði hafði Halldór Brynjar Halldórsson hvítt gegn Johan Norberg og sigraði örugglega. Á 4. borði tefldu Jakob Sævar Sigurðsson og Andreas Back- man og sigraði Svíinn eftir mis- heppnaða mannsfórn hjá Jakobi. Þá var staðan orðin 1–1 og ljóst að M.A. þurfti einn og hálfan vinning úr þeim tveimur skákum sem eftir voru. Á 2. borði tefldi Björn Ívar Karlsson við Erik Norbeg og á þriðja borði tefldi Stefán Bergsson við Anders Ylönen. Þessar skákir voru nokkuð jafnteflislegar en eftir misheppnaða kóngsókn Svíans náði Stefán óverjandi mátsókn og sigraði. Þegar þetta var ljóst tók Björn Ívar jafnteflisboði frá andstæðingi sínum. Ísland hefur nú sigrað í 18 mótum af 30. M.H. hefur unnið 14 sinnum, M.R. tvisvar, Verslunarskólinn einu sinni og nú sigrar sveit utan Reykja- víkur í fyrsta sinn. MA Norðurlanda- meistarar í skák IB Árnason Riis var gagnnjósnari Breta hér á landi á árunum 1942– 1945. Saga hans hefur verið rakin í bók Ásgeirs Guðmundssonar, Gagn- njósnari Breta á Ís- landi, sem kom út hér á landi árið 1991. Ib er fæddur og uppalinn í Kaup- mannahöfn en var ís- lenskur ríkisborgari er þessir atburðir áttu sér stað. Hann kom hingað til lands með þýskum kafbáti árið 1942 á veg- um þýsku leyniþjónust- unnar en gaf sig strax fram við bresku hern- aðaryfirvöldin í landinu. Notuðu þau hann sem gagnnjósnara undir dul- nefninu Cobweb, eða Köngullóarvefurinn. IB Árnason Köngullóar- vefurinn var dulnefnið FJÖLMARGIR lögðu leið sína í miðbæ Akureyrar að kvöldi laug- ardags en þann dag lauk Lista- sumri með svokallaðri Akureyrar- vöku. Akureyrarvakan var sett á föstudagskvöldið og var ýmislegt í boði hér og hvar um bæinn. Börn- um var boðið að skreyta Gilið á laugardaginn og teikna á götuna með krít, svo fór þar fram fatasýn- ing um kvöldið og fötin á sýning- unni öðluðust líf hjá fyrirsætunum. Fjölmenn Akur- eyrarvaka Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.