Morgunblaðið - 01.09.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐA um álagsmeiðsl hljóð-
færaleikara fer ekki hátt en engu að
síður eru slík meiðsl algeng í stétt-
inni. Klarinettleikarar fá t.d. bólgna
þumalfingur, fiðluleikarar í axlirnar
og dæmi eru um að hljóðfæraleikarar
gefa spilamennskuna upp á bátinn
vegna erfiðra álagsmeiðsla. Því er
rétt líkamsbeiting nauðsynleg í
greininni en lítið hefur þó verið um
hjálpartæki, þar til nú.
Feðgarnir Guðmundur Norðdahl
og Guðmundur Þór Norðdahl hafa nú
í sameiningu þróað og látið framleiða
hjálpartæki fyrir klarinettleikara
sem kallast GN Lyftistöng. Eftir ára-
langa þróunarvinnu og leit að fjár-
festum vegna verkefnisins var fyr-
irtækið G. Norðdahl ehf. stofnað árið
2001 og framleiðir Málmsteypa
Ámunda Sigurðssonar ehf. lyfti-
stöngina fyrir fyrirtækið.
Hugmyndin fæddist
á 6. áratugnum
Verkefnið hefur verið í þróun í tíu
ár en hugmyndin fæddist á sjötta
áratugnum hjá Guðmundi Norðdahl,
hljóðfæraleikara og kennara. Tækið
hefur nú verið prófað af þekktum ís-
lenskum sem erlendum klarinettleik-
urum sem bera því vel söguna.
Sömuleiðis hefur það komið í góðar
þarfir hjá yngri hljóðfæraleikurum
en klarinett er þungt hljóðfæri sem
smáar hendur geta átt í erfiðleikum
með að valda. Þá er það ekki síður
hentugt fyrir eldri hljóðfæraleikara
sem æfa stíft.
„Lyftistöngin er tæki byggt á
nýrri sýn og aðferð við að ná árangri
í hljóðfæraleik með því að beita lík-
amanum rétt,“ útskýrir Guðmundur
Þór Norðdahl. „Tækið stýrir hljóð-
færaleikaranum að vissu marki án
þess að hefta hann við hljóðfæraleik.
Það fjarlægir fyrri höft og gerir
hljóðfæraleikaranum kleift að ná
betri árangri á skemmri tíma en áður
og minnka álag og þreytu.“
Hann segir hljóðfæraleikara þurfa
að venjast lyftistönginni en að
ákveðnum tíma liðnum eigi það að
einfalda þeim hljóðfæraleikinn og
jafnvel bæta hann.
Reynsla af hljóðfærinu
nauðsynleg
Til þess að hanna stuðningstæki
sem koma á að raunverulegu gagni,
verður viðkomandi hönnuður, að
sögn Guðmundar Þórs, að gjör-
þekkja hljóðfærið sjálft, mismunandi
beitingu þess við mismunandi að-
stæður svo og hegðun hljóðfæraleik-
arans við notkun hljóðfærisins. Einn-
ig verður hönnuðurinn að þekkja
hvaða vöðvar eru notaðir við hinar
ýmsu aðstæður, öndun, álag á álags-
punkta og fleira. „Til þess að nálgast
viðfangsefnið verður viðkomandi að
hafa öðlast langa reynslu af hljóðfær-
inu sem hanna á stuðningstæki fyrir.
Reynslan verður að vera fólgin í ára-
löngum leik á hljóðfærið við allar
hugsanlegar aðstæður og síðast en
ekki síst kennslu yngri og eldri nem-
enda til þess að kynnast þeim vanda-
málum sem fylgja viðkomandi hljóð-
færi.“
Þessa reynslu hefur Guðmundur
Norðdahl sem kennt hefur hljóð-
færaleik í áratugi og kennir enn þann
dag í dag.
Íhaldssamur tónlistarheimur
Guðmundur Þór segir klassíska
tónlistarheiminn íhaldssaman og lítið
hafi verið um nýsköpun í stuðnings-
tækjum. Þó eru örfá dæmi um að
tæki hafi komið á markað og stund-
um hafa hljóðfæraleikarar fundið
„heimatilbúnar“ lausnir. En með
vakningu í þá veru að bæta vinnu-
stellingar segir Guðmundur Þór
möguleika á markaðssetningu tækis
sem lyftistangarinnar mun meiri en
áður. Hann segir að því sé í raun ver-
ið að tala um „líkamsvænan“ hljóð-
færaleik.
Lyftistöngin er markaðssett og
seld nánast eingöngu í gegnum Netið
og hafa þegar pantanir borist frá því
tækið var fyrst kynnt opinberlega á
alheimshátíð klarinettleikara í
Stokkhólmi á síðasta ári.
Guðmundur Þór segir markaðinn
fyrir tækið mjög stóran og nefnir
sem dæmi að í Bandaríkjunum ein-
um séu 40 þúsund skólahljómsveitir
og í hverri þeirra 10–30 klarinett.
„Við gerum okkur grein fyrir að
markaðssetning á þeirri nýung sem
Lyftistöngin er, getur tekið mörg ár
og er mjög dýr. Því er farið rólega í
sakirnar í markaðssetningu vegna
kostnaðar.“
Guðmundur Þór segir að kynning
á tækinu hafi verið send til hljóð-
færaleikara, heimsveita og sam-
banda klarinettleikara víða um heim
og að tónlistarkennarar og stjórn-
endur hljómsveita séu lykilmenn við
markaðssetningu Lyftistangarinnar.
En hverjir eru raunverulegir sölu-
möguleikar að mati Guðmundar
Þórs?
„Miðað við umsagnir og viðbrögð
málsmetandi aðila hér á landi og er-
lendis verða sölumöguleikar að telj-
ast töluverðir, enda er varan lausn á
mjög vel þekktum vandamálum varð-
andi hljóðfæraleik,“ svarar hann.
Fleiri hjálpartæki í bígerð
Sama grunnhugmynd hefur nú
verið aðlöguð blásturshljóðfærinu
trompet og kallast trompet lyfti-
stöngin. Í raun er því ætlun G. Norð-
dahl ehf. að framleiða og markaðs-
setja vörulínu á sviði stuðningstækja
fyrir hljóðfæri sem mun nefnast „GN
Instrument Support eða „IS“. Ým-
islegt annað er í farvatninu hjá þeim
feðgum sem hugsað er til framtíðar.
„Í byrjun var lögð áhersla á hönnun,
framleiðslu og sölu klarinett lyfti-
stangarinnar og ef vel tekst til er ætl-
unin að færa út kvíarnar með fleiri
útfærslur fyrir önnur hljóðfæri,“ seg-
ir Guðmundur Þór.
Hann nefnir að lokum að nýsköpun
sem þessi sé mjög erfið hér á landi og
að nýsköpunarsjóði þurfi að efla til
muna ef vel á að vera. Hann segir G.
Norðdahl ehf. enn sem komið er ekki
hafa notið neinna styrkja eða tekið
bein lán.
Hann segist sjá fyrir sér að mark-
aðssetning á stuðningstækjum frá G.
Norðdahl ehf. væri tilvalin sem verk-
efni fyrir fjarvinnslustöðvar hvar
sem er á landsbyggðinni, þ.e. gæti
verið til húsa hvar sem er á landinu
þar sem öll sala og markaðssetning
fari fram í gegnum Netið. Það sé þó
hugmynd sem enn sé á frumstigi
ólíkt lyftistönginni sem er tilbúin til
notkunar.
G. Norðdahl ehf. hefur markaðssetningu á hjálpartækjum fyrir hljóðfæraleikara
Hjálpar til við rétta
líkamsbeitingu
Morgunblaðið/Sverrir
Guðmundur Þór Norðdahl og Guðmundur Norðdahl með lyftistöngina. Ungur nemandi notar lyftistöngina.
Lyftistöngin, hjálpartæki fyrir klarinettleikara, er nýjung á ís-
lenskum markaði og er raunar sú fyrsta sinnar tegundar í heim-
inum að sögn hugmyndasmiðanna sem eru íslenskir feðgar.
LYFTISTÖNGIN er hönnuð
þannig að notandinn getur notað
tækið bæði sitjandi og standandi.
Hljóðfæraleikarar þurfa oft að
standa þegar þeir leika á hljóð-
færi, einkum hljóðfæraleikarar í
lúðrasveitum, jasshljómsveitum og
öðrum hljómsveitum þar sem
blásturshljóðfæri koma við sögu.
Þegar tækið er notað við sitjandi
stöðu þá er stöngin sjálf fest við
sérstaka sætisplötu sem staðsetur
stöngina í ákjósanlegri stöðu fyrir
hljóðfæraleikarann. Tækið er þá
stöðugt og á sínum stað á stólnum
sem setið er á. Auðvelt er að
smella stönginni af sætisplötu og
hljóðfæri.
Eiginleikar lyftistangarinnar
Heldur uppi hljóðfærinu,
handleggjum og lýru ásamt nót-
um.
Er stillanlegt við hæfi hvers
einstaklings, þ.e. er hannað þann-
ig að hægt er að lengja það um 10
- 20 cm. Innan þessara stillanlegu
marka rúmast allar hefðbundnar
hreyfingar hljóðfæraleikarans.
Hefur liðamót sem gerir
hreyfingar í allar áttir mögulegar:
upp, til hliðar og niður að þeim
mörkum sem hljóðfæraleikarinn
stillir að eigin vali.
Auðveldar rétta munnstöðu
sem hefur góð áhrif á tóngæði.
Hægt að festa bæði með
belti og á sæti.
Hvað gerir Lyftistöngin?
TENGLAR
.....................................................
www.nordahl.is
ROBERT D. Behn, prófessor við
Harvard-háskóla, flytur fyrirlestur
um árangursstjórnun í opinberum
rekstri á morgunmálþingi Ríkisend-
urskoðunar og Stofnunar stjórn-
sýslufræða og stjórnmála sem verð-
ur haldið á Grand hóteli á
miðvikudag kl. 8–10.30. Yfirskrift
fyrirlesturs Behn er: „Hvernig er
hægt að láta árangursstjórnun
virka? Hvernig næst betri árangur í
opinberum stofnunun?“
„Síðastliðin tíu ár hefur árangurs-
stjórnun og árangurssamningar ver-
ið mjög á dagskrá hjá opinberum
stofnunum í Bandaríkjunum, jafnt
hjá ríkjum, sveitarfélögum sem al-
ríkinu. Mikil áhersla hefur verið lögð
á þetta jafnt af stjórn George W.
Bush sem Bills Clintons þar á und-
an,“ segir Margrét S. Björnsdóttir,
forstöðumaður Stofnunar stjórn-
sýslufræða og stjórnmála. „Árang-
ursstjórnun er ekki pólitískt mál,
þetta snýst ekki um vinstri eða
hægri, líkt og sjá má af því að
áherslur hafa verið svipaðar jafnt
hjá Clinton sem Bush. Hún hefur
verði stór hluti af hinni nýju opin-
beru stjórnun eða New public man-
agement í Bandaríkjunum. Hér á Ís-
landi hefur ríkið verið að gera
samninga um árangursstjórnun við
einstakar stofnanir frá árinu 1996. Á
síðastliðnu sumri kom út skýrsla
Ríkisendurskoðunar, þar sem lagt
var mat á árangur sl. 6 ára og var
niðurstaðan sú að enn væri margt
óunnið, sérstaklega innan stofnan-
anna sjálfra. Af því tilefni þá við til
aðalkennara Kennedy-skólans við
Harvard á þessu sviði, Robert D.
Behn, en hann er höfundur fjölda
bóka og tímaritsgreina um þetta mál
og heldur námskeið og fyrirlestra
um allan heim. Hann ætlar að segja
frá reynslunni í Bandaríkjunum al-
mennt af árangursstjórnun en einnig
fjalla ítarlega um af hverju menn eigi
að mæla árangur í opinberum
rekstri, hvaða hugafarslegu hindran-
ir séu helst í veginum þegar árang-
ursstjórnun er annars vegar og loks
um mikilvægi forystuþáttar hjá
stjórnendum stofnana og deilda ef að
árangursstjórnun á að ná tilsettu
marki,“ segir Margrét
Í upphafi málþingsins mun Jón
Loftur Björnsson, skrifstofustjóri
stjórnsýsluendurskoðunarsviðs hjá
Ríkisendurskoðun, gera stuttlega
grein fyrir niðurstöðum skýrslu Rík-
isendurskoðunar. Að loknum fyrir-
lestri Robert D. Behn verða fyrir-
spurnir og umræður. Málþingsstjóri
verður Anna Lilja Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri fjárreiðna og
upplýsinga hjá Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi.
Málþing um árangursstjórnun í opinberum rekstri
Mikilvægi árangursstjórn-
unar í opinberum rekstri
FJALLAÐ verður um stöðu mála í
Doha-viðræðunum á sviði Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar (WTO) á
morgunverðarfundi Stofnunar
stjórnsýslufræða og stjórnmála- og
viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, sem fram fer á Grand hót-
eli á morgun.
Lars Olof Lindgren, ráðuneytis-
stjóri á sviði utanríkisviðskipta hjá
sænska utanríkisráðuneytinu, og
Anna Lindh, ráðgjafi utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, munu sitja fundinn.
Lindgren flytur erindi á fundinum,
en hann hefur víðtæka reynslu á
sviði alþjóðaviðskipta og er sérfræð-
ingur í málefnum Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar.
Fimmti ráðherrafundur Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar verður
haldinn í Cancun í Mexíkó 10.–14.
september nk. og er honum ætlað að
vera áfangi í því að ljúka þeirri
samningalotu er hófst í Doha árið
2001. Áætlað er að ljúka þeim samn-
ingum 1. janúar 2005.
Í tilkynningu um fundinn segir að
meðal þess sem Lindgren mun fjalla
um og varðar Ísland miklu sé sú þró-
un sem verið hefur á undanförnum
vikum í landbúnaðarmálum, en ESB
og Bandaríkin lögðu fram sameigin-
lega tillögu um aðferðafræði við
lækkun tolla, innanlandsstuðnings
og útflutningsstyrkja á því sviði.
Endurskoðun sameiginlegu land-
búnaðarstefnunnar hefur nú farið
fram innan ESB og mögulegt er að
hún hafi þau áhrif að ESB geti teygt
sig lengra en áður í samkomulagsátt
innan viðskiptastofnunarinnar.
Staða ESB innan Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar verður einnig
til umfjöllunar, en nokkrar blokkir
hafa myndast sem hafa áhrif á fram-
gang mála.
Ráðuneytisstjóri í sænska
utanríkisráðuneytinu
Ræðir stöðu mála í
Doha-viðræðunum