Morgunblaðið - 01.09.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.2003, Qupperneq 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSANLEGT er, að norska stjórnin ákveði að nota dvergkaf- bát til að leita að líkamsleifum landkönnuðarins Roald Amund- sens. Hann hvarf með Latham- flugvél, sem franska stjórnin hafði lagt honum til, í júní árið 1928 en nýjar upplýsingar gefa ef til vill til kynna hvar hana sé að finna. Svein Ludvigsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, hefur mikinn áhuga á þessu máli þótt það heyri ekki formlega undir hans ráðu- neyti og hann ætlar að leggja fast að stjórninni að hefja leitina. Ástæðan er einkum sú, að í vor fannst sjókort, sem skipstjórinn á bátnum Kvitholmen notaði árið 1933 en þá kom upp með línunni tveggja til þriggja metra langur hlutur, sem losnaði aftur af og hvarf í djúpið. Samkvæmt sjó- kortinu átti þetta sér stað 10–20 sjómílur norðvestur af Bjarnarey og margir telja líklegt, að þarna hafi verið um að ræða brot úr Latham-flugvélinni. Sagði frá þessu í Aftenposten nú í vikunni. Eftir að umræður um þetta mál fóru af stað gaf sig fram sjómað- ur og skýrði frá því, að 1964 hefði hann fundið á líkum slóðum tvö- falda spónaplötu með böndum á milli. Er hún enn til og er nú ver- ið að kanna hvort hún geti verið úr Latham-flugvélinni. Eins og kunnugt er sigraði Amundsen breska landkönnuðinn Robert Scott í kapphlaupinu á Suður- skautið 1911 en ferðin með Lat- ham-vélinni var farin til að leita ítalsks landkönnuðar, sem var með loftfari er hvarf á norður- slóðum. Fór Amundsen um borð í Björgvin og þaðan var haldið til Tromsø. Aftur var lagt upp eftir nokkrar klukkustundir og það síðasta, sem heyrðist frá áhöfn- inni, var er hún reyndi að hafa fjarskiptasamband við Ny-Åle- sund. Siglingafræðingurinn Per Arvid Pettersen telur, að annaðhvort hafi vélin nauðlent á sjónum á leið til eða við Bjarnarey eða henni hafi verið snúið við og hún síðan hrapað við Noregsströnd. Nýjar upplýsingar um hvarf Amundsens Rætt um að nota dvergkafbát við leit að líkamsleifum landkönnuðarins Roald Amundsen NÝSKIPAÐUR sendiherra Frakka í Ísrael, Gerard Araud, lét fyrir skömmu þau orð falla að Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, væri „þöngul- haus“ og að „of- sóknarkennd“ réði ríkjum í Ísrael. Greindi ísraelska dag- blaðið Yediot Aharonot frá þessu í gær. Að sögn fréttaritara blaðsins, Boaz Bissmuth, sagði Araud þetta í hanastélsboði í París. Araud, sem á að taka við sendiherrastöðunni í Ísrael síðar í mánuðinum, hefur harðneitað því að hafa látið um- rædd orð falla, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu. Bissmuth segist hafa heyrt samræður Arauds og tveggja annarra reyndra stjórnar- erindreka í garðinum við franska utanríkisráðuneytið í París. Kveðst Bissmuth síðan hafa kynnt sig fyrir hinum væntanlega sendiherra sem hafi sagt: „Þú ætlar ekki að skrifa þetta?“ Síðan hefði Araud útskýrt að orðin hefðu verið sögð í einka- samkvæmi og væru því ekki opinber. En Bissmuth kvaðst í fréttinni telja að þetta væru það þung orð að réttlætanlegt væri að birta þau. Talsmaður franska utanrík- isráðuneytisins, Herve Ladsous, sagði í yfirlýsingu: „Gerard Araud neitar því afdráttarlaust að hafa sagt þau orð sem ísr- aelskur blaðamaður hefur eignað honum, varðandi Ísrael og for- sætisráðherra þess.“ Menntamálaráðherra Ísraels, Limor Livnant, sagði ísraelska ríkisútvarpinu að Ísraelar ættu að neita að taka við trún- aðarbréfi Arauds ef Araud hafi í raun og veru sagt það sem Bissmuth segir hann hafa sagt. „En við verðum að fá staðfest hvað það var sem hann sagði,“ sagði Livnant. Sendi- herra kall- aði Sharon „þöng- ulhaus“ Jerúsalem. AFP. Ariel Sharon HÓPUR hægrisinna í Nevada hyggst reyna að safna nægilega mörgum undirskriftum kjósenda til að koma því til leiðar að ríkisstjóra- kosningarnar verði endurteknar. Safna þarf um 128 þúsund undir- skriftum, fjórðungi kjósenda, og hafa þegar um 600 manns ritað und- ir. Ljóst er að umræddur hópur hef- ur tekið mið af kosningunum sem fyrirhugaðar eru í Kaliforníu. En í Nevada er ríkisstjórinn repúblikan- inn Kenny Guinn og er hann afar vinsæll, var endurkjörinn með 68% atkvæða í kosningunum í fyrra. Hann hefur hins vegar hækkað skatta meira en dæmi eru um í sögu sambandsríkisins og þess vegna vilja hægrimennirnir fella hann. Hægrimenn í Nevada Vilja end- urtaka kosningar Las Vegas. AP. AÐ minnsta kosti 13 manns fórust og 70 slösuðust í eldsvoða í íbúða- blokk í Taipei, höfuðborg Taívans, í fyrrinótt. Frumrannsókn bendir til þess að eldurinn hafi læst sig í húsið þegar kona kveikti í sér eftir rifrildi við eiginmann sinn. Er konan alvarlega brennd og í lífshættu. Að sögn lækna köfnuðu flestir þeirra sem létust, en sumir féllu til bana er þeir reyndu að forða sér út úr húsinu. Um tvær klukkustundir tók að ráða niðurlögum eldsins. Reuters Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í íbúðablokkinni í Taipei í fyrrinótt. Reuters Björgunarmenn láta konu síga niður af svölum brennandi hússins. 13 fórust í eldsvoða ÍSLAMSKUR dómstóll í Nígeríu hefur frestað um mánuð uppkvaðn- ingu dóms í máli Aminu Lawal, sem dæmd hefur verið til dauða fyrir að eiga barn utan hjónabands. Amina, sem er 31 árs gömul þriggja barna móðir úr litlu þorpi, eignaðist barn tveimur árum eftir að hún skildi við eiginmann sinn, en við því liggur dauðarefsing samkvæmt hinum ströngu Sharia-lögum íslams sem gilda í Norður-Nígeríu. Eftir að þorpsmenn kærðu Aminu kváðu þorpsdómarar upp þann úr- skurð að hún skyldi grýtt til dauða. Maðurinn sem talinn var faðir barns- ins sór við kóraninn fyrir dómstólum að svo væri ekki og var hann þá lát- inn laus. Amina hefur einu sinni áður lagt fram frávísunarbeiðni sem var hafnað en framkvæmd refsingarinn- ar hefur verið frestað. Orðin alþjóðleg hetja Málið hefur allt orðið hið vand- ræðalegasta fyrir stjórnvöld í land- inu þar sem innlend og alþjóðleg mannréttindasamtök hafa vakið at- hygli á máli Aminu og hún orðið þekkt fjölmiðlapersóna og hetja kvennahreyfinga víða um heim. Forseti landsins hefur reynt að róa mótmælendur án þess þó að styggja múslima landsins. Hann seg- ist styðja Sharia-lögin en hefur þó lofað að ef dómar þar sem grýta á fólk til dauða, komi fyrir ríkisdóm- stóla, verði þeir ógiltir. Verjendur Aminu kröfðust áfrýj- unar á þeim grundvelli að réttar- haldið yfir henni hefði verið ósann- gjarnt, einn dómari hafi réttað yfir henni í stað þriggja eins og lög gera ráð fyrir, kæran á hendur henni hafi ekki verið skýrð nægjanlega vel og að henni hafi ekki verið gerð grein fyrir hversu alvarleg refsing lá við broti hennar áður en hún játaði. Þá héldu þeir fram að dóminn ætti að ógilda vegna þess að Amina hefði þegar verið orðin ófrísk af barni sínu þegar Sharia-lögin tóku gildi árið 1999 og því hafi meint brot átt sér stað fyrir þann tíma. Einnig var bent á að sharia við- urkennir svonefnd „sofandi fóstur“ sem kona er sögð geta gengið með í allt að fimm ár. Sé því hugsanlegt að fyrrverandi eiginmaður Aminu sé faðir barnsins. Fresta úrskurði í máli Aminu Lagos. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.