Morgunblaðið - 01.09.2003, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TÖLUR um búferlaflutninga af landsbyggðinni eru
ekki alveg eins og þær sýnast. Upplýsingar Hag-
stofunnar segja okkur að hægt hafi á búferlaflutn-
ingunum, þó að sannarlega sé sagan misjöfn á milli
svæða. Þó að vissulega veki það von um að betur
horfi um íbúaþróunina almennt er samt sem áður
ljóst að vandinn er mikill og hann er öðru fremur
bundinn við tiltekna aldurshópa.
Sigurður Sigurðsson hjá Iðnvest á Blönduósi dró
saman athyglisverðar upplýsingar á aðalfundi Sam-
taka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra nú um
helgina. Þar kemur fram að almennt hafi samsetn-
ing íbúa á Norðurlandi vestra breyst á þann veg á
síðustu tíu árum að fækkun hafi einkanlega átt sér
stað í hópi fólks á aldursbilinu 20 til 40 ára og síðan
í yngstu aldurshópunum. Þetta eru vond tíðindi og
eiga ábyggilega við um landsbyggðina víðar. Þarna
er því verkefnið. Til þess að snúa við neikvæðri
íbúaþróun þarf að hyggja sérstaklega að þessum
aldurshópi.
En af hverju fer unga fólkið?
En hvað rekur þetta fólk úr byggðarlögunum sín-
um? Ástæðurnar eru ábyggilega margvíslegar. En
eitt blasir sannarlega við. Fólk þarf að yfirgefa
heimahagana til þess að leita sér menntunar
á háskólastigi var til skamms tíma einkum á
borgarsvæðinu. Þeir sem vildu leita sér men
þurftu því að fara suður. Þegar námi lauk v
stæður breyttar. Starf sem hentaði náminu
til staðar í neinum mæli nema á höfuðborga
inu og menn áttu ekki lengur neitt val. Búse
óhjákvæmilega ákveðin; fyrir sunnan. Börn
fólks fæðast síðan í nýjum heimkynnum for
anna. Ergo. Það fækkar í aldurshópnum frá
40 ára og þeim yngsta, líkt og tölur Sigurða
okkur. Jafnt hlutfallslega og tölulega.
Sem betur fer hefur vel tekist til í mennt
á síðustu árum. Sérstaklega á þetta við í me
málum landsbyggðarfólks. Námsmöguleikar
almennt talað í landinu orðnir fleiri og fjölb
Unga fólkið í dag á um margfalt fleiri kosti
en unga fólkið átti fyrir áratug. Námsframb
fjölbreyttara. Skólarnir eru fleiri og námsle
allt aðrar og margbreytilegri. Skólum á hás
hefur fjölgað mikið. Svo dæmi sé nefnt um h
Norðvesturkjördæmi þá starfa þar þrír hásk
Bifröst, á Hólum og á Hvanneyri. Ungt fólk
landsbyggðinni á þarna fleiri kosti, eins og j
aldrar þess í Reykjavík. Reynslan sýnir okk
dæmis frá Háskólanum á Akureyri að ungt
nemur þar við skólann er margfalt líklegra
Af hverju flytu
fólkið af landsb
Eftir Einar K. Guðfinnsson
SAMKOMULAG
UM SAMHEITALYF
Eftir mikið þóf hefur loks náðstsamkomulag á vegum Heims-viðskiptastofnunarinnar,
WTO, um heimild fyrir fátæk ríki til
að flytja inn ódýr samheitalyf gegn
banvænum smitsjúkdómum á borð
við HIV/alnæmi, malaríu og berkla.
Samkomulagið var samþykkt ein-
róma og í ræðuhöldum þegar það var
kynnt var sagt að það gæti bjargað
milljónum mannslífa.
Ýmis Afríkuríki hafa ásamt góð-
gerðarsamtökum barist fyrir sam-
komulagi um samheitalyf svo árum
skiptir. Samkvæmt samkomulaginu
geta fátæk ríki flutt inn ódýrari út-
gáfur af lyfjum frá löndum á borð við
Indland og Brasilíu án þess að brjóta
viðskiptalög, sem vernda einkarétt.
Tvö ár eru síðan það var samþykkt í
grundvallaratriðum að leyfa aðgang
að ódýrum útgáfum að helstu lyfjum,
en það hefur dregist úr hömlu að
hrinda samkomulaginu í framkvæmd.
Helstu lyfjafyrirtækin eru í Banda-
ríkjunum, ríkjum Evrópusambands-
ins og Sviss. ESB og Sviss höfðu loks
gengið að samkomulaginu, en Banda-
ríkjastjórn, sem var undir miklum
þrýstingi frá bandarískum lyfjafram-
leiðendum, hafnaði því í desember.
Það var ekki fyrr en fallist hafði verið
á að bæta við í samkomulagið yfirlýs-
ingu um að ríki nýttu sér það ekki til
að hagnast á því heldur hefðu al-
mannaheill að leiðarljósi að Banda-
ríkjamenn létu af mótstöðu sinni.
Ýmis samtök sögðu um helgina að
orðalagið, sem Bandaríkjamenn
knúðu fram að yrði bætt við, væri
dauðadómur samkomulagsins vegna
þess að það hefði í för með sér slíkar
flækjur og skriffinnsku að fátæk ríki
myndu ekki geta flutt inn nauðynleg
lyf. Reglur um einkaleyfi, sem er í
gildi í 20 ár frá því að lyf kemur á
markað, myndu einnig halda áfram
að leiða til hærra lyfjaverðs. Banda-
rískir lyfjaframleiðendur lýstu hins
vegar yfir því að nú þegar leyst hefði
verið úr deilunni ættu ríkisstjórnir og
heilbrigðisyfirvöld að einbeita sér að
því að koma lyfjum til sjúklinga í fá-
tækustu ríkjum heims.
Í samningaviðræðunum núna héldu
fulltrúar frá Afríku því fram að frá
því að samkomulaginu var hafnað í
desember hefðu 2,4 milljónir Afríku-
búa látið lífið af HIV/alnæmi, malaríu
og berklum. Samkomulagið, sem gert
var um helgina, er löngu tímabært og
það er erfitt að átta sig á hvernig
hægt er að sitja og þrefa á meðan
milljónir manna berjast við lífs-
hættulega sjúkdóma, en það sýnir um
leið hversu gríðarlegir hagsmunir
eru húfi hjá lyfjafyrirtækjunum, sem
fyrst koma lyfjum á markað eftir
rannsóknir og þróunarvinnu.
Nú er samkomulagið hins vegar
loks í höfn og ríður á að láta á það
reyna hvort loks er hægt að koma
lyfjum til þjóða, sem eru að sligast
vegna banvænna sjúkdóma og lina
þjáningar milljóna manna, sem hing-
að til hafa ekki eygt neina von. Vona
verður að bölspár um skilvirkni sam-
komulagsins reynist ekki á rökum
reistar, en sé það rétt að enn eigi eftir
að ryðja úr vegi hindrunum verður að
gera það tafarlaust. Biðin er orðin
nógu löng.
EITUR hryðjuverka hefur nú gegnsýrt mannúðarstarf
Sameinuðu þjóðanna með hinni hörmulegu sprengju-
árás á höfuðstöðvar samtakanna í Írak. Tugir saklausra
einstaklinga létu lífið, þar á meðal einn helsti friðar-
frömuður veraldar, Sergio Vieira de Mello. Líkt og bú-
ast mátti við ítrekaði George W. Bush Bandaríkjaforseti
staðfestu sína í baráttunni gegn hryðjuverkum. Aðrir
leiðtogar lýstu því yfir að SÞ ættu ekki að hætta starfi
sínu í Írak. Þrátt fyrir það vekur sprengingin upp póli-
tískar spurningar sem krefjast svara. Í stað þess að efla
hernám sitt ættu Bandaríkjamenn að yfirgefa Írak og
láta SÞ halda starfi sínu áfram.
Við upphaf tuttugustu aldarinnar gátu heimsveldi
haldið heilu þjóðunum niðri. Sú er ekki raunin lengur.
Hugmyndafræði þjóðernishyggju og andheimsveldis-
stefnu ásamt auknu læsi og pólitískri þátttöku hafa fyrir
löngu gert að verkum að heimsveldisyfirráð eru nær úti-
lokuð. Það á ekki síst við í Mið-Austurlöndum þar sem
and-nýlendustefna hefur tekið höndum saman við heit-
trúarstefnu. Það var fífldirska af hálfu Bandaríkjanna
að gera ráð fyrir að hægt væri að hafa herlið í Írak án
þess að við tæki langt tímabil ofbeldis og blóðsúthell-
inga.
Leiðtogar Bandaríkjanna töldu að Bandaríkjunum
yrði fagnað sem frelsurum. Bandaríkjastjórn og margir
þeirra er fylgjast með málum telja að ef Bandaríkja-
mönnum tekst að koma á grundvallarþjónustu í Bagdad
og hugsanlega klófesta Saddam Hussein verði vanda-
málin úr sögunni. Markmiðið virðist vera að koma á
stjórn undir forystu einkavina Pentagon á borð við
Ahmed Chalabi. Þeirri stjórn er síðan ætlað að biðja
Bandaríkjaher um að dvelja lengur í landinu og tryggja
bandaríska olíuiðnaðinum fyrirgreiðslu.
Slík stjórn verður hins vegar aldrei lögmæt og mun
þurfa að búa við launmorð, pólitíska ólgu og hryðju-
verkaárásir. Þegar upp er staðið mun það kasta manns-
lífum á glæ, líkt og lífi hinna hugrökku og staðföstu
starfsmanna SÞ, að ekki sé minnst á hundruð milljarða
dollara. Það er hneykslanlegt að Bandaríkin skuli nú
eyða fjórum milljörðum dollara á mánuði vegna herset-
unnar í Írak á sama tíma Bush berst líkt og óður maður
fyrir því að framlag Bandaríkjanna til Heimssjóðarins í
baráttunni gegn alnæmi, berklum og malaríu verði ekki
hærra en 200 milljónir dollara á ári.
Í Bandaríkjunum er nú farið að bera á því sjónarmiði
að þó svo að stríðið í Írak hafi ekki verið góð hugmynd,
verði Bandaríkin (og Sameinuðu þjóðirnar) að vera um
kyrrt í landinu til að vernda heiður þjóðarinnar og sýna
að ekki sé hægt að hræða Bandaríkin á brott með
hryðjuverkum. Viðbrögð sem þessi við hryðjuverkum fá
góðan hljómgrunn meðal bandarísku þjóðarinnar. Eng-
inn vill láta valta yfir sig og enginn Bandaríkjamaður
vill að hægt sé að hræða eða kúga Bandaríkin með
grimmilegum fólskuverkum þeirra er beita bíl-
sprengjum.
Þau tilfinningalegu viðbrögð að spyrna við hælum
magna hins vegar einungis þau pólitísku mistök er gerð
voru með stríðinu sjálfu. Bandaríkin eru ekki í stöðu til
að koma á friði og stöðugleika í Bagdad eða vernda
starfsmenn SÞ og aðra er starfa við hlið hernámsliðsins,
jafnvel þá er starfa að mannúðarmálum. Hryðjuverk
eru í þessu tilviki ekki einungis heigulsháttur heldur
endurspegla þau hina eitruðu stjórnmálabará
bandarískrar hersetu. Því er þörf á pólitísku a
Malaysía, sem er nútímalegt múslimaríki se
hefur árangri og stöðugleika, hitti naglann á h
stað þess að standa vörð um hið hetjulega star
ur ríkisstjórn Malaysíu réttilega hvatt Banda
að fara frá Írak. Syem Hamid Albar utanríkis
benti af visku sinni á að „öryggisógnin í Írak v
staðar á meðan ekki er tekið á hinni djúpstæð
fólks í garð hersetunnar með réttlátum og san
gjörnum hætti. Það má ekki gerast að litið sé
hluta af og þátttakanda í hersetunni“.
Enn eru bandarískir hermenn reglulega fel
Írak og vegna hins mikla mannfalls í sprengju
inu gegn höfuðstöðvum SÞ leggjast Bandarík
því að veita SÞ aukin völd hvað þá að hersveit
Burt frá Bag
Eftir Jeffrey D. Sachs
© The Project Syndicate
IÐGJÖLD OG AFKOMA
Í BÍLATRYGGINGUM
Iðgjöld vegna bílatrygginga eruumtalsverður útgjaldaliður í
heimilisbókhaldi flestra fjölskyldna á
Íslandi. Þessi kostnaðarliður verður
ekki umflúinn, eigi fólk á annað borð
bíl, enda er ábyrgðartrygging lögboð-
in. Bifreiðatryggingarnar skila
tryggingafélögunum vaxandi hagn-
aði, að því er fram kom í Viðskipta-
blaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag.
Þannig nam samanlagður hagnaður
stóru tryggingafélaganna þriggja af
bílatryggingum meira en milljarði
króna á fyrri helmingi ársins og jókst
um rúmlega 20% frá sama tímabili í
fyrra.
Í Morgunblaðinu á föstudag kemur
fram að frá árinu 1999 hafa iðgjöld
lögboðinna bifreiðatrygginga hækk-
að um 86,6%, en á sama tíma hækkaði
vísitala neyzluverðs um 20,1%.
Hækkunin á fyrri hluta tímabilsins,
1999–2001, var þó sýnu meiri en
hækkun iðgjaldanna frá ársbyrjun
2002.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir í Morgun-
blaðinu á laugardag að á trygginga-
félögunum hvíli sú skylda að taka for-
sendur iðgjaldaákvarðana sinna
reglulega til endurskoðunar, til
hækkunar eða lækkunar, í ljósi feng-
innar reynslu. Jafnframt geri Fjár-
málaeftirlitið kröfu til þess að hvert
vátryggingafélag rökstyðji verulegar
iðgjaldahækkanir fyrir viðskipta-
mönnum eða almenningi, með vísan
til fyrri reynslu af iðgjöldum og tjóna-
kostnaði, auk almennrar fjárhags-
stöðu félaganna. Þetta eigi sérstak-
lega við um lögboðnar tryggingar.
Hinar miklu hækkanir á árunum
1999–2001 áttu sér stað eftir að stóru
tryggingafélögin lækkuðu verð tíma-
bundið vegna samkeppni frá FÍB-
tryggingu. Tryggingafélögin rök-
studdu hækkanirnar þá m.a. með
áhrifum nýrra skaðabótalaga, með
því að tjón væru of mörg og iðgjöldin
stæðu ekki undir viðunandi afkomu af
bílatryggingunum. Nú liggur fyrir að
tjónum hefur fækkað og afkoman
batnað, auk þess sem reikningar
tryggingafélaganna sýna að staða
þeirra er sterk. Sé tekið mið af rök-
stuðningi talsmanna tryggingafélag-
anna á því tímabili, er tryggingarnar
hækkuðu sem mest í verði, hljóta
neytendur nú að vænta þess að ið-
gjöldin lækki á ný.
Neytendur ganga að sjálfsögðu líka
út frá því að á markaðnum fyrir bíla-
tryggingar ríki virk samkeppni og að
einstök félög, sem ná miklum afkomu-
bata, nýti hann til að lækka verðið og
ná til sín nýjum viðskiptavinum.