Morgunblaðið - 01.09.2003, Side 25

Morgunblaðið - 01.09.2003, Side 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 25 Auglýsendur! Sérstakt blað um miðborgina fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 6. september. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 12 þriðjudaginn 2. sept. Skilafrestur er til kl. 16 þriðjudaginn 2. sept. Umfjöllunarefni er miðborg Reykjavíkur og hið fjölskrúðuga mannlíf sem þar er að finna. Verslun • kaffihús • heilsurækt veitingar • listmunir • þjónusta Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is SJÓBLEIKJUVEIÐI er ekki alls staðar langt undir væntingum eins og víða hefur verið raunin í sumar. Í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum er bleikjuveiðin t.d. mun betri í sumar heldur en hún var í fyrra og í Breið- dalsá hefur verið jöfn og góð bleikjuveiði allar götur síðan í byrj- un júní. Þröstur Elliðason, leigutaki Hvolsár og Staðarhólsár, sagði í samtali við Morgunblaðið að yfir 600 bleikjur væru komnar á land og þótt það væri langt frá því besta úr ánni væri það mun betri veiði en allt síðasta sumar er aðeins rétt rúmlega 400 bleikjur voru dregnar á þurrt. Enn lifa nokkrar vikur eft- ir af veiðitímanum og því mun talan hækka enn. Sagði Þröstur talsvert af bleikju í ánum og nokkuð af smærri bleikju hefði verið að ganga að undanförnu, en það er einmitt bleikjan sem vantar svo víða. Þröst- ur sagði ennfremur meira af laxi í ánum en oft áður, 30 væru komnir á land og Lónið svokallaða, væri ólg- andi af stökkvandi laxi. Hann á það þó til að taka illa þar. Ekki hafði Þröstur tölur úr Breiðdalsá haldbærar, en hann sagði bleikjuveiðina jafna og góða. Bleikjustaðirnir eru inni á laxa- svæðinu og þegar menn bera sig eftir bleikjunni bregst varla að afli er góður. „Menn hafa haft sér- staklega gaman að því að setja í 4–5 punda bleikjur sem halda til í Gljúfrinu. Svo hafa menn líka farið í rannsóknarleiðangra langt fram á dal, upp fyrir laxahyljina og sett þar í rosalega flotta urriða, 4 til 7 punda bolta,“ sagði Þröstur. Fleiri sjóbleikjuár Enn er dauft yfir bleikjuveiði í Eyjafjarðará og Pálmi Gunnarsson sagðist hafa verið þar á svæði 3 á dögunum án þess að sjá kvikindi og þaulvanir menn sem voru á sama tíma á besta síðsumarssvæðinu, númer fimm, hefðu varla séð sporð og bara farið daprir heim. „Það er búið að ofveiða Eyjafjarðará afar glannalega síðustu árin og menn súpa nú seyðið af því,“ sagði Pálmi. Sjálfur er Pálmi með Lónsá við Þórshöfn á leigu, en þar hefur veiði gengið mjög vel, bæði veiddist vænni bleikjan vel framan af, og sú smærri er á hefur liðið. Bleikjusvæðið í Miðfjarðará er enn dauft. Það var í þokkalegu lagi framan af og snemma var rígvæn bleikja farin að veiðast á laxasvæð- inu, en þegar smærri bleikjan átti að ganga dofnaði yfir öllu saman. Þó kroppa menn upp nokkra fiska. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Upp og ofan á sjóbleikju- slóðum Ljósmynd/JSk. Á. Jónas Jóhannesson glímir við bleikju í Eyjafjarðará. Verk merkt ártali Í gagnrýni minni sem birtist fimmtudaginn hinn 28. ágúst um sýningu Óla G. Jóhannssonar sem stóð yfir í Húsi málaranna til 31. ágúst, skrifaði ég að málverk Óla væru ekki merkt ártali. Þetta reynd- ist ekki rétt. Eftir ábendingu frá listamanninum skoðaði ég verkin aftur og kom þá auga á að öll verkin eru merkt listamanninum og með ár- tali. Listamaðurinn hefur komið árit- un sinni ásamt ártali smekklega fyrir á verkum sínum á lítt áberandi hátt og mig langar hér með að biðjast vel- virðingar á þessum mistökum. Ragna Sigurðardóttir. LEIÐRÉTT Nýtt þjónustuver Hafnarfjarð- arbæjar verður opnað á fyrstu hæðinni í Ráðhúsinu, Strandgötu 6, í dag. Þar með geta bæjarbúar sótt alla þjónustu á einn og sama staðinn. Þjónustuverið verður opnað form- lega kl. 9 og er fólki boðið að koma og þiggja kaffisopa og fræð- ast um þjónustuna sem í boði er. Leikhúsmessa í Borgarleikhús- inu á vegum Reykjavíkurborgar. Leikhúsmessan stendur frá kl. 12– 17. Fulltrúum leik- og grunnskóla í borginni er boðið þangað til kynningar á því helsta sem leik- hópar bjóða upp á og hentar til sýninga fyrir börn og unglinga. Einkunnarorð Leikhúsmessunnar eru: Eflum leikhúsmenningu í skólastarfi! Aglow – Reykjavík heldur fyrsta fund sinn á nýju starfsári í dag, að Skipholti 70, efri hæð kl. 20. Þátt- tökugjald er 700 kr. Kristjana Sigmundsdóttir, vara- formaður Aglow í Reykjavík, mun tala. Miriam Óskarsdóttir stjórnar lofgjörð og verður fyrirbæn að lokinni stund. Allar konur eru hjartanlega vel- komnar. Í DAG Kynningu á starfi sjálfboðaliða. Árið um kring leggja sjálfboðaliðar Rauða krossins íslensku samfélagi lið á margvíslegan máta. Rauði krossinn vill bæta við fólki fyrir vet- urinn og verða með kynningu á verkefnum sem sjálfboðaliðar Reykjavíkurdeildar sinna, þriðju- daginn 2. september, kl. 20 í Sjálf- boðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105. Fólki á öllum aldri er boðið að líta inn og fá upplýsingar um hvað hægt er að gera með 2–4 tíma framlagi á viku eða 6–12 tíma framlagi á mán- uði. Á MORGUN NÝR vefur um fjallamennsku og gönguferðir hefur nú hafið göngu sína á slóðinni fjallamennska.is. Rit- stjóri vefjarins er Helgi Borg Jó- hannesson fjallamaður, sem sá um vef Íslenska alpaklúbbsins um árabil. Á fjallamennsku.is verður fjallað vítt og breitt um fjallamennsku og er vefnum ætlað að ná til allra áhuga- manna um greinina. Að sögn Helga er vefnum ekki hvað síst ætlað að hvetja og fræða þá sem litla reynslu hafa. Uppistaðan á vefnum eru fréttir og greinar, en til að skoða greinar þarf að kaupaáskrift sem kostar kostar 1490 kr á ári. Fréttir og annað á síð- unni er öllum opið. „Fjallamennskan hérlendis hefur verið tiltölulega lokaður heimur til þessa og því langaði mig til að að- stoða þá sem eru að hefja feril sinn í fjallamennsku með fræðslu og hvatn- ingu á Netinu,“ segir Helgi Borg. Hann á sjálfur að baki áralangan feril sem fjallamaður, bæði innan Íslenska alpaklúbbsins og hjálparsveita. „Ég vonast eftir góðum viðbrögðum les- enda, en því miður verður að selja vefinn í áskrift, því það er engin önn- ur leið að reka svona vef. Á vefnum eru einnig enskar síður, en ég tel að ferðamennska hérlendis í tengslum við gönguferðir og fjallamennsku eigi mikið inni ennþá. Ég stefni að því að efla enska hlutann ef tekst að afla fjármagns til þess.“ Nýr vefur um fjalla- mennsku Á LAUGARDAG var fyrstu hrefn- unum sem koma á land á Bakka- firði í mörg ár var landað þegar Halldór Sigurðsson ÍS 14 kom inn til löndunar með tvær hrefnur. Það var árviss viðburður að þang- að komu hrefnubátar og skáru hrefnurnar á bryggjunni. Þótti mikið ævintýri að sjá veiðimennina gera að fengnum og allir sem vildu gátu keypt af þeim kjöt. Samkvæmt Konráði Eggertssyni skipstjóra veiddu þeir fyrri hrefn- una út af Raufarhöfn og var það 5,5 metra kvíga og seinni hrefnuna fyrir sunnan Langanes og var sú hrefna 7,5 metrar langur kálfur. Konráð segir það taka á milli 7 og 8 tíma að taka öll þau fjölmörgu sýni sem þarf úr hverju dýri til rannsókna á Hafrannsóknastofn- un. Sýni eru t.d. tekin af maga, spiki, kjöti, eistum og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Einnig kom fram hjá Konráði að mjög mikið hefði sést af hvölum í Bakkaflóa, hnúfubakar, hrefnur og smáhveli. Konráð sagði að þeim fé- lögum um borð hafi alls staðar verið tekið vel þar sem þeir hafi komið og við komuna til Bakka- fjarðar voru þeir leystir út með gjöfum, fengu þurrkaðan saltfisk og ísinn í næstu veiðiferð. Vildi hann koma þakklæti til Kristins Péturssonar. Hrefnukjöti landað á Bakkafirði Bakkafirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.