Morgunblaðið - 01.09.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.09.2003, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                           !       " # $ %      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG er einn þeirra sem ferðast milli staða í höfuðborginni með strætis- vögnum. Stundum þarf ég að bíða eftir vagni og hef mér þá oft það til dundurs að lesa auglýsingarnar á hliðum vagnanna, enda blasir þar ósjaldan við hinn skrautlegasti fróðleikur. En þó tók steininn úr um daginn þegar ég las auglýsingu um eitthvert lyf eða band til að draga úr andfýlu og veitir ekki af, því að sumir eru svo andfúlir að gluggablóm visna ef þeir koma í námunda við þau og börn hnerra. En það var ekki andfýlan sem mér kom fyrst í hug í þetta sinn heldur orðin tvö á íslensku (hin voru á ensku) sem þar stóðu: Andaðu þéttar. Ég las þetta þrisvar til þess að vera viss og fór svo að hugsa málið. Gat kannski verið að ég andaði óþétt? Og hvernig átti ég þá að laga það? Þegar ég kom inn í vagn- inn spurði ég vagnstjórann hvað þetta ætti að merkja og hvernig maður ætti að anda þéttar. „Það var góð spurning,“ sagði hann en gat ekki leyst úr málinu. Hann vissi það ekki heldur. Ég gaf mig á tal við farþega og spurði hann en hann kom líka af fjöllum. Að vísu höfðu þessi orð líka vakið athygli hans og hann hafði spurt annan mann um merkingu þeirra. „Hann var ekki heldur viss um það,“ sagði hann, „en þó hafði hann heyrt að karlmaður á sextugsaldri hefði dáið af því að anda óþétt.“ Meira vissi hann ekki. Ég spurði annan vagn- stjóra þess sama og honum var þetta líka ráðgáta en þó hélt hann helst að þetta væri áróður gegn sígarettureykingum. En þar sem ég hef verið haldinn ólæknandi forvitni um dularfulla hluti frá því að ég var barn og spurði í barnslegri einfeldni minni hvernig stæði á því að hundar héngju stundum saman á skott- unum, eins og ég orðaði það, grát- bið ég þann sem kann að geta leyst þessa gátu: Hvað merkir að anda óþétt? Merkir það að maður andi með opinn munninn? Er þetta útlenda band, sem verið er að auglýsa á ensku, til þess að líma fyrir munninn ef hann er óþéttur? Getur maður dáið af því að anda óþétt? Ef svo er, er þá kvalafullt að deyja úr óþéttri öndun? Fyrir alla muni, leysið mig nú úr þessari óvissu, þið sem kunnið að vita þetta. TORFI ÓLAFSSON, Melhaga 4, Reykjavík. Að anda þéttar Frá Torfa Ólafssyni HVAÐ er Biskops-Arnö? Þetta er eyja ein í Malaren, sem við nefnum Löginn og er um 65 kílómetra norðvestan við Stokkhólm. Eyja þessi er nokkur ummáls og á sér langa sögu menningar og bygg- inga. Enn gefur að líta byggingar á þessum stað, sem reistar voru á 17. og 18. öld. Orðið Arnö er dregið af nafninu örn. Á eyjunni var reist lítið virki um 1320 og hér sátu erkibiskupar frá þeim tíma og til 1520. Síðar áttu hér heima menn á dögum Gústafs Vasa og aðalsmenn á stórveldistíð. Ef til vill kemur okkur lítið við saga þessa staðar, en einn maður kom þaðan til okkar, sjálfur bisk- upinn í Skálholti, er við nefnum Jón Gerreksson og við drekktum forðum í Brúará. Biskup þessi kom frá Biskops Arnö og þótti nógu góður handa okkur, þótt hann væri talinn óhæfur á heimaslóðum. Ekki síst þóttu sveinar þeir, er honum fylgdu, vera til lítils sóma. Jóns Gerrekssonar verður vaflaust lengi minnst í íslenskri sögu, þótt með eindæmum sé. Saga þessa vand- ræðabiskups tengir nokkuð saman eyjarnar tvær, Ísland og Biskops Arnö. Um það hefur Njörður P. Njarðvík, prófessor og rithöfund- ur, ort kvæði, sem ég hef þýtt, og birtist það í ritinu Norræn jól, 1992. Þessar tvær eyjar eru ólíkar á margan hátt, hvað stærð og sögu varðar, en á báðum er menningar- starfsemi stunduð. Árið 1956 var stofnuð norræn menningarmiðstöð á Biskops Arnö, sem öll Norðurlöndin eiga aðild að. Þar er lýðháskóli, sem hefur upp á að bjóða ýmsar listrænar og menn- ingarlegar námsleiðir. Skólinn hef- ur útibú í Valpariso í Chile. Á Biskops Arnö eru haldin nám- skeið (seminarer) árlega, þar sem rithöfundar, fræðimenn og menntamenn leiða saman hesta sína að sumrinu. Þar hafa margir Íslendingar mætt á liðnum árum. Dagana 1.–3. ágúst sl. mættu á Nordens Biskops Arnö um tveir tugir norrænna þýðenda frá Norð- urlöndunum fimm, þar af tveir frá Íslandi: Anna S. Björnsdóttir ljóð- skáld og sá, sem þetta ritar. Stjórnendur námskeiðsins voru og hafa verið lengstaf, Birgitta Öst- lund og Vagn Steen, skáld frá Dan- mörku. Svo vill til að undirritaður var hér í annað sinn, hið fyrra 1991. Mikil forréttindi eru að fá að vera þarna meðal vina og granna. Auk fyrirlestra og umræðna eru samverur og mannfagnaðir, þar sem blandað er geði við margt áhugavert fólk. Hin persónulegu kynni eru trúlega það, sem lengst varir í huga gesta á þessum mót- um. Við erum öll menn með tilfinn- ingar, og eigum samleið og fram- tíð, hvað sem aldri, menntun og öðru líður. Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta gestrisni og góðra hluta á eyjunni fögru í Leginum. Lifi norræn samvinna og menning! AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Staldrað við á Biskops Arnö Frá Auðuni Braga Sveinssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.