Morgunblaðið - 01.09.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 29
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
MEYJA
Afmælisbörn dagsins:
Þið eruð vinnusöm, hug-
hraust og ástríðufull og ger-
ið miklar kröfur til ykkar.
Komandi ár verður
skemmtilegt enda margt að
gerast í félagslífinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er kominn tími til að þú
festir rætur. Þú þarft á stað-
festu að halda til að geta
haldið á vit nýrra ævintýra
frá traustri heimahöfn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur hug á að skipta um
vinnu eða samastað á þessu
eða næsta ári. Nú er rétti
tíminn til að hefja undirbún-
ing.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er tímabært að þú endur-
skoðir lífsviðhorf þitt. Það er
mikilvægt að gera sér grein
fyrir því hvað skiptir mann
máli í lífinu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þetta er tímamótaár í lífi
þínu. Þú ert að búa þigundir
einhvers konar endurfæð-
ingu þótt þú gerir þér ekki
endilega grein fyrir því.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Á næstu tveimur árum
muntu sleppa tökunum á
mörgu sem þú hefur verið að
byggja upp síðasta áratug-
inn. Það er tímabært að horfa
fram á veginn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þetta er góður tími sem mun
að öllum líkindum skila þér-
góðum árangri. Þú ættir að
nota tækifærið og setja þér-
langtímamarkmið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þetta er uppskerutími í lífi
þínu. Vonandi hefurðu sáð af
örlæti, þolinmæði og velvild.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þetta er góður tími til skipu-
lagningar. Innan fárra ára
muntu standa á hátindi
starfsferils þíns. Ákvarðanir
þínar hafa því óvenju mikið
vægi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Samstarfsmaður þinn hefur
hug á að skipta um vinnu
þannig að þú þarft að læra að
treysta á sjálfa/n þig. Þú ætt-
ir að fara létt með það.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þetta er tímamótaár í lífi
þínu. Þú ert tilbúin/n að láta
meira að þér kveða á op-
inberum vettvangi og munt
hljóta aukna viðurkenningu
fyrir störf þín.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ættir að leggja hart að þér
á næstu tveimur árum því þú
hefur einstakt tækifæri til að
sýna hvað í þér býr. Þú getur
sannað þig með glæsibrag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert að velta því fyrir þér
hvað þú viljir gera í lífinu.
Íhugaðu hvað vekur áhuga
þinn og gleði. Gerðu ráð fyrir
að taka á þig aukna ábyrgð á
börnum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BARNAGÆLUR
Komdu hérna, krílið mitt,
komdu, litla morið;
enn er liðið ekki þitt
æsku blíða vorið.
- -
Kristín litla, komdu hér
með kalda fingur þína;
eg skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.
Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí, segir Stína.
Kvöldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.
Sveinbjörn Egilsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
ÞEGAR sögnum er lokið
tekur við stutt tímabil
óvissu og eftirvæntingar:
Hvað skyldi nú koma upp í
blindum? Það má líkja
„biðinni eftir blindum“ við
spenning barna þegar þau
handfjatla jólagjafir eitt
andartak áður en papp-
írinn er rifinn í tætlur. Oft-
ast er eitthvað gott og
skemmtilegt í jólapakk-
anum sem stendur undir
væntingum, en það verður
að segjast eins og er, að
blindur veldur stundum
vonbrigðum:
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ ÁK86
♥ 3
♦ G5
♣ÁKG754
Suður
♠ D10542
♥ 82
♦ 9832
♣D2
Spilið að ofan kom upp í
sumarbrids í síðustu viku
og eftir fjöruga sagnbar-
áttu varð suður sagnhafi í
fimm spöðum:
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 lauf 1 tígull 1 spaði
2 hjörtu 4 hjörtu * 5 hjörtu Pass
Pass 5 spaðar Pass Pass
Pass
Suður vissi vel að hann
átti lítið fyrir spaðasögn-
inni, en batt þó vonir við að
makker væri með réttu
spilin: annað hvort eyðu í
hjarta eða fyrirstöðu í tígli.
Vestur kom út með hjarta-
ásinn og þegar norður
hafði lagt upp spilin sín
blöstu við þrír óhjá-
kvæmilegir tapslagir. Nú,
jæja. Það mátti búast við
því.
Vestur virtist hins vegar
ekkert sérlega ánægður
með lífið. Hann krosslagði
fætur á víxl og ók sér í
sætinu. „Um hvað var
maðurinn að hugsa?!“ Það
leið og beið og suður var
kominn á fremsta hlunn
með að leggja upp og játa
sig sigraðan þegar vestur
spilaði loks laufi!
Norður
♠ ÁK86
♥ 3
♦ G5
♣ÁKG754
Vestur Austur
♠ G93 ♠ 7
♥ ÁKG1095 ♥ D764
♦ -- ♦ ÁKD10764
♣10983 ♣6
Suður
♠ D10542
♥ 82
♦ 9832
♣D2
Óvæntur glaðningur
leyndist í pakkanum, þrátt
fyrir allt. Tólf slagir og
toppur.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4.
e5 c5 5. c3 Rc6 6. Rdf3 Rh6 7.
Bxh6 gxh6 8. Bd3 cxd4 9.
cxd4 Da5+ 10. Kf1
Bd7 11. a3 Db6 12.
Re2 Dxb2 13. g3 f6
14. Kg2 fxe5 15. Hb1
Dxa3 16. dxe5 O-O
17. Hxb7
Staðan kom upp á
Norðurlandamóti
taflfélaga á Netinu
sem Taflfélagið Hell-
ir stóð að og lauk fyr-
ir skömmu. Stefán
Kristjánsson (2404)
hafði svart gegn
Tommi Franssila
(2269). 17. … Hxf3!
18. Kxf3 Rxe5+ 19.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Kg2 Bc6 20. Hxe7 d4+ 21. f3
Bxf3+ 22. Kg1 Dxe7 23. Db3
Bd5 24. Db1 Hf8 25. Rf4
Hxf4 26. gxf4 Dg7+ 27. Kf2
Dg2+ og hvítur gafst upp. 9.
umferð Skákþings Íslands
hefst í dag kl. 17 í Hafnar-
borg í Hafnarfirði.
HLUTAVELTA
ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 3.617. Þær eru Lísa Kar-
en Reynisdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Halldóra Arn-
ardóttir og Ingibjörg Karlsdóttir.
Ljósmynd/Stúdíó Sissa
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Hafnarfjarðarkirkju 31.
maí sl. Edda Rún Jónsdóttir og Sigþór Marteinsson.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA-
HÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími
543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl.
í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S.
533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112
KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA
Reykjavíkurprófastsdæmi. Hádegisfund-
ur presta verður í dag kl. 12 í Bústaða-
kirkju.
Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur í
safnaðarheimilinu kl. 18. Allt fólk velkom-
ið. Vinir í bata.
Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells-
kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur
við bænarefnum í síma 691-8041 alla
daga frá kl. 9-16. Al-Anon fundur í Lága-
fellskirkju kl. 21.
Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30-
16.30.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Sverrir
Lágafellskirkja
Á MORGUN, þriðjudaginn 2. sept-
ember, hefjast að nýju kyrrðar-
stundir í hádegi í Grensáskirkju
sem legið hafa niðri í sumar. Kyrrð-
arstundin hefst með orgelleik kl. 12
á hádegi. Um tíu mínútum síðar er
sunginn sálmur og lesinn ritning-
arlestur. Þá er altarisganga og
bænastund þar sem sérstaklega er
beðið fyrir bænarefnum sem þátt-
takendur í stundinni bera fram.
Helgistundinni lýkur upp úr hálf-
eitt. Þá er boðið upp á léttan máls-
verð á sanngjörnu verði. Þannig er
sinnt bæði andlegum og lík-
amlegum þörfum þeirra sem vilja
nota hádegið til byggja sig upp í
erli dagsins.
Trú og tilfinningar
Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju
hefur nú göngu sína á nýju starfs-
ári. Fyrsta námskeið vetrarins mun
standa í sjö vikur og ber yfirskrift-
ina: „Trú og tilfinningar?“ Þar mun
Bjarni Karlsson sóknarprestur
fjallar um samspil trúar og tilfinn-
inga og gildi heilbrigðrar trúariðk-
unar í tilfinningalegu tilliti.
Hvert kvöld verður tekin til um-
fjöllunar ein skilgreind tilfinning
og mun fyrsti tíminn fjalla um
kvíðastjórnun og augljósan áhuga
Jesú frá Nasaret á því máli. Nám-
skeiðið hefst hvert þriðjudagskvöld
kl. 20:00 og stendur til 20:55. Engr-
ar forkunnáttu er krafist og nám-
skeiðsgjald er ekkert, en þátttak-
endur eru beðnir að hafa með sér
Biblíur eða Nýja testamennti.
Gengið er inn um dyr, bakatil, á
austurgafli kirkjunnar.
Að kennslu lokinni stendur til
boða að koma upp í kirkjuskip þar
sem fram fer lofgjörðar- og bæna-
stund sem ber yfirskriftina Þriðju-
dagur með Þorvaldi. Þar leiðir Þor-
valdur Halldórsson söng við
undirleik Gunnars Gunnarsonar á
flygil og Hannesar Guðrúnarsonar
á gítar. Þau sem koma beint inn á
Þriðjudag með Þorvaldi ganga inn
um aðaldyr kirkju.
Morgunblaðið/ArnaldurGrensáskirkja
Kyrrðarstundir í
Grensáskirkju