Morgunblaðið - 01.09.2003, Page 31

Morgunblaðið - 01.09.2003, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mestu illmenni kvikmyndasögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. VINSÆLASTA MYNDIN Í USA TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.45. B.i. 16 ára. Innritun og allar upplýsingar í síma 562 0091 kl. 11.00—18.00. Kennsla hefst um miðjan september. Byrjendur og framhaldshópar frá 4ra ára aldri. Afhending skírteina fer fram mánudaginn 8. sept. og þriðjudaginn 9. sept kl. 17.00—19.00. Félag ísl. listdansara Guðbjargar Björgvins Íþróttamiðstöðinni, Seltjarnarnesi www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 5.45, 8, 9.15 og 10.30. MEÐ ÍSLENSKU TALI ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is SV. MBL Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Shaolin-boltinn (Siu lam juk kau) Slagsmálamynd Hong Kong 2002. Skífan. VHS (91 mín.) Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Stephen Chow. Aðalleikendur: Stephen Chow, Ng Man Tat. ÞÁ HÖFUM við kung fu-brauð- gerðarlist, -söng, -fótbolta. Hvað fáum við næst? Sparkmeisturunum í austri virðist ekkert ómögulegt. Það bólar á ýmsum öðrum nýjungum í Shaolin-boltanum, en þar segir af fyrrverandi fótboltahetjunni Sing (Chow), sem var gabbaður af þjálf- aranum sínum til að klúðra leik og urðu fyrir bragðið endalok ferils hans. Sing drabbast nið- ur uns hann hittir fyrir Fung (Ng Man Tat), ungan harðnagla og slagsmálahund sem hefur vald á krókleggsbragðinu. Sing þjálfar hann ásamt hóp annarra sparkara sem verða ógurlegasta knattspyrnulið sem sögur fara af. Þar höfum við það sem máli skipt- ir í austurlenskum bardagamyndum: Illan mann og góðan; niðurlægingu, uppbyggingu og sæta hefnd. Í aug- um flestra Vesturlandabúa eru kung fu-myndir líkt og íbúar Austurlanda, hver annarri lík. Aðeins viðbótar- kryddið (fótbolti að þessu sinni) greinir eina frá annarri. Yfirleitt eru þær illa gerðar og talsettar með fá- ránlegum, enskumælandi röddum með austurlenskum hreim. Um leik og talaðan texta er ekki að ræða því einu kröfurnar eru bardagafimi og, líkt og fram hefur komið, sem ein- földust saga. Stöku bardagamynd stendur upp úr en það er enginn Ang Lee við stjórnina á Shaolin-boltan- um sem er allt að því þolraun fyrir venjulegt fólk að horfa á. Myndin mun þó vera með þeim mest sóttu í Hong Kong, þar sem Chow er á of- urstjörnustalli.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Krókleggs- tæknin góða                                !  "  #  $ %  &     ' ( '   &  )  *+ %, -& .  /( ANDRÚMSLOFTIÐ er það sem skiptir meginmáli í Croupier, en þýð- ingin „Féhirðir“ segir ekki nema hálfa söguna því „croupier“ gerir fleira en að skipta bankóseðlum í spilapeninga í spilavítum veraldar því hann gefur spilin, stjórnar rúllettun- um, og hefur glöggt auga með að farið sé að siðareglum við borðið sitt. Jack Manfred (Clive Owen) er að berjast við að verða rithöfundur en fyrsta skáldverkinu miðar hægt áfram. Jack tekur því boði um að gerast féhirðir í spilavíti í London, en hann þekkir starfið af eigin raun frá því hann bjó með fjárhættuspilaranum föður sín- um í Suður-Afríku. Jack er í sambúð með Marion (Gina McKee), sem hefur andúð á nýju vinnunni hans, auk þess á hann í sam- bandi við Bellu (Kate Hardie), sam- starfsmann sinn og dularfullan við- skiptavin, hina tælandi Jani (Alex Kingston), sem fær hann til að brjóta grundvallarreglur sínar. Handritshöfundurinn Meyersberg þekkir bersýnilega vel til innviða spilavíta, hvort sem um er að ræða reglur og vinnulag starfsmanna eða þankagang viðskiptavinanna. Hvort tveggja skilar sér í traustri leikstjórn Mikes Hodges, sem gerði m.a. Get Carter, sígilda glæpamynd með Michael Caine fyrir einum 30 árum. Hann hefur fátt gert umtalsvert síðan en hefur engu gleymt. Að þessu sinni dregur hann fram í sviðsljósið leik- arann Clive Owen, sem virðist hafa alla burði til að feta í fótspor Caines, og þá er mikið sagt. Owen er Féhirð- inum jafnmikill styrkur og Caine er Get Carter, svipbrigðalítið póker and- litið minnir dálítið á Bogart, undir býr óútreiknanlegur kraftur og persónu- töfrar. Aðrir leikarar eru lítt kunnir en skila sínu vel, Hodges hefur ber- sýnilega lag á að laða fram það besta sem þeir hafa upp á að bjóða. Sem fyrr segir er Féhirðirinn í fyrsta lagi stemningsmynd, það ligg- ur lævísi og undirferli í reykmettuðu andrúmsloftinu og Hodges eyðir drjúgum tíma í að spanna svipbrigðin á andlitunum, vonbrigðin, græðgina, spennuna. Jack er að fást við söguna sína og rekur þráðinn jafnóðum í bland við framvinduna. Þessi frásagn- armáti gengur upp með styrkum leik, stjórn og handriti og gerir Féhirðinn að óvenjulegri og athyglisverðri skemmtun í svipuðum anda og nokk- ur verk Davids Mamets. Bak við tjöldin gerist önnur, meinfyndin hlið- arflétta sem kemur skemmtilega á óvart og skilur við áhorfandann mjög sáttan við útkomuna. Póker andlit KVIKMYNDIR Háskólabíó – breskir bíódagar Leikstjóri: Mike Hodges. Handrit: Paul Mayersberg. Kvikmyndatökustjóri: Mike Garfath. Tónlist: Simon Fisher Turner. Aðalleikendur: Clive Owen, Kate Hardie, Alex Kingston, Gina McKee, Alexander Morton, Nick Reding, Paul Reynolds. 90 mínútur. Channel Four Films. Bretland 1998. Féhirðirinn (Croupier)  Sæbjörn Valdimarsson Hin upprennandi Clive Owen í hlut- verki féhirðisins. BRETAR eru manna leiknastir í að meðhöndla gálgahúmor á hvíta tjaldinu og liggur við að þeir hafi gert slíkar myndir að sérgrein í kvik- myndaflórunni um miðja síðustu öld. The Ladykillers, The Lavender Hill Mob og Kind Hearts and Coronets eru hvað eftirminnilegastar, allar sí- gildar Ealing-myndir. Þær rifjast upp eftir sýningu á Jarðarför með útsýni, breskri biksvartri grínmynd sem er á svipuðum nótum þótt úr- vinnslan sé ekki jafnsnjöll. Aðalpersónurnar eru Boris (Al- fred Molin), einmana útfararstjóri í vinalegum smábæ í Wales; borgar- stjórinn Hugh (Robert Pugh) og Betty eiginkona hans (Brenda Bleth- yn). Þau Boris og Betty voru skotin hvort í öðru á unglingsárunum en Boris uppburðarlítill og missti hana í hendurnar á uppskafningnum Hugh. Nú eru þau miðaldra fólk og öll held- ur óhamingjusöm. Boris dreymir æskuástina, Hugh heldur framhjá með Meredith, einkaritaranum sín- um (Naomi Watts), og Blethyn lætur sig bara hafa það. Þegar tengda- mamma henar deyr leitar hún til út- fararþjónustu Borisar og gamlar, bældar tilfinningar hellast yfir þau með þvílíku offorsi að skötuhjúin skipuleggja margslungið ráðabrugg þar sem dauði Bettyar er m.a. settur á svið svo þau nái loksins saman og geti hafið nýtt líf á framandi sólar- ströndum. Handritið er uppfullt af skemmti- legum uppátækjum og hugmyndum sem þau útfæra af mikilli prýði, eink- um Pugh og Watts. Blethyn er frá- bær leikkona en ekki sannfærandi sem klækjarefur í uppreisn gegn for- lögunum, en því betri sem gólftuska bónda síns. Svipuðu máli gegnir um Molina sem er alla jafna aðsópsmikill leikari en hentar ekki í gamansamt hlutverk hins velska smábæjar- sjarmörs. Walken hressir upp á hóp- inn sem bandarískur keppinautur Borisar um þær fáu greftranir sem falla til á svæðinu og þá er ógetið Lee Evans sem er kostulegur sem Dil- bert, seinheppinn vikapiltur hans. Fléttan er margflókin, stundum um of og vantar oft herslumuninn á að maður hlæi beint frá hjartanu. Útkoman er afar sérstæð, nánast undarleg gamanmynd en engu síður prýðilegasta afþreying. Framhjáhald og jarðarför KVIKMYNDIR Háskólabíó: Breskir bíódagar Leikstjóri: Nick Harran. Handrit: Freder- ick Ponzlov. Kvikmyndatökustjóri: John Welland. Tónlist: Rupert Gregson- Williams. Aðalleikendur: Brenda Bleth- yn, Alfred Molina, Christopher Walken, Naomi Watts, Robert Pugh. 94 mínútur. Miramax. Bretland 2002. Jarðarför með útsýni/Plots With a View  Brenda Blethyn og Alfred Molina í Jarðarför með útsýni. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.