Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ All taf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.500 kr. LAUNAVIÐTÖL starfsmanna og yf- irmanna skila þeim félagsmönnum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem hafa nýtt sér slík viðtöl, um 11% launahækkun að meðaltali, sam- kvæmt nýrri launakönnun VR sem kynnt var í gær. Að mati forsvars- manna VR eru launaviðtöl auk þess öflugt vopn í baráttunni gegn launa- mun kynjanna en skv. niðurstöðum könnunarinnar fengu fleiri konur en karlar launahækkun að viðtali loknu eða um 60% kvenna en um 55% karla. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, telur skýringuna líklega þá að konur eigi „meiri sóknarfæri“, þar sem al- gengara sé að laun kvenna séu undir meðaltali launa en laun karla. „Við vorum sannfærð um launaviðtöl myndu skila konum árangri,“ segir hann, „því þegar kona stendur frammi fyrir vinnuveitandanum og ræðir sín kjör er mjög erfitt fyrir hann að segjast ætla að borga henni lægri laun bara af því að hún er kona.“ Í kjarasamningum árið 2000 samdi VR um markaðslaun, þar sem laun áttu að endurspegla hæfni starfs- mannsins og ábyrgð hans, en einnig var í samningunum kveðið á um að hver starfsmaður ætti rétt á árlegu viðtali við yfirmann sinn til að ræða starfið og hugsanlegar breytingar á því. Launakönnun VR byggist á svör- um 4.246 félagsmanna, en það er um 32% þýðisins, þ.e. 32% þeirra 13.263 félagsmanna sem fengu könnunina senda. Í könnuninni kom í ljós að rúmlega helmingur svarenda hafði farið í launaviðtal í ár, en á síðasta ári höfðu um 40% svarenda farið í slíkt viðtal. Launamunur 14% Gunnar Páll segir í samtali við Morgunblaðið að það sem hafi komið einna mest á óvart í könnuninni væri sú „ánægjulega niðurstaða“ eins og hann orðar það að launamunur kynjanna hafi minnkað. Skv. niður- stöðunum hefur munurinn á heildar- launum karla og kvenna innan VR farið úr 29% árið 1999 í 22% árið 2003. Sé hins vegar tekið tillit til starfs, ald- urs, starfsaldurs og yfirvinnu er mun- urinn 14% en var 18% fyrir fjórum ár- um. Gunnar Páll segir aðspurður að fyrrgreind launaviðtöl séu ein skýr- ingin á minnkandi launamun. „En við vonumst líka til að sá áróður sem við höfum beitt okkur fyrir [gegn launa- mun kynjanna], til að mynda auglýs- ingarnar okkar, hafi minnkað þennan mun,“ útskýrir hann. Þess má geta að könnunin leiddi í ljós að karlar fara fram á hlutfallslega meiri hækkun launa en konur; þeir fara að jafnaði fram á um 21% launa- hækkun en konur fara að jafnaði fram á 18% launahækkun. Þá vilja konur að jafnaði 258 þúsund kr. í grunnlaun en karlar að jafnaði 310 þúsund kr. Vinnutíminn lengist Í könnuninni kemur einnig fram að meðalvinnutími félaga í VR á viku hafi lengst „örlítið“ eins og það er orð- að frá því í síðustu könnun sem er frá árinu 2001. Árin þar á undan, þ.e. frá 2000 til 2001, hafði vinnutíminn hins vegar styst. Meðalvinnutími á viku meðal starfsfólks í fullu starfi var 42,7 klukkustundir árið 2001 en er nú 43,2 klukkustundir. Svokallaðir hærri stjórnendur, þ.e. stjórnendur sem eru hæstráðendur í sinni atvinnugrein, fá að meðaltali um 403 þúsund kr. í laun á mánuði og eru það hæstu laun innan VR en af- greiðslufólk á kassa fær að meðaltali um 152 þúsund kr. í laun á mánuði, en það eru lægstu laun innan VR, miðað við fulla vinnu. Þegar litið er á laun eftir atvinnu- greinum kemur í ljós í könnuninni að hæstu launin eru greidd hjá fyrir- tækjum sem sérhæfa sig í fjármálum, tölvuþjónustu og annarri sérhæfðri þjónustu. Eru launin í þeim geira að meðaltali um 296 þúsund kr. á mán- uði. Aukinheldur kemur fram að mis- jafnt sé eftir starfsstéttum hvort meðalgrunnlaun hafi hækkað frá síð- ustu launakönnun VR. Mest hafi grunnlaun þó hækkað um 22%, en meðalhækkunin sé 10%. Launakönnun VR var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands. Um póstkönnun var að ræða og fór hún fram í febrúar sl. Þátttakend- ur voru þeir félagsmenn sem höfðu a.m.k. 65 þúsund kr. í laun í október 2002. Í svörum sínum voru þátttak- endur beðnir um að miða við laun fyr- ir janúar 2003. Næstu kjarasamningar undirbúnir Gunnar Páll segir að samningar VR renni út 29. febrúar á næsta ári og er undirbúningur að næstu kjara- samningum hafinn. Er stefnt að því að gerð verði könnun meðal fé- lagsmanna um það hvaða áherslur eigi að leggja í komandi kjaraviðræð- um. Líklegt er þó að þær áherslur verði svipaðar og í síðustu samning- um. Gunnar Páll segir að á þeim fjöl- mörgu morgunverðarfundur sem VR hafi haldið síðastliðið ár hafi m.a. komið fram vilji til að viðhalda stöð- ugleikanum og ennfremur vilji til að leggja áfram áherslu á markaðslaun og áherslu á hækkun lægstu launa. Hann segir að á fundunum hafi einnig komið fram vilji til að bæta trygg- ingamál, s.s. veikindarétt og samspil sjúkrasjóða og almannatrygginga- kerfisins. Ennfremur segir Gunnar Páll að vilji sé til þess að bæta at- vinnuleysistryggingarnar þannig að fólk geti verið á hærri bótum en nú sé gert ráð fyrir. Hann segir að með- allaun VR-félaga séu vel yfir tvö hundruð þúsund kr. á mánuði en at- vinnuleysisbæturnar séu um 78 þús- und kr. á mánuði. Vel væri hægt að feta sig inn á þá braut að veita at- vinnulausum tímabundnar bætur svo hægt verði að koma til móts við það gríðarlega tekjutap sem atvinnuleysi ylli. Launakönnun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur Launaviðtöl skila tals- verðum kjarabótum Morgunblaðið/Þorkell Launakönnun VR var kynnt á Hótel Nordica í gær, en hún sýnir að launamunur kynjanna er að minnka. Launamunur kynjanna fer úr 18% í 14% ÚTGÁFUFÉLAGINU DV ehf. hef- ur verið veitt þriggja vikna greiðslu- stöðvun vegna fjárhagserfiðleika fé- lagsins. Í framhaldi af þeirri rekstrar- og fjárhagslegu endur- skipulagningu sem unnið hefur verið að síðustu mánuði var óskað eftir greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag í samáði við helstu lánardrottna félagsins, segir í tilkynningu frá félaginu. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að skuldir DV nema 1.117 millj- ónum. Eignir eru metnar á 786 millj- ónir, en þar af nemur viðskiptavild liðlega 500 milljónum. Fram kemur í úrskurðinum að félagið hefur verið rekið með tapi síðustu tvö almanaks- ár og fyrri hluta þessa árs. Félagið hefur lagt fram áætlanir um aðhalds- aðgerðir í rekstri í sjö liðum sem m.a. miða að því að lækka rekstrar- kostnað um 100 milljónir. Ætlunin er að færa niður hlutafé að öllu leyti. Í tilkynningu frá félaginu segir að á næstu vikum verði gengið frá samningum við lánardrottna félags- ins samhliða því sem hlutafé verði aukið um allt að 400 milljónir króna. Endurfjármögnun félagsins og samningar við lánardrottna, sam- hliða þeim aðgerðum, sem gripið verið til við hagræðingu í rekstri, tryggi rekstur og efnahag félagsins til framtíðar. Framtíðarsýn hf. leggur til 200 milljónir Framtíðarsýn hf. mun ganga til liðs við Útgáfufélagið DV ehf. og stefnir að því að leggja félaginu til aukið hlutafé að fjárhæð 200 millj- ónir króna að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Örn Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Framtíðarsýnar, segir áhuga síns félags fyrir samstarfinu grund- vallast á því að DV sé spennandi fjár- festingarkostur að loknum umrædd- um aðgerðum. „Við teljum að það skapist tækifæri til að gefa blaðið út og reka það með góðum árangri,“ segir hann. „Skilyrðin fyrir því að leggja útgáfufélaginu til fé eru háð því að samningar, einkum við lánar- drottna félagsins, gangi eftir sem og öll hlutafjáraukingin, þannig að DV verði félag með traustan og góðan efnahag og góðar rekstrarforsend- ur.“ DV fær greiðslustöðvun GARÐAR Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, segir að þegar haft sé í huga hverjir það séu sem fyrstir missi vinnuna þegar þrengist um á vinnumarkaði, veki það athygli að öryrkum skuli ekki hafa fjölgað meira en raun beri vitni á síðustu 10 árum. Fram hefur komið að umsókn- um um örorkumat fjölgaði um rúm 50% á vormánuðum í ár frá sama tímabili í fyrra. „Á áratugunum milli 1970–90 var atvinnuleysi að jafnaði um hálft pró- sent, sem er mikilvægasta skýringin á því að hérlendis hafa öryrkjar verið hlutfallslega mun færri en í nágranna- löndum okkar. Á síðasta áratug hefur viðvarandi atvinnuleysi verið um fimm sinnum meira, sem þýðir að fyr- ir hvern einn sem áður var atvinnu- laus eru nú fimm sem eru að jafnaði atvinnulausir. Eðli máls samkvæmt hlýtur það fyrst og fremst að vera fólk með skerta starfsorku sem fyrst miss- ir vinnuna. Þess vegna finnst mér það kalla á sérstaka rannsókn hvernig á því getur staðið að öryrkjum hefur fjölgað svo miklu minna en þetta ger- breytta atvinnuumhverfi gefur okkur tilefni til að ætla, einungis um tíunda hluta þessarar gríðarlegu aukningar á fjölda atvinnulausra,“ sagði Garðar. Öryrki í sambúð fær lægri upphæð en hinn atvinnulausi Hjá honum kom fram að atvinnu- leysið virtist í flestum tilvikum vera tímabundið ástand og því gersamlega ósambærilegt við varanlega örorku. Engu að síður sé veruleikinn sá að ör- yrki í sambúð eða hjónabandi fái lægri upphæð frá hinu opinbera en hinn at- vinnulausi, eða um 60 þúsund krónur, og þurfi þar að auki að sæta sérstakri skerðingu á þessari lægri upphæð vegna tekna maka, sem hinn atvinnu- lausi þurfi sem betur fer ekki að gera. Í mörgum tilvikum geti viðkomandi öryrki hafa borgað miklu meira í at- vinnuleysistryggingasjóð en sá sem tímabundið þurfi að gera sér atvinnu- leysisbæturnar að góðu. „Einu tilvikin, sem fyrirfinnast um öryrkja sem fær meira úr almanna- tryggingum en hinir atvinnulausu, eru þegar þannig háttar til að þeir eru einir um heimilshald og njóta af þeim sökum sérstakra uppbóta. Þess ber hins vegar að gæta að fullrar heimilis- uppbótar að viðbættum óskertum tekjutryggingarauka njóta þeir einir sem ekkert annað hafa en bætur al- mannatrygginga. Það er því í besta falli villandi þegar því er haldið fram að öryrkjar séu almennt mun betur settir en atvinnulausir og alveg út í bláinn að gera ráð fyrir því að hin gríðarlega aukning á fjölda atvinnu- lausra komi ekki fram í fjölgun ör- yrkja.“ Formaður Öryrkja- bandalagsins Vekur at- hygli að ör- yrkjum skuli ekki hafa fjölgað meir ÞEIR sem leggja mjög mikla áherslu á að koma vel fyrir og vera snyrti- legir eru að meðaltali með lægri laun en þeir sem leggja ekki eins mikla áherslu á útlitið, skv. niðurstöðu launakönnunar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Fyrri hópurinn, sem leggur mjög mikla áherslu á útlitið og framkomuna, er að meðaltali með 251 þúsund í heildarlaun á mánuði en síðari hópurinn, sem leggur frekar mikla áherslu á útlitið og framkomuna, er að meðaltali með 273 þúsund í heildarlaun í mánuði. Í könnuninni kom einnig fram að þeir sem lögðu mjög mikla áherslu á útlitið og framkomuna voru að meirihluta konur. Þeir sem æfa líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku eru með hærri laun en þeir sem kíkja í ræktina einu sinni í mánuði eða sjaldnar. Fyrri hópurinn, sem leggur reglulega stund á líkamsrækt, er m.ö.o. með að með- altali um 265 þúsund í heildarlaun á mánuði en síðari hópurinn sem „kíkir örsjaldan í líkamsrækt“ er með um 250 þúsund í heildarlaun á mánuði. Hefur áhersla á útlit áhrif á laun?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.