Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 47 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. BRUCE ALMIGHTY MEÐ ÍSLEN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS Skemmtilegast a spennumynd ársins er komin.. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.  ROGER EBERT  L.A. TIMES  BBCI Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6 og 10. Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 6 og 8. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn- aða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. Ein besta mynd ársins Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. MEÐ ÍSLEN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. THE ALBUM Leaf er eins manns sveit Jimmy LaValle sem einnig leikur á gítar með rokksveitinni Tristeza. Hann er hingað kominn til lands til að leika á hljómleikum en undanfarin ár hefur hann ferðast um heiminn með Sigur Rós og leikið á undan tónleikum þeirra. Með Jimmy og Sigur Rós hefur tekist góður vinskapur og munu þeir Kjartan og Orri Sigur Rósar-menn aðstoða hann í kvöld en einnig verða með honum þau María úr Amina og Sindri Már Finnbogason sem mun sjá um bassaleik. Með The Album Leaf hefur La- Valle rannsakað möguleika samtíma raftónlistar. Hann notast við hin og þessi hljóðfæri í þessari umleitan sinni og rennir sér upp og niður tón- skala sem hann sveigir og beygir á glúrinn hátt. Útkoman er frumleg og melódísk rafsuða og fyrir liggja tvær breiðskífur, An Orchestrated Rise to Fall (’99) og One Day I’ll Be On Time (’01) „Þeir höfðu víst keypt plöt- una mína,“ segir LaValle, að- spurður um hvernig sam- böndum á milli hans og Sigur Rósar var komið á í upphafi. „Síð- an fékk ég rafpóst frá umboðsmann- inum þeirra vegna Bandaríkjatúrs sem þeir voru að fara í haustið 2001. Þeir voru að leita sér að einhverjum til að hita upp fyrir sig. Ég skrifaði til baka og sagði að ég ætti mögu- leika á því að spila með þeim á vest- urströndinni þar sem ég bý þar. Um þetta leyti var mikið umtal í gangi í kringum Sigur Rós þannig að ég átti bágt með að trúa þessu! En þeim leist vel á þetta tilboð mitt. Viku áð- ur en túrinn hófst fékk ég símtal frá útgáfunni þeirra í Bandaríkjunum og var beðinn að hita upp á öllum tónleikunum. Ég setti þá saman band í hvelli og kýldi á þetta. Og á þessum túr tókst með okkur góður vinskapur. Þannig að ég fór með þeim á næsta túr líka og var þá bara að flækjast með. Það leiddi til þess að ég fór með þeim til Evrópu og aft- ur til Bandaríkjanna. Svona hafa nú tvö síðastliðin ár verið hjá mér í hnotskurn.“ LaValle hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Í sumar hjálpaði LaValle vinum sínum í The Black Heart Procession og spilaði á bassa með þeim og í haust er það ný Alb- um Leaf-plata sem verður tekin upp í hljóðveri Sigur Rósar. The Album Leaf með tónleika í Austurbæ Ferðafélagi Sigur Rósar Tónleikarnir eru í Austurbæ og hefjast kl. 21. Á undan leikur Kippi Kaninus. www.albumleaf.com arnart@mbl.isThe Album Leaf er eins manns sveit Jimmy LaValle.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.