Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 27 garleysið, er að finna í fjölmiðlunum á m degi. Og ef ég myndi búa til skáld- r því efni myndi það verða svört skáld- nn ein svört skáldsagan. Lífið er svört aga. Ef maður endurtekur í sífellu rðin þá verða þau sífellt veikari, jafn- t þau hafi verið sterk í byrjun. Og þess segi ég, prófum allegóríu. æðan fyrir því að allir verða blindir í skáldsögu er kannski sú að við erum egar blind. Á fjögurra sekúndna fresti ver að deyja úr hungri í heiminum. óþolandi og ekki viðunandi. Stundum til að ögra fólki að það sem sé virki- úrt sé ekki klám. Það er klám að það era hægt að svelta til bana. nski er sýn mín ekki lengur í tísku. En m hér á þessari jörð og höfum verið kkuð lengi. Og okkur hefur ekki enn og ég veit ekki hvort okkur muni sinni takast – að breyta þessu helvíti ð á jörðinni er í eitthvað þolanlegra. rad Lorenz sagði að hann hefði fundið hlekkinn milli apans og mannsins. ýndi hlekkur erum við.“ Við skulum kafa dýpra efur tjáð þig nokkuð um pólitísk mál í manum, til dæmis átök Ísraels og Pal- og stríðið í Írak. Eru pólitískir at- í samtímanum stundum kveikja að hjá þér? ki sem slíkir. Ég myndi aldrei skrifa ögu um átökin í Ísrael og Palestínu eða ksstríðið. Blaðamenn og sérfræðingar kkur frá og greina þessi geysilega mál á hverjum degi, en skáldsöguhöf- nn og raunar hver einstaklingur hefur rsónulegu sýn á tilveruna. Hlutverk öguhöfundarins er að kafa ofan í hlut- mur en að sýna breiða yfirborðsmynd. þarf að þekkja eiginn takmarkanir. ákveðið svæði til að vinna á og ef ég g á yfirborðinu er ég fljótur að kom- það en, eins og ég sagði áðan, þá er kar að kafa dýpra. Það mætti halda því ú að það sé komið nóg af yfirborðinu. lum kafa dýpra. Kafarinn gæti vissu- ið sér nægja að synda á yfirborðinu er ekki nóg fyrir mig, þess vegna kafa þetta ekki fín myndhverfing?“ agðir í ræðu þinni á sunnudaginn að bókmenntir væru sífelld endurtekning og sí- felld tilbrigði, en jafnframt að nákvæm end- urtekning væri óframkvæmanleg. Þýðir það að við hreyfumst úr stað? Að eitthvað sé allt- af að gerast sem getur kallast nýtt? „Já, en hið nýja er alltaf búið til úr hinu gamla. Tökum tungumálið sem dæmi. Tungumálið er arfur, ekki satt? Hvar sem við erum, á Íslandi eða í Portúgal, höfum við þennan boðskiptamiðil sem er tungan. Þegar við fæðumst í þennan heim þá er tungan á ákveðnu stigi, á ákveðnum punkti í ferli sín- um, eins og örin sem við töluðum um áðan. En svo þurfum við að fást við ný vandamál og bætum við tungumálið, nýjum orðum, nýjum hugtökum. Þetta er svolítið eins og stytta. Í upphafi er maður með stein en síðan verður steinninn að styttu, hann hefur breyst úr einu ástandi í annað – en hann er enn þá steinn.“ Það er alltaf eitthvað ósagt Maður fær það stundum á tilfinninguna við lestur skáldsagna þinna að þú sért ekki mjög trúaður á söguna eins og hún hefur verið skrifuð, sagnfræðina. Er þetta rétt? Og ertu þá að endurskrifa söguna? „Nei, það væri allt of metnaðarfullt verk- efni. Ég trúi hins vegar ekki á sögulegan sannleika af þeirri einföldu ástæðu að það er ein bók sem við getum aldrei skrifað: Fortíð Íslands verður aldrei skrifuð. Það er aftur á móti hægt að skrifa eina, tvær, þrjátíu, fjöru- tíu sögur Íslands. En saga Íslands er ekki fortíð Íslands. Í fortíðinni er allt. En ef við skrifuðum sögu lands eða sögu manns þá get- um við ekki haldið því fram að allt úr fortíð þessa lands eða fortíð þessa manns sé í sög- unni. Það væri lygi. Sagnfræðingur velur úr fortíðinni atburði sem virðast búa yfir ein- hverju samræmi og segir síðan: Þetta er saga Íslands. Í þessu felst engan veginn nein vanvirðing við starf sagnfræðingsins. Við megum hins vegar ekki líta á sagnfræðina eða söguna sem rödd sannleikans sem segir: Svona voru hlut- irnir. Ég segi: Nei, það er alltaf eitthvað ósagt.“ Hvað er veruleiki? Texti er iðulega miðill á milli höfundar síns og veruleikans. Í þínum bókum er höfund- urinn mjög nálægur, eins og þú hefur talað um sjálfur, en veruleikinn á það til að gufa upp. Má segja að skáldsögur þínar séu ekki tilraun til að lýsa veruleika heldur tilraun til að lýsa sjálfum þér? „Hvað er raunveruleiki? Hvað þýðir þetta orð? Fyrir málara eins og Turner var raun- veruleikinn eitthvað mjög loftkennt og létt. Veruleikinn er eitthvað sem er nátengt skynfærum okkar, sjón, heyrn, þefskyni og svo framvegis. Ef Rómeó væri með sjónskyn arnarins myndi hann óa við því sem hann sæi þegar hann horfði á Júlíu. Sannleikurinn er nefnilega sá að við skynjum ekki nema mjög þröngt svið veruleikans. Indjánarnir í Amazon-regnskógunum eiga ótrúlega mörg orð sem tjá mismunandi tilbrigði við græna litinn. Þegar okkur tekst ekki að nefna hlut- inn er hægt að halda því fram að hann sé ekki til. Við segjum tré: Er það ekki veruleiki? En það er annar veruleiki til. Það er að segja nöfn mismunandi tegunda af trjám. Og svo er þetta líka spurning um tíma. Erum við að tala um raunveruleika trésins á vorin, sumrin, haustin, veturna?“ Aldrei meira en tvær síður á dag Að lokum. Þú hefur sagt að hugmyndir að bókum komi til þín, velji þig fremur en að þú veljir þær. Geturðu lýst þessu nánar? Og get- urðu lýst vinnubrögðum þínum? „Það er rétt að ég leita aldrei að hugmynd að skáldsögu. Ég lifi mínu hversdagslega lífi og hef aldrei hingað til þurft að leita að efni í skáldsögu. Hugmyndin kemur bara allt í einu án þess ég viti hvernig. Auðvitað eru ýmsar hugmyndir á sveimi í höfði mínu en síðan er eins og bjalla klingi og þá veit ég að hug- myndin að næstu bók er komin. Ég byrja þá að skrifa niður punkta og hug- leiða ýmsa þætti sögunnar. Hún tekur á sig eitthvert frumform en þegar ég sest loksins við borðið og byrja að skrifa þá veit ég ná- kvæmlega hvað mun gerast í sögunni, alveg frá upphafi til enda. Ég veit meira að segja hvert verður síðasta orðið í sögunni, meira að segja síðasta orðið. Við skriftirnar sjálfar þarf ég að beita mig miklum aga. Agi er frumskilyrði fyrir skrif- unum. Ég vinn mikið yfir daginn. En kannski hljómar það undarlega að ég legg metnað minn í að skrifa ekki meira en tvær blaðsíður á dag. En tvær síður á dag í heilt ár, það er sjö hundruð síðna bók!“ t skáldsaga eimi og býr yfir hæfi- ð öðrum hætti þá held a ekki,“ segir portú- rinn José Saramago í Saramago er gestur á ann mun verða í opnu eginu í dag og lesa úr kvöld kl. 20. Morgunblaðið/Þorkell throstur@mbl.is SVÍA setti hljóða í gær erfréttist af árásinni á ÖnnuLindh, utanríkisráðherraSvíþjóðar, í gærkvöldi. Lýstu jafnt stjórnmálamenn sem óbreyttir borgarar yfir furðu á því að atburður sem þessi gæti gerst í mið- borg höfuðborgarinnar um hábjartan dag. Líklegt þykir að öryggisráðstaf- anir vegna sænskra stjórnmála- manna verði hertar verulega í kjölfar- ið. Einnig er ljóst að árásin mun setja sterkan svip á þá daga sem eftir eru af kosningabaráttunni vegna upptöku evrunnar. Fregnir af tilræðinu voru óljósar í byrjun og hermdu fyrstu fréttir að hún hefði einungis fengið stungusár í handlegg. Fljótlega kom hins vegar í ljós að árásin var alvarlegri en svo og Lindh hefði verið stungin í handlegg, brjóst og maga. Hún barðist í gær- kvöldi fyrir lífi sínu á Karolinska sjúkrahúsinu þar sem hún gekkst undir aðgerð, sem stóð fram á nótt. Einn virtasti og vinsælasti stjórnmálamaður Svíþjóðar Lindh er einn virtasti og vinsælasti stjórnmálamaður Svíþjóðar og hefur oft verið nefnd sem líklegasti arftaki Görans Perssons er hann lætur af embætti formanns Jafnaðarmanna- flokksins. Hún hefur verið mjög áber- andi í kosningabaráttuni fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna um evruna, sem haldin verður á sunnudag. Myndir af henni blasa víða við vegfarendum á stórum auglýsingaskiltum þar sem hún hvetur Svía til að segja „já“ og greiða þar með atkvæði með því að Svíþjóð taki upp hina sameiginlegu mynt Evrópusambandsins. Sjónvarpsstöðin TV4 hugðist sjón- varpa kappræðum um evruna í gær- kvöldi og átti Anna Lindh að vera helsti fulltrúi stuðningsmanna evr- unnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Kappræðunum var aflýst líkt og öll- um fundum í tengslum við kosninga- baráttuna. Þess í stað var sjónvarpað umræðum um öryggi stjórnmála- manna og hvaða áhrif tilræðið myndi hafa á sænskt samfélag. Sænskir jafnt sem evrópskir stjórnmálamenn fordæmdu tilræðið harðlega. Göran Persson forsætisráðherra greindi frá því að fulltrúar þeirra flokka og samtaka er berðust fyrir upptöku evrunnar myndu fresta kosningabaráttu sinni í bili. Síðar um daginn greindu andstæðingar evr- unnar frá því að þeir myndu einnig af- lýsa öllum fundum. Í dag verður ákveðið um framhald kosningabarátt- unnar og ríkti algjör óvissa í gær um hvort fundir, sem skipulagðir höfðu verið um landið allt, jafnt af stuðn- ingsmönnum sem andstæðingum evr- unnar, yrðu haldnir. Var án fylgdar lífvarða Það hefur vakið mikla athygli í Sví- þjóð að Lindh var á ferð um Stokk- hólm á lokaspretti kosningabarátt- unnar án þess að vera í fylgd lífvarða. Það er þó jafnframt, rétt eins og á Ís- landi, talinn mikill kostur í Svíþjóð að stjórnmálamenn geti lifað eðlilegu lífi, notað almenningssamgöngur og farið út í búð án þess að þeim fylgi sveit vopnaðra lífvarða. Lindh var stödd í einkaerindum í versluninni NK sem er við Hamngatan í miðborg Stokk- hólms í gær, sem er eitt þekktasta og vinsælasta vöruhús landsins. Öryggisráðstafanir vegna æðstu ráðamanna Svíþjóðar voru hertar stórlega í kjölfar þess að Olof Palme forsætisráðherra var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms í febrúar árið 1986. Hins vegar munu einungis for- sætisráðherra landsins og konungur vera með lífverði að staðaldri. Ein- ungis væri breytt út frá þeirri venju ef hótanir bærust nafngreindum ein- staklingum. Ekki lá ljóst fyrir í gær- kvöldi hvort Önnu Lindh hefðu borist hótanir upp á síðkastið. Nokkur dæmi eru um að ráðist hafi verið á sænska stjórnmálamenn eftir morðið á Palme en þær árásir hafa ekki verið nærri eins alvarlegar og árásin á Lind í gær. Lýstu margir stjórnmálamenn því yfir í gærkvöldi að öryggislögreglan Säpo, sem ber ábyrgð á öryggi ráðamanna, hlyti að taka það fyrirkomulag til endurskoð- unar. Jafnframt höfðu þó margir áhyggjur af því að ekki mætti eyði- leggja hið opna samfélag þar sem al- menningur og blaðamenn hafa greið- an aðgang að stjórnmálamönnum. Óttast afleiðingar tilræðisins Kurt Malmström, starfandi yfir- maður sænsku öryggislögreglunnar, sagði í gær að tilræðið gegn Lindh væri áfall fyrir Säpo. Persson sagði í samtali við TV4 að það væri vægt til orða tekið. Carl Bildt, fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði í sjónvarpsum- ræðum í gærkvöldi að það væri mikið áhyggjuefni ef stjórnmálamenn yrðu að hafa óttast um persónulegu öryggi sínu. Það gæti dregið úr vilja manna til að láta til sín taka á opinberum vettvangi. Þó væri ljóst að í litlu sam- félagi á borð við Svíþjóð væri návígið mikið og allir þekktu ráðamenn í sjón. Sagði hann árásina á Lindh greini- lega hafa verið verk „vitfirrings“. Pelle Lindh, leiðtogi Umhverfis- flokksins, sagðist vona að þetta myndi ekki leiða til að sænskir stjórn- málamenn gætu ekki hreyft sig nema í fylgd lífvarða í framtíðinni. Ulla Hoffman, starfandi leiðtogi Vinstri- flokksins, sagði að svona atburðir mættu ekki eiga sér stað: „Við hefð- um kannski átt að læra af reynslunni, en ætli við höfum ekki sofnað aðeins á verðinum eftir morðið á Olof Palme.“ Stjórnmálamenn lýstu einnig áhyggjum yfir því að stjórnmálabar- átta í Svíþjóð yrði stöðugt harð- skeyttari og fremur sprottin af per- sónulegum og oft hatrömmum hvötum en áður var. Ekkert er vitað um ástæðu árás- arinnar og hvort pólitískar hvatir lágu að baki henni. Björn Pihlblad, talsmaður sænsku lögreglunnar, sagði í fyrstu ekkert vitað um ódæð- ismanninn. Ekki væri einu sinni ljóst hvort hann hefði þekkt Lindh eða hvort um tilefnislausa árás hefði verið að ræða sem hefði getað beinst að hverjum sem væri. Pihlblad sagði sérfræðinga lögreglu nú rannsaka vopnið og leita fingrafara. Í gær- kvöldi sagði Pihlblad að allt benti til að tilræðið hefði verið skipulagt þótt ekki væri vitað hvort tilræðismaður- inn hefði elt Lindh inn í verslunina. Ráðist var á hana fyrir utan versl- unina Filippa K. á fyrstu hæð NK og sagði Philblad að maðurinnvirtist hafa gengið skipulega til verks. „Okk- ar túlkun er að hann vissi hvað hann var að gera,“ sagði hann. „Þetta snýst ekki um að hann hafi dregið upp hníf í skyndilegu æðiskasti.“ Vitni sáu manninn yfirgefa versl- unina. Filippa Wassberg, sem mætti manninum í rúllustiga verslunarinn- nar, lýsti flóttanum í samtali við dag- blaðið Dagens Nyheter: „Fyrst gekk hann rólega. Þá áttaði sig einhver á því hvað hafði gerst og hrópaði „Náið honum“ og þá byrjaði hann að hlaupa. Ég held að einhver hafi reynt að elta hann á hlaupum.“ Annar talsmaður lögreglunnar sagði jafnframt hugsanlegt að hægt væri að fá frekari upplýsingar með því að skoða upptökur úr öryggis- myndavélum verslunarinnar. Jafnvel er rætt hvort tilræðið verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðslunni verði frestað þar sem ljóst er að kosn- ingabaráttan mun ekki geta haldið áfram með eðlilegum hætti í ljósi at- burðarins í gær. Það er þó talið mjög ólíklegt og í raun fyrst og fremst fræðilegur möguleiki. Sérstök lög voru sett um þjóðaratkvæðagreiðsl- una og yrði að breyta þeim með því að kalla þing saman til aukafundar. Hugsanlega væri hægt að kalla þing- ið saman, leggja fram nýtt frumvarp og afgreiða það úr nefnd fyrir sunnu- daginn. Stjórnmálamenn sem tjáðu sig um málið í gær sögðust þó telja það vera óæskilegan kost. Þar með væri verið „að gefa eftir gagnvart of- beldinu“ líkt og ráðherra í ríkis- stjórninni orðaði það. Gæti haft áhrif á úrslit þjóðaratkvæðisins Stjórnmálaskýrendur sem rætt var við í gær töldu ljóst að árásin myndi hafa mikil áhrif á framhald kosningabaráttunnar. Einn þeirra, er Morgunblaðið ræddi við, taldi ljóst að þetta gæti breytt stöðunni það mikið að stuðningsmenn evrunnar næðu meirihluta. Ljóst væri að atburður sem þessi myndi snúa allri kosninga- baráttuni á hvolf og auka samúð með málstað stjórnarinnar. Skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa allar sýnt að miklar líkur séu á að Svíar felli upptöku evrunnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnu- dag þó svo að fylgi stuðningsmanna hennar hafi aukist upp á síðkastið. Samkvæmt nýjustu könnun Temo- stofnunarinnar ætla 50% sænskra kjósenda að greiða atkvæði gegn evr- unni en 39% að greiða atkvæði með henni. Andstaðan var enn meiri í könnun á vegum Gfk, sem einnig var greint frá í gærmorgun. Samkvæmt henni ætla 54% að greiða atkvæði gegn evrunni en 43%. Munurinn á niðurstöðunum ræðst fyrst og fremst af því að mun færri voru óákveðnir í könnun Gfk en hjá Temo eða 3% á móti 12%. Svíar slegnir AP Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, hélt blaðamannafund eftir árásina. Ráðist var á Önnu Lindh, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, í gær og hún stungin marg- sinnis með hnífi. Svíar eru slegnir og er talið að tilræðið muni hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. Steingrímur Sigur- geirsson er í Stokk- hólmi og rekur gang mála. AP Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, ásamt eiginmanni sínum, Bo Holmberg, og sonum þeirra, Filip og Daníel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.