Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 15                                                                                    !    "                   #           $                             % &            $ &      ' (  )  %         &    ! * +          * ,                &  * -        * (     %        * .           #      # !   ! // $ #0/   "    12  '  01344#/4344       ,  352444           !"#$ % & '   !"#$""   () ÞÓTT landsliðsleikmennirnir okkar í fótbolta séu þeir sem fyrst og fremst eru í eldlínunni þegar stórir leikir eru spilaðir, eru þó fleiri sem mikið mæðir á fyrir og meðan á leikjum stendur. Einn þeirra er Jóhann Gunnar Krist- insson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem þarf að sjá um að allt smelli saman þegar stóra stundin rennur upp. Hann segir að aldrei hafi verið meira um- stang fyrir leik en þann sem Íslendingar spiluðu við Þjóðverja á laugardag. Löngu upp- selt var á leikinn en á hann komu yfir 7.000 áhorfendur. „Samt gekk allt stórvel því Þjóð- verjarnir voru einstaklega þægilegir, reyndar fyrirferðarmiklir en allt áberandi vel skipulagt hjá þeim.“ Hann bendir á að fimmtán Þjóðverjar hafi komið hingað strax í júní til að skoða aðstæður og byrja að undirbúa. Þeir hafi m.a. sett upp fjögur sjónvarpsstúdíó enda fylgdu liðinu yfir 200 þýskir sjónvarps- og blaðamenn en talið er að um 10–15 milljónir hafi horft á leikinn í sjónvarpi í Þýskalandi. „Manni fannst maður heldur lítill því þeir voru svo yfirgnæfandi,“ segir hann og brosir. Hann nefnir að öryggisgæsla hafi líka verið gríðarleg en um fjörutíu lögreglumenn og yfir hundrað skátar sáu um öryggisgæslu. Meðal annars varð að gæta þess að áhorfendur lið- anna blönduðust ekki saman til að forðast slagsmál. Óttast var að ófriðarseggir létu sjá sig með liðinu en lögreglan var vel búin undir það. „Hingað komu um fimmtíu menn sem þýska knattspyrnusambandið treysti ekki. En síðan reyndust þeir allir hinir prúðustu á leiknum og landi sínu til sóma.“ En eru Íslendingarnir alltaf stilltir? „Ja, það er nú meira kvartað undan því að það heyrist of lítið í þeim,“ svarar Jóhann og hlær. Hann segir að löngum hafi þótt vanta dá- lítið upp á stemmninguna, menn hafi verið jafnvel of stilltir og hógværir en það sé að breytast. „Fólk þorir meira að öskra og hafa sig í frammi, koma í búningum og mála sig í framan. Það er mjög skemmtilegt.“ Hann seg- ir að þýsku stuðningsmennirnir hafi verið mættir klukkan fimm á laugardagsmorguninn, sumir greinilega beint af djamminu, með fána og læti. Öryggisvörður hafi átt fullt í fangi með þá þar til lögreglan mætti klukkan átta. Unnið var fram yfir miðnætti dagana fyrir leikinn til að allt yrði nú tilbúið. Mæddi mikið á Jóhanni og meira en ella því hann þurfti að sinna undirbúningnum hoppandi um á hækju eftir að hafa ökklabrotið sig nýlega er hann spilaði golf. Golf hefur hingað til ekki þótt sér- lega áhættusöm íþrótt en Jóhanni tókst þó að fótbrjóta sig þegar hann ætlaði að stytta sér leið á golfvellinum í Grafarholti með því að stökkva yfir skurð. „Svo týndi ég auðvitað hækjunni í öllum asanum í kringum leikinn en þetta fór nú samt vel allt saman. Maður hvílir sig bara eftir á.“ Sat í stiganum og grét Jóhann hefur verið vallarstjóri í á sjöunda ár og finnst það afar skemmtilegt starf. Hann segir að það fjölbreytt og miklir snúningar auk þess sem hann kynnist ýmis konar fólki. Eftir- minnilegustu kynni hans af liði segir hann hafa verið þegar franska landsliðið kom hingað 1998 og spilaði sinn fyrsta leik eftir að hafa orðið heimsmeistarar um sumarið en sá leikur fór eins og menn muna 1–1. Var það mikið áfall fyrir hina nýbökuðu heimsmeistara að gera jafntefli við Íslendinga. „Ég man í hálfleik að þegar ég kom hérna fram sat einn frönsku leikmannanna undir stiganum og grét og átti mjög erfitt. Síðan sá ég að leikmennirnir leit- uðu að honum um allt en fundu ekki því hann hafði ekki komið inn í klefa eins og yfirleitt er gert. Ég benti þeim á hann og þeir fóru og reyndu að róa hann. Hann fór þó aldrei inn í klefann þennan hálfleikinn heldur sat þarna einn og vildi bara fá að vera í friði.“ Vallarstjórinn í Laugardal hefur í mörgu að snúast fyrir landsleiki í fótbolta „Íslendingarnir jafnvel of stilltir“ Morgunblaðið/Þorkell Jóhann Gunnar Kristinsson vallarstjóri á Laugardalsvelli hoppaði um á hækju er hann undirbjó leikinn við Þjóðverja. Hann segir þá hafa verið þægilega þótt þeim hafi fylgt mikið umstang. SUMUM til ánægju en öðrum til hrellingar er sumri lokið og haustið komið. Þó er varla hægt að kvarta yfir veðrinu sem hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins að und- anförnu en í gær var allt að 15 stiga hiti úti. Þeir voru djúpt hugsi þessir menn sem voru við störf í gjólunni á Faxagarði við Reykjavíkurhöfn á dögunum en erfitt er að segja til um hvað þeim var efst í huga. Ef til vill voru þeir að spá í þjóðmálin eða einfaldlega að velta fyrir hvað kom- andi haust og vetur bera í skauti sér? Morgunblaðið/Kristinn Haust- stemmning við höfnina DAGMAMMA í Hafnarfirði hefur unnið mál sem hún höfðaði gegn Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, en þar var um- sókn hennar um leyfi til að starf- rækja daggæslu fyrir 6–10 börn á þriðju hæð í fjölbýlishúsi hafnað, m.a. með þeim rökum að slysahætta fylgdi því að vera með börnin þar sem aðkoma væri um stigagang. Kærandinn hafði um skeið rekið daggæslu fyrir sex börn í húsi en umsókn hennar um að vera með 6–10 börn var hafnað í október 2002. Mál- ið var því kært til úrskurðarnefndar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem lagði fyrir heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að gefa út starfs- leyfi til handa dagmömmunni. Í úrskurðarorðinu segir að ákvörðun kærða hafi verið óréttmæt. Þar segir ennfremur að „hvorki í reglugerðunum né heldur í leiðbein- andi reglum fyrir dagvistun 6–10 barna í heimahúsum er kveðið á um að húsnæði með stigum sé óviðun- andi vegna öryggis barna“. Dagmamma vinnur mál og fær leyfi Má gæta barna í íbúð á þriðju hæð Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.