Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 35
rétt lýst, alltaf að hjálpa í stóru og smáu. Ekki má gleyma stórvandamáli sem olli mér þvílíkum sálarkvölum, mér var ofraun að skilja fjárans stærðfræðina. Honum Guðjóni frænda tókst að opna mér þann leynd- ardóm á einu kvöldi. Hann kenndi mér þríliðuna og þá fannst mér ég hafa yf- irhöndina, ég hræddist ekki reikning- inn lengur og enn nýti ég mér þessa tækni við handavinnubröltið mitt. Það má ekki gleymast að þú varst mikill dýravinur. Ótal sögur hefur þú sagt mér um hin ýmsu dýr, andlitið ljómaði í brosi og þú sagðir mér hvað skepnan væri í raun skynsamari en maðurinn. Elsku frændi, það var svo erfitt að láta þig frá okkur loksins þegar þú þurftir á hjálp að halda, en móðir okkar ann- aðist þig eins lengi og hægt var. Þá var mér raun í byrjun að heimsækja þig og þú bjóst þig undir að fara með mér þegar ég kvaddi þig. Ósjaldan fór ég frá þér blinduð af tárum. Smám saman skildi ég að það fór vel um þig, allir voru þér svo góðir, það hefði hvergi verið hugsað betur um þig. Starfsfólk á deild A3 á Hrafnistu á þakkir skildar. Ég dáist að því, það er því að þakka að mér urðu smám sam- an léttari sporin til þín og það var mér tilhlökkun að sjá einlæga brosið þitt þegar við hittumst og knúsuðum hvort annað. Við skildum hvort annað alltaf svo vel, bæði svona tilfinningaverur, pínulitlir þrjósku- og sérviskupúkar. Elsku frændi, hvern skyldi hafa grun- að að svo stutt yrði á milli þín og Nonnu systur sem þér þótti svo vænt um. Við tókum þá ákvörðun að segja þér ekki frá láti hennar, vorum hrædd um að þú gætir ekki tjáð söknuð þinn, en nú munuð þið hittast. Sem betur fer er dauðinn stundum líkn, þannig á það að vera. Ég veit að þú hefðir aldrei viljað vera upp á aðra kominn, þú sem alltaf vildir hjálpa öðrum. Elsku frændi, síðustu dagarnir voru mér næstum ofraun, ég var svo hrædd um að þú þjáðist og gætir ekki tjáð það, en auðvitað var þér látið líða eins vel og hægt var. Ég trúi því að þú hafir ekki þjáðst og ég veit að þér líður nú örugglega vel. Það verður svo vel tek- ið á móti þér, það þótti svo mörgum vænt um þig og svo margir eru farnir á undan þér. Minningarnar eru svo óþrjótandi, þetta eru bara fátækleg kveðjuorð til þín. Ég minnist þess þegar við heimsóttum ykkur mömmu í Sörlaskjólið og alltaf þegar ég kvaddi þig viðhafðir þú sömu orðin: „Voða- lega liggur þér alltaf mikið á, þú ert alltaf að flýta þér.“ En elsku mér finnst lífið svo stutt. Góða ferð til nýrra heimkynna. Ég sakna þín. Þín elskandi frænka María Björg Filippusdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 35 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Starfsfólk óskast í svínasláturhús á höfuðborgarsvæðinu. Kjötiðnaðarmenn og starfsfólk, bæði vant og óvant. Góð laun fyrir góða menn. Upplýsingar gefur Hilmar í síma 895 9600 frá kl. 8 til 17. Afgreiðslustarf Okkur vantar nú þegar góðan starfsmann til afgreiðslustarfa. Vinnutími frá kl. 13.00—19.00 alla virka daga, auk helgarvinnu. Upplýsingar gefa Kristjana og Margrét á milli kl. 9 og 17 í síma 561 1433. Lögfræðingur eða löggiltur fasteignasali óskast – hálft starf Gróin fasteignasala óskar eftir lögfræðingi eða löggiltum fasteignasala nú þegar til að annast ýmis konar skjalagerð og uppgjör. Miðað er við hálfsdags vinnu. Góð laun í boði. Einnig kæmi til greina fullt starf sem fælist í skjalagerð og sölumennsku. Þeir, sem hafa áhuga, sendi tilboð merkt: „L — 14164“ til auglýsingadeildar Morgun- blaðsins fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 17. sept- ember. Algjörum trúnaði heitið. ⓦ Í Reykjavík á Laugaveg Upplýsingar í síma 569 1116. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FERÐIR / FERÐALÖG Ferð og saga Ferð og saga býður upp á fyrstu haustferðina á slóðum Einars Benediktssonar sunnudaginn 14. september. Sögumenn: Guðrún Ásmunds- dóttir, Eyvindur Erlendsson og Margrét Áka- dóttir. Uppl. í símum 551 4715 og 898 4385. www.storytrips.com SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Gestir Kari Hansen og Anne Marie Nordbö. Allir hjartanlega velkomnir. Fimmtudagur 11. sept. 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Stefán Hákonarson. Föstudagur 12. sept. 2003 Opinn AA-fundur kl. 20:00. Mánudagur 15. sept. 2003 UNGSAM kl.19:00. Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is FRÉTTIR Lokað verður á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 11. september, vegna útfarar MARÍU PÉTURSDÓTTUR, heiðursfélaga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Stjórnin. Í APRÍL sl. voru 30 ár frá því að starfsemi á endurhæfingardeild á Grensási hófst og af því tilefni af- hentu konur úr kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands Grensásdeild að gjöf 10 sjúkrarúm af fullkomnustu gerð ásamt náttborðum. Andvirði gjaf- arinnar er tæpar 3 milljónir króna. Kvennadeildin var stofnuð 1966 og eru um 250 sjálfboðaliðar starf- andi í dag. Helsta tekjulind deild- arinnar er sölubúðirnar á sjúkra- húsunum og rennur stærsti hluti ágóðans til sjúkrahúsanna í formi lækninga- og rannsóknartækja. Vetrarstarf Kvennadeildarinnar fer senn að hefjast og um mán- aðamót september-október verður send dagskrá til allra félags- kvenna, sem eru um 700, varðandi starfsemina á komandi vetri, segir í fréttatilkynningu. Kvennadeildin í heimsókn á Bessastöðum í sumar. Gjöf til endurhæfingar- deildar á Grensási Fræðslufundur um íslenskt sam- félag í Alþjóðahúsinu Í kvöld, fimmtudaginn 11. september, kl. 20 fer fram fundur í Alþjóðahúsi, Hverf- isgötu 18, þar sem fjallað verður um atvinnu- og dvalarleyfi. Sérfræðingur frá Útlendingastofnun flytur fyr- irlestur og svarar spurningum þátt- takenda. Fundurinn fer fram á ís- lensku og er túlkaður á pólsku. Þátttaka er ókeypis. Ókeypis Sahaja yoga í Faxaskála við Faxabraut mánudaga og fimmtu- daga kl. 18.30. Kennararnir eru frá Hollandi og Belgíu, þeir ferðast um heiminn til að kenna fólki endurgjalds- laust fræði Sahaja yoga. Samtökin eru byggð á fræðum líkamans en ekki trúarlegum og eru allir velkomnir. Einnig verða síðar tímar í Ráðhúsi Reykjavíkur og verða þeir auglýstir í sundlaugum Reykjavíkur. www.sahja- yoga.org. Gengið með Reykjadalsá Ung- mennasamband Borgarfjarðar í sam- vinnu við Veiðimálastofnun – Vest- urlandsdeild á ári ferskvatnsins hefur staðið fyrir kvöldgöngum í allt sumar. Síðasta kvöldganga sumarsins verður farin í kvöld fimmtudagskvöldið 11. september kl 19.30. Gengið verður með Reykjadalsá. Ekið er að minni Reykholtsdals og keyrt í átt að Loga- landi. Ekið er framhjá félagsheimilinu og staðnæmst við bæinn Kjalvar- arstaði, þaðan verður gengið. Björn Þorsteinsson verður leiðang- ursstjóri ásamt heimamönnum en gengið verður niður frá bænum að Velli eða Árhver. Fræðst verður um nánasta umhverfi sem og Reykjadalsá. Í DAG LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Hring- braut við Smáragötu, þriðjudaginn 2. september um kl. 13. Þar varð árekst- ur þriggja bíla, hvítrar Daihatsu Char- ade-fólksbifreiðar, grænnar Nissan Micra fólksbifreiðar og ljósgrárrar fólksbifreiðar af óþekktri gerð, sem ekið var af vettvangi eftir óhappið. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Landsbjörg hefur ákveðið að nýta 686 þúsund króna styrk söfnunarsjóðs flugslyssins í Skerjafirði til að bjóða 14 til 18 ára unglingum upp á fyrstu- hjálparnámskeið og verða þau í umsjá Björgunarskóla Lands- bjargar. Frá þessu segir á vef- síðunni flugslys.is. Ætlunin er að bjóða upp á 16 klukkustunda námskeið ásamt fræðslu um aðkomu að slysstað. Til skoðunar er að halda nám- skeið í Reykjavík, Stykkishólmi, Vík í Mýrdal og á Flateyri, Ak- ureyri og Reyðarfirði. Fyrir ut- an námskeiðshaldið sjálft er fyr- irhugað að í frítímum og á kvöldin verði boðið upp á kynn- ingu á Landsbjörg, kassaklifur og flotgallasund þar sem við á. Fyrsta hjálp fyrir ung- linga BYLGJAN, Kringlan og Danssmiðj- an standa fyrir söfnun á morgun, föstudaginn 12. september, til styrktar Krafti, baráttufélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendum. Söfnunin nefnist Dans-Kraftur og gengur út á að fá einstaklinga, hópa og fyrirtæki til að láta fé af hendi rakna sem síðan rennur til félagsins. Fyrirtæki, starfsmannafélög, hóp- ar og einstaklingar geta sent netpóst á bylgjan@bylgjan.is eða hringja í síma 567 1111 með framlög í söfn- unina. Hvert framlag er merkt með tveimur nöfnum þekktra Íslendinga. Þar með verður skorað á viðkomandi að mæta í Kringluna laugardaginn 13. september á milli kl. 13 og 15.30 og fara þar út dansgólf ásamt fleira fólki og læra nokkur línudansspor hjá Jóhanni Erni danskennara eða Jóa dans. Þessi línudanstími verður skemmtun sem allir mega taka þátt í en þátttaka þeirra sem nefndir voru daginn áður á Bylgjunni tryggir að framlagið sem fylgdi nafninu rennur í söfnunina. Um leið og fé verður safnað með þessum hætti verður opið símanúm- er Krafts 907 2700 og ef hringt er í það númer greiðast 1.000 krónur með næsta símreikningi. Safna fyrir Kraft ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.