Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL óánægja er innan dagvöruverslunarinnar með fyrirkomulag á innflutningi og sölu osta. Segja Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) að margir telji að þeir búi við skerta samkeppnis- stöðu gagnvart Osta- og smjörsölunni, sem hafi um nokkurt skeið fengið langstærstan hlut tolla- kvóta til innflutnings á ostum. Fram kemur í fréttabréfi SVÞ, að nú síðast hafi landbúnaðarráðuneytið veitt Osta- og smjör- sölunni um 35% þess tollakvóta sem í boði var fyrir tímabilið 2003–2004 og það sem eftir stóð hafi verið dreift á 7 innflutningsaðila. Segja SVÞ að Osta- og smjörsalan hafi með höndum einka- sölu á öllum innlendum ostum sem framleiddir eru í mjólkursamlögum víða um landið. Þyki því fulllangt gengið í einokunartilburðum að fyrir- tækið hafi einnig keypt upp stærstan hluta tolla- kvóta á ostum á kostnað annarra sem hafi áhuga á ostainnflutningi. SVÞ segja að landbúnaðarráðuneytið hafi alls úthlutað 119 tonna tollakvóta til innflutnings á ostum fyrir tímabilið júlí 2002 til júní 2003. Til- boð bárust í mun meira magn, eða 166,5 tonn. Tollakvótum sé úthlutað til þeirra sem hæst bjóða og í því magni sem óskað sé eftir, þó innan marka þess sem til ráðstöfunar er. Þeir sem ekki fái úthlutað tollakvóta fyrir osta þurfi að greiða 30% verðtoll á hvert innflutt kíló auk 430-500 kr. magntolls á hvert kíló. Hinir sem hafi keypt tollakvóta af ríkinu greiði aðeins 149 kr. magn- toll af hverju kílói. Segir SVÞ að ekki fáist uppgefið hjá landbún- aðarráðuneytinu hvað Osta- og smjörsalan greiddi fyrir tollakvótann sem fyrirtækið fékk úthlutað, en meðalverð kvóta sem seldur var á uppboðinu, var 228 krónur fyrir hvert kíló. Alls úthlutaði ríkið 119 tonnum og fékk því alls greiddar rúmar 27 millj. kr. fyrir kvótann. SVÞ segja, að Osta- og smjörsalan sé í eigu mjólkursamlaganna í landinu og annist sölu á öll- um þeim ostum sem samlögin framleiða en sé líka stærsti ostainnflytjandi landsins. Vert sé að hafa í huga að mjólkursamlögin greiði aðeins um helming af verði mjólkur til bænda, hinn helm- ingurinn komi frá ríkinu í formi beingreiðslna. Þessi sömu mjólkursamlög hafi opið samráð um sölu á ostum gegnum Osta- og smjörsöluna og kaupi auk þess upp stærri hluta innflutnings- kvóta á mjólkurafurðum en nokkur annar inn- flytjandi. „Þetta fyrirkomulag er löngu úrelt og gefur fulla ástæðu til endurskoðunar,“ segir í fréttabréfi SVÞ. Algerlega gegnsætt Að sögn Kristjönu Axelsdóttur á skrifstofu framleiðslu- og markaðsmála í landbúnaðarráðu- neytinu, hafa SVÞ ekki haft samband við ráðu- neytið með gagnrýni sína. Kristjana bendir á að kvótarnir séu auglýstir opinberlega og allir geti sótt um. Sé sótt um meira en úthlutað sé fari fram útboð og hæstbjóðendur fái kvótana. „Mér finnst kannski verið að láta í það skína að land- búnaðarráðuneytið sé að skammta kvótann en það er alls ekki þannig. [...]Þetta er algjörlega gegnsætt og ekki verið að skammta neitt eftir neinum röngum leiðum,“ segir Kristjana. Aðspurð segir hún að að ekki sé lögð sú skylda á þá aðila sem fái úthlutað kvóta að þeir nýti sér heimildina. „En þeir eru auðvitað búnir að borga fyrir heimildina þannig að það borgar sig ekki fyrir þá að afla sér heimilda sem þeir ætla ekki að nýta.“ Greitt er fyrir heimildina fyrifram auk þess sem tollar eru greiddir við innflutning. Ekki er hægt að framselja kvótann. Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna fyrirkomulag á innflutningi og sölu osta Osta- og smjörsalan fær stærstan hlut tollakvóta HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hef- ur átt viðræður við forystumenn Sambands íslenskra sveitafélaga um möguleika á því að flytja verk- efni á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga, einkum á svið öldr- unarþjónustu og heilsugæslu. Ráð- herra skýrði frá þessum viðræðum á þingflokksfundi á Egilstöðum á dögunum. „Ég hef átt viðræður við forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga um möguleika á því að fara í vinnu um það að flytja verk- efni og þeir eru mjög jákvæðir í því. […] Ég hafði hug á því fyrir lok september að skipa starfshóp í sam- vinnu við Samband íslenskra sveit- arfélaga og fara í þessa vinnu og skoða sérstaklega hvort það er skynsamlegt að flytja öldrunarmál- in og heilsugæsluna til sveitarfé- laga.“ Jón segir þessar hugmyndir helg- ast af því að öldrunarþjónusta og heilsugæsla séu samtvinnuð fé- lagsþjónustunni, undir heilsugæslu heyri heimahjúkrun og heimaþjón- usta. „Þetta hefur reynst mjög vel þar sem við erum með þjónustu- samninga, eins og á Akureyri og Höfn, og við erum með vinnu í gangi í Reykjavík í þessari samþættingu,“ segir ráðherra. Best komið undir einni stjórn „Ég er þeirrar skoðunar að þetta væri best komið undir einni yfir- stjórn. Og það myndi efla sveitar- félögin mjög ef þau fengju tekju- stofna og völd til að sinna þessu en til þess að það megi verða verða þau að sameinast í ríkara mæli heldur en þau hafa gert, þannig að mér finnst að þetta verði allt saman að fara saman og við verðum að fara í þessa vinnu jafnhliða félagsmála- ráðuneytinu. Ég ætla að skipa í þetta starfshóp og skipa svo tengilið við nefndir félagsmálaráðherra sem ynni þá með þeim og kæmi í veg fyr- ir að það væri tvíverknaður þarna á ferðinni.“ Ráðherra á ekki von á að niðurstaða liggi fyrir í bráð. „Þetta er mjög flókið verkefni, heilsu- gæslustöðvarnar eru samtengdar sjúkrahúsum víða um landið þannig að menn þurfa að fara mjög vel yfir þetta og gefa sér í það tíma, þannig að ég myndi nú gefa þessum starfs- hópi eitthvert svigrúm til þess.“ Heilbrigðisráðherra vill skoða færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga Rætt um að sveitarfélög taki yfir öldrunarþjónustu VERKEFNIÐ Dagblöð í skólum, sem starfrækt hefur verið í grunn- skólum Reykjavíkur síðustu ár fyr- ir nemendur í 3. og 7. bekk, er að hefja göngu sína á nýjan leik. Verk- efnið er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og útgáfufélaga Morgunblaðsins og DV en tilgangurinn er að nota dag- blöð sem stuðningsefni í kennslu. Að sögn Auðar Huldar Kristjáns- dóttur verkefnisstjóra tóku 4.700 nemendur í 3. og 7. bekk frá 60 skólum þátt í verkefninu í fyrra en þeir voru 3.500 frá 44 skólum árið á undan. Búast má við að fjöldi þátt- takenda verði svipaður í ár ef ekki meiri. Krakkar í 3. og 7. bekk fá verkefnabækur sem þau vinna með og dagblöð send til sín í tiltekinn tíma á skólaárinu til að vinna úr. Að sögn Auðar fá nemendur í 10. bekk í þeim skólum sem þátt taka í verk- efninu einnig blaðasendingar til að nota við verkefnavinnu. Nokkrir skólar á landsbyggðinni óskuðu eftir þátttöku í vetur og fengu sendar bækur og blöð. Í lok febrúar var haldin kynning fyrir kennara á Akureyri og þar mættu fulltrúar frá fimm af sex grunn- skólum bæjarins. Sjöundu bekkjum var boðið upp á heimsóknir á dag- blöðin síðasta vetur og nýttu flestir skólar sér það. Bæði kennarar og nemendur voru ánægðir með heim- sóknirnar, að sögn Auðar. Samtals tók Morgunblaðið á móti 64 hópum og DV fékk 53 heimsóknir. Verkefnið Dagblöð í skólum hefur göngu sína á nýjan leik Morgunblaðið/Jim Smart Kennarar í 3. bekk hlýddu í síðustu viku á kynningu á verkefninu „Dagblöð í skólum“ í Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur. Í þessari viku verður kennurum í 7. bekk boðið upp á sams konar kynningu á verkefninu. Að minnsta kosti 60 skólar taka þátt GUNNARI Erni Örlygssyni alþing- ismanni var ekki gerð sérstök refsing fyrir umferðarlagabrot sem ríkissak- sóknari krafðist í fyrradag að hann yrði dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir. Ákærði játaði að hafa hinn 4. ágúst 2001 ekið bifreið sviptur ökurétti á 103 km hraða á klukkustund suður Norðurlandsveg við Hvalshöfða í Húnaþingi vestra, en þar var leyfður hámarkshraði 90 km. Var þetta í þriðja sinn sem hann gerðist sekur um akstur bifreiða sviptur ökurétti en viðurlög við slíkri háttsemi varða samkvæmt dómvenju 30 daga fang- elsi, segir í dómi héraðsdóms. Með dómi í júlí í fyrra hlaut ákærði hálfs árs fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundna í þrjú ár, auk tveggja milljóna króna sektar, fyrir brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða, tollalögum, lögum um bókhald og al- mennum hegningarlögum. Brotið nú var dæmt sem hegning- arauki við þennan dóm. Að mati dóm- ara hefði ákærða ekki verið gerð hærri refsing en hann hlaut með dóm- inum frá í júlí í fyrra ef dæmt hefði verið í málunum í einu lagi. Var hon- um því ekki gerð sérstök refsing í málinu. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Málið sótti Kol- brún Sævarsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Breytir engu varðandi þing- mennskustörf Gunnars Arnar Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að dóm- urinn breyti engu varðandi störf Gunnars fyrir flokkinn á Alþingi. „Dómarinn kemst að þeirri niður- stöðu að þó að málið hefði verið tekið samhliða þessu kvótamáli frá í fyrra þá hefði hann ekki hlotið meiri refs- ingu. Hann var með refsingu á bakinu vegna þess dóms er við tókum afstöðu til Gunnars Arnar sem frambjóðanda fyrir flokkinn. Við töldum hann kjörgengan og samkvæmt þessum dómi hefði það ekki breyst. Þar af leiðandi er afstaða okkar til þing- mennskustarfa hans sú sama, við telj- um að hann hefði eftir sem áður verið kjörgengur,“ sagði Guðjón Arnar. Hann sagði að ekki hefði munað nema rúmri viku að umferðarbrotið væri fyrnt í kerfinu. „Það var búið að liggja í þagnargildi í tæp tvö ár. Framið 4. ágúst 2001 en þingfest hjá dómi 24. júlí 2003 og vantaði því bara 11 daga að það væri fyrnt. Ég held að menn séu almennt ekki að leita að sektarmiðum í kerfinu til að greiða ef þeir fá ekki rukkun eða neina stefnu. Það kannski skýrir að Gunnar hafi álitið að þetta mál væri fallið niður af einhverjum orsökum, án þess þó að ég geti nokkuð sagt um hvers vegna hann sagði okkur ekki af þessu máli fyrir kosningar,“ sagði Guðjón Arnar. Hann sagðist ekki mæla því bót að menn brytu lögin en mál þetta breytti engu um stöðu Gunnars Arnar sem þingmanns. „Ef við hefðum átt að leggja sama mat á það hvort hann væri kjörgengur fyrir kosningar mið- að við þennan dóm þá hefði það verið okkar niðurstaða að hann væri það. Lögin segja fyrir um það að séu menn ekki með meiri fangelsisrefsingu á bakinu en fjóra mánuði séu þeir kjör- gengir.“ Dæmt í máli Gunnars Arnar Örlygs- sonar, þingmanns Frjálslynda flokksins Ekki gerð sérstök refsing vegna umferðarbrota MIKLAR skemmdir voru unnar í innbroti í Grunnskólanum á Ísafirði í fyrrinótt. Þegar starfsfólk kom til vinnu var búið að valda skemmdum á hurðum á skrifstofum og millihurð- um í byggingunni. Ekki er vitað hvort einhverju var stolið. Svo virð- ist sem að sá eða þeir sem brutust inn hafi leitað að lyfjum, en aðstæður bentu til þess. Innbrotið er óupplýst. Um er að ræða annað innbrotið í skólann á fáeinum dögum, en brotist var inn í skólann aðfaranótt laugar- dags. Unnar voru skemmdir í bygg- ingunni, en tjón af völdum innbrot- anna nemur hundruðum þúsunda. Brotist inn í Grunnskóla Ísafjarðar VERKALÝÐS- og sjómannafélagið Grettir á Reykhólum tekur þátt í sameiningu verkalýðsfélaga á Vest- fjörðum. Tillaga um sameiningu við Verkalýðsfélag Vestfirðinga var samþykkt í allsherjaratkvæða- greiðslu. Grettir er 11. félagið sem gengur til liðs við sameinað félag. Grettir vill sameiningu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.