Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 25 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Barna sportskór Margir litir - Margar stærðir VERÐ ÁÐUR 1.495 VERÐ NÚ 795 „Engu landi skal leyfast að ganga marxisma á hönd bara af því að þjóð- in er ábyrgðarlaus.“ (Henry Kissinger.) Í DAG eru þrjátíu ár liðin frá ein- hverri viðbjóðsleg- ustu stjórnar- byltingu síðustu aldar. Hinn 11. sept- ember 1973 réðust herdeildir úr land- her og flugher Chile á forsetahöllina í Santiago og myrtu þar réttkjörinn forseta landsins Salvador Allende. Í kjölfar valdaránsins fylgdi morðalda sem vart á sér líka í sögu 20. aldar. Í valdaráninu sjálfu og eftirmálum þess voru að minnsta kosti 30.000 manns myrtir með köldu blóði eða látnir hverfa sporlaust, ríflega tíu sinnum fleiri en fórust í árásinni á World Trade Center í New York þennan sama dag 28 árum síðar. Á næstu mánuðum og árum eftir valdaránið voru tugir þúsunda hand- teknir og þúsundir pyntaðar til dauða á hinn hroðalegasta hátt eða voru látnar hverfa án þess nokkrar skýringar hafi fengist allt til þessa dags. Í árslok 1973 setti herfor- ingjaklíkan á laggirnar sína eigin leyniþjónustu DINA sem samhæfði aðgerðir þeirra fjögurra er fyrir voru í her og lögreglu. Menn voru eltir uppi og myrtir jafnt heima sem erlendis. Tugir þúsunda náðu að forða sér úr landi og áttu margir ekki afturkvæmt til síns heima. Á fyrstu dögum og vikum eftir valda- töku górillanna komust þúsundir manna í erlend sendiráð í Santiago, reyndar í flestöll nema hið banda- ríska sem var lokað flóttamönnum. (Bandaríkin tóku reyndar við 31 flóttamanni en þeir höfðu allir tengsl við sterk öfl í Bandaríkj- unum. Hins vegar var öllum öðrum snúið frá, m.a. Bandaríkjamann- inum Charlie Horman, sem nóttina eftir var gripinn að undirlagi banda- rískra stjórnvalda og pyntaður til dauða á þjóðarleikvanginum í Santiago, en þá sögu þekkja margir af kvikmyndinni „Missing“.) Meðal þeirra skeleggustu til verndar mannréttindum á þessum fyrstu mánuðum eftir valdaránið var sendiherra Svía í Chile, Harald Edelstam, sem aflaði sér heims- frægðar fyrir drengilegan stuðning við flóttamenn og bjargaði a.m.k. tvö þúsund frá bráðum bana. Sendi- ráð Mexíkó bjargaði þúsundum til Mexíkó og sendiráð fleiri ríkja unnu einnig stórvirki. Amnesty International birti fjölda skýrslna á árunum eftir valdaránið og eru þær með því svakalegasta sem frá þeirri stofnun hefur komið. Í bandarísku útgáfunni af ársskýrslu Amnesty 1975 er 40 síðna viðauki eftir Rose Styron um valdaránið og eftirmál þess. þar telur hún að 20– 50.000 hafi verið teknir af lífi eða lát- ist af völdum pyntinga og engri tölu verði komið á þá sem hafi horfið, 90.000 hafi verið handteknir og 300.000 hafi misst vinnuna af póli- tískum ástæðum, 25.000 háskóla- stúdentar og 30% kennara hafi verið reknir úr háskólum landsins. Í þess- um viðauka Styrons í skýrslunni er einnig að finna frásögn af örlögum Charlie Hormans. Viðbrögðin við valdaráni gorill- anna í Chile voru gríðarleg um allan heim. Afturhald allra landa fagnaði falli Allendes og var Ísland ekki und- anskilið í þeim efnum. Létu menn sér sæma að segja að Allende hefði átt þessi örlög skilið og var þeirri sögu komið á kreik að hann hefði skotið sig sjálfur með skammbyssu sem vinur hans Fidel Castro hefði gefið honum. Hins vegar kom í ljós að Allende hafði fengið í sig ellefu kúlur. Strax á fyrstu dögunum eftir valdaránið voru Bandaríkin bendluð við málið og þá ekki síst Henry Kiss- inger, öryggisráðgjafi Nixons og síð- ar utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Kissinger sem og aðrir ráðamenn í því landi neituðu ávallt að hafa vitað af undirbúningi valda- ránsins, hvað þá að bandarískir að- ilar hefðu átt þar nokkurn hlut að máli. En sagan er miskunnarlaus. Ýmis gögn tóku að leka út sem bendluðu Kissinger og félaga stöð- ugt við málið og tuttugu og fimm ár- um eftir byltinguna voru fjölmörg leyniskjöl gerð opinber í Bandaríkj- unum þar sem hlutur Kissinger og félaga kom berlega í ljós. Bandarísk stjórnvöld höfðu eytt stórfé til að hindra að Allende næði kosningu sem forseti í Chile í september 1970. Þegar það ekki tókst reyndu Kiss- inger og kumpánar hans að hindra að þing Chile samþykkti að réttkjör- inn forseti tæki við völdum. Þeir fé- lagar báru fé á ýmsa þingmenn í Chile og gripu síðan til þess ráðs að skipulegga morð á helsta stuðnings- manni Allendes, René Schneider, forseta herráðsins í Chile, en hann var alfarið á móti afskiptum hersins af stjórnmálum í landinu. Markmiðið var að skapa upplausn í landinu og hræða þingið frá að staðfesta kosn- ingu Allendes. Kissinger reyndist auðvelt að kaupa afturhaldssama herforingja í Chile til verksins og var Schneider myrtur 22. október 1970. Morðið á Schneider dugði þó ekki til og Allende var settur í embætti for- seta landsins. En afskiptum Kiss- ingers var ekki lokið þar með. Næstu árin bruggaði hann Allende öll þau launráð er hann mátti. Grafið var undan Allendestjórninni með öll- um ráðum. Efnahagslíf Chile var skipulega sett úr böndunum með mútum og viðskiptaþvingunum, vörubílstjórum var haldið úti í verk- falli á kostnað leyniþjónustu Banda- ríkjanna CIA og bandarískra auð- félaga og hin alþjóðlegu (bandarísku) koparfélög hættu að kaupa kopar af Chile. Þessi hryðju- verkastarfsemi bar loks árangur og klíkur í hernum, undir forystu Aug- usto Pinochets og með dyggum stuðningi bandarískra stjórnvalda, risu síðan upp þennan örlagaríka dag 11. september 1973. Þessi saga verður ekki rakin hér frekar, en ég vil benda lesendum á að kynna sér aðdragandann að falli Allendes í bók Christophers Hitch- ens: „The Trial of Henry Kissinger“ (Verso, New York, 2002, bls. 55–76) og í bók Williams Blums: „Killing Hope. US Military and CIA Int- erventions since World War II“ (Common Courage Press, Monroe, ME 1995, bls. 206–215), þar sem Chilemálið er rakið ásamt öðrum embættisafrekum þessa makalausa utanríkisráðherra. Hitchens styðst einkum við þær heimildir sem opin- berast hafa á síðustu árum. Í bók hans er glæpaferill Kissinger rakinn og skal engan undra þótt Frakkar hafi lýst Kissinger „persona non grata“. Mun Kissinger því ekki skapa sér erindi til Frakklands á næstunni. Það væri líka forvitnilegt að vita hvort fyrrverandi utanrík- isráðherra Íslands muni enn gorta af því að hafa ævisögu Kissingers sem náttborðslesningu, en þá sögu kallar Hitchens ómerkilega lygaþvælu og færir ítarleg rök fyrir dómi sínum. Mér kæmi ekki á óvart að sagan dæmdi Henry Kissinger sem einn af verstu glæpamönnum aldarinnar. Og chileska þjóðin grætur enn örlög sín og munu sár hennar seint gróa. Valdaránið í Chile – 30 ára minning Eftir Sigurð Hjartarson Höfundur er sagnfræðingur og kennari. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Hveitigraspressa verð kr. 3.900 Hægt að nota sem ávaxtapressu líka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.