Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 43 GOLF - BRIDGE OPIÐ GOLF - BRIDGE MÓT VERÐUR HALDIÐ HJÁ GOLFKLÚBBNUM SETBERGI Laugardaginn 13. september Keppnisfyrirkomulag: 1. Golf: Tveir saman - Betri bolti 2. Bridge: Tvímenningur - Barometer. Mæting í golfið er kl. 8.30 en ræst verður út af öllum teigum kl. 9. Mæting í bridge kl. 14.30 og byrjað að spila kl. 15. Spilastaður fyrir bridge verður í Flatahrauni 3, Hafnarfirði. Hámarksforgjöf: Karlar 18 punktar og konur 24 punktar. 38 punktar í golfinu gefa 50% skor. Skorið fyrir golf og bridge lagt saman. Skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi skráða forgjöf og hafi keppt í bridge. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Aukaverðlaun: Besta skor í golfi og besta skor í bridge. Léttar veitingar eftir golfið. Þátttökugjald kr. 4.000. Skráning í síma 565 5690 og 664 4591. HERMANN Hreiðarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, meiddist á hné á æfingu með liði sínu Charl- ton sl. mánudag og verður frá keppni í 2–3 vikur. Hermann sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið lítið að gerast á æfingunni þegar atvikið átti sér stað. „Ég flækti fótinn í grasinu og það kom hnykkur á hnéð með þeim afleiðingum að ég er bólginn og á erfitt með að hreyfa hnéð mikið í dag. Það er mín tilfinning að ég muni eiga í þessu næstu tvær til þrjár vikurnar og ætti því að vera klár í slaginn gegn Þjóð- verjum hinn 11. október,“ sagði Hermann en læknar enska úrvals- deildarliðsins ætla að bíða með úr- skurð sinn á meðan hnéð er enn bólgið. „Þetta er ekkert stórmál og ég verð ekki lengi frá vegna þessa.“ Hermann missir af þessum sök- um af leik Charlton gegn Eng- landsmeisturum Manchester Unit- ed á laugardaginn kemur og væntanlega af leikjum gegn Aston Villa og Liverpool þar á eftir. Hermann frá vegna meiðsla Morgunblaðið/Einar Falur Hermann Hreiðarsson Enska knattspyrnusambandiðákvað fyrir nokkru að hafa ekki forgöngu um sölu miða á leikinn og hefur beinlínis farið þess á leit við stuðningsmenn enska knattspyrnu- landsliðsins að þeir fari ekki til Tyrk- lands á leikinn. Ekki verði hægt að tryggja öryggi þeirra ef upp úr sýður á meðal áhorfenda í leikslok og er mönnum í fersku minni þegar tveir stuðningsmenn Leeds voru drepnir í Tyrklandi eftir Evrópuleik liðsins þar fyrir tveimur árum. Leikurinn er báðum þjóðum afar mikilvægur því eins og sakir standa þá sker hann úr um hvor þjóðin vinn- ur 7. riðil undankeppninnar og trygg- ir sér sæti í lokakeppni Evrópumóts- ins í Portúgal á næsta sumri. Tilmæli enska knattspyrnusam- bandsins og yfirlýsing Svens Görans Erikssons, landsliðsþjálfara Eng- lendinga, um að stuðningsmenn enska landsliðsins eigi ekki að hætta lífi sínu til að fara til Tyrklands á leik- inn, hafa farið mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum tyrkneska knatt- spyrnusambandsins. Þeir hafa svarað fullum hálsi og sagt að þeir selji hvaða Englendingi sem er miða á leikinn. Þá hefur Haluk Ulusoy, formaður tyrk- neska knattspyrnusambandsins, síst sparað stóru orðin. Hefur hann m.a. látið hafa eftir sér að það sé ekki skrítið þótt Eriksson vilji ekki að stuðningsmenn enska landsliðsins komi til Tyrklands, hann vilji ekki að þeir verða vitni að tapi enska liðsins. „Hvað sem því líður þá er ljóst að Eriksson verður rekinn úr starfi sínu eftir leikinn, hann verður rúinn trausti í leikslok,“ hefur Ulusoy m.a. sagt og bætt því við að Eriksson fái aðeins starf sem þjálfari smáliðs þeg- ar hann hættir með enska landsliðið. Eriksson og forvígismenn enska knattspyrnusambandsins hafa ekki svarað Olusoy að svo stöddu. UEFA ætlar að bera klæði á vopnin KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur boðað fosvarsmenn enska og tyrkneska knattspyrnusambandsins til fundar í höf- uðstöðvum UEFA í Sviss á næstu dögum þar sem á að lægja þær öldur sem risið hafa á milli sambandanna vegna væntanlegs leiks Tyrkja og Englendinga í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram skal fara í Istanbúl 11. október næstkomandi.  EGILL Már Markússon kom Allan Borgvardt, leikmanni FH, í opna skjöldu eftir að Borgvardt hafði verið dæmdur rangstæður en skaut samt áður að marki KR-inga. Egill kallaði Borgvardt til sín til þess að veita hon- um gula spjaldið en dró þess í stað upp rauða spjaldið. Borgvardt var greinilega brugðið en Egill baðst af- sökunar á mistökunum og var Daninn glaður að sjá gula spjaldið fara á loft.  VARAMANNASKÝLIN á Laugar- dalsvellinum voru ekki á sama stað og vanalega í leik KR og FH í gær. Þau voru við suðurstúku vallarins en ekki við norðurstúkuna.  JÓNAS Grani Garðarsson hefur verið marksækinn með FH-ingum í bikarnum í ár. Hann er kominn með 6 mörk í keppninni, en húsvíski sókn- armaðurinn gerði þrennu í 3:0 sigri gegn Hetti í 32 liða úrslitunum, skor- aði fyrra markið í 2:1 sigri á Þrótti R. í 16 liða úrslitunum, og bætti svo við tveimur gegn KR í gærkvöld.  JÓNAS Grani hefur setið á vara- mannabekk FH í síðustu sex deilda- leikjum liðsins en fékk tækifæri á ný í byrjunarliðinu í gærkvöld og kom í staðinn fyrir Jón Þorgrím Stefánsson sem fótbrotnaði á dögunum og verður ekki meira með. FÓLK Þetta var í einu orði sagt frá-bært,“ sagði Jónas Grani Garð- arsson, sem skoraði fyrstu tvö mörk FH í gærkvöldi þeg- ar hann gernýtti færin sín á 26. og 39. mínútu, sem dugði til að jafna leikinn. „Við ætluðum að liggja aðeins til baka og reyna halda þeim í skefjum því þeir erum með hættulega menn í framlín- unni og við erum nokkuð lunknir í því. Fyrst og fremst ætluðum við ekki að fá á okkur mark en það gekk eftir tvö mörk áður en sautján mín- útur voru liðnar. Þá varð bara að sækja og við erum líka ágætir í því. Mér fannst okkur ganga flest í hag- inn. Við komum grimmir til leiks og erum miklu betri framan af, eigum allan fyrri hálfleikinn með húð og hári. Lendum síðan undir á nokkrum mínútum með ódýrum mörkum, það fyrra eftir sofandahátt hjá okkur og við gefum þeim seinna markið. Það var sárt en við komum sterkir til baka, ákveðnir í að gera betur. Það þýðir ekkert að hætta þó að maður lendi undir, leikurinn er níutíu mín- útur og þó að við höfum orðið undir á sautjándu mínútu er nægur tími til að bjarga málunum.“ FH-ingar hafa verið á góðu skriði í deildinni en það hefur stundum kom- ið niður á öðrum vígstöðvum. Jónas telur það hinsvegar hafa hjálpað. „Það vinnur eflaust eitthvað saman að okkur gengur vel í deildinni en það þarf að halda sér vel við efnið því stundum dettur lið niður eftir nokkra góða leiki í röð. Við glímum við það núna að ná fleiri góðum leikj- um og halda stöðugleika,“ sagði Jón- as og taldi löngun í bikar í fyrsta sinn nægilega. „Við þurftum ekki aðra hvatningu fyrir þennan leik en að vita að sigur skilar okkur bikarúr- slitaleik, það á að vera alveg nóg. Menn gera mikið úr því að KR sé lið sem allir vilja vinna en við þurftum þess ekki. Við höfum tvisvar leikið til úrslita í bikarkeppni en aldrei unnið og það er kominn tími á það núna. Mér er sama hvaða lið við fáum í úr- slitum. Það eru kostir og gallar við bæði liðin en ég er bara ánægður með að vera kominn í úrslitaleik,“ bætti Jónas við. Bikarlöngun nægur hvati Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Kristinn Jónas Grani Garðarsson skoraði tvö mörk í 3:2-sigri FH-inga gegn Íslandsmeistaraliði KR í und- anúrslitum VISA-bikarkeppninnar á flóðlýstum Laugardalsvellinum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.