Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Viðtöl um dauðann Það var frábær hugmynd hjá Helgu Hansdóttur öldrunarlækni að hafa samband við Magnús Pálsson myndlistarmann og koma á sam- vinnu þeirra á milli. Helga átti í fór- um sínum allnokkur viðtöl við aldr- aða um viðhorf þeirra til nútíma lækningameðferða á hinstu stund. Í þessum viðtölum fann hún eitthvað sem henni fannst með réttu eiga er- indi til almennings og leitaði til Magnúsar Pálssonar myndlistar- manns með það í huga að hann skap- aði þessu efni viðeigandi umgjörð. Afrakstur samvinnu þeirra má nú sjá og heyra í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Viðtöl Helgu voru skráð og eru á sýningunni lesin af leikur- um, þau heyrast í heyrnartólum og útvarpstækjum. Í þeim koma fram brot úr daglegu lífi, mismunandi við- horf, lífsviska og reynsla þeirra sem eiga langt líf að baki. Magnús Pálsson hefur skapað við- tölunum leikræna umgjörð með því að stilla upp gömlum hlutum, göml- um viðtækjum og húsgögnum. Einn- ig gefur að líta gömul föt á slám, sem minna á dánarbú. Hann hefur látið smíða inn í salinn hallandi veggi sem skapa brenglun á rýminu, eitthvað sem kippir undan manni fótunum og er það sterkasti þáttur innsetning- arinnar, þar kemur fram ákveðin samsvörun við það hvernig mætti ímynda sér að að skyndileg nálægð dauðans umbreyti veruleikanum. Auk þess sýnir hann tvö myndbönd sem eru af nútímalegum toga, eitt af línuriti í mónitor og annað af hjarta sem slær. Umgjörð Magnúsar er sterk en ég velti því fyrir mér hvort sá fortíðarblær sem er yfir innsetn- ingunni skapi kannski fjarlægð sem síður er að finna í viðtölunum sjálfum en ekkert í þeim gefur ákveðið tíma- bil til kynna annað en daginn í dag. Myndböndin eru þó öllu nútímalegri og gera það að verkum að lífið og endalokin færast nær hvort öðru líkt og í viðtölunum sjálfum. Magnúsi tekst líka á undraverðan hátt að vinna með salinn í Hafnarhúsinu sem yfirleitt er svo erfiður viðureignar. Honum tekst að skapa úr honum heilsteypt, áhrifamikið og eftirminni- legt rými, sambland af kuldalegu al- menningsrými og innilegu einka- rými. Það er óskaplega ánægjulegt að sjá samvinnu af þessu tagi verða til og sýnir svo sannarlega að lifandi sköpun einskorðast langt í frá við hinar svokölluðu skapandi stéttir. Fátt er jafn spennandi og að sjá þeg- ar möguleikar myndlistarinnar eru nýttir líkt og hér er gert og ekki síst að sjá svo augljóslega hvernig vís- indin geta auðgað listina og öfugt. Sýningin er þess utan afar aðgengi- leg og á erindi við alla. Ryk Myndlistarverk geta að sjálfsögðu verið tvívíð eða þrívíð og verk Ingu Jónsdóttur eru hvort tveggja, en líkt og fleiri leitast hún einnig við að inn- lima fjórðu víddina í verk sín, nefni- lega tímann. Inga leitar verksum- merkja hans í einu af því sem sýnir á hversdagslegan hátt flug tímans, nefnilega ryksöfnun. Það hefur löngum verið höfuðverkur myndlist- armanna hvernig innlima má tímann í myndlistarverk, þetta var til að mynda eitt af því sem hélt Marcel Duchamp uppteknum, hvernig hann gæti sýnt hreyfingu og tíma í verkum sínum. Þetta er sígilt þema. Verk Ingu Jónsdóttur bjóða fyrst og fremst upp á hugleiðingu um framvindu tímans. Myndbandsverk hennar í Gryfju er heillandi verk þar sem áhorfandinn gleymir sér auð- veldlega í að horfa á hvernig myndin breytist og á samspil myndarinnar við það sem henni er varpað á, hvítan sandinn. Verkin uppi í Ásmundarsal hafa yfir sér formlegra fagurfræði- legt yfirbragð sem aðskilur þau frá t.d. verkum Fluxus-listamanna sem einnig unnu með hversdagsleg efni. Japansk-þýska listakonan Suchan Kinoshita sem vinnur mjög innan ramma Fluxus-hreyfingarinnar gerði t.a.m. innihald ryksugupokans heima hjá sér að aðalsýningarefni sýningar sinnar í Amsterdam fyrir fáeinum árum. En Inga gengur lengra í verkum sínum, hún kýs að gera umgjörðina að sterkum hluta verkanna og spyrja þannig spurn- inga um umbúðir og innihald lista- verka um leið og hún víkur ekki frá aðalþema sínu, hinni eilífu hringrás. Inga hefur í verkum sínum á síð- ustu árum gjarnan gert fortíðina og tímann að viðfangsefni verka sinna bæði í ljósmyndum og þrívíðum verkum. Úr því næstum því engu sem rykið er hefur henni nú á ein- faldan hátt tekist að skapa heil- steypta marglaga sýningu sem allt í senn sýnir hversdaginn sem hluta af stærri heild, hinni stóru hringrás, jafnframt því sem hún veltir fyrir sér framsetningu, eðli og eiginleikum listaverka í dag. Töfratákn Á blaði sem fylgir með sýningu á allnokkrum verkum Kristins Péturs- sonar (1896–1981) sem nú eru sýnd í Arinstofu Listasafns ASÍ er Kristinn réttilega nefndur huldumaður í ís- lenskri myndlist. Í bók sinni Ís- lenskri myndlist gerir Björn Th. honum nokkur skil og leitar jafn- framt skýringa á því að ekki hafi bor- ið meira á þessum ágæta málara. Hann nefnir þar að Kristinn hafi ekki troðið nýjar brautir og ekki verið stór áhrifavaldur, auk þess aldrei staðið á frægðartindi. En útilokar ekki að síðar meir gætu handverk hans vakið undrun. Nú sýnir listasafnið olíu- málverk eftir Kristin, verk frá fimmta og sjötta ára- tug síðustu aldar. Þar má glögglega sjá áhrif frá Kandinsky, en verk hans og skrif urðu Kristni hálf- gerð opinberun á ferlinum og tvímælalaust sú hvatn- ing sem hann þurfti til að stíga skrefið í átt að óhlut- bundnara málverki. Hug- lægur hluti málverksins var Kristni mikilvægur, líkt og Kandinsky, en þekkt er rit hans Uber das Geistlige in der Kunst, Um hið andlega í listinni. Þetta kemur fram til dæmis í litanotkun Kristins í lands- lagsmyndunum sem benda til huglægrar upplifunar af umhverfinu frekar en beinnar sjónrænnar reynslu. Pétur Már í Galleríi Dvergi Í litlu og óvenjulegu sýningarrými Gallerís Dvergs við Grundarstíg sýnir Pétur Már Gunnars- son (f. 1975) nú innsetn- ingu sem er í anda þema sýninganna sem hér hefur verið fjallað um, hringrás lífsins, tíminn, dauðinn. Hann bætir líka ástinni við. Innsetningin er í sam- spili við rýmið sem er lítið kjallaraherbergi með lágri lofthæð og minnir helst á geymslu. Innsetning Pét- urs samanstendur af ólík- um hlutum sem finna mætti í mörgum bílskúrnum eða geymslunni, þeim hefur hann komið fyrir á borði og breitt undir þá græn- an dúk. Þetta eru m.a. verkfæri, tóm- ar flöskur o.fl. að ógleymdum bókum og einnig er þar ljósritabunki af bón- orðsbréfum og svörum. Innsetningin minnir dálítið á verk Ilya Kabakov sem gjarnan býr til ímynduð rými í kringum tilbúnar persónur. Í kjall- arakompunni skapast skemmtilegt andrúmsloft í kringum þessa hluti. Þegar ég kom að skoða var auk þess nærvera yfirsetustúlkunnar og vin- konu hennar stór hluti af sýningunni en líflegt spjall þeirra um myndlist- armenn var eins og lifandi viðauki við innsetninguna. Spennandi sunnudagsgöngutúr Það er með ólíkindum hversu vel þessar fjórar sýningar sem hér hefur verið fjallað um falla saman hvað varðar viðfangsefni og þemu, það er næstum synd að þær skuli ekki allar vera í sama húsinu. Á móti kemur smæð borgarinnar og þar með mögu- leikinn á stórskemmtilegum og fjöl- breyttum sunnudagsgöngutúr. Rétt er að minna á óvenjulegan opnunar- tíma Dvergsins sem er milli 17 og 19. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Til 14. september. Hafnarhúsið er opið alla daga vikunnar kl. 11–17 og fimmtu- daga kl. 11–18. VIÐTÖL UM DAUÐANN, BLÖNDUÐ TÆKNI, MAGNÚS PÁLSSON OG HELGA HANSDÓTTIR Memento mori Innsetning Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns í samvinnu við Helgu Hansdóttur öldrunarlækni í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Hin eilífa hringrás, frá sýningu Ingu Jónsdóttur, RYK, í Listasafni ASÍ. Listasafn ASÍ við Freyjugötu Til 21. september. Listasafn ASÍ er opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14–18. ÁSMUNDARSALUR OG GRYFJA RYK, BLÖNDUÐ TÆKNI, INGA JÓNSDÓTTIR Gallerí Dvergur, Grundarstíg 21 Til 12. október. ARINSTOFA TÖFRATÁKN, MÁLVERK, KRISTINN PÉTURSSON Til 14. september. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 17–19. BLÖNDUÐ TÆKNI, PÉTUR MÁR GUNNARSSON Ragna Sigurðardóttir ASÍ dustar rykið af málara sem ekki fór mikið fyrir en þar má nú sjá verk Kristins heitins Péturssonar í Arinstofu. KÍNVERSKI fiðluleikarinn Chuan- yun Li leikur á opnunartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói í kvöld kl. 19.30. Hljómsveit- arstjóri er Rumon Gamba. Efnis- skráin er sú sama og fyrirhuguð var á tónleikunum í síðustu viku þegar Max- im Vengerov veiktist svo áhugasamir geta enn náð því að heyra Tzigane og Symphony Espagnole eins og til stóð í síðustu viku. Á efnisskránni verður Gamanfor- leikur í C-dúr eftir Victor Urbancic, España eftir Emmanuel Chabrier, Siesta eftir William Walton, Capriccio espagnol op. 34 eftir Nikolai Rimsky- Korsakov, Symphonie espagnole op. 21 eftir Edouard Lalo og eftir Maurice Ravel Tzigane. Chuanyun Li var aðeins 11 ára gamall þegar hann vann til fyrstu verðlauna í fimmtu alþjóðlegu Wien- iawski fiðlukeppninni og er þar með yngstur allra sem hafa unnið til verð- launa í þeirri keppni. Þetta var árið 1991 og var það samdóma álit allra 20 dómarana frá 11 löndum að þar væru sérstakir hæfileikar á ferð. Li hóf fiðlunám sitt í heimahúsum aðeins þriggja ára að aldri og fyrstu verðlaun fyrir leik sinn hlaut hann fimm ára gamall í fiðlukeppni meðal ungs fólks í Pek- ing. Árið 1986 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Hong Kong þar sem hann hélt áfram námi. Að því loknu sneri hann aftur til Peking þar sem hann var undir handleiðslu hins heimskunna fiðlukennara Yaoji Lin í Peking. 1996 hlaut hann fullan námsstyrk frá Juilliard-tónlistarskól- anum í New York en þar voru kenn- arar hans Dorothy DeLay, Itzak Perl- man og Hyo Kang. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og komið fram með hljómsveitum víða um heim. Hann kom hingað til lands árið 1995 og lék þá fiðlukonsert nr. 1 eftir Pag- anini. Li leikur á Guadagnini fiðlu frá 1773. Í efnisskrá tónleikanna segir m.a.: „Urbancic samdi Gamanforleikinn árið 1952 og tileinkaði Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Forleikurinn var frumfluttur á tónleikum hljómsveit- arinnar í Þjóðleikhúsinu 30. sept- ember 1955, undir stjórn tónskáldsins. Á síðustu áratugum 19. aldarinnar og fyrstu áratugum þeirrar 20. var spænsk tónlist að nokkru leyti sér- grein franskra tónskálda. Spænska bylgjan hófst með óperunni Carmen eftir Georges Bizet og Symphonie espagnole eftir Edouard Lalo (bæði verkin samin 1875), og áður en leið á löngu var nærri því hvert tónskáld á franskri grund farið að semja tónlist með spænsku ívafi. Massenet, Chabr- ier, Delibes, Ravel og Debussy urðu allir fyrir áhrifum af spænskri tónlist, og fyrr en varði tóku tónskáld annarra landa að bætast í hópinn, t.d. Rússinn Rimsky-Korsakov (Capriccio espagn- ol). Tvö tónskáldanna sem leikin verða í kvöld voru þó hálfspænsk og því má segja að þau hafi að einhverju leyti verið á heimavelli. Emmanuel Chabrier (1841–1894) samdi frægasta verk sitt, hljómsveit- arforleikinn España, árið 1883. Ári áð- ur hafði hann farið með fjölskyldu sinni til Spánar og orðið hugfanginn af landi og þjóð. Aðalstef verksins eru sótt í spænskan þjóðararf. William Walton (1902–1983) er tal- inn einn af merkustu tónskáldum Breta á 20. öld. Smáverkið Siesta er hylling til Ítalíu, sem var eitt af uppá- haldslöndum Waltons. Það var samið 1926 og frumflutt sama ár undir stjórn tónskáldsins, en endurskoðað 1962. Nikolai Rimsky-Korsakov (1844– 1908) samdi Spænsku kaprísuna (Capriccio espagnol) árið 1887 og hugsaði sér hana upphaflega fyrir fiðlu og hljómsveit. Hann skipti fljótt um skoðun og þegar upp var staðið var kaprísan hljómsveitarverk án ein- leikara. Þrátt fyrir að hafa samið ógrynni verka af ýmsum toga – þeirra á meðal sjö verk fyrir fiðlu og hljómsveit – hvílir frægð Edouards Lalo (1823– 1892) aðallega á einu verki: Symphon- ie espagnole. Lalo samdi verkið handa einum frægasta fiðluleikara álfunnar á síðari hluta 19. aldar, Spánverjanum Pablo de Sarasate. Sarasate frumflutti Fiðlukonsert Lalos í F-dúr snemma árs 1874, og Lalo lauk við Spænsku sinfóníuna skömmu síðar. Maurice Ravel (1875–1937) var alla tíð heillaður af Spáni og samdi fjöl- mörg tónverk sem byggjast á spænskri tónlist.Tzigane á rætur sínar að rekja til tónleika sem Ravel var við- staddur á einkaheimili í Lundúnum veturinn 1922. Tzigane er franska orð- ið yfir sígauna, og verk Ravels var frá upphafi hugsað sem stutt virtúósa- stykki í sígaunastíl.“ Kínverskur fiðluleikari á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói Chuanyun Li tekur upp bogann í stað Vengerovs Chuanyun Li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.