Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 19 Aukabúna›ur: Hnakkapú›ar Stál e›a vi›ar handföng Hægt er a› velja um vi›ar, gler e›a granít skreytingar N u d d b ö › í ú r v a l i t i l a f g r e i › s l u a f l a g e r - s é r p ö n t u m e f t i r ó s k u m UM 50 hektara svæði í landi Breiðabólsstaðar, neðan þjóðvegar í Reykholti í Borgarfirði, hefur verið keypt undir heilsársbyggð, sem þar er fyrirhuguð. Félagið Breiðabóls- staðir ehf. keypti landið og segir verkefnisstjóri þess, Jóhannes Ein- arsson, að verið sé að fara af stað með skipulag svæðisins. Gert er ráð fyrir 50–70 eignarlóðum, sem verði a.m.k. hálfur hektari hver. Meðeig- andi Breiðabólsstaðar ehf. er Jakob Jakobsson hjá fasteignasölunni Eignakaupum. Jóhannes segir í samtali við Morgunblaðið að þeir hafi haft til fyrirmyndar uppbyggingu svipaðs svæðis í Grímsnes- og Grafnings- hreppi, nálægt Sogsvirkjun. Hann segir þessa hugmynd hafa verið að gerjast hjá sér síðan 1999, hann hafi kynnt sér markað fyrir svona lóðir og telji þessa uppbyggingu tímabæra. Nú til dags óski t.d. margir eftir að deila búsetu á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Í Reykholti er meginþjónustumiðstöð Borgar- fjarðarsveitar, þ.e. skrifstofa hreppsins, Íslandspóstur, matvöru- verslun og bensínstöð. Heitt vatn fylgir jörðinni og ljósleiðari verður leiddur í hús. Jóhannes segir arki- tekta þegar byrjaða að vinna að deiliskipulagi. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar, segir þessi mál vera á frumstigi, en haft verði í huga að skipulag þessa svæðis fari saman við hugmyndir sveitarstjórn- ar að aðalskipulagi sem líklega verði tilbúið til kynningar fljótlega upp úr áramótum. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Nýtt íbúðar- hverfi skipulagt Reykholt FRAMHALDSSKÓLINN í Vest- mannaeyjum hefur frá því hann var stækkaður fengið mikið við- hald á eldri hluta bygging- arinnar. Lokaverkefnið er að klæða húsið að utan, einangra og setja nýtt kvarts á húsið eins og gert var upphaflega við bygg- inguna. Aðalverktaki við bygg- inguna hefur verið Þór Eng- ilbertsson byggingameistari en undirverktaki við einangrun og múrvinnu á lokasprettinum er GM Múr, fyrirtæki Guðmundar Árna Pálssonar múrara. Að sögn Guðmundar hefur verkið gengið mjög vel en hann hefur ásamt að- stoðarmanni sínum unnið langan vinnudag við klæðningu hússins og gerir hann ráð fyrir því að verkinu ljúki í september. Ráð- gert er að klæða alla versturálmu skólahússins sem er um 600 fer- metrar, þannig að verkið er ærið og vinnudagurinn langur. Gert er ráð fyrir að ljúka við suðurálm- una á næsta ári en hún er um 40% af verkinu í heild. Framhaldsskólinn fær andlitslyftingu Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir NÚ er tími fjárflutninga sem aldrei fyrr. Sigurður Jónsson á Mælivöllum á Hnefilsdal var léttur í lund að taka olíu í Reykjahlíð þótt olían hafi hækkað. Hann hefur farið 12 ferðir af Austurlandi með sláturfé til Húsavíkur fram til þessa. Samtals gætu þær orðið 80 í þessari sláturtíð ef svo fer fram sem horfir að hann flytji 25 þúsund dilka. Það er nálægt fimmföldun frá í fyrra. Í hverri ferð flyt- ur hann um 320 dilka. Hann endurnýjaði bílinn á árinu en er með sama gripavagninn áfram, segir hann. Fjár- flutningar Morgunblaðið/Birkir Fanndal Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.