Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. J OSÉ Saramago er einn af fremstu skáldsagnahöf- undum samtímans. Hann hlaut nóbelsverðlaunin árið 1998. Hann er 81 árs og hefur skrifað þrjátíu bæk- ur, ljóð, smásögur, leikrit, ritgerðir og skáldsögur. Í skáldsögum sínum spinnur hann úr goðsögnum, sögu heimalands síns og súrreal- ísku ímyndunarafli. Þær eru heimspekilegar að inntaki, oft með sterkum siðferðilegum og póli- tískum boðskap. Hann hefur sagt að viðfangs- efni sín séu þó umfram allt möguleiki hins ómögulega, draumar og tálsýnir. Ein af skáldsögum Saramagos hefur verið þýdd á íslensku, Blinda (2000). Sú bók hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim en þekktasta og mest lofaða skáldsaga Saramagos er vafalítið Árið sem Ricardo Reis dó (1982) en hún hefur verið sögð besta skáldsaga sem kom- ið hefur út í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld. Blaðamaður hitti Saramago að máli á Hótel Holti. Hann er hávaxinn maður en fíngerður og grannur. Við ræðum saman með aðstoð Torfa H. Tuliniusar sem túlkar úr frönsku. Blaða- maður hefur undirbúið spurningar sem flestar fjalla um stór og víðáttumikil efni og skáldið svarar hiklaust. Skáldsagan þarf að hugsa Eftir því sem ég hef lesið í viðtölum við þig þá virðistu ekki vera mjög hrifinn af skáldsög- unni sem bókmenntaformi, að minnsta kosti dregurðu nokkuð úr þeim skilningi manna að þú sért skáldsagnahöfundur, kallar bækur þín- ar til dæmis ritgerðir með persónum – og raun- ar kemur orðið skáldsaga varla fyrir á tit- ilsíðum bóka þinna. Má ég spyrja þig út í afstöðu þína til skáldsögunnar. Eru mögu- leikar hennar uppurnir? Kannski fyrir löngu? „Fyrst vil ég segja þér að ég er skáldsagna- höfundur. En það á við um alla hluti að á hverj- um degi verða þeir uppurnir að einhverju leyti, og það á einnig við um skáldsöguna. Skáldsaga nítjándu aldar er dauð, ekki satt? Hún er dauð að því leyti að hún tilheyrir sögunni. Það þýðir að það er ekki hægt að skrifa skáldsögur í dag eins og Emile Zola gerði. Skáldsagan er því dauð en hún er líka lifandi því við skrifum enn skáldsögur. Barnið sem ég var er ekki lengur til. Líkami minn og hugur minn eru sífellt að breytast, bæði er ég allt annar en þegar ég var barn og sá sami. Það býr kennari í mér. Og hvað varðar spurninguna um að ég noti ekki orðið skáld- sögu í titlum bóka minna þá getum við spurt á móti: Hvað er titill á skáldsögu? Ég skrifaði skáldsögu sem nefnist Handbók um málaralist og skrautskrift. Ég skrifaði skáldsögu sem heitir Saga umsátursins um Lissabon. Reynd- ar hef ég líka skrifað skáldsögu sem heitir Rit- gerð um blindu. Og nú er ég að skrifa skáld- sögu sem heitir Ritgerð um glöggskyggni. Ég held að það sé ákveðið samræmi í þessu hjá mér. Í ræðu minni í Norræna húsinu á sunnudag- inn talaði ég um möguleika skáldsögunnar á að breyta sér í bókmenntarými sem getur tekið við öðrum bókmenntagreinum, heimspeki, vís- indum og þekkingu af ýmsu tagi. Skáldsögunni nægir ekki að segja sögu, hún þarf að hugsa. Hún þarf að þróa með sér alheimssýn.“ Við erum týndi hlekkurinn Hvert er erindi skáldsögunnar í samtím- anum? Þú hefur sjálfur skrifað þrjár allegór- ískar skáldsögur á síðustu árum, Blindu, Öll nöfnin og Hellinn. Í þeim er sterkur boð- skapur, um siðferði og um pólitík. Manni virð- ist sem slíkum sögum fari fækkandi og höf- undar hneigist frekar að kaldhæðni og fálæti um samtíma sinn og samfélag. Hvað segirðu um þetta? Eiga rithöfundar að taka afstöðu? Eiga þeir að gagnrýna? Eiga þeir að leiðbeina? „Leyfðu mér að rifja upp söguna af grísku spekingunum tveimur sem deildu um hreyf- ingu. Annar hélt því fram að hreyfing væri ekki til og til að afsanna það gekk hinn af stað. Og við getum líka rifjað upp rökfærsluna um örina sem bogmaðurinn skýtur. Á hverju augnabliki er örin kyrr en við vitum að hún kemst úr stað með tímanum. Það sama á við um skrif okkar. Þegar við skrifum þá gerist eitthvað, en við vitum ekki endilega hvað. Það er rétt að listir samtímans halda sig nokkuð á yfirborðinu. Það er engu líkara en verið sé að breiða yfirborð yfir heiminn. En heimurinn er auðvitað ekki yfirborðskenndur í sjálfum sér. Kannski tilheyri ég kyni sem er að hverfa. En ég er hér, ég er lifandi og heimurinn er hér líka. Og ég fæ ekki skilið að maðurinn sem er gáfaður og tilfinningaríkur skuli í senn vera grimmasta skepna sem til er á jörðinni. Þú veist að það er engin grimmd til í náttúrunni. Þar er ekkert til sem heitir pyntingar. En við sem sömdum Níundu sinfóníuna og höfum afrekað svo miklu í menningu og vísindum fundum líka upp grimmd og pyntingar. Ef maður tilheyrir þessum heimi og býr yfir hæfileika til að skrifa eða tjá sig með öðrum hætti, til að tjá hugsanir og tilfinningar sem bærast hið innra, þá held ég að maður hafi rétt til að þegja ekki. Og ef maður hefur hæfileika til að tjá sig þá er til fólk sem hefur áhuga á að hlusta á mann, fjölmargt fólk. Við höldum að annað fólk sé yfirborðskennt og hafi ekki áhuga á því sem er að gerast í kringum það en fólk vill lesa það sem rithöfundar skrifa og það getur hjálpað því til að gæða líf þess merkingu og til að skilja heiminn. Og þess vegna eigum við að halda áfram að skrifa. Ég sagði áðan að það væri ekki hægt að skrifa eins og Zola lengur en hvað með skáld- sögur Kafkas og Prousts? Báðir voru þeir snillingar en hvor þeirra höfðar til samtíma okkar? Tvímælalaust Kafka þó að samtími hans hafi ekki komið auga á slíka skírskotun. Ég skrifaði Blindu af því að ég trúi því sannlega að rökvísi okkar sé blind. Og fólk spyr mig undrandi: Þú skrifar allegóríu? Og ég svara: Já, af hverju ekki? Kannski er allegórían nauðsynlegri nú en nokkru sinni, því allegórían er aðferð til þess að segja hlut- ina á öðruvísi hátt og kannski sterkari. Ég held að hinar miklu vinsældir Blindunnar fel- ist í þessu. Allt það sem ég hef nefnt hér, grimmdin og merking hverjum sögu úr saga. E skáldsa sömu or vel þótt vegna s Ástæ þessari öll nú þe er einhv Það er ó segi ég lega klú skuli ve Kann við erum hér nok tekist – nokkru sem lífið Konr týnda h Þessi tý Þú he samtím estínu, o burðir í bókum „Ekk skáldsö um Írak segja ok flóknu m undurin sína per skáldsö ina frem Maður þ Ég hef á held mig ast yfir það okk fram nú Við sku lega láti en það e ég. Var þ Þú sa Lífið er svört „Ef maður tilheyrir þessum he leika til að skrifa eða tjá sig með ég að maður hafi rétt á að þegj galski nóbelsverðlaunahöfundur samtali við Þröst Helgason en S bókmenntahátíð í Reykjavík. Ha viðtali í Norræna húsinu í háde verkum sínum í Iðnó í ’ Kannski er sýn mínekki lengur í tísku. En við erum hér á þessari jörð og höfum verið hér nokkuð lengi. Og okkur hefur ekki enn tekist – og ég veit ekki hvort okkur muni nokkru sinni takast – að breyta þessu helvíti sem lífið á jörðinni er í eitthvað þolanlegra. ‘ ENSKUR FÓTBOLTI EÐA INNLEND DAGSKRÁRGERÐ? Í viðleitni sinni til að gera dagskráRíkissjónvarpsins enn líkari því, sem gerist á einkareknu sjónvarps- stöðvunum, hafa stjórnendur RÚV ákveðið að ganga til samstarfs við Skjá tvo um að bjóða í einkaréttinn til að sjónvarpa frá leikjum í ensku úrvals- deildinni og ensku bikarkeppninni. Fyrir nokkrum árum náðu Norðurljós þessum réttindum af RÚV og greiddu þá tugi milljóna króna fyrir. Ætla má að réttindin verði að þessu sinni a.m.k. ekki ódýrari. Hver eru rökin fyrir því að Ríkis- sjónvarpið eigi nú að leggja fram háar fjárhæðir úr vösum skattgreiðenda til að endurheimta þessi sjónvarpsrétt- indi? Ríkisútvarpið hefur verið rekið með halla ár eftir ár. Sá halli er greidd- ur af skattgreiðendum með einum eða öðrum hætti, með skattinum, sem kall- aður er afnotagjald, eða með öðrum sköttum, sem renna í ríkissjóð. Á RÚV tugi milljóna króna aflögu? Ef svarið við þeirri spurningu væri já – sem það reyndar að öllum líkindum er ekki – væri þá ekki nær að verja peningunum til að rækja lögbundið hlutverk RÚV? Samkvæmt lögum á Ríkisútvarpið m.a. að „veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyr- ir mismunandi skoðanir á þeim málum, sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Það skal flytja fjöl- breytt skemmtiefni við hæfi fólks á öll- um aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi og sjón- varpi. Ríkisútvarpið skal flytja efni m.a. á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Það skal veita al- menna fræðslu og gera sjálfstæða dag- skrárþætti er snerta Ísland eða Íslend- inga sérstaklega.“ Hvað mætti gera í innlendri dag- skrárgerð um áðurtalin efni fyrir þá peninga, sem RÚV hyggst verja til að fá að senda út frá knattspyrnuleikjum í Englandi? Ekki ber að gera lítið úr því að RÚV fjalli um íþróttir, þótt þær séu ekki nefndar í upptalningu á lögbundn- um verkefnum stofnunarinnar, en er þá ekki nær að framleiða íþróttaefni, sem vantar í íslenzku sjónvarpsflór- una, t.d. þætti um almenningsíþróttir á Íslandi? Einkastöðvar hafa sinnt því hlut- verki með prýði um árabil að færa fólki ensku knattspyrnuna heim í stofu. Það er sjálfsagt að leyfa einkareknu stöðv- unum að bítast um sjónvarpsréttinn á ensku knattspyrnunni. Ef þær borga of mikið fyrir hann verða þær kannski að hækka áskriftargjöldin, en þá ráða áhorfendur hvort þeir borga þau eða ekki. Með því að blanda sér í þennan slag stuðlar RÚV hins vegar aðeins að meiri hallarekstri á kostnað skatt- greiðenda og sinnir ekki sínu lög- bundna hlutverki eins og það á að gera. ÁRÁS Á HIÐ OPNA SAMFÉLAG Banatilræðið við Önnu Lindh,utanríkisráðherra Svíþjóð-ar, er sænsku þjóðinni mikið áfall og meðal annarra Norður- landaþjóða eru margir slegnir yfir tíðindunum. Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, orðaði það svo á blaðamannafundi sínum í gær að tilræðið við Lindh væri árás á hið opna samfélag í Svíþjóð. Það eru orð að sönnu og eiga ekki aðeins við um sænskt samfélag, heldur hljóta allir Norðurlandabú- ar að fyllast sömu reiði og áhyggj- um og Svíar vegna voðaverksins. Norðurlöndin hafa löngum talið það hluta af sérstöðu sinni og lýð- ræðishefð að stjórnmálamenn gætu verið eins og annað fólk, gengið um á götum, farið í búðir, notað stræt- isvagna og lestar og spjallað við samborgarana án þess að vera um- kringdir lífvörðum. Eftir morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, snemma árs 1986, töldu margir að bundinn hefði verið endi á þessa sérstöðu. Þó hefur ekki þótt ástæða til að aðrir sænskir stjórnmálamenn en forsætisráð- herrann væru stöðugt í fylgd líf- varða; aðrir hafa áfram getað talið sig til venjulegs fólks. Í sænskum fjölmiðlum í gær var rifjað upp að Anna Lindh hefði kvöld eitt í sumar getað gengið óáreitt í gegnum hóp drukkinna ungmenna á hafnartorginu í Visby upp úr miðnættinu. Í gær var hún að skoða föt ásamt vinkonu sinni í stórverzlun við Hamngatan í Stokkhólmi, e.t.v. að velja sér flík- ur fyrir sjónvarpskappræðurnar, sem hún átti að taka þátt í síðar um kvöldið, er hún varð fyrir árás- inni. Ástæða er til að óttast að til- ræðið dragi dilk á eftir sér og að stjórnmálamenn í Svíþjóð og jafn- vel víðar á Norðurlöndum fjarlæg- ist almenning, þurfi sífellt að vera í fylgd lífvarða og geti ekki verið áhyggjulausir á almannafæri eins og áður. Þá hefur verið bent á þá hættu, að atburðir eins og þessi hafi þau áhrif að fólk gefi síður kost á sér til forystu í stjórnmál- um. Anna Lindh hefur verið nefnd, sem líklegasti arftaki Görans Pers- sons í stóli forsætisráðherra, en nú kunna sænskir jafnaðarmenn að hafa misst framtíðarleiðtoga, hvernig sem ráðherranum reiðir af. Engum þyrfti að koma á óvart þótt Lindh sæktist ekki eftir leiðtoga- hlutverkinu eftir áfall sem þetta. Árásin mun augljóslega hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um upptöku evrunnar í Svíþjóð, sem á að fara fram á sunnudag. Stuðn- ingsmenn evrunnar hafa a.m.k. um sinn misst helzta leiðtoga sinn, en Lindh átti m.a. að taka þátt í mörg- um af helztu sjónvarpskappræðun- um á lokaspretti kosningabarátt- unnar. Andstæðingar evrunnar munu að líkindum ekki telja viðeig- andi að heyja jafnharkalega kosn- ingabaráttu og ella. Glæpurinn í Stokkhólmi í gær getur því haft pólitískar afleiðingar á ýmsum sviðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.