Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 KAUPÞING-BÚNAÐARBANKI lækkar í dag vexti óverðtryggðra útlána um 0,15 til 0,25 prósentustig og vextir verðtryggðra útlána lækka um 0,20 prósentustig. Bank- inn tekur nú ákvörðun um að breyta vöxtum óverðtryggðra liða án þess að til komi vaxtabreyting hjá Seðlabanka Íslands en hingað til hefur bankinn fylgt eftir vaxta- lækkunarferli Seðlabankans og lækkað óverðtryggð kjör til samræmis við vaxta- breytingu Seðlabankans. Frjálsi fjárfestingarbankinn lækkar í dag vexti af bílalánum sínum. Vextir af óverð- tryggðum lánum bankans lækka úr 10,3% í 10,0% en vextir af verðtryggðum lánum lækka úr 8,0% í 7,8%. Vextir af bílalánum fjármögnunarfyrir- tækjanna Glitnis, Lýsingar og SP-fjár- mögnunar svo og vextir af bílalánum trygg- ingafélaga eru 10,3% af óverðtryggðum lánum en 8,0% af verðtryggðum lánum. Hólmgeir Hólmgeirsson hjá Frjálsa fjár- festingarbankanum segir að bankinn vilji með vaxtalækkuninni bæta stöðu sína á bílalánamarkaði og fá til sín fleiri viðskipta- vini. Lífeyrissjóðslán hagstæðust Lífeyrissjóðslán eru hagstæðustu lán sem fólki standa til boða til bílakaupa. Þau lán eru hins vegar ekki í öllum tilvikum raunverulegur valkostur því kröfur um veð- setningu eru væntanlega fyrirstaða í mörg- um tilvikum. Vextir af lánum sumra lífeyr- issjóða eru í dag um eða undir 5,5% auk verðtryggingar og er algengt að lánstími sé 5–30 ár. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er úttekt á þeim möguleikum sem fólk hefur til bílakaupa eða til leigu á bíl. Vaxtalækk- un hjá Kaup- þingi-Bún- aðarbanka Frjálsi fjárfestingar- bankinn lækkar vexti af bílalánum  Fleiri kostir/B4  Kaupþing-Búnaðarbanki/B1 MATVÖRUVERSLUNIN Dúdda- búð var opnuð á Þingeyri síðastlið- inn sunnudag, en þá hafði ekki ver- ið verslun af því tagi í bænum í eitt ár. Eignarhaldsfélag er Verslun Dúdda Sigmunds. Lára Péturs- dóttir er einn eigenda og mun sjá um daglegan rekstur verslunar- innar ásamt Ragnari Þórðarsyni, tengdaföður sínum. Segir hún Dýr- firðinga að vonum ánægða með þjónustuna. Tekið var á móti viðskiptavinum með kaffiveitingum sjálfan opn- unardaginn og í Dúddabúð er á boðstólum nýtt brauðmeti og kök- ur, sem sótt er daglega til Ísafjarð- ar. Reyna að halda kostnaði niðri „Hér hefur ekki verið hægt að kaupa nýtt bakkelsi í mörg ár og undirtektir viðskiptavina því mjög góðar. Við erum líka með brauð- skurðarvél svo fólki líður eins og það sé að koma í bakarí. Það er greinilega ekki alls staðar sjálf- sagður hlutur að fá nýtt brauð dag- lega,“ segir Lára Pétursdóttir um markmið verslunarinnar. Ætlunin er að hafa flesta mat- og hreinlætisvöru á boðstólum í Dúddabúð og reka litla bygginga- vörudeild að auki. Verður reynt að halda álagningu verslunarinnar í hófi og mun Ragnar meðal annars sækja vörur til Reykjavíkur með reglulegu millibili á eigin flutn- ingabíl til þess að halda niðri kostn- aði, segir hún ennfremur. Nýtt bakkelsi loks til sölu á Þingeyri  Dýrfirðingar/20 ÞAÐ hefur gengið vel hjá snurvoðarbátunum á Faxaflóa frá því veiðarnar hófust í flóanum hinn 1. september sl. Bátarnir hafa borið um og yfir 10 tonn af kola að landi á dag og eru fyrstu vikur ver- tíðarinnar síst lakari en upphaf vertíðarinnar í fyrra sem var sú besta í manna minnum. Hjörtur Jónsson, annar eigenda og skipverji á Rúnu RE frá Reykjavík, hefur stundað snurvoðarveiðar í Faxa- flóa um árabil og segir aflabrögðin sjaldan eða aldr- ei hafa verið betri. Morgunblaðið/Jim Smart Landburður af kola úr Faxaflóa  Þar sem/C3 JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra, sem felldi úrskurð um Norðlingaölduveitu sem sett- ur umhverfisráðherra síðasta vetur, sagði að- spurður við Morgunblaðið í gær að útfærsla Landsvirkjunar um 568 metra lónhæð veitunn- ar bryti ekki úrskurðinn. „Það er alveg ljóst,“ sagði Jón en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Á forsíðu Morgunblaðsins 28. apríl sl. var haft eftir Jóni að víðtæk sátt væri í þjóðfélaginu um 566 metra lónhæð og allir útreikningar um hag- kvæmni hefðu verið við það miðaðir. Benti Jón á að í úrskurði sínum hefði verið kveðið á um að fyrirhugað miðlunarlón færi algjörlega út úr friðlandi Þjórsárvera en lónhæðin hefði ekki verið tilgreind sérstaklega. Jákvætt skref í viðræðum Norðuráls við OR og Hitaveitu Suðurnesja Fundað er stíft þessa dagana vegna fyrirhug- aðrar stækkunar Norðuráls. Norðurálsmenn áttu í gær fund með Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hitaveitu Suðurnesja (HS) þar sem far- ið var yfir þá möguleika sem fyrirtækin hafa á að útvega Norðuráli orku til stækkunar álvers- ins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Talsmaður Norðuráls segir að jákvætt skref hafi verið stigið á þessum fundi og forstjórar orkufyrirtækjanna eru bjartsýnir á að næg orka verði til reiðu. Þannig segir forstjóri OR að fyrsta orkuafhending geti farið fram í nóvember árið 2005 og síðan í áföng- um fram eftir árinu 2006. Talsmenn Norðuráls hafa einnig fundað með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og hef- ur hún heitið fyrirtækinu fullum stuðningi. Í samtali við Morgunblaðið segist hún vera bjart- sýnni á lausn málsins en hún var sl. föstudag þegar Landsvirkjun tilkynnti frestun á gerð Norðlingaölduveitu. Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, um Norðlingaölduveitu Útfærsla Landsvirkjunar brýtur ekki úrskurðinn  Orka sögð/4 VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra áformar að leggja fram frumvarp á komandi þingi til breyt- inga á nýjum orkulögum þannig að orkufyrirtæki greiði fasteignaskatta líkt og til stóð upphaflega. Segir hún ákveðin mistök hafa verið gerð við lagasetninguna á sínum tíma. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu deila Grímsnes- og Grafn- ingshreppur og Orkuveita Reykja- víkur um greiðslu fasteignagjalda af eignum OR á Nesjavöllum. Fram kom í blaðinu í gær að frum- varpið hefði á sínum tíma farið í gegnum Alþingi á nokkrum hraða og m.a. ekki verið sent til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hefur sambandið óskað eftir fundi með iðnaðarráðherra um málið og hefur verið orðið við þeirri beiðni, að sögn ráðherra sjálfs. „Breytingin sem gerð var á orku- lögum var flutt og undirbúin af iðn- aðarnefnd Alþingis en ekki af ráðu- neytinu. Það virðast hafa átt sér stað ákveðin mistök. Hitaveitur og raf- veitur fengu víðtækari undanþágur frá skattgreiðslum en stefnt var að í raun, miðað við greinargerð með frumvarpinu. Markmið breyting- anna var að gæta þess að orkufyr- irtækin gætu breytt um rekstrar- form án þess að það hefði áhrif á skattskyldur,“ sagði Valgerður. Hún benti jafnframt á að innan fjármálaráðuneytisins færi fram heildarendurskoðun á skattamálum orkufyrirtækja og von væri á frum- varpi á komandi þingi. Áformar breyting- ar á orku- lögum JÓN B.G. Jónsson, yfirlæknir Heilbrigðis- stofnunarinnar á Patreksfirði, hefur verið ráðinn yfirlæknir heilsugæslu við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Jón kemur til starfa í janúar. Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, segist binda vonir við að ráðning nýs yf- irlæknis verði til að efla heilsugæsluna en erfiðlega hefur gengið að ráða lækna eftir að allir læknar við heilsugæslustöðina sögðu upp störfum undir lok síðasta árs. Yfirlæknir til starfa í Keflavík  Ráðinn/17 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.