Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 9 ALÞJÓÐASAMTÖK hvalaskoðun- arfyrirtækja hafa sent frá sér álykt- un þar sem þau fordæma íslensk stjórnvöld fyrir að stefna í voða hvalaskoðunariðnaði á Íslandi með því að hefja að nýju hvalveiðar. Í fréttatilkynningu frá samtökunum, sem m.a. er birt í heild sinni á nýsjá- lenska fréttamiðlinum scoop.co.nz, eru íslensk stjórnvöld hvött til að hætta nú þegar hvalveiðum. „Það má skoða hvali á ýmsa vegu án þessa að drepa þá. Þau fáránlegu rök að það þurfi að drepa hvali vegna þess að þeir séu að éta allan fiskinn eru þau sömu og japönsk stjórnvöld hafa beitt fyrir sig,“ segir Frank Future, hvalaskoðunarmaður og for- maður samtakanna. Ávanabindandi skoðun Í tilkynningunni segir að íslensk stjórnvöld hafi hunsað óskir ís- lenskra hvalaskoðunaraðila og ferða- þjónustuaðila um að hvalveiðum verði hætt. „Svo virðist sem símarnir hafi hætt að hringja um leið og hval- veiðar hófust. Sem hvalaskoðunar- menn vitum við að það er mikið áfall fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki sem reiða sig á daglegar bókanir,“ er haft eftir Future. Þá segir hann: „Hvalaskoðun er ávanabindandi. Um leið og fólk hefur skoðað hvali í einum heimshluta verður það gjarnan áhugasamt um að ferðast um heiminn til að sjá meira [af hvölum]. Ef íslensk stjórn- völd hætta hvalveiðum munum við með glöðu geði beina til viðskipta- vina okkar hvar sem er í heiminum að heimsækja einnig Ísland.“ Í tilkynningunni segir að 62 þús- und manns hafi farið í hvalaskoðun- arferðir við Ísland á síðasta ári og hvalaskoðunarferðir séu sá angi ferðamennsku sem stækki örast hér á landi. „Við styðjum fullkomnlega kröfur félaga okkar á Íslandi á hend- ur stjórnvöldum um að stoppa þetta ónauðsynlega hvaladráp,“ segir Frank Future. Meðlimir í Alþjóðasamtökum hvalaskoðunarfyrirtækja eru frá ríkjum á borð við Ástralíu, Nýja-Sjá- land, Úrúgvæ, Argentínu, Brasilíu, Bandaríkin og Kanada. Í tilkynningu frá samtökunum segir að hvalaskoð- un skili um 1,5 milljörðum Banda- ríkjadala í tekjur á ári á heimsvísu. Samtök hvalaskoðunarfyrirtækja Fordæma allar hvalveiðar Laugavegi 63 sími 5512040 www.soldis.is Ný sending af útitrjám, útikerjum og erikum WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 krónur villibráðarmatseðill á kvöldin Frúarkjólar í miklu úrvali Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Ný sending Laugavegi 56, sími 552 2201 olsen Laugavegi 25, sími 533 5500 FULL BÚÐ AF NÝJUM HAUSTVÖRUM Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 • sími 587 5070 Verð á kg Túnfiskur eldrauður og stórglæsilegur 1.990 Risarækjur stórar og stökkar 1.990 Risahörpuskel safamikil og djúsí 2.490 Fiskur fyrir Sushi - mikið úrval Viktoríufiskur sá vinsælasti í Evrópu í dag 1.490 Stór Hornafjarðarhumar eins og þú vilt hafa hann 3.600 Ný sending Stakar buxur Laugavegi 34, sími 551 4301 Gallaskyrtur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Laugavegi 63, sími 551 4422 NINO Vind- og vatnsheldir jakkar með og án hettu Ný sending af MAC gallabuxum Kringlunni sími 588 1680 Seltjarnanesi, sími 5611680. tískuverslun iðunn Nýjar vörur Verð frá kr. 1.490 Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga 11-16 Glæsibæ – Sími 562 5110AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.