Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Keil- ir kemur í dag. Detti- foss, Poseidon, Helga- fell og Eykon Ís fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda fer í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30– 10.55 helgistund, kl. 11 leikfimi, kl. 13–16.30 opin smíðastofa og handavinustofa, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13.30– 16.30 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13– 16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun, hárgreiðslu- stofan opin og postu- línsnámskeið, kl. 13 op- in handavinnustofa, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 bað og glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 13.30 sönghópurinn. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Innritun í hópastarf í dag kl. 14– 16. Námskeið og hópar sem byrja í næstu viku eru: spænska, leir- mótun, glerbræðsla, málun og leikfimi kvenna og karla. Búta- saumur byrjar 22. sept- ember, tréskurður 23. september og trésmíði 24. sept. Málun á steina og postulín byrjar seinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Glerlist kl 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsib. Brids í dag kl. 13. S. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn. S.575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin 9–15, leiðbeinandi á staðnum, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist og glerlist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 al- menn handavinna, perlusaumur, korta- gerð og hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Opin vinnustofa kl. 9–16.45. Kl. 10–11 ganga. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlu- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia-æfing, kl. 13 handmennt al- menn og bridge frjálst. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK Gullsmára spilar í félagsheimilinu í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Veitingar seldar í kaffihléi. Allir eldri bridsarar velkomnir. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Kennari er Margrét Bjarnadóttir. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi byrjar í dag kl. 11.15 í Digraneskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Minningarkort Minningarsjóður krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333, og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Í dag er fimmtudagur 11. sept- ember, 254. dagur ársins 2003, réttir byrja. Orð dagsins: Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur. (Lk. 22, 18.)     Andríki fjallar umFrjálslynda flokkinn og framboð Gunnars Ör- lygssonar, sem hafði verið dæmdur fyrir ýmis brot. „Þegar þetta kom í ljós greindu forystumenn Frjálslynda flokksins frá því að þeim hefði alltaf verið ljóst að þingmanns- efni þeirra væri á leiðinni í fangelsi en það gerði nú ekki mikið til. Þeir hefðu skoðað mál hans og þetta væri allt í góðu. Guðjón A. Kristjánsson benti meira að segja hróðugur á að Árni M. Mathiesen hefði sjálfur fengið dóm á sig skömmu áður og virtist ekki sjá nokkurn mun á nokkurra mánaða fanga- vist eða því að ummæli í sjónvarpsþætti væru dæmd ómerk.     Á dögunum var greintfrá því í fréttum að Gunnar þessi hefði fengið stutt leyfi úr fangelsinu til að mæta fyrir dóm og svara til saka í öðru máli þar sem hann væri sak- aður um brot á umferð- arlögum. En hvað gerist þá næst? Mætir ekki Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, í sjónvarp og er ekki hress. Ef Magnús Þór hefði vitað af þessu í vor þá hefði hann ekki stutt það að Gunnar yrði í framboði fyrir Frjáls- lynda. Magnús Þór ætlar svo í framhaldi málsins að ræða það við aðra í for- ystu flokksins hvort þeir krefjist þess að Gunnar láti af þingmennsku. Mennirnir sem völdu hann í framboð, vitandi það að hann átti margra mánaða fangelsisdóm í pokahorn- inu vegna bókhalds-, tolla- laga- og fleiri brota; þeir eru að hugsa um að setjast niður með Gunnari og út- skýra að vegna þessara umferðarlagabrota geti hann því miður ekki sest á þing.     Magnús Þór sagðistreyndar ætla að bíða þess hver niðurstaða dómsins yrði í þessu nýj- asta máli þingmannsins knáa en fjölmiðlar hafa sagt að fyrir hin nýju brot megi Gunnar búast við mánaðarfangelsi til við- bótar við það sem hann af- plánar nú. Reyndar er Vefþjóðviljinn ekki sér- staklega trúaður á að svo fari, svona vegna reglna um hegningarauka og blandaða refsingu, en auðvitað verður ekkert um það fullyrt fyrirfram. En það á sem sagt að ráða niðurstöðu Frjálslyndra. Ekki það hvort Gunnar er sekur um hin nýju brot eða ekki – en það mun hann hafa játað – heldur hvernig refsiákvörðun verður í málinu. Hvernig flokkur, sem búinn var að gefa það út að ekkert væri athugavert við það að væntanlegur þingmaður væri einnig á leiðinni í fangelsi, ætlar að láta nokkurn hlut ráðast af því hvort Gunnar Örlygsson verður mánuðinum leng- ur eða skemur í steininum er svo auðvitað annað mál. En alveg í stíl við svo margt annað hjá Frjáls- lynda flokknum.“ STAKSTEINAR Gunnar og Frjálslyndir Víkverji skrifar... VÍKVERJI er sleginnyfir eldsvoðum í vik- unni, sem höfðu þær af- leiðingar að tvær fjöl- skyldur misstu heimili sín, fyrst í Reykjavík og svo á Hellissandi. Sem betur fer var enginn heima þegar kviknaði í, en áfallið hlýt- ur samt að vera mikið. Eldurinn kom í báðum til- vikum upp í þvottahúsi svo athyglin hlýtur að beinast að þvottavélum eða þurrkurum. Við þetta er að bæta að sú fjöl- skylda sem missti heimili sitt í brunanum í Reykjavík lenti líka í brunatjóni í fyrra, þar sem eldsupptök einmitt voru rakin til þurrkara. Kalla þessi atvik ekki á að Brunamálastofnun eða Löggild- ingarstofa komi með ábendingar um brunavarnir til okkar hinna sem enn eru svo heppin að hafa ekki lent í brunatjóni? x x x VÍKVERJI er einn þeirra semfara oft í Hvalfjörðinn, þessa útivistarperlu, sem á sér fáa líka. Þar er hægt að finna ólík viðfangs- efni, allt frá þægilegum og stuttum gönguferðum upp í æsispennandi ísklifur. Víkverji hefur nokkrum sinnum gengið á Hvalfell (852 m) og komið við hjá hæsta fossi lands- ins, Glym í Botnsá, sem rennur úr Hvalvatni. Maður fær aldrei leiða á því að virða fyrir sér þennan 200 metra háa foss steypast niður í Glymsgilið. En þetta var nú útúr- dúr. Það eru gönguleiðamerking- arnar sem Víkverji ætlaði að nöldra út af. Þær eru veiki hlekk- urinn í þessu öllu saman. Við bíla- stæðið skammt frá Stóra-Botni er furðuleg svart/hvít loftljósmynd með einhverjum línum út í loftið. Oft hefur Víkverji séð innlenda sem erlenda ferðamenn rýna í þessi ósköp án þess að átta sig á hlutunum. Það er ekki að furða, enda er ekkert hægt að lesa út úr þessu. Það er algeng sjón að sjá ferða- menn rýna fyrst í mynd- ina og snúa sér svo spyrj- andi að næsta manni í von um að hann þekki svæðið og geti leiðbeint þeim upp að Glym, því flestir eru á leið þangað. Annars er þetta svæði ekki bara vin- sælt hjá útlendingum, því Víkverji heyrir „góðan daginn“ á íslensku ekkert sjaldnar en á öðrum tungumálum. Um helgar er töluvert af fólki þarna og allir bjóða auðvitað góðan dag þegar þeir mæta öðrum. x x x VÍKVERJI skrifaði um stundvísií síðustu viku og hafði á horn- um sér alla þá sem læsa funda- herbergjum um leið og fundirnir byrja. Hinir óstundvísu mega þá bara vera úti. Vakti þetta viðbrögð tveggja lesenda sem höfðu sam- band við Víkverja. Annar þeirra sagði að engum væri vorkunn að mæta á réttum tíma á fund hvað sem tautaði og raulaði, en hinn virtist heldur vera sammála Vík- verja. Það eru greinilega skiptar skoðanir um þetta eldfima mál. Morgunblaðið/Einar Falur Finnst ykkur Hvalfjörðurinn ekki fallegur? Tiger Balm MEÐ Morgunblaðinu 7. september sl. fylgdi sér- stakt blað frá Heilsuhúsinu. Er þar getið um Tiger Balm (Tigris-smyrsl). Kínverski jurtalæknirinn Aw Chu Kin setti á stofn lyfjaframleislu í Rangoon (Burma) um 1870. Eftir lát hans tóku synir hans Aw Boon Haw og Aw Boon Par við framleiðslu föður síns og hófu hana í stórum stíl. Þeir fluttu síðan til Singapore um 1920. Í fyrstu ferð minni til Austurlanda fjær, um 1960, kynntist ég Tiger Balm. Það mun hafa verið í Kalkútta á Indlandi eða Rangoon í Burma. Eftir að hafa kynnst Tiger Balm, eigin- leikum og gæðum þess, fór ég að kaupa það víðar í Austurlöndum, svo sem í Singapúr, Hong Kong, og Taílandi og hef keypt það æ síðan. Eftir því sem ég best man voru til 3 styrkleikar af smyrslinu, en framleiðslan hefur breyst og fæst nú í ol- íum, plástrum og smyrslum. Þetta efni er mjög gott við vöðvabólgu, höfuðverkj- um, gigt, kvefi og moskító- biti (flugum) svo eitthvað sé nefnt. Tiger Balm fæst á Íslandi og hefur fengist undanfarin ár. Af einskærri forvitni sló ég inn tigerbalm.com á Net- inu og er allar mögulegar upplýsingar þar að finna. Þeir sem áhuga hafa á þessu undraefni geta flett upp á fyrrgreindri heimasíðu. Til frekari fróðleiks eru til Tiger Balm Gardens einskonar þjóðgarðar, sem mjög áhugavert er að skoða, en þar eru allskonar styttur eða líkneski af dýrum og mörgu fleira í fullri stærð. Þeir sem ég veit um og hef skoðað eru í Singapúr, Hong Kong og Penang. Hvort þessir garðar eru eitthvað tengdir Tiger Balm skal ósagt látið. Virðingarfyllst, Svanur Johannsson. Gangbraut yfir Hringbraut NÝLEGA varð banaslys við Hringbraut og vegna þess vil ég benda á að það vantar gangbraut þar sem fólk get- ur farið yfir Hringbraut við Meistaravelli. Að vísu er gat á girðingunni, en það vantar merkingar svo fólk sjái hvar hægt er að komast yfir. Það getur verið stórhættulegt að fara þarna yfir. Meistaravellirnir eru einnig stórhættulegir, en þar er mikil umferð stræt- isvagna og það vantar gang- braut þar líka. Kona í Vesturbænum. Þakkir fyrir pennasendingar ÉG vil koma kæru þakklæti á framfæri til allra fyrir- tækja og einstaklinga sem hafa sent mér penna. Alltaf er pláss fyrir meira. Þetta er eitt af tómstundagamni mínu. Þegar maður er í hjólastól þá kemst maður harla lítið, sérstaklega á veturna. Kærar kveðjur til ykkar, Helga Bergmann, Hátúni 12, Rvík. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU í bláleitri um- gjörð týndust á leiðinni frá gamla þjóðveginum við Hellisheiði í átt að Skálafelli fyrir tveimur vikum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 865 8967. Kort með peningum í óskilum AFMÆLISKORT með peningum er í óskilum í Tig- er í Smáralind. Upplýsingar í síma 660 8203. Bleikur bakpoki týndist BLEIKUR bakpoki týndist úr bíl, líklega á Laugavegi eða fyrir framan 10–11 í Lágmúla, sl. laugardag. Pokinn er merktur „Ranka“. Skilvís finnandi hafi samband í síma 697 3463. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur LÁRÉTT 1 óþokki, 8 stífla, 9 hnupla, 10 synjun, 11 víð yfirhöfn, 13 trjá- gróður, 15 hungruð, 18 dreng, 21 þreyta, 22 fara sér hægt, 23 kroppar, 24 flétta saman. LÓÐRÉTT 2 næturgagns, 3 fugl, 4 peningur, 5 jarðávöxt- urinn, 6 borðuðum, 7 karlfugl, 12 afkom- anda, 14 blóm, 15 dæla, 16 duglega, 17 kátt, 18 hugur, 19 Æsir, 20 landabréf. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sólar, 4 þotur, 7 kútum, 8 kopar, 9 auk, 11 sorg, 13 orga, 14 ætlar, 15 stúf, 17 mund, 20 enn, 22 ullin, 23 oddur, 24 detta, 25 agnar. Lóðrétt: 1 sokks, 2 letur, 3 ræma, 4 þekk, 5 tapar, 6 rorra, 10 uglan, 12 gæf, 13 orm, 15 stuld, 16 útlát, 18 undin, 19 dárar, 20 enda, 21 nota. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.