Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 1. október í 3 vikur. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma árs- ins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frá- bæran aðbúnað. Þú bókar núna og tryggir þér síð- ustu sætin og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Á Costa del Sol er að finna eitt besta veðurfar í Evrópu og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábæran aðbúnað. 3 vikur til Costa del Sol 1. október frá kr. 29.950 Verð kr. 49.950 M.v. 2 í herbergi/stúdíó 1.okt., 3 vikur. Almennt verð kr. 52.450 Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960 Verð kr. 29.950 Flugsæti til Costa del Sol, 1. okt. með sköttum. Almennt verð kr. 31.450 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin 10.sept. – uppselt 17.sept. – 19 sæti 24.sept. – 23 sæti 1.okt. – 32 sæti 24.sept. Vikuferð frá 29.963 VIÐRÆÐUR eru hafnar um nýtt meirihlutasamstarf í heimastjórn Grænlands, eftir að hægriflokkurinn Atassut og jafnaðarmannaflokkur- inn Siumut slitu meirihlutasamstarfi sínu í fyrradag. Bæði Siumut og Atassut hafa biðl- að til vinstriflokksins Inuit Ataq- atigiit (IA), sem er helzti flokkur sjálfstæðissinna. Viðræður milli IA og Siumut hófust á þriðjudagskvöld, en Josef Motzfeldt, formaður IA, hefur sagt að ákveðin atriði þurfi að liggja fyrir til þess að af meirihluta- samstarfi geti orðið. Hann telur að málefni sem snúa að sjálfstæði eyjarinnar, samningar við Evrópusambandið og samskiptin við Bandaríkin þurfi að koma til kasta heimastjórnarinnar, að því er fram kemur í fréttum grænlenzka út- varpsins, KNR, á Netinu. Milljarðs króna reikniskekkja Motzfeldt hefur einnig átt fund með Augustu Salling, formanni Atassut. Salling hefur lagt til að Atassut og IA myndi breiðfylkingu með fleiri flokkum. Samstarf Atassut og Siumut slitn- aði eftir að uppvíst varð um reikn- ingsskekkju við gerð kjarasamninga við opinbera starfsmenn, sem veldur um eins milljarðs króna aukaútgjöld- um úr grænlenzka landssjóðnum. Siumut er stærstur grænlenzku stjórnmálaflokkanna, með 10 þing- sæti, IA er með átta þingsæti og Atassut með fimm. Alls sitja 31 fulltrúi á grænlenzka þinginu. Heimastjórnarsamstarf- ið á Grænlandi brostið Viðræður hafnar um myndun nýs meirihluta Morgunblaðið/Ómar kaupum Dana á áfengi sunnan dönsku landamæranna, í Þýzkalandi. Hinn 1. október lækkar gjald- heimtan af sterku áfengi í Dan- mörku um helming, sem veldur sem svarar um 500 ísl. kr. verðlækkun á hverri flösku út úr búð, en þar með verður verðið orðið lægra en það er nú í fríhafnarverzlunum um borð í ferjum og á norskum flugvöllum. Þingmenn kristilega þjóðarflokks- ins í Noregi, flokks Kjells Magne Bondeviks forsætisráðherrra, hafa hvatt til þess að tolleftirlit verði eflt af þessu tilefni. En norski fjármála- ráðherrann, Per-Kristian Foss úr Hægriflokknum, segir ástæðulaust að setja nýjar, hertar reglur eða að ráða fleiri tollverði vegna verðlækk- ana á áfengi í nágrannalöndunum. Innkaup Dana á áfengi, tóbaki og öðrum vörum sem mun hærri skatt- heimta er af í Danmörku en í ESB- NORSKIR ráðamenn hafa nú nokkrar áhyggjur af því að norskir borgarar muni í stórauknum mæli flytja áfengi með sér frá Danmörku, eftir að dönsk stjórnvöld ákváðu að stórlækka gjöld á áfengi til að reyna að stemma stigu við miklum inn- nágrannalandinu Þýzkalandi hefur farið sívaxandi á síðustu árum og hefur danska stjórnin nú brugðizt við því með áfengisgjaldalækkun- inni. Um áramótin lækkar auk þess gjaldheimta af bjór í Danmörku af sömu ástæðu, sem þó er ekki nema brot af opinberri gjaldheimtu í Nor- egi. Verðstríð í ferjufríhöfnum Danska áfengisgjaldalækkunin er áfall fyrir ferjurekendur á leiðunum yfir Kattegat, milli Danmerkur (og Þýzkalands og Svíþjóðar) og Nor- egs, sem eins og Ísland stendur utan tollabandalags ESB, en fríhafnar- verzlun um borð í ferjunum hefur verið ein helzta tekjulind þeirra. Hafa ferjurekendurnir þegar boðað verðstríð til að halda í þessi viðskipti eftir að áfengisverðið lækkar í búð- um í Danmörku. Gjöld á áfengi í Danmörku lækkuð um helming 1. október Norðmenn lýsa áhyggjum FIMM daga ráðstefna ríkja Heims- viðskiptastofnunarinnar, WTO, um aukið frelsi í milliríkjaverslun var sett í strandbænum Cancun í Mexíkó í gær og er helsta verkefnið að reyna að leysa illvígar deilur um lækkun tolla auk niðurgreiðslna og útflutn- ingsstyrkja í landbúnaði. 146 ríki eiga aðild að stofnuninni en ljóst þykir að erfitt muni reynast að sam- ræma sjónarmiðin. Er jafnvel rætt um að ekki verða teknar neinar tíma- mótaákvarðanir að þessu sinni en reynt með frekari fundahöldum að finna málamiðlun. Stefnt hefur verið að því að ljúka allri samningsgerð- inni, sem hófst í Doha í Katar fyrir tveim árum, fyrir árslok 2004 en fáir trúa því að þau tímamörk haldi. Um 4.700 fulltrúar sækja ráð- stefnuna. Lögreglan í Mexíkó hefur mikinn viðbúnað vegna fundahald- anna en sumir heimildarmenn telja að á næstu dögum muni tugir þús- unda manna fara til Cancun til að mótmæla ýmsum atriðum í hnatt- væðingunni. Um 20.000 lögreglu- menn og félagar í öryggissveitum eru í borginni og tvær freigátur flot- ans halda uppi gæslu við ströndina. Ekki endalaust hægt að fresta ákvörðunum Yfirmaður WTO, Taílendingurinn Supachai Panitchpakdi, sagði í setn- ingarávarpi sínu að markmiðum sem stefnt er að í svonefndum Doha- áætlun WTO, frjálsari heimsverslun og auknum framförum í þróunar- löndunum, yrði ekki náð nema allir jarðarbúar högnuðust á þeim. En ekki væri endalaust hægt að fresta ákvörðunum. Tími væri kominn til að sameinast um að fjarlægja hindr- anir þá vegi milli- ríkjaviðskipta, „það rennur upp sú stund að fylgja verði mælsku- brögðum eftir með athöfnum“. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í ræðu, sem hann lét háttsettan embættismann SÞ lesa upp, aðildarríkin til að leggja af nið- urgreiðslur sem brengluðu við- skiptaumhverfið og hætta að beita aðferðum sem héldu við fátæktinni í þróunarríkjunum. „Og ég hvet ykkur til að sam- þykkja djarfleg en skynsamleg skref til að hleypa aftur lífi í efnahag heimsbyggðarinnar og koma þróun- araðstoð aftur á réttan kjöl,“ sagði í ræðunni. Annan sagði að veruleikinn væri enn langt frá því að vera því að vera í takti við þau tækifæri sem frjáls verslun um allan heim gæti fært mannkyninu. Í stað þess að opna markaði sína notuðu ríkar þjóðir „niðurgreiðslur sem leggja hindran- ir á veg fátækra“ með því að halda verði á innlendri framleiðslu niðri og útilokuðu þannig að fátækar þjóðir gætu keppt við hana. ESB andvígt róttækum breytingum Bandaríkjamenn vilja ganga lengra en Evrópusambandið og Jap- an í þá átt að fella niður opinberan stuðning við landbúnað og fátæk þróunarríki knýja á um að ríkar þjóðir opni markaði sína fyrir afurð- um frá þriðja heiminum. Benda þær á að ósanngjarnt sé að fátækar þjóð- ir séu skikkaðar til að opna markaði sína fyrir hátæknivörum frá Vestur- löndum og Japan en hindraðar með ýmsum ráðum í að selja til sömu ríku landanna þær vörur sem helst gætu keppt þar á frjálsum markaði. Pascal Lamy, aðalviðskiptafulltrúi Evrópusambandsins, sagði fyrr í vikunni að ef menn felldu algerlega niður útflutningsstyrki og lækkuðu mikið beinar niðurgreiðslur til bænda væri á ósanngjarnan hátt verið að láta auðug ríki taka á sig all- ar byrðarnar af því að fella niður stuðning við innlenda framleiðendur og opna markaðina. „Þetta er einfaldlega ekki í spil- unum,“ sagði Lamy. Breska tímaritið The Economist bendir á að málin séu oft afar flókin vegna ólíkra hagsmuna þróunarríkj- anna. Þannig séu framleiðendur vefnaðarvöru í Bangladesh hræddir við að allar viðskiptahindranir verði felldar niður á slíkum vörum. Þeir gætu þá fengið erfiða samkeppni frá Kínverjum á mörkuðum þar sem Bangladesh-menn njóta nú sér- stakra fríðinda. Ennfremur hygli sum Evrópuríki fyrrverandi nýlendum sínum og banni samkeppni við þau á sviði inn- flutnings banana, þetta komi niður á ýmsum fátækum þjóðum sem ella gætu selt sína banana í umræddum Evrópulöndum. Skjal með undirskriftum þriggja milljóna Fjöldi margvíslegra andstæðinga stofnunarinnar og hnattvæðingar yf- irleitt er þegar kominn á staðinn í Cancun til að mótmæla og heimta betri kjör fyrir fátækar þjóðir. Eru þar á meðal þekktir Chris Martin, söngvari sveitarinnar Coldplay og fleiri popptónlistarmenn frá Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Martin afhenti Panitchpakdi, yfirmanni WTO, skjal með undirskriftum rúm- lega þriggja milljóna manna þar sem aðildarríki WTO eru beðin að tryggja að frjáls verslun komi fátæk- um þjóðum til góða. Háværir háskólanemar, liðsmenn bændasamtaka, verkalýðssambanda og óháðra félaga æptu skammaryrði við setningarathöfnina í gær og yf- irgnæfðu suma ræðumenn. Á spjöld- um þeirra voru samtökin sökuð um að vera ólýðræðisleg og úrelt. Víða um heim voru haldnir mót- mælafundir vegna WTO-ráðstefn- unnar. Um tuttugu manna hópur stóð við ráðstefnuhöllina með spjöld og krafðist þess að fátæk ríki fengju að kaupa ódýr lyf. Liðsmenn þjóð- frelsishers Zapatista, sem barist hef- ur fyrir bættum kjörum Maya-ind- íána í héraðinu Chiapas í sunnan- verðu Mexíkó, efndu til mótmæla- funda í Cancun. Leiðtogi þeirra, sem notar dulnefnið Marcos ofursti og er í felum í Chiapas, sendi frá sér orð- sendingu þar sem hann sagði hnatt- væðinguna vera „vél sem nærist á blóði en dritar dollurum“. Um 5.000 indverskir bændur komu saman í borginni Bangalore og kröfðust þess að ríkar þjóðir legðu niður niðurgreiðslur í landbúnaði og um þúsund manns efndu til mót- mæla í Dhaka, höfuðborg Bangla- desh og sögðu að ríkar þjóðir vildu þröngva sínum lausnum upp á fá- tækar þjóðir. Cancun. AP, AFP. Búist við erfiðum viðræðum í Cancun Annan fordæmir niðurgreiðslur ríkra þjóða í landbúnaði Supachai Panitchpakdi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.