Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT EFTIR sjö ára fjarveru frá ítölsku deildinni í knattspyrnu lék Gian- franco Zola á ný þar í landi um sl. helgi með liði sínu Cagliari sem er í næstefstu deild. Í leiknum gegn Catania sýndi Zola að hann er enn í fremstu röð þrátt fyrir að vera 37 ára gamall og lagði hann upp tvö fyrstu mörk liðsins og skoraði sjálf- ur það þriðja beint úr aukaspyrnu. Það var Zola sjálfur sem var felldur þegar aukaspyrnan var dæmd, varnarmanninum var vísað af velli með rautt spjald og brosmildi Ítal- inn sendi boltann efst í markhornið úr aukaspyrnunni. Cagliari ætlar sér að leika í efstu deild á næstu leiktíð og er mikill hugur í for- ráðamönnum liðsins hinn snjalla Zola í sínum röðum. Zola sýndi snilldartakta Það var ljóst á upphafsmínútumleiksins að FH-ingar höfðu vilj- ann og vinnusemina sem þarf til þess að vinna slíka leiki. Freyr Bjarnason skallaði að marki KR strax á fyrstu mín- útu leiksins, Her- mann Albertsson og Ásgeir Ásgeirs- son áttu tvö góð skot að marki KR í kjölfarið þar sem Kristján Finn- bogason þurfti að hafa sig allan við til þess að verja. Hermann Albertsson leysti hlut- verk sitt með prýði á vinstri vængn- um í liði FH og var áberandi í fyrri hálfleik og átti Jökull Elísarbetarson fullt í fangi með Hermann á þessum tímapunkti leiksins. Leikmenn KR virtust vakna af værum blundi eftir rispu FH-inga fyrsta stundarfjórðunginn. Eftir að dæmd var aukaspyrna á Heimi Guðjónsson uppi við vítateig FH-inga fékk KR hornspyrnu í kjöl- farið og þessi atburðarás leiddi af sér fyrsta mark leiksins sem Arnar Gunnlaugsson skoraði eftir sendingu frá Veigari Páli Gunnarssyni. Að mati þess sem þetta skrifar átti aukaspyrnudómurinn ekki rétt á sér en Egill Már Markússon ágætur dómari leiksins var sannfærður um að svo hefði verið. FH-ingar fengu ekki mikið ráð- rúm til þess að endurskipuleggja leik sinn eftir fyrsta markið því Tommy Nielsen gerði sig sekan um gríðarleg mistök tveimur mínútum síðar þar sem Bjarki Gunnlaugsson „stal“ knettinum af tám varnarmannsins í „hjarta“ varnarinnar og Arnar var á réttum stað til þess að skjóta knett- inum framhjá Daða Lárussyni, markverði FH. Ekki er gott að segja hvað það var sem gerðist í liði KR í kjölfarið því Hermann Albertsson úr FH var ná- lægt því að skora í næstu sókn FH eftir síðara mark Arnars og í kjölfar- ið tóku leikmenn FH öll völd á vell- inum. Jónas Grani Garðarsson hafði lítið haft sig í frammi allt þar til hann skoraði mark á 28. mínútu þar sem hann fylgdi eftir skoti frá Heimi Guðjónssyni sem Kristján hafði var- ið en sló knöttinn í stöng. Vonir Hafnarfjarðarliðsins vökn- uðu á ný og létu þeir kné fylgja kviði og enn og aftur var það Jónas Grani sem kom knettinum í markið. Að þessu sinni með skalla eftir að Ás- geir Ásgeirsson hafði skallað knött- inn fyrir markið. Hraðinn í fyrri hálfleik var mikill hjá báðum liðum þar sem allt kapp var lagt á sóknarleikinn enda litu fjögur falleg mörk dagsins ljós í ein- um skemmtilegasta fyrri hálfleik sumarsins. Það sama er ekki hægt að segja um þann síðari enda hertu KR-ingar tökin á miðsvæðinu, varnarmenn liðsins komu aðeins framar á völlinn og lokuð svæðum sem sóknarmenn FH höfðu vafrað um í af vild í fyrri hálfleik. KR-ingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins nokkuð gegn gangi leiksins og það virtist vera það sama að ger- ast í síðari hálfleik er Jónas Grani Garðarsson kom knettinum yfir lín- una á ný á 67. mínútu en markið var réttilega dæmt af þar sem Jónas Grani lagði knöttinn fyrir sig með hendinni. Í liði FH er einn sprækasti fram- herji landsins, hinn danski Allan Borgvardt, leikmaður sem alltaf er á ferðinni og líklegur til þess að skora í hvert sinn sem hann fær boltann. Tommy Nielsen, landi Borgvardts, hefur eflaust fagnað mest á vellinum þegar Borgvardt skallaði knöttinn í netið á 72. mínútu og tryggði FH sæti í bikarúrslitaleiknum þetta árið. Aðdragandi marksins var sérlega glæsilegur þar sem að Baldur Bett gerði allt rétt á hægri vængnum og sendi hnitmiðaða sendingu fyrir markið þar sem Borgvardt var rétt- ur maður á réttum stað. Leikmenn KR náðu ekki mark- miðum sínum þetta árið eftir glæsi- legan árangur á Íslandsmótinu, og það læðist að manni sá grunur að hungrið hafi ekki verið nógu mikið í herbúðum liðsins í að ná bikarmeist- aratitlinum í kjölfar Íslandsmeist- aratitilsins. Jónas Grani hetja FH-inga FH-ingar höfðu ríka ástæðu til þess að fagna gríðarlega í Laug- ardalnum í gærkvöld eftir 3:2 sigur á KR í undanúrslitum VISA- bikarkeppni karla þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik keppn- innar í þriðja sinn í sögu félagsins. FH-ingar höfðu styrk til þess að ná áttum eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á upphafsmín- útum leiksins þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði í tvígang. Jón- as Grani Garðarsson reyndist KR-ingum óþægur ljár í þúfu í kjölfar- ið þar sem hann skoraði í tvígang og Daninn Allan Borgvardt sá til þess að Hafnarfjarðarliðið fagnaði sigri er hann skoraði sig- urmarkið á 73. mínútu. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar „ÉG get lítið um þennan leik sagt, við ætluðum að ná góð- um leik eins og undanfarið, pressa á þá og skora en vorum þess í stað alveg á hælunum allan leikinn,“ sagði Kristján Örn Sigurðsson, varnarjaxl í KR, eftir leikinn. „Mörkin okkar tvö voru ekki eins og við höfum verið að skora, komu frekar upp úr þurru. Við vorum svolítið værukærir eftir þau en að staðan væri 2:2 í hálfleik átti að nægja til að koma okkur í gang eftir hlé en það gerðist ekki. Við spiluðum að vísu vel strax eftir hlé en mér fannst við samt aldrei ná upp neinni baráttu, það var óttalega deyfð yfir liðinu.“ KR-ingar eru þegar búnir að landa Íslandsmeistaratitli en verða nú að sjá á eftir möguleika á bikar. Kristján sagði að liðið yrði samt að bæta stuðningsmönnum sínum þennan leik. „Það er auðvitað sárt að missa af öðrum titli, sérstaklega með svona frammistöðu, ekki síst fyrir áhorfendur. Við þurfum að rífa okkur upp fyrir sunnu- daginn því við getum ekki lát- ið sjá svona fótbolta aftur. Við munum ekki spila annan svona slæman leik,“ fullyrti Kristján. Vorum alveg á hælunum KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla: Seljaskóli: ÍR - ÍS ..................................19.15 Í KVÖLD KNATTSPYRNA FH - KR 3:2 Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, und- anúrslit, Laugardalsvellinum miðvikudag- inn 10. september 2003. Mörk FH: Jónas Grani Garðarsson 28., 39., Allan Borgvardt 73. Mörk KR: Arnar Gunnlaugsson 16., 18. Skilyrði: Þurrt, gola af austri um 12 stiga hiti. Völlurinn fínn. Lið FH: Daði Lárusson, Magnús Ingi Ein- arsson, Sverrir Garðarsson, Tommy Niel- sen, Freyr Bjarnason, Baldur Bett, Heimir Guðjónsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Hermann Albertsson (Emil Hallfreðsson 69.), Allan Borgvardt, Jónas Grani Garð- arsson. Lið KR: Kristján Finnbogason, Jökull El- ísabetarson, Kristján Örn Sigurðsson, Gunnar Einarsson, Sigursteinn Gíslason (Garðar Jóhannsson 75.), Bjarki Gunn- laugsson, Kristinn Hafliðason, Sigurvin Ólafsson, Veigar Páll Gunnarsson, Einar Þór Daníelsson (Sigurður Ragnar Eyjólfs- son 82.), Arnar Gunnlaugsson. Gul spjöld: Allan Borgvardt FH 77. fyrir töf, Heimir Guðjónsson FH 33. fyrir brot. Dómari: Egill Már Markússon, stóð sig vel. Aðstoðardómarar: Guðmundur Heiðar Jónsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Áhorfendur: 1.776. Evrópukeppni landsliða 1. RIÐILL: Ísrael - Malta ............................................ 2:2 Haim Revivo 16., Pini Balili 78. - Michael Mifsud 51. (víti), David Carabott 52. Slóvenía - Frakkland............................... 0:2 David Trezeguet 9., Olivier Dacourt 72. Rautt spjald: Claude Makelele (Frakk) 67. Staðan: Frakkland 7 7 0 0 26:2 21 Slóvenía 7 4 1 2 13:10 13 Ísrael 7 2 3 2 9:8 9 Kýpur 7 2 1 4 7:16 7 Malta 8 0 1 7 5:24 1 Síðustu leikir 11. október: Frakkland - Ísrael, Kýpur - Slóvenía. 2. RIÐILL: Danmörk - Rúmenía................................ 2:2 Jon Dahl Tomasson 35., Martin Laursen 90. - Adrian Mutu 62., Daniel Pancu 72. Lúxemborg - Bosnía................................ 0:1 Sergej Barbarez 36. Staðan: Danmörk 7 4 2 1 14:8 14 Rúmenía 8 4 2 2 21:9 14 Bosnía/Herz. 7 4 0 3 6:7 12 Noregur 7 3 2 2 8:5 11 Lúxemborg 7 0 0 7 0:20 0 Síðustu leikir 11. október: Bosnía - Danmörk, Noregur- Lúxemborg. 3. RIÐILL: Moldavía - Hvíta-Rússland ..................... 2:1 Dadu 26., Covalcius 89. - Vasiliuk 90. (víti) Tékkland - Holland.................................. 3:1 Jan Koller 15. (víti), Karel Poborsky 37., Milan Baros 90. - Rafael van der Vaart 61. Rautt spjald: Edgar Davids (Hollandi) 13. Staðan: Tékkland 7 6 1 0 20:3 19 Holland 7 5 1 1 15:6 16 Austurríki 7 3 0 4 10:11 9 Moldavía 7 2 0 5 5:14 6 Hv.Rússland 8 1 0 7 4:20 3 Síðustu leikir 11. október: Holland - Moldavía, Austurríki - Tékkland. 4. RIÐILL: Lettland - Ungverjaland......................... 3:1 Verpakoviskis 38., 51., Astafjevs 43. - Lisz- tes 52. Pólland - Svíþjóð...................................... 0:2 Mikael Nilsson 2., Olof Mellberg 37. Staðan: Svíþjóð 7 5 2 0 19:2 17 Lettland 7 4 1 2 9:6 13 Ungverjal. 7 3 2 2 14:7 11 Pólland 7 3 1 3 9:6 10 San Marínó 8 0 0 8 0:30 0 Síðustu leikir 11. október: Svíþjóð - Lettland, Ungverjaland - Pólland. 5. RIÐILL: Færeyjar - Litháen .................................. 1:3 Súni Olsen 43. - Igoris Morinas 21., 58., Vencevicius 88. Þýskaland - Skotland .............................. 2:1 Fredi Bobic 25., Michael Ballack 50. (víti) - Neil McCann 60. Rautt spjald: Maurice Ross (Skotlandi) 66. Staðan: Þýskaland 7 4 3 0 10:4 15 Ísland 7 4 1 2 11:6 13 Skotland 7 3 2 2 11:8 11 Litháen 7 3 1 3 7:10 10 Færeyjar 8 0 1 7 7:18 1 Síðustu leikir 11. október: Þýskaland - Ísland, Skotland - Litháen. 6. RIÐILL: Norður-Írland - Armenía........................ 0:1 Artavazd Karamyan 27. Spánn - Úkraína....................................... 2:1 Raúl 61., 72. - Andriy Shevchenko 83. Staðan: Grikkland 7 5 0 2 7:4 15 Spánn 7 4 2 1 12:4 14 Úkraína 8 2 4 2 11:10 10 Armenía 7 2 1 4 7:12 7 Norður-Írland 7 0 3 4 0:7 3 Síðustu leikir 11. október: Armenía - Spánn, Grikkland - N-Írland. 7. RIÐILL: Slóvakía - Makedónía.............................. 1:1 Szilard Nemeth 25. - Dimitrovski 62. England - Liechtenstein ......................... 2:0 Michael Owen 46., Wayne Rooney 52. Staðan: England 7 6 1 0 14:5 19 Tyrkland 7 6 0 1 17:5 18 Slóvakía 7 2 1 4 9:9 7 Makedónía 8 1 3 4 11:14 6 Lichtenst. 7 0 1 6 2:20 1 Síðustu leikir 11. október: Tyrkland - England, Liecht. - Slóvakía. 8. RIÐILL: Andorra - Búlgaría.................................. 0:3 Berbatov 11., 24., Hristov 58. Belgía - Króatía ....................................... 2:1 Wesley Sonck 35., 43. - Dario Simic 37. Rautt spjald: Josip Simunic (Króatíu) 74. Staðan: Búlgaría 7 5 2 0 13:3 17 Króatía 7 4 1 2 11:4 13 Belgía 7 4 1 2 9:9 13 Eistland 7 2 2 3 4:4 8 Andorra 8 0 0 8 1:18 0 Síðustu leikir 11. október: Belgía - Eistland, Króatía - Búlgaría. 9. RIÐILL: Serbía-Svartfjallaland - Ítalía................ 1:1 Ilic 82. - Filippo Inzaghi 22. Wales - Finnland ...................................... 1:1 Simon Davies 3. - Mikael Forssell 80. Rautt spjald: Jason Koumas (Wales) 64. Staðan: Ítalía 7 4 2 1 13:4 14 Wales 7 4 1 2 11:7 13 Finnland 8 3 1 4 9:10 10 Serbía/Svart 7 2 3 2 8:9 9 Azerbaijan 7 1 1 5 5:16 4 Síðustu leikir 11. október: Wales - Serbía, Ítalía - Aserbaídsjan. 10. RIÐILL: Rússland - Sviss........................................ 4:1 Bulykin 20., 32., 59., Alexander Mostovoi 72. - Alexander Frei 13. Rautt spjald: Ric- ardo Cabanas (Sviss) 88. Albanía - Georgía .................................... 3:1 Hasi 50., Tare 52., Bushi 79. - Arveladze 62. Staðan: Sviss 7 3 3 1 13:11 12 Rússland 7 3 2 2 16:11 11 Írland 7 3 2 2 10:9 11 Albanía 8 2 2 4 11:15 8 Georgía 7 2 1 4 7:11 7 Síðustu leikir 11. október: Rússland - Georgía, Sviss - Írland. Öllum Old boys liðum á landinu er boðið að senda lið til keppni í flokki 30 ára og eldri og flokki 40 ára og eldri. Hvert félag/fyrirtæki má senda fleiri en eitt lið til keppni. Fyrirkomulag: Allir leikir í mótinu fara fram í Fífunni, hinu glæsilega knattspyrnuhúsi í Kópavogi. Fyrirhugaður leiktími er 2 10 mínútur. Spilað verður á hálfum velli í 8 manna liðum á stór mörk. Tryggt verður að hvert lið fái a.m.k. 4 leiki. Flokkur 30 ára og eldri verður spilaður á laugardeginum 20. sept. og flokkur 40 ára og eldri á sunnudeginum 21. sept. Leikið verður skv. reglum KSÍ um Eldri flokka karla í knattspyrnu ásamt sérreglum mótsins. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í báðum flokkum. Þátttökugjald/Þátttökutilkynning: Þátttökugjald er 17.000 kr. á hvert lið. Skráning fyrir 17. sept. 2003. Upplýsingar: Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson í síma 510 6404. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið knattspyrna@breidablik.is FÍFU-mót Breiðabliks í eldri flokki karla 2003 dagana 20. 21. sept. FORRÁÐAMENN ítalska knatt- spyrnusambandsins hafa ákveðið að liðum í efstu deild, A-deild, þar í landi verði fjölgað úr 18 í 20 frá og með keppnistímabilinu 2004–2005. Þar með er búið að leysa þann hnút sem hefur verið í B-deildinni í haust en þar hafa liðin neitað að leika sína leiki þar sem liðunum var fjölgað í deildinni sl. vor um fjögur, úr 20 í 24, og var sú ákvörðun væg- ast sagt umdeild. Næsta vor munu því fimm lið fara upp úr B-deild, og falla þrjú lið úr A-deild. Liðið í sjötta sæti B-deildar leikur við liðið sem endar í fjórða neðsta sæti í A-deild um laust sæti í A-deild. Fjölgað í efstu deild á Ítalíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.