Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María Anna Pét-ursdóttir fæddist á Ísafirði 26. desem- ber 1919. Hún and- aðist á Droplaugar- stöðum í Reykjavík að morgni fimmtu- dagsins 4. septem- ber síðastliðins. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Elín Torfadóttir, f. á Flateyri við Önund- arfjörð 8.2. 1879, d. í Reykjavík 8.5. 1964, og Pétur Sigurðsson erindreki, ritstjóri og skáld, f. á Hofi áHöfðaströnd 27.11. 1890, d. 21.2. 1972. Bróðir Maríu var Esra Seraja Pétursson, læknir og sálkönnuður, f. 11.9. 1918, d. 1.12. 2000. María giftist 9.2. 1947 Finnboga Guðmundssyni útgerðarmanni frá Gerðum í Garði, f. 20.8. 1906, d. 4.10. 1974. María varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1938, cand. phil. frá Háskóla Ísl. 1939 og var á lýðháskóla í Svíþjóð sum- arið 1939. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 1943, var við framhaldsnám í 1945–58, ritari 1958–60 og for- maður 1964–74. Hún sat í vara- stjórn Krabbameinsfélagsins frá 1963, í varastjórn Bandalags kvenna í Rvík 1966–69, í vara- stjórn og aðalstjórn SSN, Sam- vinnu hjúkrunarkvenna á Norð- urlöndum, 1967–79, var formaður Samtaka heilbrigðisstétta frá stofnun 1969–72 og aftur 1977– 80. Hún sat í varastjórn BSRB 1970–73 og aðalstjórn 1973–76. Hún var í varastjórn Rauða kross- ins 1969–73, formaður Kven- félagasambands Íslands og sam- tímis í stjórn Norræna húsmæðrasambandsins frá 1979– 1987, í stjórnarnefnd Bréfaskól- ans 1976–86, í nefnd til að kanna möguleika á framhaldsnámi hjúkrunarkvenna á háskólastigi 1970 og fl. nefndum s.s á vegum Unesco, HFÍ, SSN, Bandalags kvenna í Rvík, félagsmálaráðu- neytis o.fl. María sat í stjórnar- nefnd útgáfunnar Skálholts 1982– 85, sótti ráðstefnu um réttindamál kvenna í Nairobi 1985 og í tók þátt í starfi fjölda annarra nefnda. María var kjörin heiðursfélagi Hjúkrunarfélags Íslands 1988, Kvenfélagasambandsins 1989, Bandalags kvenna í Reykjavík 1987 og heiðruð af námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Ís- lands árið 1998. Útför Maríu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. barnahjúkrun í Cleve- land 1943–1944 og í geðveikrahjúkrun í Providence 1944, í hjúkrunarkennslu í Toronto 1944–45 (Rockefellerstyrk- þegi) og í framhaldi af því í námi við Vanderbilt University í Nashville, Tenn. Hún sótti námskeið í berklarannsóknum 1951 og 1954 í Kaup- mannahöfn á vegum WHO, fór námsferð til hjúkrunarskóla í Tor- onto, Hamilton og Saskatchewan í Kanada 1974. Hún var kennari við hjúkrunarkvennaskóla Ísl. (nú Hjúkrunarsk. Ísl.) 1945–46 og stundakennari þar um 20 ára skeið frá 1955. María var skóla- stjóri Nýja Hjúkrunarskólans frá því að hann tók til starfa haustið 1972. Hún var námsbrautarstjóri frá 1973 er námsbraut í hjúkr- unarfræðum við Hásk. Ísl. tók til starfa 1976. Hún stundaði hjúkrunarstörf á Vífilsstöðum sumarið 1943 og á Landsp. 1946–47. María sat í stjórn Hjúkrunarfél. Ísl., gjaldkeri Í óljósri minningu bernskunnar finnst myndbrot af foreldrum Mar- íu, þeim Pétri og töntu Siggu, en þau voru svo falleg gömul hjón að það stafar ljóma af myndinni. Þau bjuggu nálægt æskuheimili mínu og litu oft inn hjá foreldrum mínum. Í barnshuganum var hann erindreki hins góða og hún var eins og helgi- mynd. Þau voru stundum alvarleg og hátíðleg en það var gott að vera nálægt þeim. Þau bjuggu þá í hús- inu hjá Maríu og Finnboga á Ægi- síðunni en höfðu lengi verið í útlönd- um að boða fagnaðarerindi. Þau voru framandi, fíngerð og heims- borgaraleg. Svo voru þau amma og afi allra Esrabarnanna, og óhætt að segja að það hafi lífgað upp á mynd- ina. María var ein af uppáhaldsfrænk- um mínum, en alla tíð var mikil vin- átta milli þeirra hjóna, hennar og Finnboga, og foreldra minna. Faðir minn, Haraldur Ásgeirsson, og María voru frændsystkin, en að auki alltaf miklir vinir. Það varð gæfa þeirra að móðir mín, Halldóra Ein- arsdóttir, og María urðu ekki síðri vinir og treystust böndin stöðugt. Þegar Finnbogi og María gengu í hjónaband var það fengur fyrir okk- ur öll, því við mátum hann mikils. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. En velferð okkar allra, barnanna í kringum þau, varðaði þau miklu og þau fylgdust með okkur í leik og starfi. Á æskuárum mínum kom María oft við heima á Ægisíðunni og ræddi við móður mína um það sem efst var á baugi, sérstaklega málefni kvenna og málefni hjúkrunar. Við krakkarn- ir snigluðumst í kringum þær og veltum vöngum yfir málum eins og hvort rétt væri að styðja kínverska hjúkrunarfræðinga til frekari þátt- töku í alþjóðlegu samstarfi, hvort Finnar væru að fara réttar leiðir í menntun hjúkrunarfræðinga, og hvort íslenskar konur nytu jafnrétt- is við leik og störf. Þær höfðu ánægju af að kryfja mál saman við eldhúsborðið, og þótt reynsla þeirra og bakgrunnur væri ólíkur var af- staðan oft svipuð. María var yfirleitt að flýta sér, renndi við á gulum Volvo og var svo horfin jafnskjótt. Hún hafði alltaf mörg járn í eld- inum. Unglings- og menntaskólaárin einkenndust af leitinni að stóra sannleikanum, lífsgleði og fjöri. Frænka mín hafði gaman af að fylgjast með þessu öllu, og hlýddi á frásagnir af daglegu lífi mínu eins og þær væru áhugaverðar. Við- brögðin einkenndust af hlýju og frjálslyndi. Hún var alltaf að lesa og vitna í bækur og miðlaði stöðugt úr þeim sjóði. Heima hjá henni voru alltaf bunkar af bókum um allt milli himins og jarðar sem hún var að kynna sér þá stundina. Áhugi henn- ar var smitandi. Sagnfræði, trú- fræði, siðfræði, heimspeki, jafnrétti og svo síðar heilbrigt líf og austræn fræði urðu umræðuefnin þegar litið var inn til Maríu. Drukkið var kam- illute eða jasmínute á dásamlegu heimili og ró var yfir stundunum. Litlu bræður mínir áttu í Maríu öruggan kaupanda að öllum styrkt- armerkjum og fengu jafnan hlý orð og súkkulaði í kaupbæti. Að loknum menntaskóla var ég al- veg óráðin hvað ég vildi gera. Lífið kallaði, en úr öllum áttum. Ég var aðstoðarmaður við mannfræðirann- sóknir á Melrakkasléttu til undir- búnings námi í þeirri grein þegar auglýst var, að nám myndi hefjast í hjúkrunarfræði við háskólann þá um haustið. Maríu hafði tekist það, draumurinn var að rætast. Við eld- húsborðið heima hafði ég lært að hjúkrun væri spennandi, hjúkrun væri framtíðin. Ég fór í námið og var í hópi fyrstu nemendanna. Í náminu kynntist ég til hlítar við- horfum Maríu til hjúkrunar. Hún kenndi okkur að virða fagið og gerði okkur grein fyrir möguleikum þess. Við áttum að láta okkur varða heilsu og velferð manna í mjög breiðum skilningi, fátt átti að vera okkur óviðkomandi. Við áttum að beita okkur fyrir bættum hag hinna sjúku, en jafnframt að gæta þess að beita varnarráðum þegar þess var kostur. Námsskráin var óvenjuleg og fjölbreytt. Auk hefðbundinna greina í hjúkrunarnámi lærðum við m.a. hjúkrunarsögu, heilsuvernd og heilsugæslu, siðfræði, mannfræði, félagsfræði, stjórnun, þroskafræði og lífefna- og líefðlisfræði. Þetta voru athyglisverðir tímar fyrir okkur nemendurna að mörgu leyti. En fyrir Maríu voru þeir blendnir, því hún mætti aðdáun en jafnframt mikilli gagnrýni vegna þess frumkvæðis sem hún átti við að koma námsbraut í hjúkrunarfræði af stað. En hún var alltaf sannfærð um að ákvörðunin væri rétt, og með henni stóð fólk sem hún virti og dáði og sótti mikinn styrk til. Hún eign- aðist góða vini. Næstu árin var hún skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans, og naut þess vel. Það sýnir víðsýni Maríu að á þessum árum átti hún samstarf við nokkrar konur 30 til 40 árum yngri en hún, sem urðu mjög góðar vin- konur hennar. Hún var leiðtoginn en þær mynduðu saman sterkan hóp. María var mjög falleg kona, fínleg og ljós yfirlitum. Það var jafnan létt yfir henni, bros lék á vörum og stutt var í hlátur. Hún var smekkleg og mikill fagurkeri, unni bókmenntum og alls kyns fróðleik. Hún hafði áhuga á mörgu og var mikil hug- sjónakona, eldhugi sem hafði kjark og góð tækifæri til að láta til sín taka í málum sem vörðuðu hana miklu. María var mjög sjálfstæð. Hún var ákveðin í að vera heima eins lengi og unnt var. Það lýsir henni að eitt sinn er hún var dvaldist til hvíld- ar á góðu hjúkrunarheimili leiddist henni, svo hún hringdi á leigubíl og dreif sig heim. Sendi hún svo starfs- fólkinu stóran blómvönd með kveðj- um og þökkum, vonaði að hún hefði engan sært. Síðustu árin naut hún hjúkrunar á Droplaugarstöðum. Ég sá hana sjaldnar en ég hefði viljað. Hugurinn var oft hjá Maríu. Margir samferðamenn studdu Maríu á lífs- leiðinni þegar á þurfti að halda. Hin síðustu ár fóru Pétur Esrason og kona hans Ásthildur Helgadóttir þar fremst í flokki. Foreldrar mínir og systkin, El- ísabet, Ásgeir og Einar Kristján, og MARÍA ANNA PÉTURSDÓTTIR Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EGGERT THORBERG GUÐMUNDSSON frá Melum, Háeyrarvöllum 28, Eyrarbakka, andaðist á heimili sínu mánudaginn 8. septem- ber. Útför hans fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. september kl. 14. Erla Óskarsdóttir, Helga Eggertsdóttir, María Eggertsdóttir, Agnar Guðmundsson, Guðrún Björk Eggertsdóttir, Páll Ólafsson, Guðmundur Guðjón Guðmundsson, Eggert Gísli Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín og amma okkar, SVANHVÍT MAGNÚSDÓTTIR frá Brennistöðum, Útgarði 6, Egilsstöðum, andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum mánu- daginn 8. september. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 13. september kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti Sjúkrahúsið á Egils- stöðum njóta þess. Jón Magnús Guðmundsson, Gunnar Funi Magnússon, Hrafnkell Fannar Magnússon. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR HERMANNSSON, Sóltúni 9, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. september, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 12. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Gigtarfélag Íslands og Krabbameinsfélag Íslands. Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Arnar Sigurbjörnsson, Margrét Sverrisdóttir, Viðar Guðmundsson, Hermann Sverrisson, Margrét Erlingsdóttir, Erna Sverrisdóttir, Viktor Jens Vigfússon, Gunnar Sverrisson, Halla Bára Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVAVA LÚTHERSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Laugavegi 27B, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 6. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 16. september kl. 13.30. Hermann S. Ágústsson, Elínbjörg J. Ágústsdóttir, Rúnar Ingi Finnbogason, Bjarni J. Ó. Ágústsson, Ásta M. Marínósdóttir, Kristín Th. Ágústsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN ÖSSURARDÓTTIR frá Kollsvík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 9. september. Skúlína S. Stefánsdóttir, Kjartan Rósinkrans Stefánsson, Páll Stefánsson, Össur Stefánsson, Sigurbjörg Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.