Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÚSSAR hleyptu gífurlegri spennu í baráttuna um topp- sætin í 10. riðli undankeppni EM í gærkvöld þegar þeir unnu stórsigur á efsta liðinu, Svisslendingum, 4:1. Dmitri Boulykin skoraði þrennu fyrir Rússa sem stóðu höllum fæti í riðlinum en eru nú í góðri stöðu. Takist þeim að vinna Georgíu á heimavelli fara þeir beint í lokakeppni EM ef Sviss nær ekki að vinna Írland. Það er nánast hreinn úrslitaleikur um annað efstu sætanna. Ítalir stóðust þunga pressu í Serbíu-Svartfjallalandi og fóru þaðan með 1:1 jafntefli. Ítölum nægir nú að vinna Aserbaídsjan á heimavelli til að komast í lokakeppnina í Portúgal. Wales slapp fyrir horn með jafntefli heima gegn Finnum, 1:1, og er öruggt með annað sætið í þeim riðli. Raúl Gonzalez skoraði bæði mörk Spánverja sem slógu Úkraínumenn út með 2:1 sigri. Grikkland og Spánn bítast um sigurinn í 6. riðli, Grikkir hafa stigi meira og vinna riðilinn ef þeir sigra Norður-Íra heima. ENGLENDINGAR gerðu það sem þeir þurftu í gær- kvöld þegar þeir sigruðu Liechtenstein, 2:0, í 7. riðli undankeppni EM, frammi fyrir 67 þúsund áhorfendum á Old Trafford í Manchester. Lichtenstein lék grimm- an varnarleik og náði að halda hreinu í fyrri hálfleik en þá áttu reyndar bæði David Beckham og James Beattie skot í þverslá. Á fyrstu sjö mínútum síðari hálfleiks skoruðu Michael Owen og Wayne Rooney og þar með var enska liðið búið að ná í stigin sem það þurfti til að komast í efsta sæti riðilsins. Englendingar sækja Tyrki heim hinn 11. október og þurfa stig til að komast beint í lokakeppni EM, annars fara þeir í um- spilið. „Við hefðum getað spilað betur en sigurinn var það sem skipti máli. Þetta var nóg, og nú geta menn farið að velta vöngum yfir leiknum við Tyrki,“ sagði David Beckham en hann og Steven Gerrard voru teknir af velli um leið og 2:0 forskotinu var náð, til að forða þeim undan gulu spjaldi, sem hefði þýtt leikbann í Tyrklandi. Owen og Rooney sáu um mörkin Reuters Wayne Rooney fagnar marki sínu í gærkvöld. MARTIN Laursen, varnarmaður- inn frá AC Milan, kom Dönum til bjargar í gærkvöld. Hann jafnaði, 2:2, gegn Rúmenum á síðustu stundu þegar þjóðirnar mættust í lykilleik í 2. riðli undankeppni EM í knattspyrnu í Kaupmannahöfn. Danir, sem hefðu komist beint í lokakeppnina með sigri, standa nú best að vígi í riðlinum en þeir sækja Bosníumenn heim í síðustu umferðinni og nægir jafntefli til að vinna riðilinn. Rúmenar hefðu verið í góðri stöðu með sigri og Adrian Mutu og Daniel Pancu komu þeim í 2:1 í síðari hálfleik eftir að Jon Dahl Tomasson hafði skorað fyrst fyrir Dani úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. Jafnteflið þýðir hins vegar að vonir Rúmena eru afar litlar, þeir verða að treysta á að Bosníumenn vinni ekki Dani og að Norðmenn vinni ekki Lúxem- borg til að ná öðru sæti og komast í umspilið. „Við vorum heppnir því alltof margir af okkar mönnum þorðu ekki að spila boltanum. Við misst- um boltann alltof oft í leiknum og með slíkum leik lenda menn í vandræðum gegn sterku liði eins og því rúmenska,“ sagði Morten Olsen, þjálfari danska liðsins. „Ef heppnin og stórkostleg frammistaða hjá Thomas Sörensen í markinu hefðu ekki komið til skjalanna hefðum við aldrei náð þessu jafntefli,“ sagði hinn ís- lenskættaði Jon Dahl Tomasson. Laursen kom Dönum til bjargar gegn Rúmenum Fredi Bobic kom Þjóðverjum yfirá 25. mínútu eftir sendingu frá Kevin Kuranyi og Michael Ballack skoraði, 2:0, úr vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks. Neil McCann svaraði fljótlega fyrir Skota en þeir voru aldrei líklegir til að jafna metin þótt þeir ættu ágætar sóknir af og til á lokakaflanum. Rudi Völler gerði fjórar breyting- ar á liði sínu eftir leikinn á Íslandi. Í framlínunni komu þeir Fredi Bobic og Kevin Kuranyi í staðinn fyrir Mir- oslav Klose og Oliver Neuville og á miðjunni voru þeir Marko Rehmer og Tobias Rau í staðinn fyrir Sebast- ian Kehl og Christian Rahn. „Þjóðverjar byggðu upp sinn leik á svipaðan hátt og gegn okkur en náðu að þessu sinni að spila ágætis fótbolta á köflum. Þeir Schneider og Rau voru mjög öflugir á vængjunum, Bobic vann vel frammi og Kuranyi sýndi að hann er hættulegur sóknar- maður. Þá sýndi Ballack öðru hverju hvað í honum býr. Vörnin var traust með Wörns sem besta mann, helst að Carsten Ramelow væri veikur hlekkur í liðinu en hann náði sér ekki á strik í stöðu varnartengiliðs,“ sagði Ásgeir. Hann metur stöðuna fyrir loka- leikinn í Hamborg þannig að mögu- leikar íslenska liðsins byggist frekar á hvernig fer hjá Skotum og Lithá- um. Takist Skotum ekki að vinna þann leik, tapi eða geri jafntefli, eru Íslendingar komnir í spilið um sæti í lokakeppninni og takist íslenska lið- inu hið ómögulega, að sigra í Ham- borg, er það komið beint í úrslita- keppnina í Portúgal. Þyrftum að skora á 93. mínútu í Hamborg „Það er virkilega gaman að vera í þessari stöðu og leikurinn í Ham- borg þyrfti helst að þróast þannig að hann væri markalaus fram á 93. mín- útu, en þá myndum við skora og tryggja okkur sæti á EM. En við verðum að vera raunsæir og það verður erfitt að sækja stig, hvað þá sigur, til Hamborgar. Leikur Skota og Litháa fer fram á sama tíma og við munum fylgjast með gangi mála þar og haga okkar seglum eftir því. Annars var ljótt að heyra af meiðslum Heiðars Helgusonar og það er slæmt að vera án hans í þess- um mikilvæga leik. Vonandi eru meiðslin hjá Heiðari ekki alvarleg, því það er þegar ljóst að Jóhannes Karl tekur út bann og verður ekki með. En það kemur maður í manns stað,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. Völler ekki fyllilega ánægður Rudi Völler, þjálfari Þjóðverja, sagðist ekki vera fyllilega ánægður þrátt fyrir sigurinn. „Við sóttum af krafti frá byrjun og vorum sterkir í návígi og á köflum náðum við stór- góðum samleiksköflum. En það vantaði talsvert upp á að við sýndum heilsteyptan leik í 90 mínútur, menn gerðu sig enn seka um einföld mistök og þegar upp var staðið var þetta naumur sigur,“ sagði Völler sem kvaðst útkeyrður eftir átök undan- farinna daga sem hefðu verið honum mjög erfiðir. Gerðum Þjóðverjum erfitt fyrir „Við bitum frá okkur og gerðum Þjóðverjum mjög erfitt fyrir og leik- ur okkar er stöðugt að batna. Strák- arnir eru stöðugt að fá meiri trú á sinn styrk og voru staðráðnir í að ná í stig hér í Dortmund. Við erum á réttri leið,“ sagði Berti Vogts, hinn þýski þjálfari Skota. „Við vorum undir mikilli pressu eftir lélegan leik á Íslandi og það var ljóst að við yrðum að gera mun bet- ur. Ég var viss um að það tækist, við þurftum að taka okkur á, og það gerðum við,“ sagði Oliver Kahn, markvörður og fyrirliði Þjóðverja. Litháar unnu í Þórshöfn Litháar unnu Færeyinga, 3:1, í Þórshöfn í gærkvöld. Þeir geta því náð þriðja sætinu úr höndum Skota með sigri í Glasgow í síðustu umferð- inni og myndu með því hækka um styrkleikaflokk. Súni Olsen jafnaði fyrir Færeyinga, undir lok fyrri hálf- leiks, en Litháar tryggðu sér sigur- inn með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. „Þjóðverjar hraðari og beittari“ „ÞETTA var mjög sanngjarn sigur hjá Þjóðverjum, þeir voru mun beittari og hraðari en í leiknum hér heima og Skotar nýttu nánast eina marktækifæri sitt í leiknum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, en hann og Logi Ólafsson fylgdust með Þjóðverjum sigra Skota, 2:1, í 5. riðli Evrópukeppninnar í Dort- mund í gærkvöld. Úrslitin þýða að Þjóðverjar eru komnir í efsta sæti riðilsins, náðu því úr höndum Íslendinga, og fyrir lokaumferðina eru þeir með 15 stig, Íslendingar 13 og Skotar 11. Reuters Sænski dómarinn Andreas Frisk reynir að skilja að leikmenn Þýskalands og Skotlands í leik lið- anna í Dortmund í gærkvöld. Þjóðverjar unnu, 2:1, og eru komnir í efsta sæti 5. riðils. FRAKKAR, Svíar, Tékkar og Búlg- arar tryggðu sér í gærkvöld fyrstu sætin í lokakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu en þessar fjórar þjóðir hafa unnið í sínum riðl- um í undankeppninni þótt einni um- ferð sé ólokið. Frakkar innsigluðu yfirburði sína í 1. riðli með því að vinna útisigur á Slóvenum, 2:0, þrátt fyrir að Claude Makelele væri vísað af velli um miðjan síðari hálfleik. David Trez- egut skoraði snemma leiks og Oliv- ier Dacourt innsiglaði sigurinn skömmu eftir að Frakkar voru orðn- ir manni færri. Þrátt fyrir ósigurinn eru Slóvenar öruggir með 2. sætið og spila um sæti í lokakeppninni. Tékkar lögðu Hollendinga, 3:1, í hreinum úrslitaleik í 3. riðli en þjóð- irnar voru jafnar að stigum og lang- efstar fyrir leikinn. Tékkar eru nú þremur stigum á undan og efsta sætið er þeirra, vegna innbyrðis úr- slitanna gegn Hollendingum. Gest- irnir urðu fyrir áfalli snemma í leiknum þegar Edgar Davids fékk að líta rauða spjaldið. Tékkar gengu á lagið, Jan Koller og Karel Pob- orsky skoruðu, en Hollendingar eygðu von þegar Rafael van der Waart minnkaði muninn. En undir lokin náðu Tékkar skyndisókn þar sem Milan Baros hristi af sér hol- lensku vörnina og tryggði sigurinn, 3:1. Svíar fóru til Póllands og sigruðu þar, 2:0. Á meðan unnu Lettar nokk- uð óvæntan sigur á Ungverjum, 3:1, og þar með var forysta Svía orðin fjögur stig og EM-farseðillinn í höfn. Lettar hafa gert það gott í riðlinum og nái þeir jafntefli í Sví- þjóð í lokaumferðinni komast þeir í umspilið. Búlgarar unnu Andorra, 3:0, á útivelli og biðu síðan úrslitanna í leik Belga og Króata. Þar höfðu Belgar betur og Búlgarar gátu fagn- að. Belgar og Króatar eru nú jafnir að stigum í öðru til þriðja sæti en Króatar fara í umspilið ef þeim tekst að vinna Búlgara heima í lokaum- ferðinni. Fjórar þjóðir komnar á EM Spenna í 10. riðli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.