Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ugsjón; sýn hugans á betri heim. Hug- sjónin er dýrmæt eign því hún er meiri en ein- staklingurinn. Hún er andstæða sjálfselskunnar og eiginhags- muna, hún felur í sér velferð annarra, umhyggju fyrir hóp, náttúru og öðru lífi. Hún varðar aðra. Lifandi hugsjón brýtur af sér viðjar einstaklinganna og teygir sig í aðrar manneskjur. Hver einstaklingur hefur hugsjón og vinnur vonandi að henni leynt eða ljóst. Hugsjónir einstakling- anna eru ákaflega þýðingar- miklar; megingildi samfélagsins standa og falla með því að þeir rækti þær. Hugsjónin býr í innsta kjarna einstakling- anna. Hún er ofin þremur þráðum; skynsemi, til- finningum og aðstæðum. Hún er drifin áfram af vilja til að byggja fallegri heim, viljanum til að blómstra. Hún er það sem einstaklingurinn trúir á og vill vinna að, hvort sem honum tekst það eða ekki. Hugsjónin er æv- inlega sprottin af því sem er sammannlegt og á ekki að vera til sölu á markaðstorgum. Ef ein- staklingur selur hugsjónir sínar glatar hann sjálfum sér, týnist í mannhafinu. Styrkleiki hugsjóna er háður aðstæðum hvers og eins og sam- félaginu sem hann býr við. Nú vex t.d. friðarhugsjónin í Palest- ínu en þverr á Íslandi, því land- inn sefur á verðinum. Hugsjón er byggð á hugmyndum og rökum um hvernig bæta megi aðstæður manna en hún á uppruna sinn í lifandi mannlegum tilfinningum. Hugsjónir virðast því miður ekki nógu hátt skrifaðar á Vest- urlöndum. Líkt og þær þvælist fyrir einkalífinu. Líkt og málið sé að horfast í augu við „stað- reyndir“ og vinna út frá því sem virðist vera – á yfirborðinu. Eins konar hentistefna í þoku. Lífið gæti virst skemmtilegra um stund – rétt áður en það hrynur. Í vestrænum tíðaranda býr hættulegur möguleiki. Ein- staklingar á Vesturlöndum geta auðveldlega einangrað sig og sérvalið sér einkalíf – og lifað og hrærst án samskipta við aðra. Einir og sér – og hugsjónir þeirra hrynja innra með þeim á meðan þeir sofa. Þannig getur farið fyrir mikl- um hugsjónum eins og lýðræði; jafngildi, virðingu og samábyrgð. Einstaklingarnir einangrast inni á heimilum sínum og hætta að rétta náunga sínum hjálparhönd. Þeir missa t.d. áhugann á mál- efnum í hverfinu sem þeir búa í vegna þess að öll þjónusta er að- keypt. Þannig glatast að lokum tilfinningin fyrir mestu lífsgild- inum því það er svo þægilegt að þurfa ekki að þjóna neinum nema sjálfum sér. Nenna ekki einu sinni að fara og kjósa. Eftir innra hrun hugsjónar er ekkert eftir nema svartholið – sem vex með því að toga í önnur megin- gildi og gleypa þau. Líklega eru margar þjóðir kærulausar gagnvart lýðræðinu. Evrópskar þjóðir festast í hag- kvæmri samræmingu með oftrú á skynsemi. Umræðan innan stakra þjóða nær ekki máli. Til- finningar einstaklinganna sem áður gáfu lýðræðinu líf eru ekki lengur ræktaðar og hugsjónin í brjóstinu dvínar. Íslendingar hafa t.d. lagt sorglega litla áherslu á gildi umræðunnar í lýðræðinu og ríkisstjórnir oft valtað málum umræðulaust yfir Alþingi. Vilji stjórnmálamenn á hinn bóginn rækta tilfinninguna fyrir lýðræði með þjóðinni verða þeir að temja sér að hlusta á hana og skapa henni tækifæri til að tjá sig. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að stjórnmálamenn á Vest- urlöndum taki – ef þeir geta – stóru málin af dagskrá til að lenda ekki í ógöngum með þau í umræðunni. Smámálum er skotið á loft eins og flugeldum og allir gleyma sér í þeim þangað til … of seint. Stóru málin fyrir síð- ustu kosningar hér á landi voru m.a. hálendið, virkjanir, umhugs- unarlaus stuðningur við Íraks- stríð, kjör aldraðra og velferð barnafjölskyldna … En óljós lof- orð um skattalækkun og óskilj- anleg umræða um sjávarútvegs- mál voru umræðuefnin. Ekki var heldur kosið um hvalveiðar sem eru dæmi um mál sem virkilega þarfnaðist umræðu. Allir tapa á þvælunni, því lýðræðið þrífst ekki nema borgararnir rækti með sér tilfinninguna fyrir rétt- um og röngum aðferðum, leggi stund á gagnrýna hugsun og læri að gera greinarmun á aðal- atriðum og aukaatriðum. Standi á verðinum og mótmæli þegar þeim ofbýður ofríkið, ofdirfskan, ofstækið eða heigulshátturinn og linkindin. Ef lýðræðið verður hins vegar að lokum algjörlega tæknivætt eins og stefnt er að – og ef ein- staklingarnir lokast hver og einn inni í eigin heimi, hrynja stoðir þess. Dæmigerður einstaklingur mun kaupa sér alla þjónustu og verða skeytingarlaus um aðra. Ódýrt vinnuafl og vélar sjá um heimilið og húsfundir í blokkum verða óþarfir sökum reglugerða sem kveða skýrt á um aðferðir, enginn mætir heldur á hverfa- fundi og kosningar um smáatriði fara fram heima í stofu. Samskiptin verða aðallega á milli heimilistækjanna – en í frétt í Morgunblaðinu um upp- finningar í mannvænni tölv- unarfræði stendur m.a. „Á framtíðarheimilinu mun heim- ilistölvan geta tekið við skilaboðum úr farsímum eða lófatölvum heimilismanna sem eru fjarstaddir og komið skila- boðunum áleiðis til þeirra heim- ilistækja sem beðið var um.“ (02.09.03) Fram kom einnig að heimilistölvan sé í svo góðu sam- bandi við ísskápinn að hún geti pantað mjólk frá netverslun þannig að mjólkin sé komin heim á undan einbúanum/greiðand- anum. Aðeins ræktun hugsjóna um gildi eins og jafngildi ein- staklinga, virðingu og samábyrgð getur komið í veg fyrir hátt fall lýðræðishugsjónarinnar. Ris og fall hugsjóna Ef ísskápurinn segir heimilistölvunni að panta meiri mjólk á Netinu handa einbúanum, þá er stutt í endalokin. Þetta er skýrt tákn um hrun lýðræðisins. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Sigvaldi BúiBessason fædd- ist á Akureyri 19. júní 1921. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi Landakoti sunnu- daginn 7. september sl. Sigvaldi Búi var sonur Bessa Einars- sonar frá Hraunum í Fljótum og Ástríðar Þórðar- dóttur frá Stokks- eyri. Systkini hans eru Ólafía Ingibjörg Bessadóttir Foged, látin; Einar Baldvin Bessason, látinn; og Jó- hann Bessason. Sigvaldi kvæntist 16. febrúar 1947 Ásdísi Erlu Gunnarsdóttur Kaaber, dóttur Guðnýjar Stef- ánsdóttur Richter píanóleikara og Gunnars Georgs Kaaber, lyfjafræðings í Kaupmannahöfn. Erla lifir mann sinn. Börn Sig- valda og Erlu eru: 1) Jón Magn- geirsson pípulagningameistari, maki Margrét Snorradóttir öldrunarfulltrúi, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn; 2) Guðni Sigvaldason, látinn í jan- úar 2003, átti fjögur börn og átta barnabörn; 3) Pétur Sig- valdason, látinn í júní 1974, átti einn son og eitt barnabarn; 4) Gunnar Georg Sigvaldason mat- reiðslumeistari, maki Aðalheið- ur Ósk Sigurðardóttir meina- tæknir, hann á tvö börn og fjögur barnabörn; 5) Ást- ríður Sigvalda- dóttir ræstinga- stjóri, maki Kristinn Páll Ingvarsson pípu- lagningamaður, hún á þrjú börn og fimm barna- börn; 6) Þórarinn Hjörleifur Sig- valdason sjómað- ur, maki Jóhanna Jóhannesdóttir dagmóðir, hann á fimm börn og sex barnabörn; 7) Kristinn Sigvaldason læknir, maki Guðrún Jóhannesdóttir líf- fræðingur, þau eiga fjögur börn. Sigvaldi Búi ólst upp á Ak- ureyri en bjó á Raufarhöfn um árabil og stundaði þar nám. Hann fluttist síðan að Kolvið- arhóli og vann við vegagerð þar til hann fór til Reykjavíkur og hóf nám í trésmíði hjá Guð- mundi Helgasyni. Eftir námið réðst hann til Flugfélags Ís- lands, síðar Flugleiða, og vann þar þangað til hann lét af störf- um. Sigvaldi var virkur félagi í Lionsklúbbnum Vála á meðan heilsa hans leyfði. Útför Sigvalda Búa fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Pabbi minn er látinn. Hver hefði trúað því að hann myndi lifa svo lengi sem raun ber vitni, með hug og minni sem ungur maður til hinstu stundar? Hann var góður pabbi. Ég var pabbastelpan hans, enda eina stelpan á meðal sex bræðra. Hvernig var hægt að eiga öll þessi börn og skipta aldrei skapi eða tukta okkur til? Það var ekki hans stíll. Mínar fyrstu minningar eru í fanginu á pabba í Teigagerði 13. Þá var hverfið (Smáíbúðahverfið) okkar rétt að byrja að byggjast en þarna bjuggum við öll okkar æsku- og unglingsár. Húsið okkar var lengi í bygg- ingu, átti mörg byggingarstig. En mikið áttum við gott. Því þótt hús- ið væri ekki fullklárað vantaði aldrei lífið, gleðina eða lætin inn- andyra. Uppátæki bræðra minna voru oft svo fjölskrúðug að reynt hefur á þolrifin þá dagana. Þau hafa ómeðvitað lagt gleðihornstein í uppeldi okkar því fáar stundir eru jafngleðilegar og þegar við systkinin hittumst og rifjum upp æskubrek og leiki. Þetta þóttu pabba líka skemmti- legar stundir. Sjá gömlu slæds- myndirnar, sem í gegnum árin hafa verið teknar fram og sýndar við mikinn hlátur og jafnvel grát. Pabbi var trésmiður og vann alla tíð hjá Flugfélagi Íslands og síðar Flugleiðum. Þar vann hann við viðhald ásamt nokkrum öðrum trésmiðum. Eitt sinn sem smá- stelpa kom ég í heimsókn, fann þá alla liggjandi uppi á hefilbekkj- unum með dagblöð yfir andlitun- um, hrjótandi í kór. Seinna varð ég vitni að því þegar einn byrjaði að flauta lag og smám saman voru allir farnir að flauta sama lagið ómeðvitað. Þeir unnu sem einn maður og voru sjálfsagt orðnir svo vanir hver öðrum að þeir tóku ekkert eftir þessu. Oftast fór maður í heimsókn til pabba í vinnuna án þess að hafa erindi, þekkti alla karlana og fékk jafnvel að hjálpa til. Honum þótti vænt um samstarfsmenn sína, hvort heldur það var forstjórinn, flugmennirnir eða hver sá sem átti leið um. Alltaf með heitt á könn- unni í pínulítilli skonsu á verk- stæðinu, þangað sem allir voru vel- komnir. Það urðu kaflaskil hjá honum þegar hann slasaði sig alvarlega á hendi. Í kjölfarið átti hann erfitt með að vinna við smíðar. Um svip- að leyti breyttust vinnuaðstæður, þá fluttist hann í vöruafgreiðsluna og vann þar síðustu árin, eða þar til heilsa hans leyfði ekki lengur. Pabbi elskaði landið sitt og þá staði sem hann dvaldi á sem strák- ur. Raufarhöfn, Þistilfjörð, Akur- eyri, Hraun í Fljótum (þaðan var pabbi hans) og Kolviðarhól. Hann var óþreytandi að ferðast um land- ið hring eftir hring, flautandi við stýrið, brosandi og svo frjáls með mömmu við hlið sér. Ég minnist notalegra stunda í tjaldi, hlusta á pabba segja draugasögur og sögur úr sveitinni þegar hann var kaupamaður. Þeg- ar hann um miðja nótt vildi taka saman því einhverjar ófrynjur voru á kreiki, við krakkarnir skjálfandi af hræðslu, en veltumst svo um af hlátri yfir öllu saman. Hann liggjandi í mjúkum mosa með bók, lesandi. Lestur var hon- um ástríða og lífsfylling alla tíð. Hann las helst allt sem gefið var út og las til síðustu stundar. Þegar heilsan fór að bila lærði hann að binda inn bækur sem var hans tómstundaiðja allt til enda. Hann kom sér upp kompu heima þar sem hann hafði græjur til binda inn bækur. Síðustu árin var gott að vita af honum í kompunni, þá vissum við að honum leið vel. Hann gerðist félagi í Lionsklúbbn- um Vála og mat mikils strákana sem hann sýndi best með því að halda stjórnarfundi til fjölda ára á heimili þeirra mömmu. Pabbi var einstaklega barngóð- ur. Lætin sem fylgdu stórum hópi barnabarna fóru aldrei fyrir brjóstið á honum. Hann var alla tíð svo blíður og brosandi og aldrei féll frá honum styggðaryrði. Hann var þannig maður að öllum sam- ferðamönnum þótti vænt um hann. Hann fór ekki hratt yfir eða lét fara mikið fyrir sér, alltaf ljúfur og til staðar á hverju sem gekk. Gleðin jafnt sem sorgin hafa hald- ist í hendur í hjónabandi sem var- aði í tæp sextíu ár. Það verður erf- itt fyrir mömmu að sjá á eftir pabba eftir svo langa samveru. Hann dvaldi síðasta árið á Landakotsspítala, naut hjúkrunar fólks sem greinilega þótti vænt um hann. Hafi starfsfólkið bestu þakk- ir fyrir umönnunina í veikindum hans. Ég er stolt af svo yndisleg- um föður sem alltaf tók breyt- ingum á lífi mínu með miklu æðru- leysi. Hafi pabbi minn þökk fyrir allt. Ásta Sigvaldadóttir. Mig langar með nokkrum orðum til að minnast tengdaföður míns sem lést á Landakotsspítala 7. september sl. Kynni okkar hófust fyrir um fimm árum er ég kvænt- ist dóttur hans, Ástu. Heilsu Sig- valda var þá farið að hraka fyrir allnokkru og öðruvísi þekkti ég hann ekki. Ég dáðist frá fyrsta degi að þrautseigjunni hjá honum því að þótt líkaminn væri farinn að gefa sig var enga uppgjöf hjá hon- um að finna. Þau hjón höfðu gaman af ferða- lögum og fóru ósjaldan með hús- vagninn út á land, jafnvel þótt Sig- valdi væri á tveimur hækjum, og nutu sveitasælunnar. Þá var kona hans, Erla, betri en enginn, ósér- hlífin og hörkudugleg. Krafturinn í þeim hjónum var aðdáunarverður og að leggja árar í bát var ekki í umræðunni, það var frekar gefið í. Ég bý að kynnum mínum við Sig- valda það sem eftir er og hef lært að með bjartsýni og ást á lífinu er allt hægt. En eitt sinn skal hver deyja og Sigvaldi hefur kvatt okk- ur í hinsta sinn, saddur lífdaga. Ég þakka samfylgd og góða vin- áttu. Far þú í friði. Kristinn Páll Ingvarsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns sem nú er látinn eftir langvarandi veik- indi. Ég var 16 ára og afar feimin þegar ég kom í fyrsta skipti á heimili þeirra Búa og Erlu í Teiga- gerði 13 sem kærasta Kristins, yngsta sonar þeirra. Í húsinu mætti mér alveg nýr heimur, þarna var alltaf fullt af fólki, mikið líf og fjör og ég hélt að ég myndi aldrei ná að kynnast öllu þessu fólki enda alltaf nýir að koma ef aðrir fóru. Þetta kom þó allt sam- an með tímanum en ég tók líka fljótlega eftir því að í hópnum miðjum var maður sem aldrei lét á sér bera, hann bara var þarna og hann skipti verulegu máli. Þetta var hann Búi. Síðan eru liðin mörg ár og margt hefur breyst eins og gengur en Búi breyttist ekki. Hann var alltaf rólyndismaður með ótrúlegt jafnaðargeð og jákvætt hugarfar. Og þótt heilsan væri oft tæp og horfurnar slæmar var alltaf stutt í brosið. Á meðan hann hafði heilsu til, og reyndar enn lengur, tók hann þátt í ýmsu brölti okkar Kristins í smíðavinnu og fleiru sem hann kunni miklu betur en við og var óþreytandi að gefa góð ráð. Þrotinn að líkamlegum kröftum en fullur af andlegum styrk miðlaði hann okkur af kunnáttu sinni við uppbyggingu torfbæjar, aðeins fjórum dögum fyrir andlát sitt. Búi var maður sem maður kynntist hægt, óx við nánari kynni og hélt áfram að vaxa á meðan maður þekkti hann. Við vorum góðir vinir og hann var mér afar kær. Hann tók aldrei mikið pláss þar sem hann var en hann skilur eftir stórt pláss í hjarta mínu sem ekki verður fyllt. Elsku Erla, þetta eru erfiðir dagar en þið Búi eigið traustan af- komendahóp sem stendur þétt saman. Það var ógleymanlegt að upplifa samheldnina sem ríkti við dánarbeð Búa. Hann var einstakur maður. Guðrún. Við minnumst elsku afa Búa sem alltaf átti bros og klapp og koss á kinn til handa tátunni sinni, kallinum sínum og kútnum sínum og eru þá örfá talin þau gæluorð sem hann gaf okkur og börnunum okkar. Hann hafði yndislega nær- veru og það var alltaf svo gott að sækja hann og ömmu heim. Við minnumst afa með ömmu sem hann var alltaf jafnskotinn í, eins og unglingur. Hann kallaði SIGVALDI BÚI BESSASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.