Morgunblaðið - 11.09.2003, Side 41

Morgunblaðið - 11.09.2003, Side 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 41                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                   Grzegorz Tkaczyk var marka-hæstur hjá Magdeburg í leikn- um með 7 mörk og þeir Stefan Kretzschmar og Oleg Kulechov gerðu 6 mörk hvor. Meistarar Lemgo eru óárennilegir sem fyrr og þeir sigruðu Wallau- Massenheim, 38:34. Lemgo hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína. Einar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Wallau, Rúnar Sigtryggsson komst ekki á blað en hann var útilokaður frá leiknum með þrjár brottvísanir á lokamínútu fyrri hálfleiks. Markus Baur skoraði 10 mörk fyrir Lemgo og Florian Kehrmann 9. Íslendingarnir hjá Wetzlar voru atkvæðamiklir þegar lið þeirra fékk Grosswallstadt í heimsókn. Gunnar Berg Viktorsson var markahæstur með 6 mörk og Róbert Sighvatsson 3. Það var hins vegar ekki nóg, Grosswallstadt sigraði, 25:24, og skoraði Snorri Steinn Guðjónsson tvö marka liðsins, annað þeirra úr vítakasti. Kiel vann Essen, 30:28, og skoraði Guðjón Valur Sigurðsson eitt mark fyrir Essen en lið hans hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Guðmundur Hrafnkelsson og fé- lagar í Kronau/Östringen sitja á botninum eftir þriðja tap sitt en það var naumt, 30:29 í Minden. Jaliesky Garcia skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem tapaði, 23:21, fyrir Wilhelmshavener. Gylfi Gylfa- son skoraði ekki fyrir heimaliðið. Flensburg er með fullt hús stiga, sex eftir þrjá leiki, og vann Gumm- ersbach, 32:29. Lars Christiansen skoraði 8 mörk fyrir Flensburg en Kyung-Shin Yoon var atkvæðamest- ur hjá Gummersbach með 9 mörk. Nordhorn hefur heldur ekki tapað stigi en liðið lék sinn fyrsta leik í gærkvöld og vann þá Stralsunder, 31:22. Góður útisigur hjá Magdeburg LÆRISVEINAR Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg hófu baráttuna um þýska meistaratitilinn eins og best varð á kosið í gærkvöld. Þeir sóttu heim lið HSV Hamburg, sem hafði farið vel af stað og unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Frammi fyrir troðfullu húsi, 5.000 áhorfendum, vann Magdeburg góðan sigur, 32:29, og var með yf- irhöndina allan síðari hálfleikinn. Sigfús Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir Magdeburg í leiknum en þetta var fyrsti leikur liðsins þar sem það átti fjóra leikmenn í 21-árs landsliði Þýskalands sem tók þátt í HM á dögunum. FÓLK  FRAKKAR og Litháar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópu- mótsins í körfuknattleik í gær en leikið er í Svíþjóð. Frakkar unnu Rússa, 76:69, þar sem að Tony Park- er skoraði 18 stig fyrir Frakka en Andrei Kirilenko var atkvæðamest- ur í liði Rússa með 22 stig.  EVRÓPUMEISTARALIÐ fyrrum Júgóslavíu er úr leik þar sem Serb- ía/Svartfjallaland tapaði gegn Litháen 98:82. Ramunas Siskauskas skoraði 27 stig í liði Litháens en Djuro Ostojic skoraði 17 stig fyrir Serbíu/Svartfjallaland en liðið skor- aði 17 stig gegn engu í upphafi fjórða leikhluta en leikmenn Litháens náðu að halda fengnum hlut.  PEDRAG Stojakovic leikmaður Serbíu/Svartfjallalands komst ekki á blað í leiknum í gær en hann hefur átt við meiðsli að stríða á ökkla. Stoj- akovic er ein besta skytta NBA- deildarinnar en hann leikur sem kunnugt er með liði Sacramento Kings.  Í kvöld mætast Spánn og Ítalía í undanúrslitum keppninnar auk þess sem Grikkir leika gegn Ítölum.  ENSKIR fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefði boðið sir Alex Fergu- son, knattspyrnustjóra Manchester United, að koma til Lundúnaliðsins. Haft er eftir Ferguson að hann hafi hafnað mjög góðu tilboði Rússans en það þurfi „meiriháttar hamfarir“ til að hann yfirgefi fengsæla skútu Manchester-liðsins.  ALAN Pardew, knattspyrnustjóri Readings, sagði í gær upp hjá félag- inu. Hann var ósáttur með að stjórn þess vildi ekki veita honum leyfi til að ræða við forráðamenn West Ham á dögunum. Talið er líklegt að hann taki við West Ham nú þegar hann er laus allra mála hjá Reading.  CHRIS Kirkland, markvörður Liverpool og enska landsliðsins, 21 árs og yngri, meiddist á æfingu með landsliðinu í fyrrakvöld. Hann, sem er nýbúinn að jafna sig eftir aðgerð á hné, verður frá æfingum í mánuð.  GEORGE Weah, fyrrverandi leik- maður AC Milans, hefur lýst yfir áhuga á að gerast landsliðsþjálfari Nígeríu, en það starf mun vera laust um þessar mundi. Weah lagði skóna á hilluna í fyrra eftir að hafa sem leikmaður og landsliðsþjálfari Líb- eríu stýrt liðinu í úrslitakeppni Afr- íkukeppninnar í knattspyrnu.  FABRIZIO Ravanelli gerir sér vonir um að fá samning við enska 1. deildarliðið Coventry. Ravanelli var árum saman hjá Derby en hætti hjá félaginu í vor.  SEX Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í keilu sem hefst í Malasíu í dag. Þeir eru: Arnar Sæbergsson, ÍR, Freyr Bragason, KFR, Jón Helgi Bragason, ÍR, Magnús Magnússon, KR, Sigurður Lárusson, ÍR og Steinþór Geirdal Jóhannsson, ÍR. Þjálfari liðsins er Theodóra Ólafsdóttir. Leiðrétting Í myndartexta sem fylgdi mynd og umfjöll- un um val á íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu kvenna var sagt að þar ætti Mar- grét Lára Viðarsdóttir í hlut. Svo mun ekki vera heldur var það Laufey Ólafsdóttir sem bar fyrir augu á myndinni í baráttu við leik- mann ungverska landsliðsins. Beðist er vel- virðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.