Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 33 fjölskyldur okkar allra kveðja nú góða frænku og yndislega konu sem okkur öllum þótti mjög vænt um. Á þessum tímamótum er gott að þakka samveruna og fagna þeim minningum sem lýsa svo skært þeg- ar horft er til baka. Þær góðu minn- ingar munu líka varða veginn fram. Ragnheiður Haraldsdóttir. Elsku Maja frænka. Núna ertu komin í fang góðra vina og hans Finnboga þíns. Mikið saknaðirðu vinskapar, kærleika og félags hans, sérstaklega undanfarin ár, eins og þú hafðir oft á orði við mig. Mér er svo margt minnisstætt um samveru okkar, t.d. frá dögunum þar sem þú „hjúkkaðir“ mig heima hjá þér og Finnboga á Ægisíðuni þegar ég var polli með hettusótt. Þá var hugsað um mann sem prins. Þegar ég sneri aftur til Íslands stóð ekki á því að þú opnaðir heimili ykk- ar fyrir mér og var ég sem heima hjá mér. Þú aðstoðaðir mig við að „ná áttum“ þá og varst mér alltaf innan handar síðan. Sá tími sem ég fékk að vera með og hjá þér hefur alla tíð verið mér dýrmætur. Ég mun aldrei gleyma hversu já- kvæð, fórnfús, glaðlynd og gjafmild þú varst alla tíð. Ég vil kveðja þig núna, elsku Maja, þar til við hitt- umst á ný. Þinn frændi, Finnbogi Þór. Kveðja frá hjúkrunarfræði- deild Háskóla Íslands Á haustdögum fyrir þrjátíu árum var grunnmenntun hjúkrunarfræð- inga færð á háskólastig með stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Mikil undirbún- ingsvinna lá þar að baki í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unina og sóttar voru fyrirmyndir til erlendra háskóla. Ýmsir aðilar sam- félagsins stóðu að þessari þróun en þar var María Pétursdóttir í forystu. Hún var formaður Hjúkrunarfélags Íslands, skólastjóri Nýja hjúkrunar- skólans og hafði víðtæka reynslu af hjúkrun, kennslu- og félagsstörfum. María kenndi við ýmsa erlenda og íslenska hjúkrunarskóla. Hún sat í námsbrautarráði námsbrautar í hjúkrunarfræði frá upphafi og var kennslustjóri námsbrautarinnar á fyrstu árum hennar. Á þeim tíma var unnið að margvíslegum verkefn- um við þróun námskrár og kennslu. Þarna lagði María, ásamt stjórn námsbrautarinnar, grunninn að fjögurra ára námi hjúkrunarfræð- inga á háskólastigi. Það var heilbrigðisstéttum ljóst á þessum árum, og ekki síst Maríu, að bæta þyrfti menntun hjúkrunar- fræðinga í landinu til að skapa þekk- ingu í hjúkrun sem byggðist á vís- indalegum grunni. Slíkur grunnur væri mikilvægur til að takast á við flóknari viðfangsefni heilbrigðis- þjónustunnar. Með því að færa hjúkrunarmenntun á háskólastig var stigið stórt skref til eflingar hjúkrunarmenntun. Ísland var þar með á undan flestum öðrum löndum að taka þá ákvörðun og varð fyr- irmynd annarra þjóða á því sviði. María vildi veg hjúkrunar sem mestan og að sérhver nyti bestu hjúkrunarþjónustu, sem byggðist á góðri menntun hjúkrunarfræðinga. Hluta af því að vera hjúkrunarfræð- ingur taldi María vera fólginn í því að þekkja vel uppruna sinn og hvernig hjúkrun hefði þróast í gegn- um söguna. Ber rit hennar um sögu hjúkrunar þess vitni. Með hógværð, glaðlyndi en jafnframt af metnaði og festu vann hún markvisst að þróun hjúkrunarmenntunar í landinu sem reynst hefur hjúkrunarstéttinni og jafnframt þjóðinni til heilla. Fram- lag hennar til menntunarmála hjúkrunarfræðinga var ómetanlegt brautryðjandastarf. Við þökkum Maríu áræði, fram- sýni og þor og vottum ættingjum hennar samúð. Eftir yndislegt sumar haustar að. Nú hefur einnig haustað að í huga okkar. María, fyrrverandi skóla- stjórinn okkar og velgjörðarkona, hefur kvatt þetta líf. Minningarnar um Maríu streyma fram og margs er að minnast. Hún var einstök kona. Við undirritaðar vorum svo lánsamar að fá tækifæri til að starfa undir stjórn hennar um árabil í Nýja hjúkrunarskólanum. Við komum til starfa við skólann með mismikla þekkingu og reynslu í farteskinu, en María hafði óbilandi trú á okkur öllum og hún var stjórn- andi sem treysti starfsmönnum sín- um, veitti þeim frjálsræði, hvatti til góðra verka, þannig að hver og einn fékk að njóta sín og þroskast í starfi. Hlýja hennar og kærleiki náði einn- ig til fjölskyldna okkar sem hún sýndi alltaf áhuga og fylgdist grannt með börnum okkar stíga sín fyrstu skref í lífinu. María var eldhugi og hugsjóna- manneskja, sem hafði sterka fram- tíðarsýn fyrir hjúkrun, vildi veg hennar sem mestan og var tilbúin að fórna því sem þurfti til. Hún lagði á sig ómælda vinnu til að berjast fyrir menntunarmálum stéttarinnar, sem hjúkrunarfræðingar í dag njóta góðs af. Einnig hafði hún óþrjótandi áhuga á hjúkrunarsögu og gaf út bókina „Hjúkrunarsaga“. Henni var mikið í mun að saga stéttarinnar væri skráð og hlyti þann sess í hug- um hjúkrunarfræðinga sem henni bar. Segja má með sanni að þar hafi María verið langt á undan sinni samtíð. Í samstarfi við Maríu kynntumst við vel mörgum mannkostum henn- ar. Hún var mjög hrifnæm og henni tókst að varðveita barnið í huga sér. Hnyttin var hún í tilsvörum, fyndin og skemmtileg, en jafnframt ljúf og elskuleg og vildi allra götu greiða. Einlæga trú átti hún líka sem ef- laust hefur mótast af því uppeldi sem hún fékk og verið henni styrkur á lífsleiðinni. Um áramótin 1989–1990 var Nýi hjúkrunarskólinn lagður niður og starfsemi hans flutt annað. Þótt leið- ir skildi héldum við starfsfólkið und- ir forystu Maríu áfram að halda hinn árlega jólafund skólans. Alltaf var jafngaman að hittast, rifja upp liðnar ánægjustundir og skapa nýjar og þar var María hrókur alls fagn- aðar. Komið er að kveðjustundu. Minn- ingar okkar um Maríu eru stór- brotnar og hlýjar og munu halda áfram að lifa í huga okkar þótt hún hafi horfið af sjónarsviðinu. Við minnumst hennar með djúpri virð- ingu og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir hjúkrun og fyrir það sem hún var okkur. Hafi hún þökk fyrir allt. Guð blessi minningu Maríu Pétursdóttur. Samstarfskonur í Nýja hjúkrunarskólanum á árunum 1980–1990. Kveðja frá Kvenfélagasambandi Íslands Við fráfall Maríu Pétursdóttur, fyrrverandi formanns Kvenfélaga- sambands Íslands, sendir sam- bandið ættingjum hennar og vinum hugheilar samúðarkveðjur. María var formaður Kvenfélaga- sambands Íslands á árunum 1979 til 1987 og gegndi því starfi af dugnaði og skörungsskap, eins og öðru því sem hún tók sér fyrir hendur um ævina. María Pétursdóttir var glæsilegur fulltrúi Kvenfélagasam- bands Íslands, hvort heldur var hér- lendis eða erlendis, sökum glæsi- leika, gáfna og færni. Íslensku fulltrúarnir sem með henni voru er- lendis fylgdust stoltir með formanni sínum á þeim stundum. Hún var virðulegur og vel metinn formaður og málsvari sambandsins, stærsta sambands félaga kvenna á Íslandi. Með Maríu er genginn stórbrot- inn persónuleiki og frumkvöðull sem lengi verður minnst. Blessuð sé minnning Maríu Pétursdóttur. Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KÍ. Í marsbyrjun 1968 er ég hóf störf hjá Hjúkrunarfélagi Íslands var María Pétursdóttir formaður félags- ins. Það var mannbætandi að starfa með henni, hugsjónakonu með sýn til framtíðar. Hún unni hjúkrunar- stéttinni og starfinu. Þar var efst í huga bætt og aukin menntun hjúkr- unarkvenna. Minnisstæður er mér morgunninn þegar Magnús Már Lárusson, þá háskólarektor, hringdi. Við sátum hvor á móti annarri á skrifstofunni okkar í Þingholtsstræti og ég sá mikinn áhuga, spurn og efa í bjarta andlitinu hennar. Erindið var – ef þú/þið viljið koma hjúkrun inn í Háskóla Íslands er tækifæri nú. Við munum auglýsa innan tveggja daga – minnst sjö um- sóknir þurfa að berast. Svar þurfti helst að berast sama dag. Með engan tíma til ákvörðunar með stjórn og af eðlisávísun fram- sýnu menntakonunnar sagði María: „Já“ og Háskóli Íslands auglýsti eft- ir umsóknum í hjúkrunarnám, þá innan læknadeildar. Ég sagði í upphafi örlagavaldur. Dag einn hringdi hún, þá skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans á Suður- landsbraut 20. Sagði formanni fé- lagsins, Sigþrúði Ingimundardóttur, að nú væri verið að fjarlægja kofa af næstu lóð við 20 og þar ætti að reisa stórhýsi, 4–5 hæðir. Ætti Hjúkrunarfélagið ekki að gerast aðili að byggingunni? Eign- ast góða hæð. Útsýnið væri ekki lak- ara en í Þingholtsstrætinu, bara í aðra átt, til Esjunnar. Og við vitum hvernig fór. Við fluttum inn á Suðurlandsbraut 22 árið 1986. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað árið 1919, árið sem María fæddist, líklega um það bil mánuði fyrr. Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga heitir nú nánast sama nafni og upphaflega. María er mér eftirminnilegur og kær samstarfsmaður og félagi. Ég minnist sérstaklega einnar heimsóknar til hennar á Droplaug- arstaði – við sátum inni í herbergi hennar og þótt margt væri horfið í gleymskunnar sjó var hugur hennar til hjúkrunarsögunnar frjór – hún nánast endursagði ritið – bætti inn í hér og þar – breytti þessu, flutti til kafla – hún vildi endurrita hjúkr- unarsöguna. Hjúkrunarstéttin á henni mikið að þakka. Hún ritaði sögu hjúkr- unar, jafnframt því að kenna við Hjúkrunarskóla Íslands, var þá for- maður félagsins og vann á skrifstof- unni ásamt umsjón og umhyggju með veikum manni sínum, Finnboga frá Gerðum, sem var stórbrotinn persónuleiki. Tengd Maríu minni eru nokkur orð sem Finnbogi sagði eitt sinn á skrifstofunni í Þingholtsstræti 30 og hafa greypst í huga minn. „Sá sem aldrei hefur sáð fræi og séð upp af því vaxa jurt hefur vart lifað.“ Í anda þessara orða – sáið og þér munuð uppskera og í anda okkar Maríu – Guð blessi íslenska hjúkr- unarstétt. María, þakka þér fyrir samfylgd- ina. Ég veit að þú gengur á guðs vegum. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Einn merkasti leiðtogi hjúkrunar á Íslandi, María Pétursdóttir, er lát- inn. Henni á heilbrigðisþjónustan mikið að þakka og stendur þar fremst framlag hennar og hugur til menntunar heilbrigðisstétta. Skiln- ingur hennar á mikilvægi nýrra áherslna í menntun hjúkrunar- fræðinga skipaði hana í framvarð- arsveit þeirra sem unnu að því að háskólamenntun hjúkrunarfræðinga varð að veruleika. Með þeim áfanga varð Ísland að fyrirmynd margra landa um allan heim, sem síðan þá hafa unnið að því að ná slíku marki. Leiðir okkar Maríu lágu saman í 35 ár. Það sem einkenndi hana var mikill kjarkur og víðsýni, hún horfði alltaf fram og jafnvel upp. Hún sýndi okkur sem yngri vorum ótrú- legt traust og hvatti okkur í þeim viðfangsefnum sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég kveð Maríu Pétursdóttur og þakka henni leiðsögn hennar og vin- áttu. Vilborg Ingólfsdóttir. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN SIGTRYGGSSON fyrrverandi aðstoðarbankastjóri, Reynimel 28, Reykjavík, sem lést laugardaginn 30. ágúst, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. september kl. 13.30. Ragnheiður Viggósdóttir, Birna Sigurbjörnsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Hilmar Sigurbjörnsson, Marta Jónsdóttir, Hjalti Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Davíð Jónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLMASON, Ölduslóð 34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. september kl. 13.30. Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Viðar Hrafn Steingrímsson, Lena Karen Sveinsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Nikulás Árni Sigfússon, Hrefna Margrét Viðarsdóttir. Ástkær fósturmóðir, systir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hurðarbaki, Birkivöllum 10, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 13. september kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Matthías Viðar Sæmundsson og Steinunn Ólafsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR S. BENEDIKTSSON frá Hömrum í Haukadal, Hraunbæ 140, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítala Hring- braut miðvikudaginn 3. september, verður jarð- sunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 12. sept- ember kl. 13.30. Guðrún Lilja Árnadóttir, Árni H. Jóhannsson, Sigrún Elfa Ingvarsdóttir, Guðrún S. Guðmundsdóttir, Jónas H. Bragason, afabörn og langafabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN HELGI BENEDIKTSSON málarameistari, Norðurbyggð 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 12. september kl. 13:30 Ragnheiður Kristjánsdóttir, Pétur Guðjónsson, Einar Birgir Kristjánsson, Ásdís Sigurvinsdóttir, Steinlaug Kristjánsdóttir, Helgi Steingrímsson, Eygló Kristjánsdóttir, Hafsteinn Sigfússon og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.