Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 49 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, og 8.15. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Með íslensku tali. KRINGLAN Sýnd kl. 5. BASIC SINBAD SÆFARI ÁSTRÍKUR OG KLEOPATRATOMB RAIDER ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. YFIR 40.000 GESTIR! YFIR 40.000 GESTIR! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”!  Skonrokk FM 90.9  Skonrokk FM 90.9 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Með íslensku tali EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5, 7.45 OG 10.15. ÁLFABAKKI Synd kl. 4 og 6. Ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. Enskt tal Sýnd áklukkutímafresti  KVIKMYNDIR.IS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PA 2 15 57 08 /2 00 3 PAUL Simon og Art Garfunkel hafa tilkynnt að þeir ætli saman í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada í haust en þeir hafa ekki leikið saman í tvo áratugi, ef undan er skilið að þeir komu fram á Grammyverðlaunahátíðinni í febr- úar sl. þegar þeir afhent sérstök heiðursverðlaun. Þeir Simon og Garfunkel eru báðir 62 ára gamlir. Tónleikaferðin, sem nefnist Gamlir vinir: 2003, hefst í Michigan 18. október, mun standa fram í des- ember og fara fram í 36 borgum. Þeir félagarnir kynntu tónleika- ferðina á blaðamannafundi í New York í gær. Þar sagði Garfunkel að þegar þeir Simon hittust í vetur hefðu þeir tekið að nýju upp sam- band. „Grammyhátíðin neyddi okk- ur út úr híðinu … leiddi til þess að við fórum að tala saman, syngja og æfa svolítið,“ sagði hann. Simon og Garfunkel nutu gíf- urlegra vinsælda á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar fyrir dægurlög sem nú eru klassísk, á borð við „Sound of Silence“ og „Bridge Over Troubled Water“. Þeir hittust fyrst þegar þeir voru að alast upp í Queens í New York og gáfu út fyrstu plötu sína í lok sjötta áratugarins undir nöfnunum Tommi og Jenni. Fyrsta smáskífa þeirra með laginu „Hey Schoolgirl“ vakti á þeim athygli en í kjölfarið hættu þeir samstarfinu í bili. Tóku þeir saman aftur og um miðbik sjö- unda áratugar sló lagið „Sound Of Silence“ gefið út í nýrri útgáfu og það sló í gegn. Eftir því sem vin- sældir Simons og Garfunkels jukust óx spennan á milli þeirra. Simon, sem samdi flest lögin, fannst Garfunkel hefta sig og Garfunkel var það þyrnir í augum hve Simon átti létt með að semja lög. Þegar plata þeirra Bridge Over Troubled Water kom út árið 1970 hættu þeir samstarfinu. Þeir hafa þó komið nokkrum sinnum fram saman síðan á tónleikum, síðast árið 1983. „Ég vissi alltaf að við gætum enn sungið saman,“ sagði Paul Simon. „Við vorum vinir en síðan slitnaði upp úr vinskapnum. Grammy- hátíðin gaf okkur tækifæri til að taka upp þráðinn á ný.“ Þeir gerðu lítið úr frægum deil- um sín á milli og sögðust búnir að gleyma öllum erjum. „Okkur kem- ur vel saman. Við höfum rætt sam- an og æft,“ sagði Garfunkel og til að sanna fyrir blaðamönnum að þeir væru í góðri æfingu léku þeir Simon syrpu af þekktum lögum sín- um: „Old Friends“, „Homeward Bound“ og „The Boxer“. Garfunkel gaf meira að segja til kynna að þeir Simon myndu taka upp plötu saman. „En það er ekki tímabært enn,“ bætti hann við. Simon og Garfunkel saman á ný Reuters Þeir voru léttir á því, Tommi og Jenni, á blaðamannafundinum. BÍLDDÆLINGURINN Jón Sigurður Eyjólfsson hefur nú gefið út hljómdisk sem hann kallar Nuevos Cantos De Sirena eða Nýir söngvar sírenunnar. Á honum er að finna suðræna söngva þar sem hann flytur ljóð á spænsku eftir félaga sína León Salvatierra og Calos Marínez Aguirre sem hann kynntist á Grikklandi og Spáni. Jón mun kynna plötuna í kvöld í Alþjóðahúsinu (Kaffi Kúltúre) og með honum verða Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari, Cheik Bangoura slagverksleikari, Gísli Magnason söngvari, Ólafur Kristjánsson bassaleikari og Kristín Helgadóttir bakraddasöngvari. Fyrri hluti tónleikanna fer í að kynna diskinn en í síð- ari hlutanum mun hann leika lög sem hann hefur samið við ljóð Jóns úr Vör og fleiri íslenskra skálda. Sungið til sírena Morgunblaðið/Sverrir Jón Sigurður og hljómsveit, klár í slaginn í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Jón Sigurður gefur út hljómdisk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.