Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 ÞAÐ HEFUR vakið athygli mína sá áhugi hjá skólastjórnendum að skipta börnum í bekki eftir náms- árangri þeirra. Þetta er talið hjálpa vel gefnum nemendum sem fá þá viðfangs- efni sem eru nægi- lega krefjandi fyrir þau, það henti einnig þeim sem eiga erfitt með nám og þurfi frekari stuðning í náminu. Erfitt er að færa rök fyrir því að þessar fullyrðingar standist ekki út frá námshæfileikum nem- enda. Hins vegar má velta fyrir sér hvort hér sé verið að stíga rétt skref sem muni auka hæfni unga fólksins okkar til að takast á við lífið og til- veruna. Þegar upp er staðið þá er mannfólkið misjafnt að upplagi, í hugsun og í háttalagi. Það að vera í skóla er aðeins einn þáttur lífsins. Það að vera hæfur á námsbókina er mikilvægur kostur. Hins vegar er ljóst að sá sem umgengst aðeins þá sem eru honum líkir missir af því að þroska þann hæfileika að setja sig í spor annarra, að skilja að lífið er flókið samspil mannlegra tengsla, og að skilja að það er ekki sjálfsagt að allir séu eins. Afburðanemendur geta misst mikið fái þeir ekki tækifæri til að kynnast hinum sem fæddust ekki með þá gáfu. Ekki er ólíklegt að í hópi afburðanemenda leynist leið- togar framtíðarinnar. Hvaða eig- inleikum viljum við að slíkir ein- staklingar búi yfir? Er nægilegt að kunna að lesa, skrifa og reikna allt milli himins og jarðar? Það er aldrei það sama að lesa um hvað eitthvað er og að sjá með eigin augum hvað í því felst. Í 65 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu vera jafn- ir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætt- ernis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Segja má að sá ein- staklingur sem missir af því að kynnast margbreytileika mannlífs- ins fari á mis við mikið, það er strax í bernsku búið að flokka hann sem af- burðanemanda, miðlungsnemanda eða lélegan nemanda. Framleiðni þjóðfélagsins er talin byggjast á því að framleiða sem flesta afburðanem- endur, sem flokkast sem slíkir á mælistiku prófa, hve skólar koma vel út á samræmdum prófum eða eitt- hvað álíka. Í raun sorgleg örlög fyrir hvern sem er að lenda í. Er þetta eina lausnin sem skólakerfið sér til þess að taka á agavandamálum? Rannsóknir hafa sýnt að árangur fæst ef bekkjardeild er hæfilega fjöl- menn og skólinn ekki of mikill um- fangs. Hvers vegna er sú leið ekki farin? Skammtímasjónarmið um sparnað í menntakerfinu hafa hér líklega mikið að segja. Nýleg rann- sókn benti á að námsefni væri ábóta- vant hér á landi. Hvers vegna er ekki sú leið farin að bæta náms- efnið? Ég var svo heppin að alast upp þegar sjálfsagt þótti að blanda sam- an þeim sem voru afburðanem- endur, miðlungs og lélegir. Sú menntun sem ég fékk var ómet- anleg. Afburðanemandinn hvatti aðra til dáða, sá sem lélegur var minnti á hverfulleika lífsins. Meðal- nemandinn varð meira en meðal. Af- burðanemandinn skildi miklu meira en það sem stóð í bókunum. Lélegi nemandinn lærði að skilja og um- gangast þá sem höfðu yfirburði yfir hann í námi. Það áhugaverða við þetta var þó einnig að sá sem var lé- legur á bókina þurfti ekki að vera það í félagslegum samskiptum, hann gat einnig búið yfir einstökum hæfi- leika sem aðrir kunnu að meta, og litu upp til hans fyrir. Ágætu skólastjórnendur. Mennt- un er mikilvæg en verum minnug þess að skólagangan er aðeins hluti af lífinu og hver einstaklingur þarf að vera virkur þátttakandi í þessu samfélagi. Góðæri dagsins í dag get- ur þýtt kreppu og atvinnuleysi á morgun. Atvinnutækifærin eru mis- munandi og það sem telst mikils- verður hæfileiki í dag þarf ekki að teljast það á morgun. Við flokk- unarkerfi byggt á mælikvörðum dagsins í dag erum við að skaða nám barnanna okkar. Nám er ekki bara fólgið í því að taka próf heldur einnig að læra að lifa í samfélagi manna. Fyrstu skólastigin eru í raun sam- félag barnanna okkar og því er mik- ilvægt að hver nemandi læri að lifa og starfa innan þess samfélags. Það að útiloka ákveðin hóp barna frá því samfélagi, s.s. vegna fíkniefna- neyslu, hefur einfaldlega þá afleið- ingu í för með sér að sá hópur lærir ekki að lifa í samfélagi manna, held- ur utan þess. Við eigum öll rétt á því að skóla- kerfið sjái til þess að við virðum 65. gr. stjórnarskrárinnar í framtíðinni. Leyfum börnunum okkar að kynn- ast og læra að lifa saman án flokk- unar eftir getu. Gott námsefni er undirstaðan, fækkum í bekkjum, höfum skólana fámennari. Styrkjum börnin okkar til betra lífs. „Allir skulu vera jafnir“ Eftir Jóhönnu Rósu Arnardóttur Höfundur er félags- og menntunarfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ skýrir frá því á baksíðu 5. september 2003 að Íslendingar taki nú þátt í al- þjóðlegum snjó- flóðarannsóknum og að í því skyni verði sett upp tvö möstur fyrir sjálf- virk radartæki ofan á snjóflóðagarðana á Flateyri. Þannig verði unnt að mæla hraða snjó- flóða úr Skollahvilftinni á sama hátt og hraði er mældur á bifreið- um. Markmiðið með verkefninu er að sögn sérfræðings á Veðurstofu Íslands „að auka skilning á eðli og eiginleikum snjóflóða til þess að bæta hönnunarforsendur við gerð varnarvirkja“. Til frekari upplýs- inga bætir þessi sérfræðingur Veðurstofunnar því við að „leiði- garðarnir á Flateyri eru meðal merkilegustu snjóflóðavarn- argarða í heimi og gefa einstakt tækifæri til að skoða flæði snjó- flóða“. Hann veit nú betur. Þetta eru aðeins blekkingar. Snjóflóðagarðarnir á Flateyri eru rangt staðsettir af þeirri ein- földu ástæðu að allar hönn- unarforsendur voru sniðgengnar við byggingu þeirra. Garðarnir eru staðsettir á sléttu landi og uppbyggðir úr aðfluttu efni. Þetta var gert vegna ókunnugleika þeirra sem að þessu stóðu, en það voru tveir Norðmenn frá NGI, sem gengu í snjólausum marzmán- uði 1996 um 200 metra upp á Hrygginn neðan Skollahvilftar og voru svo hrokafullir að þeir neit- uðu að taka tillit til upplýsinga staðkunnugra manna. Þessir Norðmenn blekktu síðan íslenzka verkfræðinga til að samþykkja þessar ábyrgðarlausu tillögur um uppbyggða varnargarða, sem síð- an voru byggðir og menn síðan hafa mátt búa við. Hættuleg eða varasöm snjóflóð koma úr tveim giljum í Eyrarfjalli ofan Flat- eyrar, Innra-Bæjargili og Skolla- hvilft, en bæði þessi gil hafa myndað ávala malarhryggi af framburði neðan giljanna og auð- velt var og er að grafa þar djúpar rennur til stýringar fyrir öll snjó- flóð úr giljunum sem mynda full- komna vörn fyrir alla byggð á Flateyri. Þetta er og var kostn- aðarlítil framkvæmd miðað við það sem gert var, og er enn jafn nauðsynleg því að þessir upp- hlöðnu garðar standast ekki tím- ans tönn, og munu falla saman og lækka undan eigin þunga. Er nauðsynlegt að fylgst verði með þessu af Snjóflóðavörnum Veður- stofunnar og almenningi, einkum Flateyringum, verði gerð grein fyrir ástandi garðanna reglulega. Nauðsynlegt og eðlilegt væri að nú strax væri skýrt frá því hvað garðarnir hafa lækkað mikið frá byggingu þar til nú. Innra-Bæjargilið: Gilið liggur utan eða vestan við Flateyrina og hefir myndast allstór malar- hryggur neðan þess, en smám saman hefir framburðurinn úr gilinu brotið sér leið innfyrir hrygginn og því hefir hryggurinn stýrt snjóflóðunum inn yfir byggð á Flateyri. Það er einfalt verk með nútíma vinnuvélum að gera góða rennu undir gilkjaftinum til stýringar á öllum snjóflóðum burt frá allri byggð á Flateyri. Síðan mætti jafna úr ytri varnargarð- inum sem byggður var ofan byggðar og í byggingarlandi Flat- eyrar. Menn verða aðeins að hafa kjark til að viðurkenna að stað- setning garðsins var og er mistök, sem heimfæra verður á verkfræð- inga NGI í Osló sem voru upp- hafsmenn mistakanna. Fyrr eða síðar verður þetta gert, eins þótt einhverjum detti í hug að hægt sé að fresta þessum framkvæmdum. Frestun breytir engu. Skollahvilftin: Þetta snjóflóðagil er innan eða austan byggðar á Flateyri, og það var aðeins ával- inn á malarhryggnum neðan gils- ins sem beindi flóðinu niður á byggð á Flateyri. Staðsetning austari leiðigarðsins nú beinir snjóflóðum beinustu leið í smá- bátahöfnina á Flateyri, en NGI hefir talið að hættusvæðið af snjó- flóðum nái allt fram í miðja inn- siglinguna í bátahöfnina, þ.e. næstum að hafskipabryggjunni. Þetta mætti þó lagfæra með fram- lengingu á leiðigarðinum til aust- urs. Þessi leiðigarður hefði átt að ganga beint niður frá Ytri- Hjallanum og þannig vera hluti af niðurgrafinni stýrirennu fyrir snjóflóð sem falla beint niður úr Skollahvilft. Lækurinn úr Skollahvilftinni, sem í vorleysingum var oft mikið og öflugt fljót, hefir grafið sér djúpan farveg í Hrygginn neðan gilkjaftsins. Hann rann áður milli húsa á Sólbakka en hefir nú stífl- ast af stórum steini um 200 m neðar, sem veldur því að nú renn- ur hann til austurs ofan byggðar á Sólbakka og sameinast þar læknum úr gilinu ofan Sólvalla. Mér sýnist að af þessu geti stafað veruleg hætta fyrir byggðina á Sólbakka og því sé mjög aðkall- andi að gerðar verði ráðstafanir til að koma í veg fyrir að stór snjóflóð geti fallið á húsin á Sól- bakka. Þess vegna er nauðsynlegt að gerðar séu ráðstafanir til að fyrirbyggja þetta. Andvaraleysi býður aðeins hættunni heim. Rad- armælingar á hraða snjóflóðanna koma ekki í veg fyrir þetta hættu- ástand. Snjóflóðavarnir ofan Flateyrar Eftir Ønund Ásgeirsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.