Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.09.2003, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.50. B.i.12. Síðustu sýningar. Sýnd kl. 6. með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10 með ensku tali. Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI Mestu illmenni kvikmynda- sögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.  Skonrokk FM 90.9 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 5.30, 8 og 10.20. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Mestu illmenni kvikmynda- sögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA Miðaverð 500 kr. ATH. Eingöngu Sýnd í Lúxussal Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.  Skonrokk FM 90.9 Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með ensku tali MEÐ ÍSLENS KU OG EN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára. J I M C A R R E Y FINNSKI plötusnúðurinn Jori Hulkkonen heimsækir landið um helgina og spilar á Metz á föstu- dagskvöldið og Kapital (áður Spot- light, Thomsen) á laugardags- kvöldið. DJ Bjössi hitar upp bæði kvöldin. Þessi þrítugi Finni hefur fengist við tónlist frá því undir lok níunda áratugarins og starfað í fullu starfi sem plötusnúður og tónlistarmaður frá miðjum tíunda áratugnum. Hlutirnir fóru virki- lega að ganga hjá Jori árið 1996 þegar hann gaf út sína fyrstu breiðskífu hjá hinu þekkta plötu- fyrirtæki F Communications í Frakklandi en Laurent Garnier á hlut í því fyrirtæki. Í kjölfarið hafa fylgt fleiri breiðskífur, sem hefur verið vel tekið, og spila- mennska um allan heim. Í fyrra gaf Jori út ásamt Tiga lagið „Sun- glasses at Night“ en þar var hann undir nafninu Zyntherius en lagið hefur hljómað á ófáum dans- gólfum um allan heim. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands og ég er mjög spenntur,“ segir Jori, sem auk þess að spila fær smá tóm til að skoða sig um á landinu. Í útvarpinu heyrði lag Jori er frá bænum Kemi í Norð- ur-Finnlandi þar sem búa um 25.000 manns. „Þetta er lítill iðn- aðarbær og ekkert um að vera. Ef mann langar að heyra skemmti- lega tónlist þá þarf að ferðast 800 kílómetra til Helsinki til að fara á tónleika,“ segir Jori. „Þegar ég var að vaxa úr grasi á níunda ára- tugnum var það bara útvarpið, sem kom mér í kynni við nýja tón- list. Ég var heppinn að búa nálægt sænsku landamærunum og gat því hlustað á sænskar útvarpsstöðvar en þær voru miklu framsæknari en þær finnsku á þessum tíma. Það var spiluð klúbbatónlist og plötusnúðar voru með þætti og sneru skífum,“ segir Jori sem 12 og 13 ára gamall sat heima um helgar og tók upp allt bitastætt efni sem hann komst í. „Þannig byrjaði þetta allt.“ Jori fluttu síðan til Oulu til að fara í háskólanám í ensku. Hann náði ekki að klára námið því vel gekk í tónlistinni hjá honum og fyrr en varði var hann farinn að spila á klúbbum hverja helgi og kominn með útvarpsþátt. „Ég hafði ekki lengur nógan tíma til að sinna skólanum og varð að velja á milli.“ Hann ákvað að láta reyna á tónlistina og hefur ekki séð eftir því. Jori bjó síðan í Helsinki í tvö og hálft ár en segist kunna betur við sig í rólegra umhverfi og er nú fluttur til Turku. „Ég er hvort eð er að spila í stórri borg hverja helgi, oftast í Bretlandi eða á meginlandi Evrópu en líka mikið í Bandaríkjunum. Ég hef líka ferðast til Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu,“ segir hann. „Þegar ég kem heim þá finnst mér gott að koma í rólegheitin í Turku og geta slappað af.“ Góð blanda Aðspurður um „Sunglasses at Night“ segist hann gera ýmsar til- raunir þegar hann vinnur undir öðrum nöfnum. „Tónlistin sem ég gef út undir mínu eigin nafni er það sem ég tek af mestri alvöru. Sú tónlist á að vera tímalausari en undir mismunandi nöfnum eins og Zyntherius get ég leyft mér að fara meira eftir tískunni.“ Hann er ánægður með þetta frelsi og vill getað leikið sér með mismunandi stefnur. „Þegar ég spila bind ég mig ekki við ein- hverja eina stefnu. Ég hugsa ekki þannig að ég verði bara að spila það allra nýjasta sem enginn hef- ur heyrt.“ Og hverju mega dansglaðir Ís- lendingar búast við um helgina? „Þetta verður blanda af klassískri hústónlist, tæknó frá Detroit og elektró. Þetta verður góð blanda,“ lofar hann. Spilar á Metz og Kapital um helgina Með sólgleraugu á kvöldin Jori Hulkkonen hefur spilað víða um heim, meðal annars á The Rex (Frakklandi) og The End og Cream (Bretlandi). www.jorihulkkonen.com ingarun@mbl.is SÖNGLEIKURINN Chicago, eftir John Kander og Fred Ebb, verður jólasýningin í Borgarleikhúsinu í ár. Leikstjóri verður Þórhildur Þor- leifsdóttir, en höfundur dansa er Jochen Ulrich. Leikfélag Reykjavíkur leitar nú að atvinnufólki í leiklist, söng og dansi í örfá ómönnuð hlutverk til að taka þátt í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dans- flokksins á verkinu. Áheyrnarpruf- ur verða í leikhúsinu 18. og 19. september en umsóknarfrestur rennur út í dag. Æfingar hefjast í október en frumsýnt verður 10. janúar. Catherine Zeta-Jones í óskars- verðlaunakvikmyndinni Chicago. Átt þú erindi á fjalir Borgarleik- hússins? Söngleikurinn Chicago í Borgarleikhúsinu Leitað að atvinnufólki KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Toronto stendur sem hæst um þessar mund- ir. Þar eiga Íslendingar m.a. mynd- irnar Nóa albínóa og Stormy Weath- er, sem er eftir Sólveigu Anspach. Vegferð þeirra hefur verið góð en auk þess hefur mynd, þar sem Ísland er umfjöllunarefnið, vakið mikla at- hygli. Myndin heitir á íslensku Rannsókn á huliðsheimum (In- vestigation Into the Invisible World, Enquête sur le monde invisible) og er frönsk. Leikstjóri er Jean-Michel Roux og byggist myndin á styttri sjónvarpsmynd um íslenskar álfa- byggðir sem hann gerði. Í myndinni er meðal annars rætt við Vigdísi Finnbogadóttur og fjölda annarra og grennslast fyrir um þessa sterku álfatrú hér á landi. Íslenska lands- lagið spilar þá einnig stóran þátt í myndinni, sem er 90 mínútur að lengd. Morgunblaðið setti sig í samband við Laufeyju Guðjónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndamiðstöðv- ar, en hún er stödd úti í Toronto. „Já, myndin vekur heilmikla at- hygli hérna úti,“ segir Laufey. „Upp- runalegu myndina gerði hann (Roux) fyrir Canal + í Frakklandi en vann hana síðan áfram. Eftir kvik- myndahátíðina í Karlovy Vary var honum boðið hingað. Myndin hefur vakið talsverða forvitni hjá fólki.“ Laufey segir að Nói albínói og Stormy Weather hafi sömuleiðis vakið eftirtekt. „Þær hafa fengið góða athygli. Tómas og Dagur voru hérna og sömuleiðis Sólveig. Dagur og Sólveig tóku þátt í pallborðsumræðum um evrópska kvikmyndagerð og komu mjög vel út. Þannig að nærvera Ís- lendinga hér hefur verið ansi sterk ef satt skal segja.“ Laufey lætur vel af hátíðinni sem er ein sú virtasta í kvikmyndaheim- inum. Hún sé sérlega vel skipulögð og vel sé valið inn á hana. Morgunblaðið/Þorkell Jean Michel Roux (annar frá vinstri) ásamt aðstoðarmönnum. Þykir forvitnilegt Frönsk heimildamynd um álfa á Íslandi vekur athygli á kvikmyndahátíðinni í Toronto ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.