Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Menn velta því nú fyrir sér hvort skæðadrífan verði sviðsett.
Ráðgjafi um stærðfræðikennslu
Stærðfræði
er skemmtileg
IAN Harris, ráðgjafium stærðfræði-kennslu, hélt fjögur
erindi á námstefnu Flatar,
samtaka stærðfræðikenn-
ara, um liðna helgi.
Ian gaf sér tíma til að
viðra hugmyndir sínar um
stærðfræðikennslu við
blaðamann Morgunblaðs-
ins rétt áður en hann hélt
af landi brott í gær.
Hann byrjaði á því að
taka fram að hinn vestræni
heimur virtist hafa vax-
andi áhyggjur af því að
uppvaxandi kynslóð fengi
ekki næga þjálfun í að
reikna einföld samlagning-
ar-, frádráttar- og marg-
földunardæmi upp á gamla
mátann. „Ég get ekki séð
nokkra ástæðu til að hafa
áhyggjur af því að dýrmætum
tíma sé ekki eytt í að láta börn ná
upp þessari tiltölulega einföldu
þjálfun. Við höfum reiknivélar til
að reikna fyrir okkur slík dæmi –
ekki satt. Ef þú sækir um vinnu í
verslun ert þú ekki spurð að því
hvort þú kunnir að leggja saman,
draga frá og margfalda með
blýanti á pappír. Þú ert spurð að
því hvort þú kunnir á kassann.
Hversu margir viðskiptavinir
verslana heldur þú að fari yfir
kassakvittanir?“
– Hvers konar stærðfræði
vilt þú leggja áherslu á?
„Ég kýs að skipta stærðfræði í
tvennt, þ.e. hagnýtar og raun-
verulegar þrautir. Munurinn felst
í því að við beitum þekktum að-
ferðum við að leysa hagnýtar
þrautir, t.d. í samlagningu, frá-
drætti og margföldun. Hvert
skref er fyrirfram ákveðið og
krefst í raun ekki svo mikillar
hugsunar. Lausn hagnýtra þrauta
snýst því meira en nokkuð annað
um þjálfun. Raunverulegar þraut-
ir eru mun meira heillandi. Þú
verður að byrja á því að setja þig
inn í þrautina. Næsta skref felst í
því að velja viðeigandi verkfæri.
Reiknivélar búa yfir öllum verk-
færunum. Hvers vegna ættum við
ekki að nota hana við lausn raun-
verulegra þrauta?“
– Þú hefur lagt áherslu á að
stærðfræði sé skemmtileg. Finnst
þér fólk taka hana of alvarlega?
„Já, ekki spurning. Stærðfræði
er skemmtileg. Við eigum ekki að
vera hrædd við að leika okkur
með tölur. Kennararnir þurfa ekki
alltaf að vita svarið fyrirfram.
Förum í rannsóknarleiðangur og
komumst að því hvernig hægt er
að leysa einhverja ákveðna þraut.
Við skulum heldur ekki gleyma
rúmfræðinni. Ég verð að viður-
kenna að mér finnst mikil synd að
rúmfræði skuli ekki vera lengur
kennd í breskum grunnskólum.
Dæmi um raunverulega þraut
gæti verið að komast að því hvað
hægt væri að koma fyrir mörgum
prikum af ákveðinni lengd í kassa
af ákveðnu rúmmáli. Rúmfræði er
alls staðar í umhverfinu og býður
upp á margar skemmtilegar
þrautir.“
– Þú hefur kennt
unglingum stærðfræði
á svokölluðum „Master
Class“-námskeiðum.
Hvaða áherslur eru
lagðar á slíkum námskeiðum?
„Ég byrjaði með „Master
Class“-námskeiðin fyrir sjö árum.
Fyrstu námskeiðin voru fyrir sér-
valinn hóp hæfileikaríkra barna.
Með tímanum fór aðsóknin þverr-
andi. Börnin voru í tónlistarnámi,
íþróttum og öðru tómstundastarfi
á laugardagsmorgnum. Ég tók því
ákvörðun um að hleypa breiðari
hópi inn á námskeiðin. Núna er
námskeiðið ekki raunverulegur
„Master Class“ því að eina skil-
yrðið fyrir inngöngu er að vera á
aldrinum 13 til 14 ára. Aldurinn er
valinn með tilliti til þess að opna
augu barnanna fyrir framhalds-
námi í stærðfræði. Núna er aðal-
áherslan lögð á að auka áhugann á
stærðfræðigreininni. Eftir að
getumunurinn varð meiri hefur
verið erfiðara að fara út í flóknari
þrautir.“
– Er kynjaskiptingin jöfn á
námskeiðinu?
„Nei, stelpurnar eru fleiri. Ég
held reyndar að ein af ástæðunum
fyrir því sé að þær séu síður en
strákarnir á íþróttaæfingum á
þessum tíma um helgar. Annars
er erfitt að segja hvort stelpur eða
strákar eru áhugasamari um
stærðfræði – einstaklingsmunur-
inn er mikill. Ég hef líka tekið eft-
ir því að stelpurnar eru almennt
hrifnari af annars konar stærð-
fræði en strákarnir. Þær vilja
leysa þrautir með því að beita
ákveðnum aðferðum. Þeir vilja
frekar setja sig í spor spæjarans
og fara sínar eigin leiðir.“
– Ég hef hlerað að þú hafir
gefið þér tíma til að líta inn í
kennslustund í stærðfræði í ís-
lenskum grunnskóla. Hvernig
fannst þér nemendurnir standa
miðað við breska jafnaldra þeirra?
„Breskir grunnskólar standa
ákaflega misvel að vígi í stærð-
fræðikennslu. Ég hef
komið inn í skóla þar
sem nemendurnir eru
mun styttra á veg
komnir í stærðfræði
heldur en jafnaldrar
þeirra á Íslandi og öfugt. Vanda-
málið í Bretlandi er að stærðfræð-
ingar fást ekki til að kenna í
grunnskólunum. Fyrir því eru
ýmsar ástæður, m.a. að þeim fell-
ur ekki í geð hversu mikil áhersla
hefur verið lögð á samræmd próf í
stærðfræði. Eitt er að kenna
stærðfræði fyrir samræmt stærð-
fræðipróf. Annað er að kenna al-
vöru stærðfræði!“
Ian Harris
Ian Harris fæddist í borginni
Dartford í nágrenni London árið
1924. Eftir að hafa gegnt starfi
veðurfræðings í her Breta í
seinni heimsstyrjöldinni lauk
hann kennaranámi og stundaði
kennslu um áratuga skeið. Hann
var aðstoðardeildarforseti
kennslufræðideildar og dósent í
kennslufræði stærðfræði við
King’s College í London þegar
hann lét af störfum og fór á eft-
irlaun. Hann hefur helgað sig
fyrirlestrahaldi í tengslum við
stærðfræðikennslu síðustu árin.
Ian sér um meistaranámskeið í
stærðfræði fyrir unglinga í
London. Ian er kvæntur, á tvö
börn og fjögur barnabörn.
Reiknivélar
búa yfir öllum
verkfærunum
ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri
og Páll Skúlason rektor Háskóla Ís-
lands hafa undirritað samning um
áframhaldandi samstarf um jafn-
réttisrannsóknir við HÍ.
Í tilkynningu segir að markmið
samstarfsins sé að stuðla að aukn-
um rannsóknum á sviði kvenna- og
kynjafræða með sérstaka áherslu á
jafnréttisrannsóknir. Einnig að
hvetja til rannsókna á jafnrétti
meðal vísindamanna og framhalds-
nema við Háskóla Íslands. Það er
Rannsóknastofa í kvenna- og kynja-
fræðum sem kemur að samningn-
um fyrir hönd Háskóla Íslands og
fyrir Reykjavíkurborg er það jafn-
réttisnefnd Reykjavíkurborgar.
Morgunblaðið/Ásdís
Samstarf um jafnréttisrannsóknir