Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEA HÆTT Í VERSLUN Kaupfélag Eyfirðinga er hætt af- skiptum af verslunarrekstri. Félagið er stærsti eigandi Kaldbaks sem seldi í gær allan eignarhlut sinn í Samkaupum. Samkaup hafa rekið á þriðja tug matvöruverslana víða um land. Stjórnarformaður KEA sagði þetta vissulega sögulega stund. Lög um lækningar Að öllum líkindum mun nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins leggja til að lög verði sett um starf- semi óhefðbundinna lækninga. Slík lög hafa verið sett bæði í Danmörku og Noregi. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að eftirspurn eftir slík- um lækningum hefur aukist mikið á 15 árum. Guðmundur Sigurðsson, læknir og formaður nefndarinnar, sagði aukna eftirspurn eftir þessari þjónustu endurspegla óánægju fólks sem hefði leitað sér lækninga í heil- brigðiskerfinu. Fjölskyldufólkið flytur Rannsókn Sigurðar Sigurð- arsonar, atvinnuráðgjafa hjá At- vinnuþróunarfélagi Norðurlands vestra, bendir til þess að fólks- fækkun á landsbyggðinni hafi nær öll verið í aldurshópnum 44 ára og yngri. Þetta sé sá hópur sem myndi fjölskylduna og því drifkraftur í hverju samfélagi. Fækkun í þessum aldurshópum geti bent til hnignunar og gefi vísbendingar um að byggðin sé í vanda. Hann vill auka erlenda fjárfestingu og sameina sveitarfélög til að snúa þessari þróun við. Arafat skipar neyðarstjórn Yasser Arafat Palestínuleiðtogi beið þess í gær að taka við embætt- iseið bráðabirgðaheimastjórnar, með Ahmed Qurei í forsætisráð- herrastóli. Átta ráðherrar verða í stjórninni unz fullskipuð stjórn verð- ur skipuð síðar. Áður hafði Arafat lýst yfir neyðarástandi á heima- stjórnarsvæðunum í kjölfar sjálfs- morðssprengjuárásar herskás Pal- estínumanns í ísraelsku hafnarborg- inni Haifa, sem Ísraelar hafa m.a. brugðizt við með loftárás á meintar æfingabúðir samtakanna Íslamskt djíhad í Sýrlandi. Írak nýtt eilífðarstríðsfen? Bandaríkjamenn standa frammi fyrir því að vera í þann mund að sökkva í fen langvinns, heiftúðugs og að endingu gagnslauss stríðs í Írak sem yrði hliðstætt því sem Sovét- menn háðu í Afganistan á níunda áratugnum. Við þessu varaði Vladi- mír Pútín Rússlandsforseti í viðtali við The New York Times. Viðræður standa enn yfir í öryggisráði SÞ um nýja ályktun um Íraksmálin. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Umræðan 32/34 Erlent 14/16 Minningar 34/39 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 40 Akureyri 19 Bréf 42 Suðurnes 20 Dagbók 44/45 Landið 22 Sport 46/49 Daglegt líf 24/25 Fólk 50/53 Listir 25/27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakar 54 Þjónusta 31 Veður 55 * * * Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun RÚMLEGA þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nauðga konu í Sandgerði í janúar síðastliðnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða fórn- arlambi sínu 600 þúsund krónur í miskabætur og aðrar 600 þúsund krónur í málsvarnarlaun og rétt- argæsluþóknun. Maðurinn ók konunni heim af skemmtistað í Keflavík síðla næt- ur og fékk leyfi hjá henni til að fara á salernið hjá henni. Að því loknu segir konan að hann hafi þröngvað sér til samræðis gegn vilja hennar og beitt aflsmunum. Kvaðst hún hafa orðið skelfingu lostin, lömuð af hræðslu og hrein- lega frosið er maðurinn réðst á hana. Breytti framburði sínum Maðurinn neitaði fyrst um sinn alfarið við yfirheyrslur að hafa átt samræði við konuna en breytti síð- ar framburði sínum þegar niður- stöður DNA-rannsóknar lágu fyr- ir og kvað þau hafa haft samfarir að frumkvæði og frjálsum vilja konunnar. Dóminum þótti framburður konunnar, gegn neitun mannsins, trúverðugur og fann hann sekan. Segir í dómnum að ekki sé vafi á því að konan hafi vegna nauðgun- arinnar orðið fyrir alvarlegu and- legu og tilfinningalegu áfalli, sem komi til með að há henni um ókomna framtíð. Dóminum þótti einnig að hátt- semi mannsins bæri merki um fullkomið virðingarleysi gagnvart kynfrelsi konunnar. Hún hefði ekkert þekkt til hans og ekki gefið honum neitt tilefni til að ætla að hún vildi hafa við hann kynmök og hefði að auki beðið hann að hætta er hann neytti aflsmunar og þröngvaði henni til kynmaka. Ætti hann sér engar málsbætur. SILFUR Egils í umsjá Egils Helgasonar mun verða á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Hafa samningar þegar verið undirritaðir, að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, for- stjóra Norðurljósa. Þættirnir verða tveir í hverri viku, á laugardögum og sunnudögum á milli klukkan sex og sjö. Pólitískar umræður og fréttir vikunnar verða meginviðfangs- efnið en að sögn Sigurðar mun Egill ráða efnistökum og hafa frjálsar hendur til að móta þáttinn. Silfur Egils á Stöð 2 í vetur JÓHANNES M. Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH), segir ljóst að „slysaleg atburðarás“ hafi átt sér stað þegar foreldrum veikrar stúlku var ekki sinnt sem skyldi sl. vor. Lést stúlkan úr heilahimnubólgu á gjörgæsludeild spítalans þremur dögum eftir að hún missti meðvit- und á heimili sínu. Jóhannes segir atvikið sýna veikleika í heilbrigð- iskerfinu þar sem þrír mismunandi staðir hafi fengist við sama tilfellið án þess að hafa aðgang að upplýs- ingum hver annars. Líkt og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hafa foreldrar stúlk- unnar kvartað til landlæknis vegna meintra mistaka við sjúkdómsgrein- ingu og meðferð sem barnið fékk. Telja þau að kvartanir foreldra veikra barna séu ekki teknar nógu alvarlega þegar hringt er í heil- brigðisstofnanir, bæði á Lækna- vaktina og barnadeild LSH. Það hafi sýnt sig í þeirra tilviki en ítrek- að höfðu foreldrarnir hringt í heil- brigðisstofnanir og leitað ráðgjafar og aðstoðar. Var þeim m.a. sagt að gefa barninu stíl og bíða og sjá til hvað gerðist. Skerpa þarf vinnulag við símtöl Í álitsdrögum landlæknis um þetta mál kemur m.a. fram að hann telur ástæðu til að endurskoða og skerpa vinnulag við meðferð símtala utan úr bæ til heilbrigðisstofnana. Verulega spurningu megi þannig setja við afgreiðslu á tveimur sím- tölum móður stúlkunnar við Læknavaktina og síðar bráðamót- töku barnadeildar Landspítalans. Á hvorugum stað voru gerðar hljóð- upptökur af símtölum móðurinnar. Jóhannes bendir á að dag hvern sé tekið við miklum fjölda símtala á barnadeild Landspítalans vegna fyrirspurna frá foreldrum og for- ráðamönnum veikra barna. Að með- altali séu þetta um 50 símtöl á dag og annað eins berist til slysadeild- arinnar. Því berist spítalanum á annað hundrað fyrirspurnir daglega vegna veikinda barna. Þó að lækn- ingar og ráðgjöf um síma séu vara- samar sé þó ljóst að einhver hluti þjónustunnar muni fara fram með þeim hætti. Spurður hvort þetta atvik sýni að heilbrigðisstarfsfólk sé undir svo miklu álagi í starfi sínu að símtöl séu afgreidd með þeim hætti sem gert var vegna stúlkunnar, segist Jóhannes ekki vilja tjá sig nánar um einstök atvik. Þó sé ákveðin til- hneiging til þess að halda frá verk- efnum sökum álags, einkum á slysa- og bráðadeild og bráðamóttöku barnadeildar. Þar sé mesta hættan á atvikum sem þessum. Lækningaforstjóri LSH um mál ungrar stúlku er lést úr heilahimnubólgu sl. vor Slysaleg atburðarás og sýnir veikleika í kerfinu Sameiginleg símsvörun til umræðu „MEÐHÖNDLUN veikra barna í gegnum síma er og verður ávallt mjög varasöm. Það á að vera meg- inreglan að skoða fleiri börn heldur en færri,“ segir Jóhannes M. Gunn- arsson og upplýsir að umræður hafi farið fram milli spítalans og heil- brigðisráðuneytisins um hvernig standa eigi að símaþjónustu á Reykjavíkursvæðinu. Brotalamir séu á þeirri þjónustu og mögulegt sé að koma upp sameiginlegri sím- svörun fyrir heilbrigðisþjónustuna. Landspítalinn hljóti að koma þar að málum og m.a. með þjálfun og sí- menntun þess starfsfólks sem svari í síma. ÆFING á vegum Alþjóðabjörg- unarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar fór fram á Gufu- skálum á Snæfellsnesi um helgina. Alls tóku 30 björg- unarsveitarmenn þátt í henni og að auki fylgdust nokkrir Bandaríkjamenn með. Samstarf hefur verið haft við þá síðustu ár varðandi rústabjörgun en al- þjóðasveitin hefur í tvígang verið send utan vegna jarð- skjálfta; í Tyrklandi árið 1999 og í Alsír sl. vor. Um svonefnda úttektaræfingu var að ræða þar sem fleiri björgunarsveitar- menn eru tilbúnir til starfa en þarf í útkall. Var þeim gefinn kostur á að sýna getu sína og að þeir gætu starfað við erfiðar aðstæður erlendis. Ljósmynd/Daníel Eyþór Gunnlaugsson Samstarf um rústabjörgun Ákærður fyrir að falsa nöfn föður og bræðra REYKVÍSKUR maður hefur verið ákærður fyrir skjalafals, en manninum, sem er 44 ára, er gefið að sök að hafa falsað nafn föður síns og tveggja bræðra og sett verðbréf í þeirra eigu, að verðmæti rúmlega 76 millj- óna króna, sem tryggingar fyrir eigin verð- bréfaviðskiptum og öðrum skuldbindingum. Ríkislögreglustjóri ákærði manninn fyrir að hafa með þessum hætti blekkt starfs- menn Sparisjóðabanka Íslands, Lánasýslu ríkisins og Búnaðarbanka Íslands, og var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur í gærmorgun. Veðsetti íbúðir bræðra sinna Meðal þess sem manninum er gefið að sök er að falsa undirskriftir tveggja bræðra sinna og eiginkonu annars þeirra á trygg- ingarbréf og þar með veðsett íbúðir þeirra til að tryggja skil sín í viðskiptum við Spari- sjóðabanka Íslands og Búnaðarbanka Ís- lands. Einnig er ákærða gefið að sök að hafa falsað undirskrift föður síns til að geta lagt alla verðbréfaeign föðurins, samtals um 46 milljónir, að veði fyrir eigin viðskiptum við Búnaðarbanka Íslands. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að falsa undirskriftir bróður og föður á umboð til að kaupa og selja skuldabréf, hlutabréf og verðbréf fyrir þeirra hönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.