Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 21 Kárahnjúkavirkjun | Heilbrigðiseft- irlit Austurlands (HAUST) fylgist nú grannt með úrbótum ítalska verk- takafyrirtækisins Impregilo á að- stöðu í búðum við Teigsbjarg, við Axará og í aðalbúðunum við Kára- hnjúka, Laugarási. HAUST veitti fyrirtækinu form- lega áminningu í septemberlok, þar sem frestir um úrbætur höfðu verið vanvirtir og var áminningin veitt til að knýja á um betri samvinnu og full- nægjandi upplýsingar. Í fundargerð HAUST frá 29. sept- ember sl. koma m.a. fram ítrekaðar athugasemdir vegna ástands vatns- veitu, mötuneytis, svefnskála, frá- veitu og meðferðar sorps í búðunum á Adit 1, Teigsbjargi og Adit 2, Ax- ará.Var gerð krafa um að mötuneyt- um þar yrði lokað ef skilyrði væru ekki uppfyllt. Í aðalbúðum, Laugarási, var fyr- irtækinu gert að lagfæra frágang siturlagna frá rotþróm innan tveggja vikna, ásamt því að leggja fram um- sókn og fullnægjandi gögn um vatns- vernd og innra eftirlit í vatnsveit- unni, sem tryggðu viðunandi gæði vatnsins. Á að loka mötuneytinu í Laugarási með innsigli hinn 15. októ- ber nk. ef fyrirtækið hefur ekki upp- fyllt þessi skilyrði og komið öðrum þáttum rekstrar á staðnum í það horf að vatnsveita, mötuneyti, svefn- skálar, fráveita og meðferð sorps uppfylli skilyrði laga og reglugerða, eins og segir í fundargerðinni. Unnið að úrbótum Helga Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri HAUST, segir að unnið hafi verið að úrbótum síðustu dagana og telur þessi mál vera að færast í viðunandi horf. „Í síðustu viku fengum við viðtal og tvo fundi með æðstu yfirmönnum Impregilo,“ segir Helga. „Um helgina var unnið stíft að úrbótum, þannig að ég á von á að þetta sé að komast í lag.“ Hún segir um að ræða samlegð- aráhrif vegna vöntunar á úrbótum í mötuneyti, fráveitu og vatnsveitu. „Eitt af því sem stóð út af var að ljúka tengibyggingu milli klúbba- húss og matsalar þar sem hreinlæt- isaðstaða átti að vera og sömuleiðis að tengja eldhús við matvæla- geymslur og fá þar aðstöðu fyrir starfsmenn eldhúss. Í þessu er búið að vinna mjög stíft um helgina.“ Helga segir að álagið á Heilbrigð- iseftirlit Austurlands hafi verið gríð- arlegt. „Í okkar áætlunum var auð- vitað ekki gert ráð fyrir að fyrir- tækið (Impregilo) stæði sig ekki og þyrfti svo margar eftirfylgniferðir. Að því leyti til hefur þetta verið erfitt varðandi mannskap. En ég sé fram á betri tíma núna og það er að verða allt annað hljóð í fólki.“ Unnið að úrbótum vegna yfirvofandi lokana á eldhúsum Impregilo Aðstaðan sögð að færast í við- unandi horf Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sjá fram á bjartari tíma HEILBRIGÐISEFTIRLIT Austurlands ætlar að innsigla eldhús í búðum Impregilo við Teigsbjarg, Axará og í Laugarási ef skilyrði um úrbætur verða ekki uppfyllt. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir fyr- irtækið hafa tekið vel við sér og sér fram á bjartari tíma. Fjarðabyggð | Þorpið á Eskifirði blátt áfram fylltist af börnum um helgina, þegar þar var haldið kóra- mót 110 barna frá Egilsstöðum, Reyðarfirði og Eskifirði. Börnin höfðu aðstöðu í grunn- skólanum og voru við æfingar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði daglangt. Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Kársneskórsins, sem hefur verið viðloðandi kórastarf í áratugi, hélt ásamt Ástu Bryndísi Schram, kór- stjóra og framkvæmdastjóra Óperustúdíós Austurlands frá Eg- ilsstöðum og Davíð Baldurssyni, sóknarpresti Eskfirðinga og Reyð- firðinga, utan um mótið. Börnin sungu við tvær messur um helgina, í Eskifjarðarkirkju á sunnudagsmorgun og síðar um daginn í Reyðarfjarðarkirkju. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Barnakóramót: Kórsöngur 110 barna ómaði fagurlega í kirkjum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Söngvararnir ungu eru frá Höfn, Egilsstöðum og Eskifirði. Hundrað og tíu börn í englasöng á Eskifirði Austfirskar gæsir að tygja sig Vopnafirði | Nú eru austfirskar gæsir sem óðast að tygja sig til brottfarar af landinu. Veiði hefur verið nokkuð misjöfn í fjórðungnum, en vopnfirskir veiðimenn kvarta ekki yfir gæsagæftum, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þeir Jón Sigurðarson, fréttaritari blaðsins á Vopnafirði, Örvar Sveins- son og Hlynur Sigurgeirsson stilltu upp fengnum eftir tvær óvenjugóðar veiðiferðir. Í morgunflugi fengu þeir 83 fugla og 40 úr kvöldfluginu. Feng- urinn skiptist á þrjár fjölskyldur þar sem gæsasteikur eru eldaðar og snæddar af hjartans lyst. Morgunblaðið/JS Egilsstöðum | Fræðslu- og menn- ingarráð Austur-Héraðs leggur til að stofnuð verði leikskóladeild fyr- ir eins til tveggja ára gömul börn. Dagvistun þess aldurshóps hefur hingað til verið á höndum dag- mæðra, sem hafa lengi verið færri en svo að þær geti sinnt eftirspurn í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Aust- ur-Héraðs tekur undir tillögu ráðs- ins. Álversforstjóri | Alcoa auglýsti á dögunum starf forstjóra álversins á Reyðarfirði og rennur umsókn- arfrestur út í dag. Fjöldi fyrirspurna hefur borist skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík og verður ráðið í stöð- una innan skamms. Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri Alcoa hefji störf seint í október. Þá mun Alcoa fljót- lega ætla að opna starfsstöð á Reyð- arfirði og verður Bechtel, sem byggja mun álverið ásamt HRV- hópnum, þar einnig með skrifstofu. Í kjölfarið verður ráðið í stöðu skrif- stofustjóra og kynningarfulltrúa, með aðsetur á Reyðarfirði. Íbúaþing | Sveitarstjórn Austur- Héraðs gengst fyrir íbúaþingi 11. nóvember nk. Meðal mála sem verða þar til umfjöllunar er skóla- samfélagið, en nú er lögð mikil áhersla á að koma háskólanámssetri á Egilsstöðum í gang. Þá verður Haustþing ungs fólks á Austur- Héraði haldið 30. október nk. og er reiknað með að uppbygging menn- ingarhúss fyrir ungt fólk á svæðinu brenni heitast á þingmönnum. Austurbyggð | Ný sveitarstjórn Austurbyggðar, sameinaðs sveitar- félags Búða- og Stöðvarhrepps hef- ur kosið Guðmund Þorgrímsson oddvita sveitarfélagsins og Jónínu Óskarsdóttur sem varaoddvita. Guð- mundi var á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar falið að semja við Steinþór Pétursson, fráfarandi sveitarstjóra Búðahrepps, um starf sveitarstjóra í Austurbyggð. Jafnframt var einhljóða samþykkt að nota nafnið Austurbyggð á sveit- arfélagið. Vopni-Örn | Um helgina kom tog- ari Útgerðarfélags Akureyringa með slasaðan sjómann til Vopna- fjarðar. Björgunarsveitin Vopni-Örn flutti hann til Akureyrar. Björg- unarsveitin hafði í nógu að snúast því mikil hálka var á Hellisheiði á sunnudag og var ökumaður, sem misst hafði bifreið sína út af veg- inum á miðri heiðinni austanvert, að- stoðaður.          Morgunblaðið/Ásdís Vistun fyrir 1—2 ára   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.