Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 13 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA HLUTHAFAFUNDUR Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands minnir á hluthafafund í félaginu þann 9. október 2003. Fundurinn verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá fundarins: 1. Tillaga um samþykki rammasamnings og fjögurra fylgisamninga um kaup og sölu hlutabréfa í eigu Burðaráss ehf. 2. Tillaga um lækkun hlutafjár að nafnverði krónur 712.154.232 í tengslum við samninga samkvæmt 1. tölulið dagskrárinnar þar sem félagið mun eignast eigin hluti sem færðir verða niður sem nemur framangreindri fjárhæð 3. Tillaga um að fundurinn beini því til stjórnar félagsins að hún hlutist til um að fram fari opinber rannsókn á viðskiptum með hlutabréf í félaginu og hlutabréf í eigu félagsins. 4. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin bréfum allt að 10% af nafnverði hlutafjár félagsins. 5. Tillaga um laun fráfarandi stjórnarmanna. 6. Stjórnarkjör skv. 21. grein samþykkta félagsins. Endanlegar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins. Jafnframt geta hluthafar kynnt sér þær á heimasíðu félagsins, www.ei.is. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá kl. 15.00 á fundardegi. Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS                                       !    "   "      #  $    $ %   &  '   (        )          * + ,              -.'/    )  0+ ,            ! %1   - $   "   2     3   *      *    #  3   5$6 & $     # + 3       ! %&  , &.  ##( !  (     7 ,  +       # + 3   89 2 . $ #  '. %' :( $   ;  + +        ! "      89 2       <<< #  89 2  4 $ #  ' 4  '=4& 4 )'= &% 4 <<< # KALDBAKUR hf. hefur selt Kaupfélagi Suðurnesja 50,4% eign- arhlut sinn í Samkaupum hf. Áætl- aður bókfærður söluhagnaður Kaldbaks af sölunni er rúmlega 1.100 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá félag- inu. Eftir kaupin á Kaupfélag Suð- urnesja 97% hlutafjár í Samkaup- um en þau 3% sem eftir standa eru í eigu um 300 smærri aðila. Fimm ára gamalt félag Samkaup hf. var stofnað árið 1998 um verslunarrekstur Kaup- félags Suðurnesja og er því orðið fimm ára gamalt. Matbær ehf. á Akureyri, félag um verslunarrekst- ur Kaupfélags Eyfirðinga, og Sam- kaup sameinuðust síðan árið 2001. Samkaup hf. reka nú 25 verslanir víða um land eða á höfuðborgar- svæðinu, Suðurnesjum, Vestfjörð- um og Norðurlandi undir nöfnun- um Nettó, Kaskó, Samkaup, Úrval, Strax og Sparkaup. Að auki rekur félagið kjötvinnsluna Kjötsel í Njarðvík og kostverslunina Val- garð á Akureyri. Starfsmenn fé- lagsins eru rúmlega 500. Engar breytingar Á heimasíðu Samkaupa segir að engar breytingar séu fyrirhugaðar á rekstri félagsins tengdar þessum breytingum á eignarhaldi. Samkaup er þriðja stærsta mat- vöruverslanakeðja landsins. Hagn- aður félagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuði þessa árs nam 78 milljón- um króna. Heildar rekstrartekjur félagsins voru tæpir 4,2 milljarðar á tímabilinu. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 177 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 47 %, veltu- fjárhlutfall 1,28 og ávöxtun eigin fjár 15,9%. Eigið fé félagsins er um 1 milljarður króna. Kaldbakur sel- ur Samkaup Hagnaður 1,1 milljarður króna TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN, TM, hefur selt öll hlutabréf sín í Íslands- banka, en hún hafði áður verið meðal stærstu hluthafa bankans. Þar til fimmtánda síðasta mánaðar átti Tryggingamiðstöðin 51⁄2% í Íslands- banka, en seldi þá 1% af hlut sínum. Afgangurinn var seldur á síðustu dögum, þar af 33⁄4% í gær. Samkvæmt nýjasta hluthafalista Íslandsbanka er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi bankans með 9,9% hlut. Í öðru sæti er Lífeyrissjóðurinn Framsýn með 8,6%, í þriðja sæti eru lífeyrissjóðir Bankastræti 7, sem að stærstum hluta er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, með 5%, í fjórða sæti er Fjárfestingarfélagið Straumur með 5% og í fimmta sæti er Burðarás með 4,9%. Í stóru viðskiptunum sem áttu sér stað með bréf nokkurra fyrir- tækja í Kauphöll Íslands í síðasta mánuði gerðu Burðrás og Íslands- banki framvirkan samning um sölu Burðaráss á þessum hlut til Íslands- banka. 1.085 milljóna króna söluhagnaður Tryggingamiðstöðin hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna sölu hlutabréfanna í Íslandsbanka og þar kemur fram að við söluna myndist söluhagnaður að fjárhæð 1.085 millj- ónir króna. Af þeirri fjárhæð færist 175 milljónir króna inn í uppgjör fé- lagsins fyrir 3. fjórðung ársins, en 910 milljónir króna verði færðar til bókar á síðasta ársfjórðungi. Áætl- anir um afkomu ársins breytist sem þessu nemur. Fyrri áætlun félagsins hafi gert ráð fyrir að hagnaður árs- ins eftir skatta gæti orðið um 640 milljónir króna. Að því gefnu að tjónaþungi verði svipaður og verið hafi og efnahagsumhverfi haldist stöðugt megi nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins eftir skatta verði um 1.500 milljónir króna. TM selur allan hlut sinn í Íslandsbanka ÍSLANDSBANKI sendi í gær frá sér yfirtökutilboð til hluthafa í Sjóvá- Almennum tryggingum þar sem bankinn býður hlutabréf í bank- anum á genginu 5,95 krónur á hlut í skiptum fyrir bréf í Sjóvá- Almennum á genginu 37 krónur á hlut. Fyrir hvern hlut í Sjóvá- Almennum fást þannig 6,2185 hlutir í Íslandsbanka. Hluthafar geta einn- ig valið um að fá greitt fyrir hlut sinn í Sjóvá-Almennum með pen- ingum og er þá einnig miðað við gengið 37. Gengi Íslandsbanka hækkaði um 0,05 í gærdag og lokagengið var 6,00. Tilboð bankans gildir frá 8. október til 7. nóvember. Hluthafar í Sjóvá-Almennum eru 544 talsins og Íslandsbanki er stærsti hluthafinn. Samþykki hlut- hafafundur Eimskipafélagsins, sem haldinn verður þann 9. október næstkomandi, sölu á hlut dótt- urfélagsins Burðaráss í Sjóvá- Almennum til Íslandsbanka, mun bankinn eiga 71,46% hlut í trygg- ingafélaginu. Núverandi hlutur Ís- landsbanka er 45,81% samkvæmt því sem fram kemur í tilboðsyfirlit- inu sem bankinn sendi frá sér í gær og birt var á vef Kauphallar Íslands. Íslandsbanki birtir tilboð til hluthafa SAMEINAÐA líftryggingafélagið, Samlíf, hefur verið í sameiginlegri eign Sjóvár-Almennra og Íslands- banka og hefur eignarhlutur Sjó- vár-Almennra verið 60% en eign- arhlutur Íslandsbanka 40%. Nú hefur verið tilkynnt um að Sjóvá- Almennar kaupi hlut bankans í Samlífi, sem verði eftir kaupin 100% dótturfélag Sjóvár-Almennra. Í tilkynningu um kaupin segir að talið sé að áhrif þeirra á rekstrar- afkomu Sjóvár-Almennra á þessu ári verði óveruleg. Átjánda síðasta mánaðar keypti Íslandsbanki þriðjungs hlut í Sjóvá- Almennum tryggingum og tilkynnti um leið að markmið bankans væri að eignast félagið að fullu. Bankinn hefur síðan aukið hlut sinn í Sjóvá- Almennum og hefur gert hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Samlíf verður 100% dóttur- félag Sjóvár-Almennra ● GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans jókst um 5,3 milljarða króna í síð- asta mánuði og nam 46,4 millj- örðum króna í lok mánaðarins, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Erlend skammtímalán bankans vegna gjaldeyrisforðans eru engin, en um síðustu áramót námu þau rúmlega 16 milljörðum króna. Seðlabankinn keypti gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 4,4 milljarða króna í september og í tilkynningu bankans segir að þetta sé í samræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,4 % í mánuðinum. Grunnfé bankans lækkaði um 9,4 milljarða króna í september og nam 31,6 milljörðum króna í lok mán- aðarins. Til grunnfjár teljast seðlar og mynt í umferð og innstæður inn- lánsstofnana í Seðlabankanum. Gjaldeyrisforðinn jókst í september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.