Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér ævintýraferð með sérflugi sínu til einnar fegurstu eyju Karíbahafsins, Dóminíska lýðveldisins. Hér getur þú valið um glæsilegan aðbúnað, spennandi kynnisferðir og notið lífsins við feg- urstu aðstæður. Glæsileg 4 og 5 stjörnu hótel í boði og í öllum tilfellum nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. 13. nóv. - 7 nætur Verð kr. 79.950 Flugsæti og skattar. Verð kr. 98.590 Flug, skattar, gisting á Barcelo Talanquera – Allt innifalið íslensk fararstjórn. Dóminíska lýðveldið 13. nóvember frá kr. 79.950 Sérflug Heimsferða Í FJÁRLAGAFRUMVARPINU fyrir árið 2004 kemur m.a. fram að áformað sé að lengja þann tíma sem getur liðið á milli þess að veita styrki til endurnýjunar á bifreiðakaupum hreyfihamlaðra. Endurnýjunin hefur til þessa verið á fjögurra ára fresti en að sögn Jóns Kristjánssonar heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra stendur til að lengja hann í sex ár. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, segir að þessi áform komi sér verulega á óvart, þau gangi þvert á gefin loforð í viðræðum og séu ekki í anda þeirra viðræðna sem átt hafi sér stað við heilbrigðisráðuneytið. Heilbrigðisráðherra segir þann tíma tíðkast á flestum öðrum Norð- urlöndum að sex ár líði milli styrkja. Þetta sé gert á þeim forsendum að bifreiðar séu orðnar það vandaðar að endingartími þeirra hafi lengst. Ekki sé talið líklegt að fyrstu sex árin sé mikið viðhald á bifreiðum nema með gríðarlegri notkun. Að sögn Jóns er stefnt að því að þessi breyting taki gildi um áramótin. Á síðasta ári námu bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra 157 milljónum króna en í fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 198 milljónum. Í fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir 204 milljónum kr. til þessa málaflokks. Er það 3% hækkun frá síðustu fjárlögum. Endurspeglar annan veruleika Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, segir áform ráðu- neytisins eins og þau birtast í frum- varpinu ekki í samræmi við nýlegar viðræður við fulltrúa heilbrigðisráðu- neytisins. Þar hafi nýjar og að því er virtist rýmri reglur um bifreiða- kaupastyrki verið kynntar og þeim hafi fylgt aukin réttindi hreyfihaml- aðra. Þar hafi engar takmarkanir fylgt og eingöngu farið eftir þörf. Garðar gagnrýnir einnig framlög til þessa málaflokks, þau hafi í raun lækkað á undanförnum árum og ekki fylgt neinni verðlagsþróun. „Þessar tölur endurspegla allt ann- an veruleika og mér er töluvert brugðið yfir því að boðaðra réttar- bóta skuli ekki sjást staður í fjárlaga- frumvarpinu,“ segir Garðar. Hann telur að annað af tvennu hljóti að hafa gerst. Annaðhvort að tölurnar í frumvarpinu séu ekki rétt- ar, og við því verði þá brugðist í með- förum Alþingis að frumkvæði ráðu- neytisins, eða hitt, sem Garðar segist óttast, að raunlækkun styrkjanna sé í reynd farin að hafa þau áhrif að fatl- aðir geti ekki leyst styrkina út. Fyrir tíu árum hafi þeir numið 235 þúsund krónum en séu nú 250 þúsund. Raun- lækkunin sé því mikil og varla sé hægt að fá gangfæra bifreið fyrir þennan pening lengur eða eiga fyrir því sem upp á vanti fyrir nýrri bif- reið. Varðandi lengri endurnýjunartíma styrks úr fjórum árum í sex segist Garðar varla átta sig á hvort ráðu- neytismönnum sé alvara. Sér vitan- lega séu bíleigendur almennt að huga að endurnýjun á þriggja til fjögurra ára fresti. „Hafi orðið slík stökk- breyting á síðustu árum í tæknifram- förum bílaframleiðenda þá hefur hún farið framhjá mér,“ segir Garðar, sem reiknar með að Öryrkjabanda- lagið fari fram á viðræður við heil- brigðisráðuneytið um þessi mál. Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir breytingu á bifreiðastyrk hreyfihamlaðra í fjárlagafrumvarpinu Gengur þvert á gefin loforð ráðuneytis NEFND sem heilbrigðisráðherra skipaði um stöðu óhefðbundinna lækninga mun að öllum líkindum leggja til að lög verði sett um starf- semi af því tagi, en slík löggjöf hefur verið sett bæði í Danmörku og Nor- egi. Nefndin skilaði áfangaskýrslu í gær, en þar kemur fram að spurn eftir óhefðbundnum lækningum hef- ur aukist mikið. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra skipaði á síðasta ári nefnd til að gera úttekt á stöðu óhefðbund- inna lækninga. Þetta var gert í fram- haldi af samþykkt þingsályktunartil- lögu á Alþingi um óhefðbundnar lækningar. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Sigurðsson læknir. Nefndin hefur skilað áfangaskýrslu sem lögð var fram á Alþingi í gær. Guðmundur sagði að nefndin vildi forðast að tala um óhefðbundnar lækningar því að starfsheitið læknir væri lögverndað og sá sem teldi sig stunda lækningar án þess að hafa réttindi til þess að kalla sig lækni væri samkvæmt lögum að stunda skottulækningar. Nefndin vildi því frekar tala um óhefðbundna með- ferð. Hann sagði að nefndin hefði fengið það verkefni að skilgreina óhefbundna meðferð, en það væri alls ekki einfalt mál vegna þess að þetta væri bæði háð tíma og stað. Nefndin byggði því skilgreiningu sína á nokkurs konar útilokunarskil- greiningu sem tæki til margra þeirra sem njóta ekki löggildingar sem heil- brigðisstétt en veita þjónustu af ein- hverju tagi með það að markmiði að efla og bæta heilsu fólks. Margir nýta sér þjónustuna Guðmundur sagði að kannanir sem landlæknir hefði gert á fimm ára fresti sýndu að almenningur nýtti sér í æ ríkari mæli þjónustu fólks sem byði óhefðbundna með- ferð. Árið 1985 hefðu 6,1% svarenda sagst hafa leitað eftir þjónustu fólks sem byði óhefðbundna meðferð, en árið 2000 hefði þetta hlutfall verið 27,8%. Þetta endurspeglaði viðhorf almennings til þessarar þjónustu. Fólk teldi sig fá heilsubót með því að notfæra sér þessa þjónustu. Hann tók jafnframt fram að landslög heim- iluðu fólki að bjóða þessa þjónustu, en læknalög settu henni þau mörk að fólk, sem byði þessa þjónustu, mætti ekki auglýsa að það stundaði lækn- ingar. Guðmundur sagði að nefndin hefði ekki lokið störfum en ekki væri stuðningur við það í nefndinni að leggja til að stéttir sem stunda óhefðbundna meðferð fengi löggild- ingu sinna starfa. Hann tók þó fram að það kynni að vera að sumir gætu uppfyllt kröfur um löggildingu. Þessi starfsemi væri hins vegar umfangs- mikil og nefndin teldi vel koma til greina að sett yrði löggjöf um óhefð- bundna meðferð, m.a. til að tryggja öryggi þeirra sem leituðu eftir slíkri meðferð og eins til þess að tryggja stöðu þeirra sem hefðu stundað nám á þessu sviði, en dæmi væri um að fólk sem starfaði á þessu sviði ætti að baki margra ára háskólanám. Fyr- irmyndar yrði þá leitað til Noregs og Danmerkur þar sem lög hafa verið sett um þessa starfsemi. Hugmyndin væri að fagfélög þeirra sem starfa við óhefðbundna meðferð sæju um að skrá félags- menn og þeir einir mættu auglýsa starfsemi sína sem hefðu öðlast slíka skráningu. Fagleg og góð þjónusta Dagný E. Einarsdóttir, formaður Félags hómópata og varaformaður Bandalags íslenskra græðara, sem eru heildarsamtök á sviði óhefð- bundinnar meðferðar, sagði að í reynd væri í dag ekki gert ráð fyrir óhefðbundinni meðferð í núverandi heilbrigðiskerfi. Umræðan um óhefðbundna meðferð væri oft á þeim nótum að um væri að ræða loddara og fólk sem stundaði fjár- plógsstarfsemi. Minna væri gert úr því að þarna væri um að ræða fólk sem leitaðist við að bjóða góða og faglega þjónustu og hefði metnað í starfi. Hún minnti á að í dag færi um fjórði hver Íslendingur í svona með- ferð einu sinni eða oftar. Guðmundur Sigurðsson sagðist ekki líta svo á að aukin spurn eftir þjónustu óhefðbundinnar meðferðar endurspeglaði óánægju fólks sem hefði leitað sér lækninga í heilbrigð- iskerfinu. Flest benti til að fólk not- aði þjónustu heilbrigðiskerfisins og óhefðbundna meðferð jöfnum hönd- um. Dagný sagði að reynsla þeirra sem störfuðu í þessari þjónustu væri sú að mjög margir leituðu í óhefð- bundna meðferð vegna þess að fólk hefði ekki fengið bót meina sinna í heilbrigðiskerfinu. Mörg dæmi væru einnig um að fólk leitaði fyrst í óhefð- bundna meðferð áður en það færi til læknis. Lagt til að lög verði sett um óhefðbundnar lækningar Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Sigurðsson, læknir og formaður nefndar um óhefðbundnar lækningar, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Dagný E. Einarsdóttir hómópati kynntu áfangaskýrsluna í gær. Þeim sem leita sér óhefðbund- inna lækninga fjölgaði úr 6,1% í 27,8% á 15 árum                                                 ! "#$% &#'% &#(% "#&% &#(% &#$% )#'% *+* "#,% &#(% &#)% '#-% "#.% &#-% ,#-% '"#(% &#$% "#'% (#'% "#&% "#/% ""#)% '.#-% "#(% "#,% '#&% '#$% /#"% "$#,% "$#,% ""#)% ,#-% )#'% Í GEGNUM árin hafa yfir- völd sett margvíslegar tak- markanir sem m.a. miða að því að koma í veg fyrir að fólk skaðaðist við að nýta sér meðferð sem ekki er við- urkennd af heilbrigðisyfir- völdum. Einar Magnússon, yf- irlyfjafræðingur í heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytinu, sagði að ef sú leið yrði farin að styrkja eft- irlitsstarf fagfélaga fólks sem byði óhefðbundna með- ferð gæti um leið gefist tækifæri á að slaka á ýmsum þeim bönnum sem heilbrigð- isráðuneytið og eftirlits- stofnanir þess hefðu sett og að nokkru leyti tengdust þessari starfsemi. Í nýlegri löggjöf sem sett hefur verið í Noregi um óhefðbundna meðferð er fagfélögunum ætlað mikið hlutverk. Aukið eftir- lit gæti leitt til breyttra reglna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.