Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      !  ! "    !           # $ %  %&  ' #(#     )##  %& Laugardalur | Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur (ÍTR) stóð í gær fyrir árlegum fræðsludegi fyrir nemendaráð í grunnskólum Reykja- víkur. Dagurinn var haldinn í Laug- ardalshöllinni og mættu um 90 ung- menni til að njóta handleiðslu fagfólks hjá ÍTR. Markmið dagsins var að efla starfsemi nemendaráða og gefa þeim vegarnesti inn í starfið á komandi vetri. Að auki deila nem- endaráðsfulltrúar reynslu, sem skapar fjölbreytni í starfi þeirra í vetur. Dagurinn hófst á ávarpi Soffíu Pálsdóttur, æskulýðsfulltrúa ÍTR, en síðan tóku við hópeflisleikir í um- sjón Óttars Hrafnkelssonar, verk- efnisstjóra hjá ÍTR. Tilgangur þeirra var að hrista upp í hópnum fyrir vinnu dagsins og skapa liðs- anda. Jakob Frímann Þorsteinsson grunnskólakennari fjallaði um ábyrgð og hlutverk nemendaráða, en þau eru talin afar mikilvæg grunn- eining lýðræðis meðal nemenda í hverjum skóla og ábyrgð þeirra mik- il. Eygló Rúnarsdóttir, verkefn- isstjóri hjá ÍTR, fjallaði um skipu- lagningu á uppákomum og hvernig best er að standa að fundahöldum og Ottó Tynes, sem stýrir unglinga- starfi í Tónabæ, tók fyrir hvernig best er að koma skoðunum og málum á framfæri. „Þegar maður talar við hóp af fólki verður fólk að taka mark á því sem þú segir, annars verður hálf tilgangslaust að tala,“ segir Ottó. „Maður verður að vita um hvað maður er að tala og vera sannfær- andi. Til þess þarf maður að und- irbúa sig og við fórum yfir hvernig á að æfa sig og vera undirbúinn. Síðan ræddi ég aðeins við þau um að sumir eru feimnir við að koma fram og aðr- ir eru öruggir og það er ekki hægt að kenna öryggi, heldur verður það koma með æfingu, sem ekkert er asnalegt við. Sumir þurfa bara að æfa sig meira en aðrir. Síðan hvatti þau til að ögra sér svolítið og kýla á það að takast á við verkefnin, því ein- hvers staðar á lífsleiðinni verðum við að standa upp og tala.“ Unglingarnir voru að sögn hressir með daginn og höfðu bæði gagn og gaman af deginum. Að sögn Óttars Hrafnkelssonar var úthald unga fólksins mikið. „Stemmningin var mjög góð þó þetta hafi verið mjög langur dagur. Þau mættu til okkar níu í morgun og voru búin klukkan þrjú. Þetta eru náttúrulega ungling- ar sem hafa valist til forystu, þannig að þau hafa mikinn kraft. Það var farið þarna í gegnum atriði eins og unglingalýðræði og ýmsa hagnýta hluti varðandi stjórnun funda og uppákoma.“ Óttarr segir unglingana hafa verið afar fróðleiksfúsa. „Klukkan hálf þrjú var kynning á keppnum vetrarins, til dæmis hæfi- leikakeppninni „Skrekk“, sem fer fram fyrir áramót og spurn- ingakeppninni „Nema hvað?“ og það dundu yfir okkur spurningar um fyr- irkomulag og ýmis atriði varðandi þessar keppnir. Þetta er mjög spennandi fyrir þau. Þau fá að hitta aðra krakka í sömu sporum og deila reynslunni. Það er mjög mismunandi eftir skólum hvernig nemendaráðin fá að starfa. Markmiðið með okkar er að ýta undir að félagsstarfið í skól- unum verði eins virkt og auðið er.“ Nemendaráð mikilvæg grunneining lýðræðis Morgunblaðið/Jim Smart Þessi hressu ungmenni voru að læra ýmis hagnýt atriði um starf nemendaráða í grunnskólum. Fræðsludagur fyrir unglinga Hafnarfirði | Nýtt skref í átt til pappírslauss samfélags var stigið í Hafnarfirði nú um mánaðamótin, en sveitarfélagið hefur nú tekið í gagn- ið rafræna launaseðla fyrir alla starfsmenn sína og býður nú starfs- fólki sínu upp á þann möguleika að fá launaseðilinn sendan með raf- rænum hætti í gegnum heima- banka. Þessi útsending rafrænna launa- seðla er í samræmi við upplýsinga- stefnu Hafnarfjarðar. Þar er lögð áhersla á rafræna miðlun gagna þegar möguleiki á því er fyrir hendi. Með rafrænum launaseðlum er stefnt að því að tryggja aðgengi starfsmanna að launaseðlum á öruggum og miðlægum stað. Þannig eru launaseðlar alltaf til- tækir, til dæmis við uppgjör skatta. Mælist vel fyrir Rafrænn launaseðill er pappírs- laus og er sendur á rafrænan hátt frá Hafnarfjarðabæ inn á öruggt svæði. Seðillinn birtist síðan í þeim netbanka þar sem launin eru lögð inn. Allir starfsmenn Hafnarfjarð- arbæjar sem eru með aðgang að netbanka geta nú haft þar aðgang að launaseðlum sínum. „Þetta hefur farið frekar rólega af stað, enda fengum við þetta núna um mánaðamótin,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. „Fólk fékk bréf með launaseðlunum nú um mánaðamótin og er enn að skoða þennan möguleika, en viðbrögðin hafa verið jákvæð. Margir starfs- menn okkar eru tengdir heima- bönkum og fyrir þá er þetta bara hið besta mál. Fólk fær nú launaseðilinn strax og þarf ekki að bíða eftir póstinum. Svo eru þeir alltaf til staðar og afar erfitt að týna þeim, til dæmis þegar fólk er að vinna skattaskýrsluna.“ Hafnarfjarðarbær er fyrstur ís- lenskra sveitarfélaga til að bjóða starfsmönnum sínum upp á rafræna launaseðla. Rafrænir launaseðlar teknir í notkun Tjörnin | Nú er haustið gengið í garð, náttúran býr sig undir að ganga til náða undir breiðu fall- inna laufa, sölnaðra grasstráa og dúnsæng snæv- ar, sem þó er sjaldséður hvítur hrafn í höfuð- borginni. Skiptar skoðanir eru meðal manna um haustið. Sumum finnst það drungaleg árstíð, árs- tíð lækkandi sólar, roks, rigningar og kulda. Aðrir sjá í haustinu rómantík syfjaðrar jarð- arinnar með fölri litadýrð sem á engan sinn líka. Eftir átök sumarsins býr jörðin sig undir ljúfa hvíld vetrarins. Stemningin í köldum haust- andvaranum síðdegis er óviðjafnanleg og naut þessi vel klædda fjölskylda þeirrar ánægju að ganga um í kaldri og frísklegri haustblíðunni meðfram Reykjavíkurtjörn. Morgunblaðið/Ásdís Haustganga við Tjörnina Reykjavík | Þórólfur Árnason, borg- arstjóri Reykjavíkur, mun leggja næstu fjórar vikur í fundi með íbú- um hverfa borgarinnar. Hverfa- fundaátakið hófst í gærkvöldi með fundi í Fólkvangi á Kjalarnesi. Næsti fundur verður annað kvöld kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, þar sem borg- arstjóri mun ræða við íbúa miðborgarinnar. Fundaröðinni lýk- ur 4. nóvember í Hagaskóla, þar sem borgarstjóri spjallar við vestur- bæinga. Á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is, kemur fram að með fundunum leggur borgarstjóri áherslu á að kynna sér málefni hverfanna á milliliðalausan hátt. Ennfremur segir þar að framundan hjá Reykjavíkurborg sé áframhald- andi flutningur á þjónustu borg- arinnar út í hverfin, nær þegnunum. Það nýmæli er á fundunum í ár að á þeim hefur framsögu, auk borg- arstjóra, fulltrúi hverfisbúa, sem gefur innsýn inn í sögu og sérkenni hverfisins. Fundarstjórar verða for- menn hverfisráðanna. Þórólfur Árnason segist spenntur fyrir því að kynnast íbúunum nánar á hverfafundum. „Þetta er mér nýtt og ég er mjög spenntur fyrir því að fá þarna milliliðalaust samband við íbúana og vonast til að þeir nýti það. Ég hef heyrt að hverfafundir hafi verið vel sóttir undanfarin ár og þar hafi verið mjög frjó umræða. Þetta er tvíhliða upplýsingamiðlun. Ann- ars vegar upplýsi ég um það sem borgin hefur fram að færa og ekki síður fæ ég að heyra hvað íbúarnir segja um sitt nánasta umhverfi.“ Að lokum eru borgarbúar hvattir til að kynna sér fundina og fram- gang þeirra á vef Reykjavík- urborgar, www.reykjavik.is. Árvissir hverfafundir borgarstjóra hefjast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.