Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 33 AUÐVITAÐ hagar kaldhæðnin því þannig, að bæði þeir sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun, og þeir sem eru með henni, hafa nákvæmlega sama markmið. Markmið beggja hópa er velferð Ís- lands. Annar hóp- urinn vill virkja fall- vötn landsins, en hinn hópurinn vill virkja óspillta náttúru landsins. En höfum við ekkert annað val en valið milli þessara andstæðu póla? Er hægt að fara aðrar leiðir til að hámarka velferð Íslands? Í framhaldi af þeirri spurningu er gaman að velta fyrir sér hvað gæti gerst ef við myndum leggja stórhug okkar og elju í öðruvísi verkefni en stóriðju. Þess vegna opnar það hugann að velta fyrir sér hvað hefði getað gerst ef Kárahnjúkavirkun hefði átt systurverkefni. Lítum fyrst á hvað Kára- hnjúkavirkjun felur í sér. Lítum al- veg framhjá hinni hefðbundnu um- ræðu um fórnarkostnað verkefnisins í náttúru landsins. Markmið virkjunarinnar er nýting á fallvötnum landsins. Heildar- fjárfesting í verkefninu er áætluð 118 milljarðar. Arðsemi eigin fjár er áætluð 14%, ef heimsmark- aðsverð á áli fer ekki undir ákveðið mark. Byrjunarár umhverfisrann- sókna virkjunarinnar var 1999, og verklok eru áætluð 2007, samtals átta ár. Systurverkefnið hefði líka stefnt að hámörkun á velferð Íslands. Markmið verkefnisins hefði verið nýting á þekkingu Íslendinga. Heildarfjárfesting í verkefninu hefði verið 118 milljarðar. Arðsemi eigin fjár væri áætluð milli 140% og 1.400%, eins og algengt er í þekkingariðnaði. Byrjunarár um- hverfisrannsókna hefði verið 1999 og verklok 2009. Áætluð útkoma verkefnisins væru þekkingarklasar, svo skilvirkir, að þeir næðu árangri á heimsmarkaði. Nú vita auðvitað allir hvað þekk- ingarklasar eru af fyrri greinum um það málefni. En fyrir þau bæði sem misstu af þeirri gagnlegu um- ræðu, þá eru þekkingarklasar nokkur fyrirtæki á litlu landsvæði, sem eru í virkri samkeppni hvert við annað um forystu. Þessi fyr- irtæki nýta þekkingu og nýsköpun til að skapa sér samkeppnisforskot hvert á annað og aðra samkeppn- isaðila. Hin virka samkeppni og rígur milli þessara fyrirtækja eyk- ur svo framleiðni þeirra og árang- ur að þau verða ekki aðeins best í sínum geira hér á landi, heldur verða þau best í sínum geira í heiminum. Þannig ná þessi fyr- irtæki verulegri markaðshlutdeild á heimsmarkaðnum, þeim sjálfum og Íslandi til stórkostlegra hags- bóta. Þessir þekkingarklasar geta verið af öllum gerðum. Það besta við þekkinguna er að hún á við all- allra best? Allt greitt af rík- isstofnunum?  Hvað ef heilt ráðuneyti, „þekk- ingarráðuneytið“, ræki verk- efnið áfram? Ráðuneytið leitaði að erlendum viðskiptavinum og myndi sjá til þess að lagalega umhverfið og reglugerð- arumhverfið gengju hnökra- laust?  Hvað ef, af öllu mikilvægu, rík- issjóður myndi gangast í ríkis- ábyrgð fyrir útlögðum kostnaði við systurverkefnið? Hvað ef ríkissjóður myndi síðan gangast í ábyrgð fyrir öllum lánum sem systurverkefnið þarf að taka, alla 118 milljarðana? Myndi það ekki tryggja að lánin fáist umyrðalaust, og hagstæðustu vaxtakjör? Hvar værum við stödd, sem þjóð, árið 2009 þegar systurverk- efninu væri lokið? Værum við tvö- falt betur sett, eða jafnvel fimmfalt betur sett, miðað við aðra kosti? Værum við komin með álitlega heimsmarkaðshlutdeild í þekking- ariðnaði? Hverskonar þjóðarfram- leiðslu værum við að sjá þá – og áframhaldandi? Er það svo ósenni- legt að þekkingarverkefni myndu skila árangri ef í þau væri farið af þeim dug og krafti sem við setjum í stóriðjuframkvæmdir? Stöndum við frammi fyrir stórkostlegum möguleikum? Eru nýjar áherslur allt sem þarf? Ef Kárahnjúkavirkjun hefði átt systurverkefni Eftir Jón Daða Ólafsson Höfundur er viðskiptaráðgjafi. ar atvinnugreinar. Mögulegir þekkingarklasar gætu verið lyfja- iðnaður, ferðamannaþjónusta, líf- tækniiðnaður, hugbúnaðariðnaður, bætiefnaiðnaður úr sjávar- og landbúnaðarafurðum, og fleira og fleira. Nú tölum við oft um þekkingu og nýsköpun í hátíðarmáli. Við höf- um líka tekið nokkur mjög varfær- in skref í átt að þekkingariðnaði. Hinsvegar höfum við aldrei látið reyna á þekkingariðnaðinn af fullri alvöru. Ekki af sama myndarskap og við leggjum í fiskeldi, loð- dýrarækt, togarauppbyggingu og stóriðju. Árangurinn veltur mikið á framkvæmdinni. Veltum því fyrir okkur hvað gæti hafa gerst ef við hefðum staðið eins að framkvæmd systurverkefnisins og við stöndum að Kárahnjúkaverkefninu:  Hvað ef systurverkefnið væri búið að vera í undirbúningi und- anfarin fjögur ár, og enginn ætlaðist til að það skilaði nein- um tekjum fyrr en eftir sex ár í viðbót? Tíu ár er einmitt tíminn sem það tekur að byggja upp árangursríka þekkingarklasa. Aðeins tveimur árum lengur en Kárahnjúkaverkefnið tekur.  Hvað ef tugir, ef ekki hundruð sérfræðinga, hefðu gengið hver undir annars hönd við að gera kostgæfnis-athuganir, markaðs- rannsóknir, kannað ytri og innri viðskiptaumhverfisáhrif og eytt hundruðum milljóna króna í að undirbúa systurverkefnið sem ÞUNGLYNDI hefur verið mikið til umræðu að undanförnu, sem er af hinu góða því ekki veitir af að upp- lýsa almenning um þennan mikla vágest. Það breytir hins veg- ar ekki þeirri stað- reynd að enn er þessi sjúkdómur hulinn blæju skilningsleysis og fordóma. En hver er orsök þessa? Að mínu viti má rekja þetta til þess að hugtakið „þunglyndi“ er illa skil- greint í almennri orðræðu, sem gerir það að verkum að erfitt er að ná í gegnum eðlislægt skilningsleysi okk- ar gagnvart huganum og vanda- málum honum tengd. Fordómar gagnvart þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum hafa litað sögu vestrænnar menningar. Þessir for- dómar voru að mörgu leyti skilj- anlegir því hegðunarmynstur og fé- lagsleg færni þunglyndra víkur oft það mikið frá því sem eðlilegt getur talist að heilbrigður einstaklingur á erfitt með að skilja hinn sjúka. Undir þetta ýttu síðan trúar- og heimspeki- legar hugmyndir um aðskilnað lík- ama og sálar sem gerðu það að verk- um að hin óefnislega sál var handan hins þekkjanlega, sem aftur ýtti enn frekar undir hræðslu fólks við geð- sjúkdóma. Það var ekki fyrr en um aldamótin 1900 sem lífvísindamenn hófu fyrir alvöru að skáka þessari tvíhyggju og er í dag gengið út frá því að líkami og sál séu eitt. Líf- og læknavísindin eiga þó enn langt í land með að geta skýrt meðvitund mannsins og aðra leyndardóma mannsheilans með að- ferðum efna- og eðlisfræðinnar. Þrátt fyrir þetta tel ég nauðsynlegt að rammri efnishyggju um eðli sálar- innar og grunnorsakir þunglyndis sé haldið að almenningi þó það sé e.t.v. í mótsögn við trúarvitund margra Ís- lendinga. Með þessu móti má draga úr dulúðinni sem trúar- og heim- spekileg tvíhyggja hefur umlukið heilann og starfsemi hans. Þunglyndi þarf því að kynna eins og hvern annan efnaskiptasjúkdóm, því þegar öllu er á botninn hvolt þá er grunnorsök sjúkdóma í mönnum brenglun í lífefnafræðilegum ferlum líkamans. Þó verður að taka fram að ólíkt öðrum líffærum líkamans þá getur heilinn í tilfelli þunglyndis að einhverju leyti læknað sig sjálfur, þ.e. haft áhrif á eigin efnaskipti, ef hugsun sjúklingsins er stýrt inn á uppbyggilegar brautir, eins og sýnt hefur verið fram á með hugrænni at- ferlismeðferð. Það breytir hins vegar ekki því að við verðum að sameina líkama og sál til þess að fólk líti ekki þunglyndi öðrum augum en t.d. krabbamein og sykursýki. Þetta er hins vegar hægara sagt en gert því fordóma gagnvart þunglyndi má að vissu leyti skýra með vísun í grunn- eðli mannsins. Með nokkurri einföldun má segja að tvær eðlislægar langanir stjórni lífi mannsins, þ.e. löngunin til þess að lifa og löngunin eftir samvistum við annað fólk. Alvarlega þunglyndur einstaklingur missir þessar langanir. Dauðinn og einangrunin mótar líf hans. Það líða dagar, vikur, mánuðir og jafnvel ár í lífi hans þar sem hann hugsar stöðugt um sjálfsvíg. Hann dregur sig út úr hinu daglega lífi. Til- hugsunin um að hitta annað fólk veld- ur honum skelfingu. Sjálfsmynd hans er í molum. Hvernig á einstaklingur sem aldrei hefur upplifað þunglyndi að skilja þetta? Ég get alveg skilið það fólk sem spyr hvort þunglyndi stafi ekki bara af aumingjaskap eða leti. Ég get einnig skilið fólk sem seg- ir að tilhugsunin um sjálfsvíg sé há- mark sjálfselskunnar. Þetta fólk get- ur eðlilega ekki komist að því hvernig það er að missa löngunina til þess að lifa eða löngunina til þess að eiga mannleg samskipti. Sem betur fer! Þunglyndi og þekking- arfræði Eftir Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísinda- sagnfræðingur. ALMENNINGSSAMGÖNGUR eru valkostur til framtíðar, þar sem leit- ast er við að veita öllum landsmönnum jafnt aðgengi ... að þjónustu, að menningu, að menntun eða atvinnu. Evrópsk samgönguvika er góð leið til að vekja athygli á því. Skipulag almenningssamgangna nær hins vegar yfir allt landið og mikilvægt er að allir landsmenn geti notið jafnra tækifæra. Á næstu árum er gert ráð fyrir allnokkrum breytingum á fyrirkomulagi almenningssamgangna sem verið hefur á landsbyggðinni og því er brýnt fyrir íbúa og forsvarsmenn sveitarfélaga að vera vakandi yfir því sem koma skal og taka þátt í þeim breytingum. Á undanförnum árum hefur orðið vakning í þessum málum víða í heim- inum og staðreyndin er að uppbygging almenningssamgangna, hvort sem þar er um að ræða fjárhagslegan stuðning eða að sérstakt tillit sé tekið til þjónustunnar meðal skipulagsyfirvalda, er sterkur valkostur í samkeppn- inni við einkabílinn. Í Bandaríkjunum hefur sérstakt átak verið í gangi frá árinu 1995 sem hvetur íbúa til að nýta sér almenningssamgöngur í auknum mæli. Markmið þeirrar herferðar eru;  … að bæta viðhorf til mikilvægis og ávinnings af virkum almennings- samgöngum,  … að viðurkenna framlag almenningssamgangna til samfélagsins,  … að auka fjárhagslega þátttöku stjórnvalda í almenningssamgöngum og  … að auka stuðning við almenningssamgöngur meðal stjórnvalda. Árangurinn af starfinu er verulegur, um 20% aukning varð á fjölda far- þegaferða á árunum frá 1996 til 2001 og á sama tíma jókst fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda um allt að 50%. Í dag er það viðurkennt að þessi leið dregur úr notkun einkabílsins og minnkar kostnað við samgöngu- mannvirki. Það er auðvitað ólíku saman að jafna Íslandi og Bandaríkj- unum en þess ber þó að geta, að bílaeign á íbúa á Íslandi er hvað mest í heiminum og við erum við það að skríða fram úr Bandaríkjamönnum hvað bílaeign varðar. Það má vera að við eigum nóg land fyrir samgöngu- mannvirkin, en þau önnur tækifæri sem við erum að skapa, hvort sem átt er við þjónustu, menningu eða menntun, verðum við að gera aðgengileg fyrir alla. Upplýsingasamfélagið Ísland krefst þess. Nokkrir þjóðfélags- hópar hafa ekki tök á að eiga bíl og þar erum við m.a. að tala um íbúa sem ekki eru með bílpróf og eldra fólk sem er hætt að keyra eða veigrar sér við að fara út í umferðina. Til þessara hópa verðum við að taka tillit og jafn- framt að vinna ötullega að því að auka þátttöku annarra íbúa í almennings- samgöngum. Í kjölfar þeirra miklu og góðu breytinga sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað á vegakerfi landsmanna er mikilvægt að við eflum almenn- ingssamgöngur og gerum þannig landsmönnum öllum kleift að nýta sér þau tækifæri sem samfélagið býður. Með góðum, vel lögðum vegum styttist sá tími sem fer í ferðalög milli landsvæða og huglægt styttist vegalengdin líka. Við verðum að nýta okkur þessar aðstæður og auka val íbúa til búsetu án þess að taka þurfi tillit til möguleika til menntunar eða atvinnu og, að möguleiki sé til menntunar og atvinnu án tillits til búsetu. Almennings- samgöngur eru leið til þess. Menntun, sérhæfingu og fagmenntun þarf oft og tíðum að sækja um langan veg, það á einnig við um menningarviðburði, heilbrigðisþjónustu og aðra sjálfsagða þjónustu í nútímasamfélagi. Stjórn- völd og stjórnendur sveitarfélaga landsbyggðarinnar þurfa að láta sig þessi mál í auknum mæli varða enda þarf landsbyggðin helst á því að halda að aðgengi manna að sjálfsagðri þjónustu sé gott. Almenningssamgöngur þarf að tryggja í sessi sem raunhæfan valkost til ferðalaga milli landshluta allt árið um kring. Almenningssamgöngur – líka valkostur fyrir landsbyggðina Eftir Valgarð S. Halldórsson Höfundur er rekstrarfræðingur. BJÖRN L. Bergsson lögfræð- ingur skrifar grein í Mbl. 24. sept- ember sl. um ótrúleg lög frá Al- þingi er plata öryrkja. Lög er taka bætur af ör- yrkjum og gefa tryggingafélög- unum. Lög um rík- isstyrk handa gróðafyrirtækjum. En það sem Björn segir í greininni er bar einn agnúinn á lögunum. Aðrir agnúar eru í lögunum frá 1999 og einnig frá 1993. Því til staðfestingar er þetta. Að plata erlenda starfsmenn á Íslandi við launauppgjör er ljótt og á ekki að eiga sér stað. Launadeil- an við Kárahnjúkavirkjun hefur verið í öllum fjölmiðlum og er það gott. En verkalýðsforingar fjalla ekki um eða taka á launa- uppgjörsplati er fer fram við upp- gjör tryggingafélaga vegna ör- orkubóta. Hvers vegna er engin hjálp frá þeim fyrir öryrkja? Hvernig geta löglegar launabætur frá tryggingafélagi verið fjárhags- legt tap fyrir öryrkja við bótaupp- gjör eftir umferðarslys? Er ríkið og tryggingafélögin með samráð um platbætur til að valda öryrkjum fjárhagslegum skaða? Ég vil ekki trúa því, en annað sýnir skoðun á bótauppgjöri mínu frá 1999 vegna umferðarslyss 1993. Af 3,9 milljónum kr. launabótum vegna 2. gr. skaðabótalaga til mín frá tryggingafélaginu átti ég eftir skatta um 600.000. kr. Þetta er 85% skattur. Hverjir aðrir borga 85% skatt? Ef ég hefði neitað að taka við þessum 3,9 milljóna króna bótum við uppgjörið hefðu ráðstöf- unartekjur mínar verið um 800 þúsund krónum hærri. Ég tapaði um 800 þúsund krónum á því að taka við launabótum. Um 700 þús- und krónur dró tryggingafélagið frá bótunum vegna örorku og tekjutryggingargreiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins til mín. Er þetta ekki styrkur til trygginga- félagsins, vegna þess að það skilaði ekki þessum bótum aftur til TR? Nei, þær fóru sem ríkisstyrkur í bótasjóð þeirra. En TR tók þessar bætur af mér líka. Því ég fékk ekki bætur frá þeim í eitt ár og þar með greiddi ég til baka nær sömu upp- hæð af sömu bótum tvisvar. Þetta er tvöfaldur skattur. Ef ég hefði vitað þetta er bótauppgjörið fór fram hefði ég getað neitað bót- unum og haldið um 1,4 milljónum króna. Græða á því að neita lög- bundnum launabótum? Það hefði ég gert ef ég hefði vitað það þá. Hver ber ábyrgðina á svona fram- komu við öryrkja? Þingmenn, þið samþykktuð þessi skaðabótalög og styrkinn til trygg- ingafélaganna, er það ekki? Svarið því strax með því að láta í ykkur heyra, því nýju skaðbótalögin eru verri. Þar til viðbótar er ríkis- styrkur í 25 milljarða bótasjóð tryggingafélaganna frá lífeyris- sjóðum bótaþeganna. Hvað ætla stjórnir verkalýðsfélaganna og þingmenn að gera? Ekkert, af því þetta varðar bara öryrkja? Það fer ekki á milli mála að ég stórtapaði á gömlu lögunum og hefði tapað milljónum á þeim nýju. Ráðherrar, þingmenn og stjórnarmenn verka- lýðsfélaga, er ekki eðlilegt að lög um bætur séu bætur, en ekki tap? Er ekki eðlilegt við gerð laga að mismuna ekki öryrkjum, eins og skaðabótalögin gera með rík- isstyrkjum til tryggingafélaganna? Að tapa nær 5 milljónum króna á því að taka við 3,9 milljónum er fá- ránlegt. Ég hef verið öryrki í 10 ár og hef ekki fundið mér stað í þeim 27 félögum er standa að Öryrkja- bandalagi Íslands. Það er fjöldi ör- yrkja í sömu sporum og ég og til þeirra þarf að ná og virkja, Við ör- yrkjar erum um 10 þúsund og við ættum að stofna Öryrkjafélagið. Félag öryrkja, aðstandenda og stuðningsmanna. Félag þar sem við öryrkjarnir komum réttum upplýs- ingum til þingmanna. Félag er stöðvar eineltið, svikin, lögbrotin og að allir hafi rétt á að „græða“ og hafa það gott nema öryrkjar. Stofna það og fá inngöngu í Ör- yrkjabandalag Íslands. Þannig verðum við sterkir gegn ríkinu, tryggingfélögum, tryggingastofnun og öðrum þeim öflum í þjóðfélaginu er vilja halda okkur í örorkugildr- unum. Öryrkjar, stöðvum óréttlætið og stofnum félag Eftir Guðmund Inga Kristinsson Höfundur er öryrki eftir umferðarslys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.