Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga „VIÐ liggjum hérna inni á Ísafjarðardjúpi og flökum og frystum þessa fínu síld. Við tókum um 250 tonn í tveimur holum á sunnudag í kantinum vestan við Halann, mjög stóra og fallega síld. Þetta er svona tveggja daga vinnsla hjá okkur en við byrjuðum í nótt,“ sagði Maron Björnsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF, þegar Morg- unblaðið spjallaði við hann í gær. Maron og áhöfn hans héldu frá Akureyri áleið- is vestur á fimmtudag og komu nánast beint í veiðina, enda höfðu þeir fengið fréttir af síld frá togurunum. „Við fengum fyrst síld, sem var of smá fyrir okkur, en svo tókum við hitt holið og höfum eitt- hvað að gera í bili. Síðustu tvær vertíðir höfum við tekið alla okkar síld hérna fyrir vestan. Höf- um annaðhvort byrjað í kantinum vestan við Hal- ann eða í Víkurálnum og bara gengið vel. Síldin hérna fyrir vestan er sú bezta, bæði stór og feit og það þýðir ekkert annað en vera í slíkri síld og vinna hana um borð. Hitt skilar allt of litlu og smáa síldin fyrir austan er nánast verðlaus nema í bræðslu,“ sagði Maron. Hann segir að áróður og bull um meðafla í flottrollið á síldveiðunum hafi skemmt mjög mik- ið fyrir veiðunum og beztu veiðisvæðin hafi verið meira og minna lokuð frá því í desember í fyrra. „Það er enginn meðafli hjá okkur á þessum slóðum. Við fáum engan fisk með síldinni og það er eftirlitsmaður um borð hjá okkur til að stað- festa það. Það var líka eftirlitsmaður um borð í Vilhelm megnið af vertíðinni í fyrra og þar var meðafli ekkert vandamál. Samt er lokað á okkur. Hér er langbezta síldin, en það er eins og menn vilji heldur veiða 50% smásíld fyrir austan en stóru síldina hérna. Það er einkennilegt að byrja veiðar og koma að flestum svæðunum lokuðum án þess að til þess sé nokkur raunveruleg ástæða. Það væri nær að hækka viðmiðunarmörkin fyrir smásíldina og lofa henni að vaxa áfram enda er hún að mestu verðlaus. Það á að opna þetta og vinna eins og menn eða hreinlega hætta þessu. Markaðurinn vill bara stóra síld og hún fæst óvíða nema í flottrollið hér fyrir vestan og austur á Héraðsflóa,“ sagði Mar- on, en útgerðin hefur heimildir til veiða á 3.000 tonnum af síld í haust og vetur. „Flökum og frystum þessa fínu síld“ SKÆÐ magakveisa hefur lagst á um 20 manns, sjúklinga og starfsfólk, á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi og hefur tveimur deildum verið lokað. Kveisan er talin stafa af veirusýkingu og er hún mjög smitandi. „Þessi sýking er í rauninni það sem er að ganga núna úti í samfélaginu og er mjög smitandi. Hún er að leggja heilu fjölskyld- urnar,“ segir Ágúst Örn Sverrisson, sjúkra- húslæknir á Sjúkrahúsi Suðurlands. Ein- kenni pestarinnar eru óþægindi í maga, uppköst, niðurgangur og í sumum tilvikum hiti. Kveisan gengur hratt yfir, margir eru orðnir mikið skárri eftir tvo til þrjá sólar- hringa, segir Ágúst. Ágúst segir kveisuna að öllum líkindum vera af völdum víruss, en sýni sem skera endanlega úr um það eru enn í ræktun á rannsóknarstofu. Líklega berist veikin manna á milli með snertingu og því sé gott ráð að þvo sér oft um hendurnar. Sjúkrahús- deildum lokað vegna maga- pestar meðal réttingaverkstæði, sprautuverkstæði og framrúðuverkstæði. Gistiheimili er í sam- byggðu húsi en að sögn Gunnars Arnar var aldrei nein hætta á að eldurinn bærist þangað ELDUR kviknaði í bílaverkstæði á Viðar- höfða 2 um klukkan 21 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við bíl þegar eldur kvikn- aði í honum og barst eldurinn fljótlega í húsið og stóðu logarnir upp úr þakinu. Mennirnir sluppu ómeiddir. Tilkynning barst til slökkviliðs klukkan 21.06 og var allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins kallað á vettvang og kall- aðar út allar aukavaktir. Að sögn Gunnars Arnar Péturssonar, vettvangsstjóra slökkvi- liðsins, kviknaði eldurinn í bíl sem verið var að vinna í og barst fljótlega í annan bíl. Bíl- arnir urðu fljótt alelda. Barst eldurinn í húsið og var töluvert mikill eldur og reykur þegar slökkviliðið og lögregla komu á staðinn. Sendir voru sex reykkafarar inn í húsið til að tryggja að það væri mannlaust. Slökkvilið- ið náði fljótlega tökum á brunanum og sneri sér að því að rjúfa þakið og reyna að koma í veg fyrri að eldurinn bærist í önnur verk- stæði í sama húsi. Ekki var vitað þegar blaðið fór í prentun um tjón á húsinu en ljóst er að það skiptir milljónum enda þurfti að rjúfa allt þakið. Í húsinu eru nokkur bílaverkstæði, þar á bakka barst lögreglu aðeins þremur mínútum eftir tilkynninguna um eldinn á Viðarhöfða. Að sögn varðstjóra fóru nokkrir bílar í það útkall. og enginn reykur í því húsi. Að sögn lögreglu var einn gestur í gistiheimilinu og sakaði hann ekki. Önnur tilkynning vegna bruna í Þang- Morgunblaðið/Júlíus Stórtjón í bruna á verkstæði KAUPFÉLAG Eyfirðinga, stærsti eigandi Kaldbaks, er nú hætt afskiptum af verslunar- rekstri í Eyjafirði. Kaldbakur seldi í gær Kaupfélagi Suður- nesja 50,4% eignarhlut sinn í Samkaupum, en Samkaup hafa rekið á þriðja tug matvöruversl- ana víða um land, á höfuðborg- arsvæðinu, Suðurnesjum, Vest- fjörðum og Norðurlandi. Áætl- aður hagnaður Kaldbaks af sölunni er rúmlega 1.100 millj- ónir króna. „Ég get vel trúað að mörgum þyki þetta ansi sárt,“ sagði Mar- grét Guðmundsdóttir, starfsmað- ur í Strax við Byggðaveg á Ak- ureyri. Ingunn Björnsdóttir sem lagsins hafi komið frá Kaldbaki. Engar breytingar séu fyrirhug- aðar á starfsemi fyrirtækisins og að áfram sé ætlunin að reka verslanir víða um land eins og nú sé gert. Spurður að því hvort breytingin nú sé gerð með það fyrir augum að standa betur að vígi í samkeppninni við stærri keðjurnar tvær á markaðnum, Baug og Kaupás, segir Guðjón að þetta tengist því ekki. Hins veg- ar sé stefnt að því að auka hlut- deild Samkaupa, sem hafi nú um 16% af markaðnum, og horft sé sérstaklega til höfuðborgarsvæð- isins í því sambandi. tryggðir og menn gætu treyst því að Suðurnesjamenn myndu sinna viðskiptavinum sínum norðan heiða. Hann taldi fráleitt að til þess kæmi að verslunum yrði lokað, búið væri að hagræða í rekstrinum og koma honum í þokkalegt jafnvægi. Stefnt að stækkun Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, segir aðspurður að frumkvæði þessar- ar breytingar á eignarhaldi fé- þar hefur verslað um langt árabil sagði að nú sýndist sér sem allur ágóði færi suður, en það breytti ekki því að hún myndi halda áfram að versla „í búðinni sinni“, enda kæmist hún ekki annað, bíl- laus. Benedikt Sigurðarson, formað- ur stjórnar KEA, sagði að vissu- lega væri um að ræða sögulega stund nú þegar félagið hefði ekki lengur með verslunarrekstur í bænum að gera. Hann taldi að hagsmunir félagsmanna væru KEA hætt afskiptum af verslunarrekstri Kaldbakur hefur selt meiri- hluta sinn í Samkaupum  Kaldbakur/13, 19 TIL að bregðast við vanda foreldra þegar vetrarfrí eru í grunnskólum, hyggst Ís- landsbanki gera tilraun með að bjóða starfsmönnum sín- um, sem eiga börn í 1.–5. bekk, að fara með þau í heilsuskóla á vegum bankans. Að sögn Herdísar Pálu Páls- dóttur hjá Íslandsbanka er markmiðið að létta álagi af starfsfólkinu, koma í veg fyr- ir að starfsemi bankans rask- ist þessa daga og síðast en ekki síst að bjóða börnunum upp á skemmtilegan skóla. „Þannig fá allir eitthvað fyrir sinn snúð, foreldrarnir, börn- in og bankinn,“ segir Herdís. Heilsuskóli í skólafríum  Daglegt líf/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.