Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 49 VARDAR Vatrostalna frá Skopje, mótherjar Hauka í Meistaradeild Evrópu, eru efstir í 1. deildinni í Makedóníu eftir þrjár umferðir. Vardar vann skæðustu keppinauta sína undanfarin ár, Pelister, 35:28 á sunnudagskvöldið og hefur unn- ið þrjá fyrstu leiki sína á tíma- bilinu, rétt eins og Metalurg og Mladost. Hinn 39 ára gamli Pepe Manaskov, frægasti handknatt- leiksmaður Makedóníu, var markahæstur hjá Vardar með 8 mörk og Stefce Alusovski skoraði 7. Markvörður liðsins, Petar Mis- ovski, átti stórleik á milli stang- anna. Mótherjar Hauka á sigurbraut MARKIÐ sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea á móti Middles- brough í fyrradag var 48. markið sem hann skorar fyrir félagið í öllum mótum. 35 þeirra hafa komið í úrvals- deildinni í 101 leik en markið gegn „Boro“ var það fyrsta sem hann skorar í úrvals- deildinni í þeim fjórum leikj- um sem hann hefur komið við sögu í á yfirstandandi leiktíð. Að auki hefur Eiður Smári skorað 13 mörk fyrir félagið í öðrum mótum, þ.e. bik- arkeppninni, deildabik- arkeppninni og Evrópu- keppninni frá því hann gekk í raðir félagsins fyrir þremur árum. Eiður Smári skoraði 18 mörk í 55 leikjum með Bolton í 1. deildinni 1998-2000 og hefur þar með skorað samtals 53 mörk í 160 leikjum í ensku deildakeppninni. Eiður nálgast mörkin 50 Reuters Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Chelsea, er hér í bar- áttu við Chris Riggott, Middlesbrough. Eiður Smári skoraði fyrra mark Chelsea í sigurleik, 2:1. Pandiani, sem átti litla möguleika áað komast í liðið áður en Roy Makaay var seldur til Bayern Mün- chen, hefur þakkað Irueta, þjálfara sín- um, traustið og verið besti maður liðsins það sem af er leiktíð- inni. Hann skoraði eitt mark í sigur- leik gegn Atletico Madrid á laugar- daginn, 5:1, og hefur hann skorað sjö mörk í sex deildarleikjum. Frábær frammistaða Pandiani hefur orðið til þess að það er hlutskipti landsliðs- mannanna Diego Trístan og Albert Luque að sitja til skiptis á bekknum, sem þeim hefur ekki líkað og sýndi Trístan óánægju sína með góðri ræðu yfir þjálfaranum, þegar hann var tek- inn af velli á dögunum. Ekki unnið heimaleik enn Barcelona, sem mátti þola tap fyrir Valencia á Nou Camp, 1:0, hefur ekki enn unnið leik á heimavelli á leiktíð- inni. Þrátt fyrir það er ekki byrjað að ræða um að skipta um þjálfara. Hol- lendingurinn Frank Rijkaard ekki talinn í góðum málum hjá Barcelona. Manzano í vanda Gregorio Manzano, þjálfari Atlet- ico Madrid, á ekki sjö dagana sæla eftir slaka byrjun liðsins, sem er í þriðja neðsta sæti með aðeins fjögur stig. Á síðasta tímabili stýrði Manz- ano liði Mallorca, sem hefur þegar sagt upp sínum þjálfara. Atletico hefur í seinni tíð verið þekkt fyrir að skipta títt um þjálfara og eitt tímabilið sátu fimm í stjórastól liðsins, þar á meðal Claudio Raniero, núverandi knattspyrnustjóri Chelsea. Valencia í skuldafeni Þrátt fyrir að Valencia sitji nú á toppi spænsku deildarinn þá virðast fjármál liðsins vera að slá flest met. Þrátt fyrir að hafa náð frábærum ár- angri á síðustu árum, þá nær liðið ekki fyrir gjöldum og skuldar tæp- lega 12 milljarða ísl. króna. Forráða- menn liðsins vinna nú að áætlun sem miðar að því að lækka gjöld og auka tekjur. Liðið mun eftir tímabilið lík- legast selja nokkra af sínum bestu leikmönnum. Mörg lið hafa augastað á argentínsku landsliðsmönnunum Ayala og Pablo Aimar. Iniesta í séræfingar Andrés Iniesta, einn efnilegasti leikmaður Spánar, hefur verið settur í séræfingar til þess að bæta hraða, styrk og snerpu. Iniesta er talinn framtíðarstjarna Barcelona og er nú varamaður fyrir Brasilíumanninn Ronaldinho. Iniesta er sagður vera svar Barcelona við Raúl, fyrirliða Real Madrid. Pandiani skorar grimmt WALTER Pandiani, landsliðs- miðherji frá Úrúgvæ, hefur heldur betur verið í sviðsljósinu með Deportivo La Coruna á Spáni og má sergja að hann hafi slegið í gegn. Hann jafnaði met Brasilíumannsins Rivaldo og Hollendingsins Roy Makaay þegar hann skoraði í sínum sjötta deildarleik í röð, en auk þess hefur hann skorað í báðum leikjum liðsins í Meistaradeild Evrópu. Ingi Úlfar Helgason skrifar frá Spáni AP Walter Pandiani skallar knöttinn að marki Atletico Madrid á laugardaginn. ENSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Sir Bobby Robson, knatt- spyrnustjóri Newcastle, hafi slegist í hóp með Kevin Keegan, stjóra Manchester City, að reyna að kló- festa Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea þegar leikmannamark- aðurinn opnast á nýjan leik í jan- úar. Greint er frá því að Manchester City hafi þegar sett sig í samband við Chelsea um kaupin á Eiði Smára og Bobby Robson er sagður ætla að gera það sama en hann reyndi fyrir þremur árum að fá hann frá Bolton. Þá valdi Eiður að fara til Chelsea. Robson er sagður vilja fá Eið Smára  ÓÐINN Ásgeirsson spilaði í sjö mínútur og skoraði 6 stig þegar lið hans Ulriken Eagles sigraði Kristiansand Pirates, 79:67, í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á sunnudaginn. Óðinn gekk í raðir norska liðsins í sumar frá KR en var áður hjá Þór Akureyri þar sem hann er upp al- inn.  JÓHANNES B. Jóhannesson varð sigurvegari á öðru stigamóti Billiardsambandsins í snóker, sem fór fram um helgina. Hann vann Brynjar Valdimarsson í úrslitum, 5:4. Jóhannes B., sem hefur unnið fimmtán leiki á stigamótum í röð, vann Ásgeir Ásgeirsson í undanúr- slitum 4:2, en Brynjar vann Gunnar Hreiðarsson 4:0.  HELGI Kolviðsson og félagar í Kärnten fengu skell á heimavelli, 0:3, gegn Sturm Graz í austurrísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Þar með er Kärnten aðeins stigi frá fallsæti, er í níunda og næstneðsta sæti með 11 stig en Sturm Graz er fyrir neðan með 10 stig. Helgi lék allan leikinn.  ÁSDÍS Þorgilsdóttir, fyrrv. landsliðskona í knattspyrnu, hefur verið ráðin þjálfari 1. deildarliðs RKV, sameiginlegs kvennaliðs Reynis í Sandgerði, Keflavíkur og Víðis í Garði. Ásdís lék með KR um árabil, síðast 2002, og þá spilaði hún jafnframt þrjá landsleiki en hún hef- ur 11 sinnum leikið fyrir Íslands hönd.  VALUR vann Skallagrím, 87:78, í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á sunnudag en bæði liðin léku í úrvalsdeildinni í fyrra. Ragnar N. Steinsson skoraði 26 stig fyrir Val og Ágúst Jensson 22 en Steven Howard gerði 23 stig fyrir Skallagrím.  HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Jimmy Floyd Hasselbaink, félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, var ekki valinn í hollenska landsliðshópinn – fyrir leik gegn Moldavíu á laugardaginn.  BARCELONA á Spáni á hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn í hollenska landsliðshópnum. Það eru þeir Michael Reiziger, Marc Over- mars, Philip Cocu, Giovanni van Bronckhorst og Patrick Kluivert.  CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, er ekki ánægður með líkamlegt form Argentínumannsins Juan Sebastians Verons. Ranieri ákvað að velja Veron ekki í lið sitt í leikinn við Middlesbrough á sunnu- daginn heldur skipaði hann Veron að mæta á æfingu. Næstu dagana kemur Argentínumaðurinn til með að þurfa að mæta á séræfingar með það fyrir augum að komast í betra form en eftir því var tekið þegar Chelsea tapaði fyrir Besiktas að Veron var ekki í góðu standi. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.