Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 11 „ÍSLENSK stjórnsýsla stendur nú frammi fyrir því að meta og skoða með gagnrýnum hætti þær að- gerðir sem gripið var til og móta framtíðarsýn til næstu ára,“ sagði Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt- isstjóri fjármálaráðuneytisins, í er- indi um umbætur í opinberum rekstri á Íslandi, sem hann hélt á málþingi á Hótel Loftleiðum í síð- ustu viku. Fjármálaráðuneytið stóð fyrir málþinginu í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og fjallaði það um umbætur á opinberri stjórnsýslu OECD-ríkja og Íslands. Aðalfyr- irlesari var Alex Matheson, for- stöðumaður hjá OECD, og ræddi hann um kosti og galla þessara umbóta undanfarin tuttugu ár. Baldur sagði að undanfarin tíu ár hefði verið unnið að stjórnsýslu- umbótum hjá ríkinu með því meðal annars að einfalda ríkisreksturinn og draga úr miðstýringu. Hann sagði að líkt og í OECD-ríkjum gæti hafa skort hér ákveðna heild- arsýn, en breytingarnar hefðu mótað nýja hugsun. Fjármálaráðu- neytið teldi að áfram þyrfti að vinna í anda þeirra stjórnsýsluum- bóta sem lagt hefði verið af stað með, auk þess að endurmeta ákveðna þætti og skoða heildarfyr- irkomulag þeirra verkefna sem ríkið sinnti. Hann sagði að senni- legt væri að umbætur í rík- isrekstri á næstu árum myndu einkum beinast að þremur megin- þáttum, fjárlagagerð og fram- kvæmd fjárlaga, fyrirkomulagi í opinberri þjónustu og umbótum í innri rekstri ríkisins. Morgunblaðið/Þorkell Segir að móta þurfi framtíðarsýn Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins um stjórnsýsluumbætur HELGI Hjörvar, varaborgar- fulltrúi og stjórnarmaður í Lands- virkjun, segir gagnrýni á Lands- virkjun vegna framkomu verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka ómaklega. Það sé eftirlitsstofnana að tryggja að verktakafyrirtækið fari að lögum en ekki Reykjavíkurborgar eða Landsvirkjunar. „Þótt ég hafi verið þeirrar skoð- unar á sínum tíma í stjórn Lands- virkjunar, raunar einn stjórnar- manna, að ekki ætti að ráðast í þessa framkvæmd og það væri röng ákvörðun, þá verð ég að segja að ég tel það fyllilega ómak- legt að svo mikið sem ýja að því að Landsvirkjun hafi ekki að fullu staðið sína plikt í þessu máli,“ sagði Helgi í borgarstjórn á fimmtudaginn. Tilefni ummælanna var tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfull- trúa Frjálslynda flokksins, um að borgarstjórn Reykjavíkur færi fram á að breytt vinnubrögð ítalska fyrirtækisins yrðu boðuð og leikreglur á hérlendum vinnu- markaði virtar. Segir Reykjavíkurborg ekki eiga aðild Í tillögunni sagði Ólafur jafn- framt að yfirumsjón með fram- kvæmdunum væri í höndum Landsvirkjunar, þar sem Reykja- víkurborg væri 45% eignaraðili. „Það er einfaldlega ekki svo,“ sagði Helgi og ítrekaði að yfirum- sjón framkvæmdanna væri í hönd- um Impregilo. „Þar af leiðandi á Reykjavíkurborg enga aðild að þessum framkvæmdum.“ „Það er ljóst að fyrirtækið Impregilo ber fulla og óskoraða ábyrgð í þessu máli,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, og kom með breytingartillögu. Hún var samþykkt með öllum atkvæð- um nema fulltrúa F-listans, sem sat hjá. „Tennurnar voru dregnar úr til- lögunni,“ sagði Ólafur að loknum borgarstjórnarfundi. „Impregilo ber fulla og óskor- aða ábyrgð“ NÝLEGA var tilkynnt að leggja skuli af notkun aura í íslenska hag- kerfinu. Engu að síður kom fyrsta október út tilkynning frá ferðakostn- aðarnefnd ríkisins þess efnis að kíló- metragjald fyrir hvern kílómetra upp að tíu þúsund sé krónur 56,50. Að sögn Sigríðar Vilhjálmsdóttur, ritara ferðakostnaðarnefndar ríkis- ins, hafa upphæðir verið gefnar út í aurum í mörg ár. „Það er áfram reiknað með aurum hjá okkur, þótt ég geti ekki sagt til um hvernig þetta er annars staðar. Ég geri þó ráð fyrir að það verði hækkað upp í næstu heilu krónu þeg- ar niðurstöðutölur standa á fimmtíu aurum.“ Hjá launadeild Fjársýslu ríkisins var það staðfest að eftir alla útreikn- inga er lokatalan rúnuð að næstu krónu eins og lög gera ráð fyrir, nið- ur allt að fimmtíu aurum og upp eftir að fimmtíu aurum er náð. Kílómetra- gjald enn reiknað í aurum ANDRÉS Jónsson frá Reykjavík var kosinn formaður Ungra jafn- aðarmanna (UJ) á landsþingi fé- lagsins á föstudag. Hlaut hann 298 atkvæði eða 67,6%. Mótframbjóð- andi hans var Margrét Gauja Magnúsdóttir frá Hafnarfirði sem hlaut 139 atkvæði eða 31,5%. Alls kusu 441 í kjöri til framkvæmda- stjórnar. Brynja Magnúsdóttir verður varaformaður, Bryndís Nielsen rit- ari og Dagbjört Hákonardóttir gjaldkeri, en þær voru allar sjálf- kjörnar. Hilmar Kristinsson var kjörinn alþjóðaritari og meðstjórn- endur eru Andrés Fjeldsted, Rósa María Óskarsdóttir, Hinrik Már Ás- geirsson og Guðjón Egill Guðjóns- son. Ágúst Ólafur Ágústsson sem gegnt hefur formennsku UJ gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Andrés Jónsson for- maður UJ NOKKUR aukning hefur orðið á af- skráningu gamalla bíla í sumar. Guð- laugur Sverrisson, skrifstofustjóri hjá Úrvinnslusjóði, segir að um 300 bílar hafi verið afskráðir undanfarna mánuði, en hann rekur þessa aukn- ingu m.a. til þess að 1. júlí sl. hóf Úr- vinnslusjóður að greiða 10 þúsund króna skilagjald til eigenda bílflaka. Þetta nýja fyrirkomulag er núna farið að virka um mest allt land, en Guðlaugur sagði að landsbyggðin hefði tekið seinna við sér en höfuð- borgarsvæðið. Unnið hefði verið að því í sumar að koma upp móttöku- stöðvum um allt land og væri nú tek- ið á móti ónýtum bílum á yfir 50 stöð- um um allt land. Guðlaugur sagði að áætlanir Úrvinnslusjóðs gerðu ráð fyrir að tekið yrði á móti um 7.000 bílum á ári. Lög um úrvinnslugjald gera ráð fyrir að bifreiðaeigendur greiði tvisvar á ári 520 kr. gjald í 15 ár. Gjaldið, sem er innheimt samhliða bifreiðagjaldi, er lagt á allar bifreið- ar sem nýskráðar voru eftir 1. janúar 1988. Gjaldið er ekki innheimt af eldri bílum og eigendur þeirra eiga þar af leiðandi ekki rétt á að fá greitt skilagjald. Guðlaugur sagði að oftar en ekki fylgdi því nokkur kostnaður fyrir bif- reiðaeigendur að losa sig við ónýta bíla. Gjaldinu væri ætlað að dekka þennan kostnað og vera um leið hvatning fyrir fólk að losa sig við ónýta bíla. Hann sagði að Úrvinnslu- sjóður greiddi kostnað við að losa spilliefni úr bílunum. Einar Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Hringrásar, sem er eitt þriggja fyrirtækja á höfuðborgar- svæðinu sem sjá um móttöku bíl- flaka, sagði að umtalsvert fleiri ónýt- ir bílar hefðu komið til Hringrásar í ár en í fyrra. Hann sagði að skila- gjald Úrvinnslusjóðs ætti líkast til stærstan þátt í þessari aukningu. Einnig hefði sala á nýjum bílum auk- ist og leiddi einnig til meiri afskrán- ingar á bílum. Fleiri ónýtir bílar af- skráðir í ár en í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórir haugar af brotajárni eru á svæði Hringrásar í Sundahöfn, en brota- járnið er flutt út á markaði á meginlandi Evrópu. ♦ ♦ ♦ FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavík- urborgar hefur skipað starfshóp sem skila á tillögum um tilhögun sérstakra húsaleigubóta. Sérstakar húsaleigubætur verða veittar ofan á almennar bætur þeim sem búa við verstu félagslegu aðstæðurnar. „Sérstakar húsaleigubætur greiðast óháð því hver leigusalinn er og ættu því að styrkja almennan leigumarkað. Með þessu er verið að auka sveigjanleika í húsnæðis- aðstoð Reykjavíkurborgar. Fé- lagsbústaðir munu áfram bjóða upp á ódýrar leiguíbúðir en á sama tíma mun almenni húsaleigumark- aðurinn verða styrktur með sam- stilltu átaki margra aðila,“ sagði Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé- lagsmálaráðs, á borgarstjórnar- fundi á fimmtudaginn. Áður hafði Björk kallað þetta húsnæðisávísan- ir en nafninu var breytt til sam- ræmis við lög um félagslega að- stoð. Miðað við ákveðin tekju- og eignamörk „Í stað þess að allir sem búa í íbúðum Félagsbústaða fái niður- greidda húsaleigu fá einungis þeir sérstakar húsaleigubætur sem eru undir ákveðnum tekju- og eigna- mörkum og búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður,“ sagði Björk. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir upplýsingum um við hvað væri miðað þegar sagt væri „mjög erf- iðar félagslegar aðstæður“. Skilgreiningin grundvallaratriði Björk sagði grundvallaratriði að skilgreina vel hvaða hópur ætti rétt á aðstoð og um leið hvernig að- stoð. „Nú er það þannig að 48% heimila í Reykjavík falla undir tekju- og eignaviðmið um að geta sótt um félagslegt leiguhúsnæði,“ og að margir umsækjendur væru í tekjuhærri kantinum og þyrftu kannski ráðgjöf um útvegun ann- ars húsnæðis. „Borgin á ekki að þurfa að veita helmingi borgarbúa félagslegt leiguhúsnæði. Það held ég að sé alveg ljóst,“ sagði Björk. Sérstakar húsaleigu- bætur undirbúnar Fyrir þá sem búa við verstu aðstæðurnar HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðherra hefur skipað nefnd sem gera á tillögur til ráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og ung- linga með geðraskanir. Nefndinni er m.a. ætlað að skila tillögum um hvernig haga skuli þessari þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni, hvernig best megi tryggja samspil þjónustuþáttanna, hvaða þjónustuform og rekstarform séu heppilegust og fleira. Formaður nefndarinnar er Ragn- heiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis– og tryggingamálaráðu- neytinu. Aðrir nefndarmenn eru Sig- urður Guðmundsson landlæknir, Gísli Baldursson læknir. Páll Biering hjúkrunarfræðingur, Sólveig Ás- grímsdóttir sálfræðingur, Magnús Skúlason deildarstjóri og Hólmfríður Grímsdóttir deildarstjóri. Nefndin mun hefja störf nú þegar. Nefnd um þjónustu við börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.