Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU VINNSLUSTÖÐIN hf. og eigend- ur Ísleifs ehf. hafa undirritað vilja- yfirlýsingu um að stefna að samein- ingu félaganna. Jafnframt hefur Vinnslustöðin fest kaup á vertíðar- bátnum Þorsteini GK með tæplega 1,4% aflahlutdeildar í humri. Ísleifur ehf. á og rekur samnefnt uppsjávarveiðiskip Ísleif VE-63. Veiðiheimildir félagsins nema um 1.660 þorskígildum, miðað við að úthlutun í loðnu verði eins og á síð- asta ári, þ.e. 765 þúsund tonn, að- allega í uppsjávarfiski. Væntalegur samruni verður gerður miðað við 30. september 2003. Ánægður með viðskiptin Eigendur Ísleifs munu fá greitt fyrir útgerð sína með hlutabréfum í VSV. Verðmæti skips og kvóta gæti verið á bilinu 1,4 til 1,5 milljarðar króna, en eftir á að taka tillit til skulda, sem munu lækka þessa upphæð nokkuð. Vinnslustöðin keypti Þorstein GK 16, af Hópi ehf. ásamt 1,37% aflahlutdeildar af humri á árinu 2003/2004. Kaupverð skips og afla- heimilda er samtals 82.500.000 krónur. Eskja hf á 100% hlutafjár í Hópi ehf., en hún keypti félagið fyrr á þessu ári. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, segist ánægður með þessi viðskipti og hann sé vongóður um að sameiningin við Ísleif gengi eft- ir. það sé mikilvægt að halda þess- um aflaheimildum í Eyjum og sam- einingin sé einnig liður í því að stækka Vinnslustöðina og efla hrá- efnisöflun. Það sé svo að Vinnslu- stöðin hafi ekki verið með svo mikl- ar aflaheimildir í uppsjávarfiski. Staðan nú sé þannig mælt í þorsk- ígildum að 22% séu í uppsjávarfiski, en 78% í bolfiski. Við sameininguna eykst hlutdeild VSV úr 5% í 7,5% í loðnunni og verða aflaheimildir fyr- irtækisins þá samtals 16.500 þorsk- ígildi. Gera út 6 til 8 skip Vinnslustöðin gerir nú út 6 skip, nótaskipin Sighvat Bjarnason og Kap, togarann Jón Vídalín, togbát- inn Drangavík og netabátana Gandí og Brynjólf. Ákveðið er að Ísleifur verði áfram gerður út, en óvíst er með útgerð Þorsteins. „Ég verð mjög ánægður ef þetta gengur eftir. Við höfum verið að vinna á því á þessu ári að stækka Vinnslustöðina og þetta er liður í því. Við eigum töluvert af eigin bréfum sem við notum meðal ann- ars í þessum viðskiptum,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Þess má geta að Útgerð Ísleifs er ein ófárra sjálfstæðra útgerða sem enn stunda loðnuveiðar. Morgunblaðið/Kristján Ísleifur VE við bryggju í Krossanesi. Ísleifur sameinast Vinnslustöðinni Verðmæti aflaheimilda og skips nálægt 1,5 milljörðum króna NOKKUR mjög góð skot hafa verið í Tungulæk að undanförnu, en bæði þar og í Grenlæk hefur vatn farið minnkandi, en mjög mikið vatns- magn og kalt í þokkabót var að standa veiði fyrir þrifum í ánum framan af hausti. Að undanförnu hafa auk þess þó nokkrir mjög stórir fiskar verið dregnir úr Tungulæk. Þröstur Elliðason leigutaki Tungulækjar sagði, að veiðin hefði verið eins og „jójó“ í haust, sum holl að fá lítið og grannar tökur, en inn á milli hefðu menn verið í fínum mál- um. „Einn hópur var í einn dag og fékk tíu birtinga sem voru allt að 16 punda. Síðast liðinn föstudag voru menn aftur með tíu fiska, upp í 14 pund og í enn öðru tilviki voru menn með nokkra boltafiska, þá stærstu allt að 16 punda. Það er öllu sleppt í Tungulæk þannig að þessir fiskar eru ekki vegnir, en þeir eru að mæl- ast margir hverjir 80 til 86 sentimetr- ar og það eru algjör tröll. Þetta eru einhverjir tugir af 10 punda og stærri birtingum í haust og í vor var einnig mikið um mjög stóra fiska,“ sagði Þröstur. Þröstur bætti við að líflegir dagar hefðu verið í Grenlæk að undanförnu, tíu stykki hefðu veiðst þar í einu holli fyrir skömmu og m.a. fengu menn nokkra bjarta fiska og nýja neðst á svæðinu sem benti til að nýr fiskur væri að ganga. Ekki er þó um eins stóra fiska að ræða í Grenlæk og í ná- grannaánni Tungulæk, en til gamans má geta þess, að við upptökin djúpt í Eldhrauni er um eina og sömu ána að ræða, en fljótlega skiptist áin og Tungulækur rennur í austur út í Skaftá, en Grenlækur fer áleiðis suð- ur um hraunið og sameinast Skaftá í Veiðiósi, sem er nánast ofaní fjöru. Ýmsar fréttir Dæmi um laxveiðibata í Dölunum kemur frá Miðá sem rennur um Mið- dali. Í henni veiddust 160 laxar í sum- ar, sem er helmingi meiri veiði en í fyrra. Fiskur gekk snemma, stoppaði neðst vegna þurrka, en dreifði sér síðan er loks tók að rigna síðsumars. Bleikjuveiði var hins vegar með lak- asta móti, aðeins milli 200 og 300 stykki, en bót í máli að meðalþyngdin var mjög góð og mikið af 2–3 punda fiski. Það var smærri fiskinn sem vantaði og er áhyggjuefni í sjálfu sér. Mikil veiði var í Eystri-Rangá síð- ustu dagana, en veiði þar lauk um mánaðamótin. Veiddust hátt í 100 laxar á tæpri viku í lokin og lokatölur urðu með þessu 1.708 laxar. Þar með var áin komin fram úr Laxá í Kjós og í þriðja sætið yfir gjöfulustu árnar, en Laxá í Kjós hafði vermt þriðja sætið með 1.650 laxa. Veiði er löngu lokið í Laxá, en veitt er til næsta föstudags í Ytri-Rangá sem var með 1.675 laxa í vikulok og er þar með einnig komin framúr Laxá. Enn er veitt í Varmá við Hvera- gerði og hafa verið góð skot þar af og til, m.a. var þar maður fyrir skömmu sem veiddi aðeins part úr degi og hafði heim með sér fimm væna birt- inga, 2 til 5 punda fiska og alla veidda á flugu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/KÁI Einar Falur Ingólfsson með sjóbirting sem tók snældu í Tungufljóti. Stórir fiskar í Tungulæk BREZKA Vísindafélagið, The Royal Society, átelur Evrópusambandið harðlega fyrir að taka allt of mikla áhættu með það sem eftir er af fiskistofnum innan lögsögu sam- bandsins. Segir félagið hina sam- eiginlegu fiskveiðistefnu ESB vera svívirðu. Í skýrslu frá félaginu, sem rakin er á fréttavef BBC, eru stjórn- málamenn innan ESB ásakaðir um að hafa að engu ábyggileg vísindi og leyfa alltaf veiðar umfram sjálf- bærni. Þar segir ennfremur að fiskistofnar í Evrópu séu að hruni komnir. Stofnar þorsks og ýsu eru minna en helmingur þess sem þeir voru fyrir 30 árum og Norðursjávar- þorskurinn í sögulegu lágmarki. Þrátt fyrir það samþykkja ráð- herrar sambandsins meiri aflaheim- ildir en ráðlagt er af vísindamönn- unum. Núverandi fiskveiðistefna er alls ekki sjálfbær, segir nefndin. „Of mikið af fiski er veitt og of fá- ir kynþroska fiskar skildir eftir til að viðhalda og auka stofninn. Væri svona gífurleg eyðilegging nátt- úruauðlinda stunduð á landi, þar sem hún væri sjáanleg, ylli hún mik- illi reiði og fordæmingu. En þar sem hún er stunduð í höfunum, er auðvelt að leiða eyðilegginguna hjá sér. Deilur sjávarútvegsráðherra ESB um aflaheimildir geta leitt til þess að ástandið versni enn. Sá nið- urskurður sem næst er oftast mun minni en nauðsynlegt er vegna þrýstings frá fiskiðnaðinum og deilna milli einstakra landa. Verði ekki tekið fast á málunum til að draga úr veiðum, gæti farið svo að í framtíðinni verði ekkert eftir til að veiða,“ segir vísindanefndin. Nefndin vill að fiskverndunin verði gerð þannig úr garði að auð- veldara sé að framfylgja henni og vill að stjórn á veiðigetu verði stjórnað, til dæmis með því að fækka veiðidögum og setja frekari reglur um hvernig veiðarfæri megi nota. Lagt er til að gervihnettir verði notaðir til að fylgjast með sókninni og að stofnaðir verði griðastaðir fyrir fisk í höfunum. Þá þurfi stjórnvöld að hætta að styrkja sjávarútveginn, en styrkirnir auki aðeins á veiðigetuna og þá ofveiðina um leið. Fiskveiðistefna ESB sögð svívirða TRÚNAÐARMAÐUR Strætó bs., Guðmundur Guðmundsson, hefur ritað borgarstjóra og borgarfulltrú- um bréf þar sem hann kvartar yfir því að Reykjavíkurborg neiti að greiða félögum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar mótframlag vegna viðbótalífeyrissparnaðar eins og gert er á hinum almenna vinnu- markaði og hjá ríkinu. Vill hann leiðréttingu á þessu og kveðst orð- inn langþreyttur á meintu aðgerð- arleysi valdhafa hjá Reykjavíkur- borg. Ennfremur sakar hann Reykjavíkurborg um að standa ekki við gerða kjarasamninga við félagið. Birgir Björn Sigurjónsson, forstöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar, segist ekki geta fallist á þær kröfur sem Guð- mundur setur fram, þar sem það myndi hafa í för með sér mis- munun á kostnað annarra stétt- arfélaga hjá Reykjavíkurborg. Þá neitar hann því að Reykjavíkur- borg hafi ekki staðið við kjara- samninga. Að sögn Guðmundar fær stétt- arfélag hans ekkert mótframlag frá vinnuveitenda sínum en Reykjavík- urborg hefur samþykkt að greiða mótframlag til fjölmargra annarra stéttarfélaga. „Við fáum ekki neitt og mér finnst það sanngirnismál að menn setjist niður og leiðrétti það,“ segir hann. Að mati hans blandar Reykjavíkurborg saman hinum lög- bundna lífeyrissjóði og séreignalíf- eyrissjóði. „Það er stór munur á þessu tvennu og mér finnst að það eigi ekki að blanda þessu saman. En ef menn vilja gera það, þá skal bent á ákvæði kjarasamninga við Reykjavíkurborg þess efnis, að fari mótframlag til ASÍ-félaga yfir 6% á samningstímanum er borgin reiðubúin til viðræðna við okkur. Borgin greiðir nú þegar 6% og 2% í séreignalífeyrissparnað, þannig að það gera 8% – ef menn vilja blanda þessu saman. Á þeim forsendum ætti borgin því að standa við orð sín.“ Að auki sakar Guðmundur borg- ina um að standa ekki við kjara- samninga. „Símenntunaráætlun samkvæmt kjarasamningnum er ekki komin í gegn og ennfremur hafa fyrirtækin fjóra launaflokka til að umbuna starfsmönnum fyrir vel unnin störf, en gera það ekki. Þess vegna held ég því statt og stöðugt fram að Reykjavíkurborg standi ekki við gerða kjarasamn- inga.“ Enginn samningur um viðbótargreiðslur Birgir Björn Sigurjónsson segir engan samning til um viðbótar- greiðslur í lífeyrissjóð til félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Hann minnir ennfremur á að Reykjavíkurborg sé ekki vinnu- veitandi Guðmundar og starfs- manna Strætós bs. „Ef hann hefði hins vegar verið trúnaðarmaður á stofnun á vegum borgarinnar, hefði borgin þurft að svara því hvers vegna hún borgar ekki umrætt við- bótarframlag,“ segir Birgir Björn. „Þá er svarið á þá leið að borgin greiðir allt að 2% sem mótframlag vinnuveitenda á móti jafnstóru framlagi launamannsins hjá öllum þeim stéttum sem eru í almennu lífeyrissjóðunum. Að meðtöldum sparnaði í almennu lífeyrissjóðun- um yrði heildarsparnaðurinn 14% samkvæmt samningum sem borgin hefur skuldbundið sig til að fylgja. Reykjavíkurborg hefur hins vegar ekki verið tilbúin að bæta 2% við þann sparnað sem er hjá opinber- um starfsmönnum, sem í dag er 15,5%,“ segir hann. „Ég er tilbúinn til að bjóða Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar sömu lífeyriskjör og gilda hjá stéttarfélögum á borð við Efl- ingu og fleiri sem Guðumundur tekur til viðmiðunar. Kjörin fela það í sér að Reykjavíkurborg greiðir 6% í almennan lífeyrissjóð og 2% í séreignasparnað, en ekki 11,5%, eins og við gerum vegna BSRB-félaga. Strætó bs greiðir Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar líka 11,5% en félagar í Efl- ingu og fleiri félögum fá bara 8% sem fyrr gat. Ef við færum að kröfum Guðmundar, færum við væntanlega að greiða 13,5% í líf- eyrissjóð vegna hans en héldum að sama skapi áfram að greiða bara 8% til Eflingarmanna og fleiri fé- laga.“ Varðandi ávirðingar um að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við gerða samninga, segist Birgir Björn ekki kannast við slíkt. „1. desember 2002 áttu að koma til framkvæmda ákveðin ákvæði í kjarasamningum sem ekki voru tilbúin. Við gerðum samning við Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar og greiddum félagsmönnum launabætur fyrir frestun þessara ákvæða. Nú erum við á fullum dampi við að klára þessa kerfis- breytingu í eins nánu samstarfi við stéttarfélög og kostur er. Ég held ekki að fulltrúar þessara félaga telji að verið sé að svíkjast undan einu eða neinu.“ Trúnaðarmaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Krefst leiðréttingar á lífeyrisgreiðslum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.