Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ekki þá að síðar yrði hún mágkona
mín, konan hans Hjalta bróður.
Ennfremur er mér minnisstæð ferð
er ég fór með þeim á Doddanum
ásamt mömmu og Svönu norður á
Akureyri og víðar um Norðurland.
Þegar kvisaðist út að hann Hjalti,
þessi myndarlegi maður, hefði fund-
ið sér lífsförunaut, þá orðaði einhver
það þannig að hún Dísa væri frí-
merkið hans. Þegar við kynntumst
henni betur sáum við að verðgildið
var hátt. Mörg póstleiðin er að baki,
ýmist í jeppaferðum eða vegalagn-
ingu. Umslagið álímt og í ábyrgð.
En nú er eins og safnari hafi rifið
hornið af.
Eitt sinn er þau voru að leggja af
stað til Flórída komu þau við hjá
okkur. Það var eins og þau kæmu út
úr Húsinu á sléttunni, klædd frá
toppi til táar að vestrænum hætti.
Þarna lýsti sér smekkvísi hennar og
þegar barnabörnunum fjölgaði voru
þau gjarnan klædd í samskonar
peysur sem amma hafði prjónað
enda mikil hannyrðakona. Hjónin
voru samhent að búa fjölskyldunni
hlýlegt og vandað heimili þangað
sem gott var að koma sem gestur.
Börnin okkar eru á svipuðum aldri
og hefur orðið vel til vina enda
áhugamálin lík.
Við nöfnurnar og mágkonurnar
vorum svo jafngamlar að hún hafði
einn dag betur. Því var upplagt þeg-
ar kom að fimmtugsafmælinu að
gera eitthvað saman. Haldið var
ásamt Svönu til Malasíu og Balí.
Ógleymanleg er tveggja daga af-
mælisveisla á Höll gylltu hestanna í
Kuala Lumpur. Í miðjum kvöldverð-
inum fyrra kvöldið sagði Dísa svo
eftirminnilega að hún væri stolt af
því að hafa nú náð því að verða
fimmtug. Þetta sýnir okkur hve
æðrulaus hún var og þakklát, vit-
andi af sínum geigvænlega sjúk-
dómi.
Við lögðum af stað heim frá Ítalíu
í morgun. Flugvélin hóf sig upp úr
skýjunum og mistrinu og birtan
flæddi inn til okkar. Dísa hefur lagt
af stað í ferðina sem engan enda
tekur. Auðvelt er að hugsa sér hana
svífa á vængjum morgunroðans,
lausa frá öllum þjáningum, enda var
hún sólskinsbarn sem geislaði af.
Við deilum sorginni með Hjalta,
börnunum og fjölskyldum þeirra og
þökkum samfylgdina.
Ásdís og Össur.
Orð verða lítils megnug að tjá þá
sorg og það myrkur sem umlykur
okkur nú þegar góð skólasystir og
vinkona er horfin frá okkur inn á
bjartari leiðir. Því það er ógjörn-
ingur að hugsa sér hana Dísu öðru-
vísi en í mikilli birtu og sólskini.
Þannig ljómaði hún ævinlega.
Nú þegar sumarið er að kveðja
eftir milda og sólríka daga er haust-
ið farið að minna á sig, gróður að
sölna og laufin að falla af trjánum.
Þannig var umhorfs, er við hressar
og fjörmiklar stúlkur mættum til
náms í Hússtjórnarskóla Reykjavík-
ur á haustdögum 1968, eða fyrir 35
árum. Það var sérstakur andi sem
þar ríkti, 37 fjallhressar stelpur
samankomnar til þess að dvelja í
heimavist. Skólastjóri og kennarar,
góðir fulltrúar foreldra, að miðla til
okkar því sem við skyldum hafa að
veganesti út í lífið. Fljótt tókust góð
kynni með okkur öllum en alltaf er
það nú þannig að samheldni mynd-
ast í smáhópum og þannig var það
hjá okkur. Við undirritaðar vorum
saman í herbergi með Dísu. Í her-
berginu „Baðstofunni“ vorum við
átta hressar stelpur, og deildum við
með okkur litlu plássi. Þar ríkti
sannur baðstofuandi, setið var við
hannyrðir, sungið, lesið, hlegið og
spjallað.
Við fjórar; Dísa, Gunna Birna,
Jónína og Ólafía, vorum allar utan af
landi. Þrjár vestan af fjörðum og ein
úr Vestmannaeyjum. Höfum við
haldið saman hóp síðan þá og rifjað
upp margar góðar minningar, sem
við geymum í hjörtum okkar. Það
var svo margt sem þar var gert; bíó-
ferðir, leikhúsferðir og ekki má nú
gleyma gömlu dönsunum í Þórskaffi
og draumaböllunum í Glaumbæ.
Okkar góða vinkona var alltaf hóg-
vær í slíkum ferðum og uppákom-
um. Hún hugsaði svo vel til hans
Hjalta síns, unnustans sem hún
elskaði og varð hennar lífsförunaut-
ur. Þau eignuðust myndarfjölskyldu
og heimili á Akranesi. Ekki ætlum
við að tíunda einstakar minningar,
en þó verðum við að minnast helg-
arinnar sem við áttum saman vorið
1993, bara við fjórar saman, vinkon-
urnar. Þá lýsti sér best hversu dug-
leg hún var, fárveik orðin af þeim
sjúkdómi sem lagði hana allt of
snemma. Henni fannst, og okkur öll-
um, að við yrðum að gera eitthvað
skemmtilegt enda gerðum við okkur
sannarlega glaða helgi. Dugnaður
hennar varð yfirsterkari þá um tíma
því hún náði sæmilegum bata og
fékk nokkur ár til viðbótar. Enn og
aftur greindist hún alvarlega veik
upp úr árinu 2000 og síðan þá hefur
hún barist hetjulegri baráttu. Í
hvert sinn sem við hringdum til
hennar svaraði hún alltaf: „Mér líð-
ur bara ágætlega, mikið er gaman
að heyra í þér.“ Þessi orð lýsa því
hversu mikil hetja hún var. Minn-
ingar okkar um þig, elskulega vin-
kona, myndu fylla heila bók. En þær
verða ekki festar á blað. Við geym-
um þær í hjörtum okkar. Okkur
mun alltaf þykja vænt um þig, við
gleymum þér aldrei.
Kæri Hjalti. Við sendum þér og
fjölskyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum algóðan Guð að
styrkja ykkur og styðja um ókomin
ár. Guð blessi minningu Ásdísar
Ragnarsdóttur.
Ó, minning þín er minning hreinna ljóða,
er minning þess, sem veit hvað tárið er.
Við barm þinn greru blómstur alls hins
góða.
Ég bið minn guð að vaka yfir þér.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Ólafía, Jónína og Guðrún Birna.
Elsku vinkona. Það er svo sárt að
þurfa að kveðja þig núna, frá því ég
man eftir mér hefur þú verið svo
stór hluti af lífi mínu. Við bjuggum í
sömu götu, þið mamma voruð vin-
konur og ég hef ekki verið eldri en
sex ára þegar ég fór að koma ein í
heimsókn til þín, sitja hjá þér í eld-
húsinu og spjalla um lífið og til-
veruna. Þegar ég var spurð hverjar
væru bestu vinkonur mínar þegar
ég var lítil taldi ég upp stelpurnar
sem ég lék mér við og svo sagðist ég
eiga eina „fullorðna vinkonu“ og það
varst þú. Mér fannst ekki skipta
máli þótt það væru rúmlega þrjátíu
ár á milli okkar, þú hefur alltaf verið
ein af mínum bestu vinkonum.
Við höfum alltaf gefið hvor ann-
arri afmælisgjafir og gjafirnar frá
þér voru alltaf svo fallega skreyttar,
ég man að þegar ég var yngri tímdi
ég varla að opna þær. Svona var allt
sem þú gerðir í höndunum og heim-
ilið bar þess líka vitni hvað þú naust
þess að gera fínt í kringum þig.
Fjölskyldurnar okkar tengdust
svo fyrir tæpum sjö árum þegar
Kristján bróðir og Hildur þín byrj-
uðu að vera saman. Okkur fannst
þetta öllum svo sniðugt – það þurfti
ekki að eyða löngum tíma í að kynn-
ast tengdafjölskyldunni í þessu til-
felli. Litla prinsessan, hún Heiður
Dís, fæddist svo fyrir rúmu ári. Þið
urðuð strax svo miklar vinkonur og
fallega brosið hennar hjálpar okkur
öllum mikið núna. En þú áttir
hvorki meira né minna en sjö prins-
essur sem voru allar jafnhrifnar af
ömmu Dísu. Ég man hvað ég var
stolt þegar þú tókst mynd af mér
með Ásdísi Rún í skírnarkjólnum og
hvað ég var ánægð að fá stundum að
fara með þér að passa Stefaníu Sól á
kvöldin. Það var svo gaman að fylgj-
ast með því hvað stelpurnar hænd-
ust allar að þér.
Ég er svo ánægð með stundina
sem við áttum saman í ágúst, þegar
ég kom í heimsókn til þín og við sát-
um tvær í nokkra klukkutíma og
spjölluðum. Þú varst að sýna mér
fermingarkortin þín og ýmislegt
fleira sem þú fannst í gömlum kassa
og okkur fannst svo gaman að skoða
það.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Ásdís, ég á ótalmargar fal-
legar minningar um þig. Söknuður-
inn er sár en ég veit að við hittumst
aftur. Guð styrki alla sem sakna þín.
Þín
Dagbjört.
Nú er elskuleg vinkona og ná-
grannakona mín Ásdís Ragnarsdótt-
ir látin eftir langt og erfitt stríð við
illvígan sjúkdóm.
Við hittumst fyrst í fermingar-
veislu frænda maka okkar beggja.
Þá var ég kynnt fyrir henni sem
væntanleg nágrannakona og mánuði
síðar vorum við hjónin flutt á Akra-
nes.
Mér fannst sem ég hefði þekkt
hana alla tíð. Hún hafði sérstaklega
fallega framkomu, brún augun voru
sem geislandi perlur, brosið og fag-
urt málfar sýndu hjartalag hennar
svo það var tilhlökkun að hitta hana
aftur. Fyrsta daginn minn á Akra-
nesi heimsótti ég nágrannakonuna
og upp frá þeim degi höfðum við
samband næstum daglega. Við sáum
hvor aðra í eldhúsgluggunum og
veifuðum og fylgdumst með logandi
kertaljósunum á eldhúsborðunum
hvor hjá annarri.
Fljótlega kom í ljós að Ásdís var
mjög trúuð og þar áttum við sam-
leið, eins og í mörgu öðru. Fyrir mér
var hún „barn ljóssins“, svo hlý og
kærleiksrík og hafði allt til að bera
sem prýðir sanna trúfasta konu. Oft
drógum við „Guðs orð“ úr litlu öskj-
unni okkar, sem varð svo áframhald-
andi umræðuefni. Við sögðum hvor
annarri frá drauma- og bænasvör-
um okkar og því sem við upplifðum í
sambandi við trúna.
Við veittum hvor annarri styrk í
erfiðum veikindum okkar og saman
áttum við ótalmargar skemmtilegar
stundir, sem aldrei gleymast. Síð-
ustu ánægjustundirnar áttum við
Birgir með þeim hjónum um síðustu
verslunarmannahelgi.
Ásdís var mjög fróð og víðlesin og
oft sagði hún mér frá einhverju
skemmtilegu sem hún hafði nýlega
lesið og gerði frásögnina svo lifandi
og áhugaverða. Í návist hennar upp-
lifði ég sífellt meira víðsýni. Hún
hafði líka þann eiginleika að vera
góður hlustandi og átti auðvelt með
að taka þátt í gleði og sorg vina og
vandamanna, enda var sóst eftir vin-
áttu hennar og nærveru. Með bros á
vör bauð hún hvern dag velkominn
og af hógværð og hugrekki barðist
hún við krabbamein og stóð á meðan
stætt var.
Svo kom að kveðjustund, þegar
hún var orðin mjög veik og mátt-
farin. Hlýtt faðmlagið var eins og
þegar við hittumst í fyrsta sinn á
heimili hennar. Við táruðumst ekki,
þótt söknuður væri mikill, því það
var sönn gleði í hjörtum okkar fyrir
þá yndislegu samveru sem við höfð-
um átt í átta ár og þá kom upp í hug-
ann vers úr Biblíunni, Róm. 8.18.
„Ég lít svo á að ekki séu þjáningar
þessa tíma neitt í samanburði við þá
dýrð sem oss mun opinberast.“ Okk-
ar ásetningur var að hafa alltaf eitt-
hvað til að hlakka til, hvað sem á
gengi, og þar með kvöddumst við
með tilhlökkun til endurfunda.
Nú er Ásdís vinkona mín sest við
Guðs dýrðarstól þar sem sólin hníg-
ur aldrei til viðar. Vistaskiptunum
kveið hún ekki því hún vissi að
himnarnir eru hásæti en jörðin fót-
skör og á efsta degi reisir Guð okk-
ur upp til eilífs lífs og endurfunda.
Það er slokknað á kertaljósinu
hennar á eldhúsborðinu, en hið eina
sanna Ljós mun ávallt lýsa upp
minningarnar um yndislega vinkonu
og þær munu lifa í huga mér og
hjarta um ókomin ár.
Við Birgir kveðjum nú góða konu
og nágranna með söknuði og vottum
Hjalta og öllum aðstandendum okk-
ar dýpstu samúð og biðjum góðan
Guð að styrkja þau í sorginni.
Elín Sigurðardóttir.
Takk fyrir allt Dísa mín, fyrir
kjólinn sem þú hjálpaðir mér að
sauma og gjafirnar sem þú færðir
okkur og börnunum okkar þegar
þau fæddust, og öll jólakortin sem
voru send.
Þær voru ófáar stundirnar þegar
ég var lítil og horfði á þig og
mömmu sauma fötin á okkur systk-
inin. Alltaf fannst mér það skrítið að
það væri hægt að setja saman flík úr
öllum þessum sniðum, en það tókst
eins og allt annað. Þú varst mikill
listamaður, elsku Dísa mín, ég kveð
þig með söknuði en ég veit að nú
ertu í góðum höndum og að þér líður
vel. Takk fyrir allt.
Elsku Hjalti, systkini, makar, og
börn, megi algóður guð gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum, ég og
fjölskylda mín vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Ósk.
Er hausta tekur finnst okkur
sumarið hafa flogið, flogið frá okkur
án þess að við næðum að njóta þess
til fulls. Hjá þér haustaði alltof
snemma og eftir sitjum við öll, við
sem ætluðum að njóta þessa sumars
svo miklu lengur.
Það sem lagt er á þá í þessum
heimi sem minnst eiga það skilið er
oft ofar okkar skilningi. Engum skal
þó ætlað það sem þú hefur gengið í
gegnum, sem þó virtist fá á alla aðra
meir en sjálfa þig. Það heyrðist aldr-
ei svartsýnistónn og oft þurftir þú
að stappa stálinu í þína nánustu er
slæmar fréttir bárust, þrátt fyrir
óumdeildan dugnað þeirra og kjark.
Ekkert fékk þér haggað.
Ég minnist þín fyrst þegar ég
kom lítill í heimsókn með mömmu
upp á Akranes. Þessi glæsilega og
yndislega kona með sítt, svart og
fallegt hárið og heimilið sem mér
fannst eins og höll. Það var ekki
óþarfa íburður heldur eindæma
smekkvísi og metnaður fyrir heim-
ilinu sem fyllti það þessum glæsi-
brag. Þú varst án efa í hópi landsins
mestu húsmæðra. Glæsilegt heimilið
og ótrúlegt handverkið sem virtist
leika í höndunum á þér gaf heimilinu
persónulegan blæ og ég get ekki
ímyndað mér betri ömmu fyrir
sannar prinsessur en þá sem saum-
ar palliettu- og dúllukjóla af þinni
alkunnu snilld. Það voru engar
prinsessur sem komust í hálfkvisti
við þínar prinsessur.
Ég er þess fullviss að þú hafir
kvatt heiminn sátt. Þú gerðir engar
kröfur og þú kunnir að njóta augna-
bliksins. Eitthvað sem fá okkar
hinna getum. Einstakt samband þitt
og Hjalta, þín yndislegu börn og all-
ar prinsessurnar færðu þér alla þína
gleði. Sólríkur morgunn dugði til að
þú varst sátt við allt. Þetta er eig-
inleikinn sem ég dáði þig hvað mest
fyrir og ég og mamma fengum að
njóta á ferðalögum okkar með ykk-
ur erlendis. En við hin erum ekki
svona fullkomin. Við skiljum ekki
ástæðu þess að þú þurftir að kveðja.
Við vildum meira, miklu meira.
Meira af sumrinu er þú færðir okk-
ur öllum. Því er það okkur svo nauð-
synlegt að trúa því að fráfall þitt
hafi göfugan tilgang í stóru og
óskiljanlegu samspili Guðs og
manna. Það væri óbærilegt að þurfa
að lifa við þá vitneskju að krabba-
meinið sem hrifsar frá okkur hvern
ástvininn á fætur öðrum sé einungis
til að færa okkur þjáningar og
eymd. Ég verð að trúa því fyrir mitt
leyti að æðri köllun hafi beðið þín og
annarra er farast af sökum þessa
hræðilega sjúkdóms sem færir okk-
ur haustið alltof alltof snemma.
Ég færi þér hér með dýpstu sakn-
aðarkveðjur frá mér, mömmu og
allri tengdafjölskyldunni, ásamt
innilegum samúðarkveðjum til fjöl-
skyldunnar. Megir þú færa ríki
Guðs alla þá gleði og ánægju sem þú
gafst okkur öllum.
Samúel Kristjánsson.
ÁSDÍS
RAGNARSDÓTTIR
Amma Magga var
konan hans afa Frið-
riks og í huga okkar systkina var
hún amma okkar. Á æsku- og upp-
vaxtarárum okkar var hún alltaf til
staðar fyrir okkur. Hún gætti bús
og barna ef mömmu naut ekki við
eða ef á þurfti að halda. Við nutum
þess líka að fá að dvelja hjá afa og
ömmu Möggu í Hlaðbrekku 7,
borða hafragraut og skyrhræring
og spila Maríus og lönguvitleysu.
Hjá þeim lærðum við margt. Við
lærðum að þakka í bæn fyrir mat-
inn okkar, heilsu okkar og það
góða í lífinu. Minningarnar eru
MARÍA MARGRÉT
SIGURÐARDÓTTIR
✝ María MargrétSigurðardóttir
kjólameistari fædd-
ist á Hróarstöðum á
Skaga í Húnavatns-
sýslu 23. júní 1912.
Hún andaðist á
Heilsustofnuninni á
Blönduósi 12. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Aðvent-
kirkjunni í Reykja-
vík 23. september.
margar og margs er
að þakka. Ég man
hvað ég sem ungling-
ur var stolt af ömmu
Möggu þegar hún fór
ein í heimsókn til
Danmerkur. Afi var
viss um að hún myndi
týnast í útlöndum.
Það var margt sem
hún amma Magga
gerði og sagði sem
hefur verið mér
hvatning og styrkur í
gegnum tíðina. Sem
betur fer var ég svo
lánsöm að geta þakk-
að henni af heilum hug allt það
góða sem hún gaf mér.
Það urðu þáttaskil í lífi okkar
þegar afi dó. Í hönd fóru mörg ár
án samvista okkar við ömmu
Möggu. Við vissum báðar að svona
vildum við ekki hafa hlutina og það
var mér mikill léttir þegar ég
heimsótti hana fyrst í Hamraborg-
ina og við ræddum saman. Eftir
það lágu leiðir okkar saman aftur
þó heimsóknir og símtöl hefðu
mátt vera fleiri. Þegar hún var
orðin veik flutti hún í Gullsmárann.
Hún fylgdist alltaf með okkur og
spurði frétta af fjölskyldunni. Hjá
rúminu sínu hafði hún persónulega
hluti tengda okkur og það þótti
mér vænt um. Seinna heimsóttum
við systurnar hana saman og það
var mikil gleðistund hjá okkur.
Hún setti sig auðveldlega inn í
okkar líf og aðstæður og gaf góð
ráð sem við varðveitum. Síðastliðið
haust fórum við dóttir mín ásamt
systur minni og fjölskyldu í heim-
sókn til hennar á sjúkrastofnunina
á Blöndósi. Það var síðasta sam-
verustund okkar. Síðustu ævidög-
um sínum ætlaði hún að eyða með
Auði systur sinni og flutti þess
vegna norður á æskuslóðir sínar
þar sem hún lést.
Amma Magga var góð kona, hún
sýndi þor og áræði og hafði sínar
skoðanir. Hún var trúuð kona og
réttlát. Ég er henni ævinlega
þakklát fyrir þátt hennar í mótun
lífs míns.
Við systkinin kveðjum hana nú
hinstu kveðju með kvöldbæninni
sem hún kenndi okkur.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Blessuð sé minning ömmu
Möggu.
Ragnheiður H. Kristjánsdóttir.